Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 23 Jón t>. Árnason: ,JEkki er að undra þó að heimurinn sé nú, snauður af áformum, markmiðum og hugsjónum. Enginn hefir hirt um að hafa þær á takteinum. Þetta er liðhlaup úrvalsins, sem alltaf er hin hliðin á uppsteyt múgsins“. — José Ortega y Gasset. Lífríki og lifshættir XI „Fljúgið í dag. fjárnám á morgun“i Eiturefnahalli eins og úr 6.850 volkswagen-bílnum við sérhvert þotuflugtak. Sókn gegn sof- andi meirihluta Stórastrand Vitanlega væri misskilningur eða fáfræði, ef einhver ímyndaði sér, að náttúruránskapur og lífrikisspjöll væru alveg ný fyrirbæri í sögu mannkynsins. Rétt og satt er þvert á móti, að þau hafa verið rauður þráður í torsóttu og oftast tvísýnu stríði manneskjunnar fyrir tilveru sinni. Lengstum var tjónið tiltölulega lítið, fremur erting en eyðilegging, það var stað- bundinn hálfverknaður á stangli, sem endursköpunar- þróttur náttúrunnar leiðrétti og læknaði yfirleitt sjálfkrafa. Með nokkrum raunalegum undan- tekninguin, þó, en þær má oftast afsaka, ef góður vilji er til, því að þekking var takmörkuð og reynsla ónóg. Enn kom og til, að vísindin voru í reifum, uxu hægt og seint, og tækni þess vegna máttvana. Á næstliðnum 100—200 árum, einkum þó síðustu áratugi, hefir hins vegar orðið gjörbreyting á. Vísindin hafa umsvifalaust ver- ið gerð að aðalaflvél tækninnar. Allt, sem fræðilega séð var mögulegt, var talið sjálfsagt að framkvæma þegar í stað og án þess að skeyta um, hvort álags- þol, gnægtaforði og arðhæfni náttúruríkisins stæðust áhlaup- in eða kynnu að bresta. Sjaldn- ast eða aldrei var hugleitt, að bæði getu þess og þolinmæði væru einhvers staðar takmörk sett. Öll jöfnunar- eða vinstri- viðhorf, sem manneskjan er afar næm fyrir sakir áskapaðra meinhneigða sinna sem lífveru- tegund, og ekki hefir tekizt að bæla eða buga þrátt fyrir að ýms þroskavænleg siðgæðislög- mál hafa lengi verið þekkt, bauð af öllum kröftum munns og maga, að allir ættu að verða ríkir fljótt. Um þennan boðskap varð víðtæk samstaða eins og líkindi stóðu til, og virðist hún órofin enn þann dag í dag. Nú virðist hins vegar það, sem auðvelt hefði átt að vera að sjá fyrir, og allmargir raunsýnis- menn reyndar sáu fyrir, þ.e. stórastrand „velferðarhug- sjónarinnar", vera orðinn ná- lægur veruleiki. Tortímingar- teiknin eru orðin svo auðkenni- leg og nærgöngul í viðvörunar- þráa sínum, að engum firnum getur sætt, að vænn hópur hugsandi fólks óttast heims- sögulegar heljarfarir í skilningi Oswald Spenglers („Der Untergang des Abendlandes") og Ortega y Gassets („La rebelión de las rnasas") með leikslokum undir þrælmennisal- ræði í snilldarlýsingu George Orwells („1984“).' Meginmunurinn á þeirri fjöl- hramma kreppu, er nú knýr dyra og þeim þrengingum, sem á undan eru gengar og afstaðn- ar, sýnist aðallega vera fólginn í því, að yfirstandandi og aðfarandi ógnir eru allsherjar- eðlis og hafa því alhnattleg áhrif, eru í bitrustu útleggingu gjörtæk og þess vegna sam-mannkynssöguleg frá rót- um, þar sem vandamál liðinna álda voru á hinn bóginn af- markaðri, bæði land- og náttúrusögulega séð. Aðsteðj- andi vandi er altaka, undan honum verður ekki vikizt á áður ókunnar og ónumdar slóðir né heldur á honum sigrazt með töfraráðum tækninnar þótt aug- ljóst sé; að viturleg nýting tækniþekkingar hljóti að verða mikilvæg. Naumast þarf að taka fram, að ávallt er auðveldara að benda á, hvað aflaga hefir farið og með hverjum hætti ekki verði bót á ráðin heldur en að segja af- dráttarlaust