Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
17
Valdimar Kristinsson:
Þorskgengd og
þingmannafjöldi
Agúst Sigurðsson:
Jón Björnsson tón-
skáld frá Hafeteins-
stöðum sæmdur
listamannalaunum?
Nafn Jóns Björnssonar tón-
skálds frá Hafsteinsstöðum í
Skagafirði var ekki á skrá þeirri,
sem nýlega birtist um úthlutun
listamannalauna 1978. Ærið
mörgum aðdáendum tónskáldsins
mun hafa brugðið, er þetta var
vitað, en Jón hlaut á sl. ári nokkra
viðurkenningu í listamannslaun-
um, og þóktumst vér þess viss, að
nú færðist hann upp í hinn efri
bekkinn, enda óþreytandi baráttu-
og áhugamaður hinnar göfugu
listar, sem hvergi lætur undan
síga, þótt orðinn sé hálf áttræður.
Og einmitt nú vinnur hann að
útgáfu enn nýrra og fleiri tón-
verka sinna, en sönglagahefti hans
og annað, sem áður hefur birzt,
nýtur bæði vinsælda og virðingar.
Kostnaður slíkrar útgáfu er mikill
og býður oss í grun, að hefði Jón
frá Hafsteinsstöðum hlotið lista-
mannalaunin nú, rynni þau óskert
til prentunar hinna nýju og áður
óbirtu tónverka. Þannig hefði hin
opinbera viðurkenning verið laun-
uð með list til þjóðarinnar, og
sýnist vel á fara, þegar svo er að
staðið, en raunar líkast Jóni
Björnssyni og áhuga-krafti hans
að ráðstafa almannafé aftur til
annarra og í nýrri og æðri mynd.
Um það, hversu hér hefur farið,
dugir ekki að sakast við nokkurn
aðila, enda væri Jóni sízt að skapi,
að vér sæjum ofsjónum yfir þeim
skerfi, sem aðrir listamenn hlutu.
Fremur skyldum vér, sem teljum
oss hafa notið listar Jóns Björns-
sonar og þróttmikilla starfa hans
að listkynningu og menningarlífi
við kórstjórn og hljóðfæri, hug-
leiða það, að líklega er deyfð vorri
um að kenna, að hann fékk ekki
listamannalaunin nú. Hann er
ekki búsettur á því landsvæði, að
hann geti verið í sviðsljósum
menningarvitanna. Og sjálfur hef-
ur hann ekki aðstöðu til þess að
láta í ljós sitt skína þar, nema með
einu móti, en það er prentun laga
og tónverka. Vér, áheyrendur
hans, höfum reynzt hinir þöglu
þiggjendur, og úthlutunarnefnd
listamannalaun eigi haft aðstöðu
til þess að vita um allt það starf,
sem Jón frá Hafsteinsstöðum
vinnur né þá heldur, að mikilvirkt
tónskáld situr hér nyðra og notar
hverja stund til listsköpunar, einn
í smiðju sinni eða með söngfólk-
inu, sem hann þjálfar af því
starfsfjöri hins fágæta hæfileika-
manns, sem oss er næstum
óskiljanlegt um mann á hans aldri.
Vér vitum, að það er tjón
menningunni, ef ekki getur orðið
af útgáfu tónverka Jóns. Og vér
viðurkennum, að það er því að
kenna, að hann hefur haldið
tryggð við átthagana og ekki flutzt
suður, að hann gleymdist við
úthlutun listamannalaunanna. En
það þyrfti ekki svo að vera, ef vér
dáðumst ekki að honum af slíkri
hlédrægni, svo ósýnilega og orða-
laust, sem raun ber vitni, heldur
tjáðum þakkir vorar og hrifningu.
