Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 Heimsókn í Portúgal 1. grein „Ég vona við getum áfram keypt saltfisk frá fslandi — en við verðum að verzla við þjóðir sem sýna lit á móti” Það er kunnara en frá Þurfi að segja að ný stjórn hefur tekið við í Portúgal. Hún nýtur Þeirrar sérstööu og Þar með ábyrgðar að vera fyrsta „alvörustjórnin“ sem Þar situr viö völd síöan í bylting- unni fyrir fjórum árum. Þessi stjórn hefur t.d. traustan Þing- meirihluta að baki og enda Þótt búizt sé við — og Þegar séu komnar fram — ýmsar óvinsælar ráöstafanir í efnahagsmálum má Þó finna á porra manna í Portúgal, að miklar vonir eru bundnar við störf Þessarar stjórnar. Þvi er ekki aö neita að Það vakti furðu margra Þegar tilkynnt var að samkomulag hefði náðst milli Sósíalistaflokks Mario Soares og Miðdemókrata- flokksins undir forystu Freitos do Amarat um stjórnarsamvinnu. Þessir flokkar tveir eru býsna ólíkir en talsmenn peirra beggja segja nú að Þeir eigi að sam- eiginlegu leiðarljósi Þá hugsjón helzt að reyna aö leiða Portúgal út úr Þeim gríðarlegu efnahags- kröggum sem hrannazt hafa upp síðustu fjögur árin, Þegar Portú- galir urðu allt í einu frjáls Þjóð eftir áratuga einræði og réðu sér ekki framan af svo að koll- steypurnar uröu einum of hressi- legar. Ástæöan fyrir Því aö portú- gölsk efnahagsmál eru okkur hugstæð byggist meðal annars á okkar eigin hagsmunum, p.e. peirri bláköldu staðreynd, aö Portúgalar eru beztu viðskipta- vinir okkar í saltfiskinum, en fyrir okkur hefur vafizt aö kaupa af Þeim á móti svo að hallinn hefur verið óhugnanlega mikill Þeim í óhag. Við Þetta vilja Þeir ekki una, svo sem eðlilegt má telja og leggja kapp á að ná einhverjum eðlilegum, skikkanlegum jöfnuði í viðskiptum landanna í milli. í Lissabon nú á dögunum ræddi ég við nýjan viðskiptaráð- herra Portúgals, Basilio Horta, sem er úr flokki míðdemókrata, ungur maður og áfjáður í að vekja áhuga Íslendínga á pví að Portúgalsstjórn talaði í fullri alvöru, Þegar hún fjallaöi um, að Það væru takmörk fyrir Því hversu lengi væri hægt að halda áfram saltfiskkaupum Þegar lítið kæmi á móti. — Þetta er fjarskalega snúið, sagði hann. — Við viljum hafa viðskipti við ykkur. Það hefur aldrei verið dregin nein dul á það af okkar hálfu. Þaö er kannski allt í lagi að kaupa saltfisk fyrir morð fjár meðan til er nægur gjaldeyrir og varasjóðir eru digrir. Nú veröum við hins vegar að horfast í augu við það, að allir sjóðir eru galtómir og gjaldeyrir er ekki til. Við getum því einfaldlega ekki verzlað viö nema þær þjóðir sem geta fallizt á ákveðna vöruskipta- verzlun við okkur. Þetta er ósköp einfalt mál og í þessu felst engin hótun: þetta er bara staðreynd. Við þurfum að gera fleira en hugsa um saltfiskinn einan. Við verðum að setja ákveönar hömlur á ýmiss konar innflutning meðan við erum að komast yfir það versta. Það er mjög erfitt fyrir okkur að vera án saltfisks, en verði niðurstaðan sú, að um annað sé ekki að ræða, sættum við okkur við það. Þó er sattfiskurinn Portúgölum mikil- vægari en margt annaö. Ég efast um að þið gerið ykkur grein fyrir því hversu alvarlegt málið er af okkar hálfu ef við neyðumst til að hætta að kaupa saltfisk. Þvf að hann er okkur engin venjuleg vara. — En hvað með olíusamning- inn sem hefur verið gerður nýlega: — Hann er ágætur svo langt sem hann nær og út af fyrir sig. Viðskiptaráðherra Portúgals, Basilio Horta, á skrifstofu sinni í Lissabon. Myndin var tekin nú fyrir helgina. Rætt við Basilio Horta viðskiptaráð- .herra Portúgals En dugar þó ekki til. Ég dreg enga dul á aö við leggjum mikið kapp á að portúgalska verktakafyrir- tækiö Sorefame sem hefur veriö með hluta Sigölduvirkjunar, og hefur nú boðið í gerð uppistöðu- lóns viö Hrauneyjarfossvirkjun, fái verkið. Ef tekst vel til með þetta er mikið unnið