til um, hvers konar ástand muni skilyrðislaust reynast lífvænlegast í raun og hvernig því verði komið til vegar. Engra sérstakra vitna þarf við um það, að ástand og horfur í heiminum nú, eru í alla staði kvíðvænlegar. En það, sem verra er: ekki er kunnugt um neinn málsmetandi mann, sem telur sér fært að vísa á raun- hæfar úrlausnir að óbreyttum forsendum nema á nánar til- greindum sviðum. Heildarlausn dirfist enginn að nefna mér vitanlega, því síður endanlega lausn, sem raunar væri kátbros- legt og því engum málsmetandi manni ætlandi. Slíkt væri vinstrafjas í anda Karl Marx. Ethos Um eitt frumskilyrði hugsan- legra úrbóta virðast hins vegar nær allir lærdóms- og fræði- menn, sem þessi mál hafa tekið til alvarlegrar yfirvegunar, vera bærilega sammála. Þetta frum- skilyrði yrði telja þeir vera gjörbyltingu í hugsunarháttum núlifandi kynslóða: önnur lífs- viðhorf, breytta lifnaðarhætti. Þeir heimta afturhvarf frá vinstrimennsku, leggja áherzlu á nýja siðfræði á grundvelli gamalla en gleymdra mannlífs- boðorða, bæði trúfræðilegra og veraldlegra. Einn vaskasti talsmaður líf- verndarmanna, Gerd-Klaus Kaltenbrunner, skýrir þessa kröfu nánar í stuttu máli þannig (í formála sínum að „Uberleben und Ethik“, Herderbúcherei INITIATIVE 10, Munchen 1976): „Etlrik er dreyið af ETHOS. Þetta yríska orð er oftast útlayt siður, heyðun, siðnæmt lund- erni, siðsamleyt huyarfar, þann- iy einniy \ Kröners ,Hhilosop- hischem Wörterbuch“. Þetta eru nútízkuleyar útleyyinyar, þær ná ekki hinni upprunalegu merkinyu, sem hefir á sér jarðbundinn blæ. Ethos þýðir nefnileya dvalarstaður, aðsetur, bersvœðið þar sem maðurinn lifir, býr oy dvelur. Samkvœmt því væri Ethik hin nœrfœrnis- leyu viðhorf til dvalarstaðar manneskjunnar, oy heyðun, sem væri í samræmi við mannleya bólfestu, Slíkur skiininyur á hinni upprunaleyu merkinyu Ethos yetur visað á leið til nýrrar siðfræði, sem ekki er aðeins reist á breytni okkar innbyrðis, heldur næði einniy yfir umyenyni okkar við náttúr- una, sem við lifum oy hrærumst i". Ekki er annað vitað en að framangreind túlkun og ábend- ingar Kaltenbrunners, svo langt sem þær ná, séu í fullu samræmi við kjarna þeirra krafna, sem flestir náttúru- og lífverndar- frömuðir hafa mótað og borið fram til áréttingar rökstuðningi sínum fyrir nauðsyn breyttrar afstöðu í lífsháttamálum. Þeir hafa gert sér grein fyrir, eins og reyndar margar aðrar skynibornar manneskjur, er hafa opin augu óg eyru, að vættir lífsins hafa verið úr- skurðaðar illir andar, en næst- um allt, er þjónár hrönun, hafið tii vegs og virðingar. Astæðan er hugarfarsmeng- un. Lífverndarmenn eru því ekki í vafá um, að þetta er sú Allir vilja verða rík- ir fljótt Vinstri- leiðir liggja niður Stórvirk- ur jofn- unarmaður mengun, sem öll önnur mengun rekur rætur sínar til. Allar raunhæfar mengunarvarnir hljóta því að beinast að upptök- um og orsök. Þá fyrst er hægt að búast við áþreifanlegum árangri, ef sú viðleitni ber ávöxt. Af þeim sökum verður sífellt brýnna að vekja forystu- menn og fylgigilið, stjórnvöld og almenning af dvala, og til meðvitundar um eitrunaráhrif John Maynard Kaynes lávarð- nr> „Rangsleitni er hagkva'm en réttsýni ekki." þeirra afla, sem gert hafa sig breiðust í þjóðfélagsmálum undanfarna áratugi. En til þess er nauðsynlegt að varpa skýru ljósi á vandann í krafti stað- góðrar þekkingar, og gera sér- hverjum einstaklingi ljóst, hverjar afleiðingar það hljóti að hafa fyrir hann sjálfan persónulega. ef hann snýst ekki af alefli