Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
19
Tónlistarskólinn:
Ungir einleikarar
með hljómsveitinni
TONLISTARSKOLINN í Reykja-
vik gengst fyrii- tónleikum í
Háskólabíói nk. laugardag hefjast
þeir kl. 2.30 síðdegis. Hljómsveit
Tónlistarskólans leikur en stjórn-
endur eru Marteinn Hunger Frið-
riksson og Gunnar Egilsson.
Á efnisskrá er forleikur op. 26
eða Fingalshellir eftir Mendels-
sohn, og konsert fyrir píanó og
hljómsveit í d-moll K. 466 eftir
Mozart en einleikari þar er Anna
Þorgrímsdóttir. Þá verður flutt
serenaða fyrir 9 blásturshljóðfæri,
selló og kontrabassa í d-moll eftir
Dovrák og síðan konsert fyrir
flautu og hljómsveit eftir Carl
Nielsen en einleikari þar er Freyr
Sigurjónsson.
Framlög bæði Önnu og Freysitil
þessara tónleika er liður í einleik-
araprófi þeirra beggja frá skólan-
um.
M elstaðarprestakall;
Prestskosning
á sunnudaginn
Hvammstanga, 28. marz.
PRESTKOSNING verður í
Melstaðarprestakalli sunnudaginn
Sr. Pálmi Matthíasson.
2. apríl n.k. Umsækjandi er einn,
sr. Pálmi Matthíasson, settur
prestur í prestakallinu.
Pálmi er Akureyringur að ætt
og uppruna, stúdent frá MA 1971
og lauk embættisprófi í guðfræði
frá Háskóla Islands árið 1977. Á
námsárum vann hann við lög-
reglustörf og þá aðallega í Rann-
sóknarlögreglunni í Reykjavík.
Kona Pálma er Unnur Olafsdóttir
og eiga þau eina dóttur.
Melstaðarprestakall nær yfir 4
sóknir, Melstaðar-, Staðarbakka-,
Efra-Núps- og Hvammstanga-
sóknir. Kjörstaðir verða í Ásbyrgi
á Laugabakka fyrir Melstaðar- og
Staðarbakkasóknir, í félagsheimil-
inu á Hvammstanga fyrir
Hvammstangasókn og á Efra Núpi
fyrir Efra-Núpssókn. Kjörstaðir
eru opnaðir klukkan 13 og þeir
loka klukkan 19.
- Karl.
Astjöm friðlýst
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar
hefur staðfest tillögur náttúru-
verndarráðs um friðlýsingu Ás-
tjarnar vestan Ásfjalls suður af
Hafnarfirði, en ráðið hafði gert
tillögu um friðlýsinguna með
bréfi dagsettu 16. marz.
Eftir er að auglýsa friðlýsingu
Ástjarnar í Stjórnartíðindum og
mun friðlýsingin taka gildi
jafnskjótt og auglýsing þar
hefur birzt og ráðherra hefur
undirritað hana.
Meðfylgjandi mynd sýnir Ás-
tjörn og umhverfi og afstöðuna
til Hafnarfjarðar.
Ásbjörn við viðlegukantinn fyrir framan hið nýja frystihús ísbjarnarins á Grandagarði.
Asbjörn heldur til veiða
Hinn nýi skuttogari ísbjarn-
arins h.f. Ásbjörn RE 50 kom til
Reykjavíkur í fyrrakvöld frá
Noregi, og er gert ráð fyrir að
togarinn haldi til veiða í kvöld.
Ásbjörn er rétt tæplega 500
lestir að stærð, smíðaður hjá
Flekkefjord slipp- og maskin-
fabrikk í Flekkfjord, en þessi
skipasmíðastöð hefur smíðað
fjölda fiskiskipa fyrir íslend-
inga, þar á meðal 8 skuttogara.
Á heimleið kom Ásbjörn við í
Bodö í Noregi og tók þar 6250
fiskikassa, en gert er ráð fyrir,
að eingöngu verði notaðir kassar
undir fiskinn.
Skipstjóri á Ásbirni er hinn
kunni togaraskipstjóri Ragnar
F'ranzson, sem síðast var með
Dagstjörnuna frá Keflavík, en
hann tók við þeim togara nýjum.
