Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
Munum stefna afekrán-
ingum fyrir félagsdóm
— segir Óskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambandsins
„SJÓMANNASAMBAND íslands
«>? Farmanna- «k fiskimannasam-
bandið munu standa sameigin-
le>?a að því að stefna fyrir
félagsdóm vegna afskránin«-
anna.“ saKði ðskar Vigfússon,
formaður Sjómannasambands ís-
lands, í samtali við Mbl. f
gærkvöldi.
„Það hefur ekki verið gengið
endanlega frá þessu, en við mun-
um velja einhver ákveðin tilvik til
að fá skorið úr því, hvorum megin
rétturinn er,“ sagði Óskar. „Þetta
mál yrði tvíþætt, því bæði er um
að ræða afskráningar vegna að-
gerða opinberra aðila, eins og til
dæmis fiskveiðibanns, og í öðrum
tilvikum snertir málið uppgjörs-
Framhald á bls. 28
Konan sem lézt
MYNDIN er af Ástríði Hansdótt-
ur, fimmtugri húsfreyju að Ljár-
skógum í Dölum, sem lét lífið er
bær hennar brann til kaldra kola
snemma á fimmtudagsmorgun.
Þessar yngismeyjar brugðu sér í heita lækinn í Nauthólsvíkinni í gær og þær minna okkur á það
að bráðum kemur hlcssað vorið. Ljósmynd. Friðþjófur.
Felix Jónsson fyrrum
yfirtollvörður látinn
Landlæknir:
Banna áauglýsingar
um slíkar ferðir
FELIX Jónsson, fyrrum yfirtoll-
viirður í Reykjavík er látinn
tæplcga 83ja ára að aldri. Hann
var fæddur í Austur-Landcyjum í
Rangárvallasýslu 26. apríl 1895 á
bænum Stóru-IIildisey.
Felix var sonur Jóns Þórðarson-
ar bónda og konu hans Guðrúnar
Símonardóttur. Hann stundaði á
yngri árum sjómennsku, landbún-
Æskulýdsráð leitar ef t-
ir tilboðum í Tónabæ
aðarstörf og sitthvað fleira og
dvaldist einnig erlendis. Hann
réðst til tollgæzlunnar í Reykjavík
1. nóvember 1927, var skipaður
varðstjóri 1938 og yfirtollvörður
1941.
Felix Jónsson vann mikið að
félagsmálum tollvarða og v'ar einn
aðalhvatamanna að stofnun Toll-
varöafélags íslands 1935 og fyrsti
formaður þess.
Felix var kvæntur Guðmundu
Jóhannsdóttur verzlunarmanns á
Eyrarbakka Gíslasonar.
Vill selja húsid og fá hentugra hús
til reksturs unglingaskemmtistaðar
BORGARRÁÐ hefur heimilað
æskulýðsráði. að kanna mögu-
leika á sölu húsnæðis Tónabæjar
að Skaftahlíð 24. Áður en endan-
leg ákvörðun verður tekin um
sölu þess óskar Borgarráð eftir
tillögum æskulýðsráðs um hvern-
ig andvirði hússins verði varið.
Brunabótamat þess hluta af
húseigninni Skaftahlíð 24. sem er
eign Reykjavíkurborgar er tæp-
lega 166.3 milljónir króna. Fáist
viðunandi vcrð fyrir húscignina
vill a-skulýðsráð verja andvirðinu
til uppbyggingar æskulýðsstarfs
í borginni samkvæmt nánari
tillögum ráðsins.
í septembermánuði í hitteðfyrra
skipaði æskulýðsráð 3 fulltrúa í
vinnunefnd til þess að gera
tillögur um framtíðarrekstur
Tónabæjar og var þar einn val-
kosturinn af fjórum lagður fyrir
nefndina sem verkefni til athug-
unar, sem nú hefur orðið niður-
staðan. Hinrik Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri æskulýðsráðs sagði
í gær í samtali við Morgunblaðið
að aðsókn að Tónabæ hefði dregizt
saman að undanförnu. Aðsókn það
sem af c.r þessu ári er samanlögð
mjög svipuð og jafnan var á eins
mánaðar tímabili á árum áður.
Hinrik kvað ástæður geta verið
margs konar, m.a. að óvissan um
rekstur staðarins hefði haft í för
með sér að hann hefði ekki verið
endurnýjaður, innréttingar og
annað, sem nauðsynlegt væri að
gera með vissu millibili. Þá hefði
ekki af þessum sökum verið
bryddað upp á nýjungum í rekstri
staðarins. Fyrir tveimur árum var
Tónabæ breytt í diskótek og er nú
breyting að verða að rekstri slíkra
staða — sú tízka sem ríkt hefur í
diskótónlist er að syngja sitt
síðasta, en ný enn ekki tekin við.
Þá kvað hann um áramót aðgangs-
eyri hafa verið hækkaðan úr 500
krónum í 700 krónur. Þetta hafi
verið nauðsynlegt vegna reksturs
staðarins, en það hefði hugsanlega
dregið úr aðsókn.