gegn tíðarandanum. Og þau eru vissulega hvorki fá né smá vinstrirótaröflin, sem áhyggjum valda og gefa tilefni til að rösklega verði að verkum gengið. Aldrei getur talizt minnkun að því að játa yfirsjónir sínar og hverfa frá villu síns vegar. Vel má kalla það afturhvarf; aftur- hvarf, sem nú er orðin lífsnauðsyn. Keypt og kastað Á því leikur naumást umtals- verður efi, að aðsteðjandi þrengingar séu að mjög verulegi leyti sprottnar af fávísinni, sem felst í óskhyggjunni um að auðævi jarðar hljóti að vera ótæmandi. Af þvílíku hugsunar- leysi leiddi hinn gengdarlausa náttúruránskap, sem ástundað- ur hefir verið af sívaxandi ákafa með öllum tiltækum ráðum og aðgerðum, vélum og verkfærum. Lögmálinu, er kveður svo á, að allt eyðist, sem af er tekið, var enginn gaumur gefinn. Jöfnunarstefnan setti sér það markmið, að „allir a^ttu að hafa það gott“. Og það strax. Hún gaf ekki aðeins fyrirheit um að fullnægja þörfum, heldur fyrst og fremst óskum. Ein þó að eiginlega allt, sem af jarðnesk- um toga er spunnið, eigi sér takmörk, gegnir ööru máli um ágirnd mannsins. Henni eru engin takmörk sett. Maðurinn vill eignast allt, sem nöfnum tjáir að nefna, með einum eða öðrum hætti. Á samri stundu og einni kröfu er fullnægt, fæðast tvær aðrar. Það er keypt til að kasta, flogið í kvöld þótt fógeti boði fjárnám í fyrramálið. Alveg sérstaklega þarna ligg- ur versta stórgrýtið í vegi sóknarinnar gegn tómlæti hins sofandi meirihluta, sem ávallt er lýttur ríkulegri eðlishvöt til að láta sérhverjum degi nægja sína þjáningu. Hann rumskar að vísu á stundum og að honum læðist þá gjarnan grunur um, að heimurinn sé orðinn dagslátta djöfulsins og mannkynið dauða- dæmt. Af því ályktar hann, að tilgangslaust sé að bjóða tíðar- andanum byrginn, það sé miklu hagkvæmara að samsamast ósvinnunni og gera sér mat úr kássunni. Honum finnst frá- gangssök að hafna jöfnunar- og vinstriórum, þar sem þeir gefi sannanlega ekki neitt smáræði í aðra hönd í formi alls konar uppbóta og styrkja. Hann hefir lagt sér til söguskoðun á þá leið, að auðgunartækifæri gefist fiest á stjórnleysistímum, og er þess vegna glaðvakandi fyrir að verða ekki útundan, þeghr dans- inn dunar sem hæst. Þetta fótgöngulið vinstri- mennsku telur sig — líklega með réttu — með öllu ófært um að breyta nokkrum sköpuðum hlut. „Látum okkur þess vegna hafa það gott á meðan allt leikur í lyndi, syndaflóðið kemur ekki fyrr en við erum öll dauð!“. Og hvað gerir þá til þó að börnin drukkni? Af hugmyndum sprettur hegðun synd væri að segja, að fjöldanum væri ekki vorkunn. Ekki ómerk- ari maður en sjálfur hinn mikli Lord John Maynard Keynes, tvímælalaust einhver áhrifa- mesti hagspekingur 20. aldar, hefir gefið tóninn. Árið 1930, í upphafi viðskiptakreppunnar miklu, fékk hann köllun til að brjóta heilann um „efnahags- möguleika barnabarna okkar" og komst að þeirri niðurstöðu, að sá dagur væri ekki ýkjalangt undan, þegar allir yrðu orðnir ríkir. „Þá skulum við“, mælti hann, „enn á ný meta ntarkmið þeirra en leiðir og taká gæði fram yfir hagkvæmni". „En bíðið andartak!" hélt hann áfram ræðu sinni. „Tíntinn til þess er ekki kominn ernaþ. í að minnsta kosti hundrað ár til. verðum \ið að telja sjáifum okkur og (illum iiðrum trú um. að réttsýni sé rangsleitni og rangsleitni réttsýni> því að rangsleitni er hagkvam en réttsýni ekki. Ágirnd og okur og sérpla'gni verða að \era guðir okkar enn um sinn. Því að einungis þeir megna að leiða okkur út úr Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.