Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 Góð útvarpsleikrit Hér fer á eftir álit bréfritara á leikritavali útvarpsins í vetur, þar sem hann telur aö vel hafi tekizt til um val verka til flutnings: „Velvakandi góður. Þar sem ég er mikið heima við þá hef ég góðan tíma til að hlusta á útvarp og sjónvarp. Margt er skemmtilegt hjá sjónvarpinu og þá sér í lagi margs konar fræðslu- þættir og fréttir, en ég tek nú alltaf útvarpið fram yfir. Leikritin í vetur hafa mér fundist sérstaklega áhugaverð. Ég vil aðeins nefna nokkur, sem mér hafa fundist sérstaklega góð á þessum vetri. Þá skal fyrst nefna „Jeppa á Fjalli" sem fluttur var á jólunum með þeim ágæta leikara Gísla Halldórssyni í titil-hlut- verki. Mjög vönduð útsending í alla staði. Tvö leikrit voru flutt í vetur eftir þann ágæta höfund W.S. Maugham, eiginkona ofurstans og Sheppey, sem einnig var gaman að hlýða á. Þá fengum við að heyra leikrit eftir Priestley, „Þau komu til ókunnrar borgar", einnig ágætt verk með Lárusi Pálssyni sem leikstjóra ogeinnig lék hann stórt hlutverk. Nú nýverið komu svo „Konungsefnin" eftir meistarann Henrik Ibsen, aldeilis frábær útsending. Ég held ég hafi aldrei heyrt betri leik í útvarpinu heldur en Þorstein Ö. Stephensen í hlutverki biskupsins. Margt hefur sá mæti leikari vel gert, en ég tel að þetta sé hans besta hlutverk. Ég þykist þess fullviss að mikið sé hlustað þegar slík leikrit eru flutt og ég tel rétt að það komi fram. Ég vænti þess að útvarpið haldi áfram á sömu braut og lofi okkur að heyra leikrit eftir úrvals höfunda. Kær kveðja til útvarpsmanna Guðmundur Björnsson. Það fer ekki milli mála. þetta er sonur minn! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Talan þrettán kemur svo oft fyrir í bridgespilinu, að allir þokkalega reyndir spilarar a‘ttu að þekkja leyndardóma hennar til fullnustu. Én einsog búast má við gengur þetta upp og ofan. Og samlagning fjögurra talna. svo út fáist þrettán. er hjá sumum sjálfgerð en aðrir fá jafnvel enga útkomu. Gjafari hættu. Vestur S. 95 H. G9764 L. 2 austur, austur-vestur á Norður S. D432 H. ÁI)5 T. ÁD2 L. D87 Austur S. 76 H. K2 T. 105 L. ÁKG10653 Suður S. ÁKG108 H. 1083 T. K97 L. 94 Austur hóf sagnir á þrem laufum en síðan varð suður sagnhafi í fjórum spöðum. Vestur spilaði út einspilinu sínu og austur tók á kóng og ás og spilaði þriðja laufinu. Sagnhafi trompaði með háu en vestur lét eitt hjarta og einn tígul. Suður tók síðan tvisvar tromp og tígurslagina þrjá. Hann var þá staddur inni á hendinni og spilaði hjartaáttu. Vestur lét níuna og þá varð ekki hjá svíning- unni komist. Austur tók drottn- inguna með kóngnum og spilaði aftur hjarta. Þar með hafði sagnhafi misst flugið. Úr varð brotlending þegar vestur fékk fjórða slag varnarinnar á hjarta. Ef til vill gerði sagnhafi sér ekki ljóst, að austur hafði í upphafi þréttán spil á hendi eins ög aðrir við borðið. Vestur hafði átt aðeins éitt lauf og austur því sjö. Tvíspil bæði í spaða og tígli höfðu þegar komið í ljós. Samtals ellefu spil og því aðeins rúm fyrir tvö hjörtu. Þar með var svíningin orðin óþörf. Burt með hjartaásinn nógu snemma. Slagröðin verður þá einnig; spaðaslagirnir tveir, hjartaás, tígulás-drottning-kóngur og hjarta spilið. Þegar kóngurinn kemur ekki frá vestri má láta drottninguna frá borði með