Hinrik Bjarnason kvaðst telja
að einhver breyting væri að verða
í skemmtanalífi ungs fólks og
skemmti það sér nú meira í
heimahúsum en áður. Á annan í
páskum, sem er dæmigerður dagur
fyrir ungt fólk að skemmta sér á,
sóttu t.d. staðinn 130 gestir. Þrátt
fyrir svo dræma aðsókn var um
óvenjulega rólegan dag að ræða —
að því er útideild upplýsir. Þá vildi
Hinrik benda á að talsvert mikill
hluti þess fólks, sem sótt hefði
Tónabæ, hefðu ekki verið reyk-
vískir unglingar, heldur unglingar
Framhald á bls. 22
Hönrndegt að sjúkt fólk
sé gínnt á þennan veg
Biskupinn:
BREZKA kvikmyndin,
sem sjónvarpið sýndi um
páskana og lýsti aðgerðum
filipseyskra andalækna,
hefur vakið mikla athygli
hérlendis, ekki hvað sízt
fyrir það að nýkominn er
heim hópur íslendinga
sem fór til Filipseyja að
leita sér lækninga.
Morgunblaðið spurði í gær
tvo menn álits á þessum
iækningum, biskupinn,
herra Sgiurbjörn Einars-
son, og Ólaf ólafsson
landlækni. Svör þeirra
fara hér á eftir.
Ilerra Sigurbjörn Einarsson
biskup sagðii
„Ég tel það fráleitt, að beina
straumi sjúklinga til fjarlægs
lands gegn offjár ferðakostnað-
ar út á svo lítt grundaða trú á
furðuhæfileika einhverra
manna sem hér er um að ræða.
Ég tel að það væri ekki úr vegi
að taka sér Bandaríkjamenn til
fyrirmyndar í þessu og banna að
auglýstar séu ferðir á vit
þessara hárla vafasömu manna.
Það er merkilegt að Bandaríkja-
menn hafa gert þetta, því að á
sviði svonefndra spíritistasafn-
aða kalla þeir ekki allt ömmu
sína, enda kennir þar margra
grasa í þeim efnum. Þeir hafa þó
greinilega talið þetta mál svo
alvarlegt, að ástæða hafi verið
til að gera undantekningu. Það
er hastarlegt, að forgöngumenn
svonefndra sálarrannsókna
skuli standa fyrir fyrirtækjum
af þessu tagi, því að þetta virðist
eiga harla lítið skylt við rann-
sóknir“.
Þá spurði Morgunblaðið,
hvort huglækningar gætu ekki
að einhverju marki verið rétt-
lætanlegar: Biskup svaraði: „Ég
kann miklu betur við annað orð
en huglækningar, sem þrástag-
að er á nú á dögum. Það lætur
einkennilega í mínum eyrum.
Kristin kirkja hefur beðið fyrir
sjúkum allar aldir og gerir enn
og mun alltaf gera. Allir kristn-
ir menn trúa á að bænir séu
heyrðar, en að sjálfsögðu er það
á Guðs valdi, hvernig hann
heyrir þær“.
Ólafur ólafsson, landlæknir
sagðii
„Þetta er fásinna, en hitt er
annað mál, að því má ekki
gleyma, að veikt fólk leitar eftir
bata og- það kaupir oft vonina
hærra verði en vissuna. I sjálfu
sér er því ekkert við því að
segja, að veikt fólk, sem ekki
hefur fengið hjálp, sem það
hefur vænzt, leiti á meðan það
orkar. En það sem verst er við
þessar Filipseyjaferðir er, að
það er verið að hafa fé af fólki,
og það af veiku fólki, sem
kannski er með sinn síðasta
eyri.
Slíkt sem þetta gerist auðvit-
að, þegar tveimur ólíkum trúar-
og menningarstefnum slær
saman. Fólkið á Filipseyjum
veit sjálfsagt að þessar aðgerðir
ber að líta á fremur sem
táknrænar, og trúa þá ekki á
þær nema sem slíkar. Aftur á
móti lítur tæknivæddur Vest-
ur-Evrópumaður, sem aðeins
trúir á aðgerðir, á þær sem
aðalatriði og misskilur þetta
allt, enda kom það fram í viðtali
Bretans við einn af forsvars-
mönnum þessara Filipseyinga,
að hann vildi í fyrstu gera
heldut lítið úr aðgerðunum.
Auðvitað er það og vitað, að
aðgerðin er þá ekki annað en
hrein sýndarmennska. Er
hörmulegt til þess að vita, að
sjúkt fólk sé ginnt á þennan veg.
Maður er aldrei veikari en
Framhald á bls. 28
Rúður brotnar
í 4 byggingum
LÖGREGLUNNI í Reykjavík
var gert viðvart um það s.l.
laugardagsmorgun að rúður
hefðu verið brotnar í þremur
byggingum í borginni, Alþing-
ishúsinu, Sjálfstæðishúsinu og
Ameríska sendiráðinu. í tveim-
ur tilfellum hafðist upp á
rúðubrjótunum, ungum piltum.
Þá var lögreglunni tilkynnt á
þriðjudagsmorguninn að rúður
hefðu verið brotnar í húsi
Vinnuveitendasambandsins
cinhverntíma um páskana.