og þá er nokkurn veginn öruggt að við þurfum ekki að hætta aö kaupa saltfisk, þó svo kunni að fara að við verðum að draga nokkuð saman seglin í innkaupum nema til komi enn frekari aögeröir af ykkar hálfu sem til móts við okkur ganga. í þessu máli — og þá er ég ekki aðeins að hugsa um viðskiptin við ísland — þótt þau hafi algera sérstöðu vegna þess að hvergi er jafn mikill halli á viðskiptum okkar og við íslendinga — dugar ekkert hálf- kák. Við verðum að auka fram- leiðsluna líka og gera ýmsar ráöstafanir sem sjálfsagt mælast ekki vel fyrir. En ef störf stjórnar- innar bera árangur og áætlun hennar stenzt, ætti að hafa náðst verulegur bati í efnahagsmálum á næsta ári. — Við getum nefnt fleira, skipasmíðar til dæmis. Við getum boðið upp á þær með tiltölulega hagstæðum kjörum. Viö státum okkur af fyrirtækjum sem fram- leiða allar tegundir krana og þungavinnuvéla af fyrsta flokks gæðum og land eins og ísland þar sem framleiöa allar tegundir krana og þungavinnuvéla af fyrsta flokks gæðum og land eins og ísland þar sem uppbygging er ör og mikil í iðnaði og útgerð hlýtur að þurfa á fyrirgreiðslu af slíku tagi aö halda. — Við vildum fá fleiri íslend- Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur inga til Portúgals, bæði á ferða- mannatímanum og einnig utan háferðamannatímans eins og þið hafið nú myndað vísi að við Spán. En svo að ég sé nú ekki aðeins með augun á því sem við væntum að íslendingar vilji gera skal ég með ánægju taka það fram, að íslendingar hafa upp á síökastið, þ.e. sl. ár, sýnt umtalsverðan lit á að rétta við hallann eftir að athygli þeirra var vakin á því hversu málið er alvarlegt. Þeir hafa haft meiri viðskipti við okkur og það vottar fyrir því, að ferðamenn komi hingað og sú aukning var reyndar mjög mikil á síöasta ári. Þó ber þess náttúrulega að geta að íslendingaferðir hingað voru nán- ast óþekktar þar til fyrir örfáum árum. — Nú höfum við ákveðið að senda sendinefnd til íslands á næstunni. Utanríkisráðherrann dr. Victor Sa Machado hefur gengið frá því. Fernando Reino, sendi- herra Portúgals á íslandi, með aðsetri í Ósló, verður fyrir nefnd- inni og verksvið hennar er bæði aö ræöa viö rétta aöila og hugsanlega að gera einhverja undirbúningssamninga. i þessari nefnd verða fulltrúar frá Út- flutningsráöinu hér, saltfiskmönn- um, ferðamálasérfræöingar og fleiri. — Innflytjendur á íslandi hafa töluvert kvartað undan því að erfitt væri að eiga viðskipti við Portúgal, vegna þess m.a., að hér væri ekki svarað bréfum og fyrirspurnum, pantanir og sýnis- horn berist seint og svo framveg- is. — Já, mér er kunnugt um kvartanir af þessu tagi. íslending- ar eru ekkj þeir «mo Sem hafa orAi* tyrír þessu. Þetta á einkum viö um smærri fyrirtækin. Stór- fyrirtækin eru langtum betri viður- eignar. En það er ekki nein afsökun. Forsenda alls útflutnings er — hvort sem markaður er stór eða lítill — að honum sé sinnt af alúð og kostgæfni. Því vona ég að þetta sem margt fleira breytist til batnaðar hér í Portúgal. — Það hefur vakiö furðu, að jafn ólíkir flokkar og PS og CDS skyldu treysta sér til að hefja samstarf. Mér hefur til dæmis skilizt, að verkalýösfélögin séu ekki uppnumin af fögnuði. Óttast stjórnin ekkert að þau kunni að gera henni erfitt fyrir. — Ég vona að þrátt fyrir allt sé forysta verkalýðsfélaga okkar lýðræðisleg. Og fólk veit að það þarf að færa fórnir á næstunni. i Stjórnin æskir þess og er sjálf reiðubúin að ganga á undan með góðu fordæmi. Því við erum ekkert að leika okkur að því að blóðsjúga fólk, heldur erum við að glíma við ráöstafanir sem eru ekki bara nauðsynlegar heldur skipta sköpum fyrir þjóðarheill. Hvað varðar samstarf PS og CDS hefur komiö fram fullkominn og einlæg- ur vilji innan þeirra beggja til að vinna að lausn mála. Stjórnmála- ágreiningur á ekki heima