Togarar ísbjarnarins, Ásgeir og
Ásbjörn, eru báðir með upp-
hækkuðum lunningum, yfir þil-
fari og sagði Ragnar Franzson,
að upphækkaðar lunningar
veittu miklu meira skjól fyrir
áhöfn á dekki, auk þess sem
mikið öryggi væri að þeim.
Aðalvélin í Ásbirni er af gerð-
inni Wichmann, 2100 hestöfl.
Fiskileitartæki koma frá Sim-
rad og ratsjár og loran frá
Decca. 1. vélstjóri á Ásbirni er
Axel Lárusson og 1. stýrimaður
Örn Berg Guðmundsson.
Ljosm. Mbl Fnöþjófur
Ragnar Franzson skipstjóri í brúnni á Ásbirni
Gunnar Finnbogason skólastjóri:
Ríkisútvarpið á refilstigum
Leikmaður hugleiðir efnahagsmál
Sá er auðtrúa sem heldur sig
kunna íslenskt mál ef hann lærir
vel málfræði og setningafræði.
Tunga er annað og miklu meira.
Fyrir nokkrum árum var um-
ræða um það, m.a. í útvarpi, hvort
heldur skyldi nota ákvæðisorð, þ.e.
ýmis nöfn eða orðasamhönd til
nánari ákvörðunar og skýringar
öðrum orðum, óbeygð eða ekki.
Engin regla er til um þetta, heldur
verður málkennd manns að ráða.
Venjulega fer þó best á því að
beygja ákvæðisórðið, þegar það er
aðeins eitt, en tæplega annars.
Dæmi: Ég las þetta í dagblaðinu
Tímanum. Ég las þetta í bókinni
Máli og ljóðum.
Fyrra dæmið sómir sér hið
besta og líklega tala allir svo, en
hið síðara er óeðlilegt enda talar
víst enginn svona.
En hvers vegna er ég að segja
þetta?
Ríkisútvarpið sjálft tilkynnir
svo (bæði í rituðu og töluðu máli):
— heldur áfram lestri sögunnar
„Litla hússins í Stóru-Skógum“
eftir — (Ríkisútvarpið kann ekki
nútímastafsetningu, svona ber að
skrifa í Stóruskógum.)
Hugsum okkur að í næstu
dagskrá standi þetta prentað:
Baldur Pálmason heldur áfram
lestri sögunnar Dægranna blárra
eftir — eða Hálfra skósóla eftir
— eða Hjörtur Pálsson heldur
áfram lestri sögunnar Þín. vínvið-
ar hreina eftir — eða Spaks
manns spjara eftir — eða Is-
lenskra listamanna eftir — eða
Guðmundur Jónsson heldur áfram
lestri sögunnar Ilins gamla
Adams í oss eftir — eða Vor
morðingja eftir —
SJÖUNDI fundur 3. hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna hóíst
í Genf í fyrradag.
Samkvæmt fréttatilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu eru full-
trúar Islands á ráðstefnunni
þessir:
Hans G. Andersen sendiherra,
formaður sendinefndarinnar, Jón
L. Arnalds ráðuneytisstjóri
sjávarútvegsráðuneytisins, Már
Mér kemur ekki á óvart þótt
einhverjum vefjist tunga um tönn
ef hann á að nefna heiti þeirra
bóka sem hér eru taldar upp.
Ósk mín er sú að Ríkisútvarpið
h;vtti þessum fáránlegu fallbeyg-
ingum á ákvæðisorðum (þegar
fleiri en eitt fylgja) — enda eru
óheygð ákvæðisorð oftast skýrari í
málinu.
Ég skrifa þetta á morðdegi
Sesars ef ])að nuetti verða til að
kveða niður þennan ófögnuð.
Elísson fiskimálastjóri, Jón Jóns-
son forstöðumaður Hafrannsókna-
stofnunarinnar, Guðmundur
Eiríksson aðstoðarþjóðréttarfræð-
ingur utanríkisráðuneytisins, dr.
Gunnar G. Schram prófessor,
Eggert G. Þorsteinsson alþingis-
maður, Eyjólfur Konráð Jónsson
alþingismaður, Gils Guðmundsson
alþingismaður, Þórarinn Þórarins-
son alþingismaður.
(íunnar Finnbogason
skólastjóri.
Fulltrúar íslands á
Hafréttarráðstefnunni