Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 3 Upplýstu smygi á 1 kg. af hassi F'ÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík hefur upplýst smygl og dreifingu á einu kílói af hassi um síðustu áramót. Ungt par um tvítugt sat um vikutíma í gæzluvarðhaldi í sam- bandí við rannsókn þessa máls en var sleppt úr haldi um páskana. Hassið var flutt hingað til lands frá Evrópu. Fíkniefnadeildin hefur einnig haft til rannsóknar miklu viða- meira hasssmygl og sitja enn tveir menn í gæzluvarðhaldi vegna þess máls og hefur annar setið inni í tæpa þrjá mánuði. Hér er um að ræða smygl á hassi til landsins í kílóatali í notuðum sjónvarpstækj- um. Rannsókn þessa máls er vel á veg komin. Enn ófærðarkaflar á Norðurlandsleið ALLbOKKALEG færð var í gær á Suðurlandi og vestanverðu landinu og sunnanlands raunar var fært austur um allt til Eskifjarðar. Ilins vegar var á Snæfellsnesi ófærð á veginum á Fróðárheiði og Útncsvegur einn- ig tepptur. Síðan var fa'rt vestan- lands allt vestur í Reykhólasveit. Mikil ófærð er víða á Vestfjörð- um, en þó var fært út frá Patreksfirði suður á Barðaströnd og eins til Tálknafjarðar en ófært var um Hálfdán. Þjóðvegir eru síðan víðast hvar ófærir með öllu á norðurfjörðunum, en þó stóð til í gær að moka milli Bolungavíkur og ísafjarðar og fært var til Súðavíkur. Moka átti Holtavörðuheiði í fyrradag en það hafðist hins vegar ekki fyrr en í gær, en hins vegar hafði fram að því verið fært milli Vestur- og Norðurlands um Laxár- dalsheiði. Fært er síðan norður strandir til Hólmavíkur og austur eftir Norðurlandi í Skagafjörð. Hins vegar hefur vegurinn til Siglufjarðar verið lokaður frá því fyrir páska og er svo enn vegna veðurs. Öxnadalsheiði var ekki hægt að ryðja, hvorki í gær né fyrradag, m.a. vegna þess að þar hafði mikið snjóflóð fallið á þjóðveginn á kafla. Mikill snjór er víöa í Eyjafirði og Þinge.vjarsýslum og lítið fært þar nema rétt í nágrenni Akureyr- ar. Ófært er milli Akureyrar og Húsavíkur um Dalsmynnisleið þar sem í Fnjóskadalnum milli bæj- anna Skarðs og Þverár er snjó- flóðasvæði og umferð þar talin mjög varhugaverð vegna yfirvof- andi flóðahættu. Er ekki ljóst hvenær unnt verður að ryðja veginn þar. Hins vegar er fært út frá Húsavík í Aðaldalinn en litlar fréttir lágu að öðru leyti fyrir hjá vegaeftirlitinu um Norðaustur- landið. Um Austurlandið er það hins vegar að segja, að víða er þung- fært á Héraði og fjallvegir allir eru þar ófærir, meira að segja Fagridalur. Hins vegar er fært suður með fjörðunum eins og áður segir. Rafmagnstruflanir: Staurar brotnuðu og línur slitnuðu VÍÐA urðu miklar truflanir á rafmagnsmálum norðanlands og austan vegna óveðurs sem þar gekk yfir. Að sög Ingólfs Árnasonar, raf- magnsveitustjóra á Akureyri, var þar mikil slydda er olli þvi að línur slitnuðu og jafnvel staurar brotn- uðu undan þyngslunum. Einna verst varð ástandið í Höfðahverfi og rétt norður af Grenivík en þar brotnuðu samtals tíu staurar og vírar slitnuðu. Viðgerð stóð yfir í gær, en Grenivík hafði þá verið rafmagnslaus á annan sólarhring. Vonir stóðu til að rafmgan yrði aftur komið á í gærkvöldi. Allur Fnjóskadalur varð einnig rafmagnslaus um tíma, og norður- hluti hans fékk raunar ekki rafmagn fyrr en seint í fyrrakvöld. Einnig var rafmagnslaust á Ar- skógsströnd og í Svarfaðardal