innan hennar á þessum erfiðu tímum og það gera sér allir Ijóst, að stjórn varð að koma á, sem hefði t.d. nægilegan styrk aö baki sér til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þinginu. Við hugsum ekki eftir þólitískum línum, heldur reynum við að setja þjóðarhagsmuni ofar öðru. — Ég vona við getum áfram keypt saltfisk frá Islandi, segir Basilio Horta í kveðjuskyni. — Og reyndar meira af honum en við höfum fengið síöustu ár. Við skulum vona að þeir tímar komi og það sem fyrst, að þessi mál verði vel og viturlega til lykta leidd bæði fyrir ykkur og okkur. Sjúkrahóteli Rauða kross íslands harst nýverið vegletí Kjöf frá Radíó- búðinni við Skipholt. Var það nýtt Nord- mende litsjón- varpstæki. sem verzlunar- stjóri Radíó- búðarinnar Þór Uorbjörns- son afhenti forstöðukonu Sjúkrahótels- ins nýletja. Færri á grásleppu- veiðar en í fyrra ÚTLIT er fyrir að færri ætli að stunda grásleppuveiðar á þessu vori en í íyrra, samkvæmt upplýs- ingum Þórðar Eyþórssonar í sjávarútvegsráðuneytinu. Vertíð- in í fyrra tfekk fremtir illa og er það væntanletja helzta orsökin fyrir minni áhutta á grásleppu- veiðúm nú. Grásleppuveiðar eru nú bundnar leyfum og hafa að þessu sinni verið veitt 435 leyfi en í fyrra fengu 718 bátar leyfi. Af þeim fjölda notfærðu 150 bátar sér ekki leyfin. Þórður kvaðst búast við því að fleiri umsóknir ættu enn eftir að berast en þó yæri jjóst «*-f3érri myndu itunda grasleppuveiðar á jiessu vori en í fyrra. Sjávarútvegsráðuneytið skiptir landinu í fjögur veiðisvæði. A norð-austur svæðinu, frá Skagatá að Langanesi, er veiði þegar hafin og hafa 161 leyfi verið veitt á því svæði en í fyrra var úthlutað þar 227 leyfum. Á austursvæðinu, frá Langanesi að Hvítingum, er veiði einnig hafin. 31 umsókn hefur borizt um veiðileyfi en í fyrra voru veitt 64 leyfi á þessu svæði. Á suð-vestursvæðinu, frá Hvítingum vestur um að Horni, hefst veiðin 18. apríl og hafa borizt óskir um 186 veiðileyfi en í fyrra voru veitt á þessu svæði 345 leyfi. Á norð-vestursvæðinu, frá Horni að Skagatá, hefst veiðin 1. apríl og hafa borizt 57 umsóknir en í fyrra voru veitt 82 veiðileyfi á þessu svæði. 800 gestir á sýningu Guðna 800 MANNS sáu málverkasýningu Guðna Hermansen listmálara í Vestmannaeyjum um páskana og seldi Guðni þar 18 olíumálverk og 6 vatnslitamyndir. Alls voru 38 olíumálverk á sýningunni og 20 vatnsiitamyndir. 5 skákmenn fara til Lone Pine á morgun FIMM íslenzkir skákmenn fara á morgun til Lone Pine í Bandaríkjunum, þar sem þeir munu taka þátt í miklu skákmóti, sem hefst um næstu helgi. Skákmennirnir eru Helgi Ólafsson, Haukur Angantýs- son, Margeir Pétursson, As- geir Þ. Árnason og Jónas P. Erlingsson. Ytra mun Guð- mundur Sigurjónsson stór- meistari bætast í hópinn en hann teflir nú á móti í Kólombíu. Friðrik Ólafsson og Jón L. Árnason höfðu hug á því að verða með í mótinu en þeir hættu báðir við þátttöku. Hins vegar bættist Haukur Angantýsson í hóp- inn á síðustu dögum. Þátttaka í Lone Pine mót- inu er jafnan geysimikil enda há verðlaun í boði eða um 3 milljónir íslenzkra króna. Þátttakendur skipta hundruðum og verða að þessu sinni 20—30 stórmeistarar í þeim hópi. Tefldar eru 9 umferðir samkvæmt sviss- neska kerfinu. Teflir Friðrik í Las Palmas? FRIÐRIK Ólafsson hefur nú hætt við þátttöku í alþjóðlega skák- mótinu í Lone Pine í Bandaríkj- unum. sem hefst í byrjun apríl. Kom Friðrik því ekki við að keppa á mótinu af ýmsum ástæð- um. Friðrik sagði í samtali við Mbl. að hann myndi líklega taka þátt í alþjóða skákmóti, sem hefst í Las Palmas seint í apríl en Bent Larsen orðaði það við Friðrik á dögunum hvort hann gæti verið með í mótinu. Friðrik hefur teflt tvisvar á Las Palmas á undanförn- um árum og staðið sig mjög vel, m.a. hreppt annað sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.