öryggi. Austur má fá á kónginn. Hann á þá aðeins eftir lauf á hendinni og verður að spila út í tvöfalda eyðu. Ég veit ekki hvort það sé tímahart nú að taka upp Ég a-tlast ekki til þess að þú þráðinn aftur. þegar þú fékkst gerir eitthvað, sem ég treysti fyrir hjartað á dögunum — ekki sjálfum mér til að leggja kauphækkunina mína? útí? Vaknaðu Júlli, vaknaðu. — Þú ert ekki að horfa á sjónvarpið! MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 9 — Hvenær? — Síðdegis í dag, milli klukkan hálf fimm og næsta korters þar á eftir. — Hvernig getur slíkt átt sér stað? Hvers vegna fékk hann á tilfinninguna að hún væri ekki fullkomlega hreinskilin? Móð- irin hafði einnig átt bágt með að sætta sig við það sem gerzt hafði. En það hafði verið út frá öðrum forsendum. í hennar augum hafði verið vanvirða að taka upp á þvf að láta myrða sig f undirgangi við Boulcvard Saint Martin. Uún hafði ekki aðeins skipulagt sitt eigið Iff, heldur ailrar f jölskyldunnar og slfkt morð féll hreint ekki inn f hennar sléttu og felldu mynd. Og sízt af öllu var hún dús við lík f brúnum skóm og með rautt hálsbindi! Monique kom honum þannig fyrir sjónir að hún væri á verði. Eins og hún væri hrædd um að ákveðin atriði kæmu fram í dagsljósið, ákveðinna spurn* inga yrði spurt. — Þekktuð þér föður yðar vcl? — Já, víst gerði ég það... auðvitað... ■ — bér hafið sjálfsagt þekkt hann. rétt eins og börn þekkja foreldra sína. Það, sem ég er að falast cftir, er að þér segið mér hvort milli ykkar hafi verið trúnaðarsamband og hvort hann gat talað við yður um lífið og tilveruna og það sem á huga hans leitaði. — Hann var mér góður faðir. — Var hann hamingjusam- ur? — Það hugsa ég. — Hittuð þér hann stundum hér í París? — Ég skil ekki almennilega. Meinið þér svona á götunni? — Þið unnuð bæði í París. En mér er kunnugt um að þið fóruð ekki með sömu lest á morgnana. — Nei, vinnutfmi okkar var ckki sá sami. — En þið hefðuð til dæmis getað borðað hádegisverð sam- an stöku sinnum. — Það höfum við lfka gert. — Mörgum sinnum? — Nei, örsjaldan. — Fóruð þér og sóttuð hann á vinnustað hans? Hún hikaði. — Nei, við hittumst á veit- ingahúsi. — Hringduð þér til hans? — Nei, ég man ekki til að hafa nokkurn tfma gert það. — Hvenær snædduð þið sfðast saman hádegisverð? — Það eru margir mánuðir síðan. Fyrir sumarleyfið. — í hvaða hverfi? — A Boulevard Sebastopol á stað sem heitir La Chope Alscie ne. — Vissi móðir yðar um það? — Ég held ég hafi sagt henni frá því, en f hreinskilni sagt er ég búin að gieyma því. — Var faðir yðar glaðlyndur maður? — Já ég býst við það mcgi orða það svo. — Og hann var heilsu- góður? — Ég man að minnsta kosti aldrei til hann væri vcikur. — Átti hann vini? — Við umgcngumst lang- mest móðursystur mfnar og þeirra eiginmenn. — Eru þau mörg? — Mamma á tvær systur. — Og þau búa öll í Juvisy? — Já. í grcnndinni. Það var Albert maður Jeanne frænku sem sagði mér frá því að pabbi væri dáinn. Veline frænka býr einnig rétt hjá og maðurinn hennar, Julien, vinnur hjá járnbrautun- um Ifka. — Eigið þér yður vin, ungfrú Monique? Hún horfði ráðvillt á hann. — Þetta er nú kannski ekki alveg rétta augnablikið til að fjalla um það. Á ég að lfta á líkið af pabba? — Hvað eigið þér við? — Albert sagði að ég ætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.