fram undir hádegi í gær. Þá varð einnig rafmagnslaust um tíma í fyrradag í Fljótum á vestanverðu Norðurlandi. Á Austurlandi féllu Jökuldals- lína, Vattarnesslína og Helgu- staðarhreppslína út í fyrradag vegna ísingar og einnig sveitalínur í Vopnafirði. Að sögn Erlings Garðars Jónassonar, rafveitu- stjóra á Austurlandi, var í gær unnið að viðgerðum í Vopnafirði, Jökuldalslínan var þá komin í gagnið aftur og unnið var að viðgerðum á hinum tveimur. Sauðárkrókur: Prófkjör sjálfstæðis- manna um helgina Sauðárkróki 29. marz PRÓFKJÖR um skipan lista Sjálfsta'ðisflokksins á Sauðár- króki vegna komandi bæjar- stjórnarkosninga fer fram dag- ana 1. og 2. apríl n.k. Rétt til þátttöku í prófkjörinu hefur allt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks- ins 18 ára og eldra. Kosið verður í Sæborg og hefst kosningin kl. 10 árdegis báða dagana og stendur til kl. 17 á laugardag og til kl. 19 á sunnudag. Utankjörstaðakosn- ing hófst s.l. sunnudag og lýkur henni á föstudag. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér til prófkjörsins og er röð þeirra samkvæmt útdrætti þessi: Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Pálmi Jónsson verktaki, Guð- mundur Tómasson hótelstjóri, Þorbjörn Árnason lögfræðingur, Birna Guðjónsdótlir húsfrú, Sig- urður Hansen lögregluþjónn, Björn Guðnason byggingameist- ari, Friðrik J. Friðriksson læknir, F'jóla Sveinsdóttir húsfrú, Bjarni Haraldsson kaupmaður. Guðjón Séð vestur yfir Landakotstún að kirkjunni. Reykjavíkiirborg lætur gera ahnenningsskrúðgard á aust- urhluta Landakotstúns SAMNINGAR um framtíð Landakotstúns milli borgar yfirvalda og kaþólsku kirkj- unnar hafa verið undirritaðir og mun borgin samkvæmt þeim fá tæpíega 9000 fermetra af austurhluta túnsins til afnota og verður þar gerður almenn- ingsskrúðgarður. Kaþólska kirkjan fær heimildir til bygg- inga á vestarhluta túnsins samkva'mt staðfestu skipulagi og einnig fær kaþólska kirkjan rúmlega 7000 fermetra lands- svæði fyrir starfsemi sína í Seljahverfi í Breiðholti. Kirkjulóðin á Landakotstúni verður tengd almenningsgarðin- um og segir í frétt frá skrifstofu borgarstjóra, að unnið verði að því að skipulag og fram- kvæmdaáætlun um ræktun og frágang svæðisins í heild liggi fyrir í lok þessa árs. „Með þessu er horfið frá óskum um bygging- ar á austurhluta Landakots- túns“, segir í fréttinni. Skipulag vestari hluta Landa- kotstúns var staðfest með sam- hljóða atkvæðum í skipulags- 1111'' “'' Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri og Hinrik Frehen biskup undirrita samninginn um framtíð Landakotstúns. nefnd og samningurinn í heild var samþykktur samhljóða í borgarráði. Kaþólska kirkjan fær að byggja leikfimihús og safnaðar- heimili við Túngötu, nýja kennsluálmu sunnan gamla skólans og tengibyggingu milli safnaðarheimilis og kennslu- álmu. Núverandi byggingar, aðrar en gamli skólinn, verða fjarlægðar, þegar hinar nýju rísa. Skipulagið gerir einnig ráð fyrir byggingum suövestan kirkjunnar viö Hávallagötu austan gatnamóta Blómvalla- götu fyrir aðsetur biskups og presta. Á þessu korti sést samþykkt skipulag vestari hluta Landakotstúnsins, sem greint er frá í fréttinni, en á austurhluta túnsins mun Reykjavíkurborg láta gera | almenningsskrúðgarð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.