Er því einsýnt. hversu vér eigum
nú við að bregðast: Vér skulum
sjálf sa ma hann listamannslaun*
um. Og vér látum hann ekki sitja
á hinum óæðra bekk, en fylla flokk
þeirra, sem hlutu hina hærri
viðurkenningu. Bankastjóri
Búnaðarbankans á Sauðárkróki,
Ragnar Pálsson, hefur góðfúslega
opnað reikning nr. 5346-6, sem
greiða má framlög inn á. Þegar
merkinu er náð og listamaðurinn
hlýtur þá viðurkenningu, sem vér
ætlum, að sé hinni eigi minni,
munum vér gera úthlutunarnefnd
listamannalauna um það kunnugt
í þeirri von, að ekki verði gengið
framhjá Jóni Björnssyni tónskáldi
á næsta ári.
Agúst Sigurðsson
á Mælifelli.
Skyldu stjórnarflokkarnir hafa
áhuga á atkvæðum íbúa Reykja-
víkur og Reykjaness við næstu
kosningar? Mörgum kann að finn-
ast fávíslega spurt, en hvað á fólk
á suðvesturhorni landsins að
halda, þegar atkvæði þess gilda
innan við fjórðung á við suma aðra
landsmenn.
Margur mundi hneykslast, ef
sami háttur yrði hafður á til
frambúðar í Ródesíu, en hér er
margfaldur þyngdarmunur
atkvæða látinn viðgangast árum
og áratugum saman, án verulegra
mótmæla, svo lengi sem það
breytir ekki miklu um styrkleika-
hlutföll flokkanna.
Með öðrum orðum, þá eru
réttindi stjórnmálaflokkanna
metin meira en réttindi þjóð-
félagsþegnanna. Skyldu ekki
ómerkari mál einhvern tíma hafa
verið lögð fyrir Mannréttindadóm-
stól Evrópu?
Þvi voru stjórnarflokkarnir
nefndir hér að framan, að þeim er
í lófa lagið að taka sárasta
broddinn af misréttinu fyrir
næstu alþingiskosningar. Með ein-
földum breytingum á kosninga-
lögunum mætti fella hlutfallstölu-
ákvæðið úr útreikningunum um
uppbótarþingmenn.
Enn betur þyrfti þó að gera við
fyrsta tækifæri, þannig að
tryggður yrði sem jafnastur
kosningaréttur landsmanna til „
frambúðar. Setja þyrfti laga-
ákvæði, er á sjálfvirkan hátt
leiddu til breytinga, þegar at-
kvæðaþyngdin ætlaði til dæmis að
fara fram úr 1:1 '/>, einhvers staðar
á landinu.
Nú hafa mál þróast á þann veg,
að fiskafli hefur brugðist fremur
við Suðvesturland en annars
staðar. Er nú svo komið fyrir
Suðurnesjamönnum, að þeir hafa
hvorki nóg af þorski né þingmönn-
um
Allir hljóta að sjá hversu erfið
sú aðstaða er í landi, þar sem
einkunt er gert út á tvenns konar
inið; hefðbundin fiskimið og
„furirgreiðslumið". Er hér um
staðreynd að ræða en ekki grín.
Enn skal ítrekað, að eftir
stendur hlutur stjórnmáiamanna
sem oftar. A að vera „almennur"
kosningaréttur í þessu landi eða
ekki? Því telja verður jafn
alvarlegt að mismuna honum nú
eftir búsotu, eins og áður var gert
eftir efnahag og ætterni.
Valdimar Kristinsson.
onn
Taktu þér hlé frá daglegum
störfum um stund og fáðu þér
mjólkurglas.
Engin fæða uppfyllir betur þau
skilyrði að veita þér flest þau
næringarefni, sem nauðsynleg eru
lífl og heilsu.
Slakaðu á smástunÖ frá starfi og
streitu dagsins og byggðu þig upp
til nýrra átaka um leið.^V
Drekktu mjólk í dag - og rtjóttu
þess. \
Næringargildi í lOOg áf mjólk eru u.þ.b
Prótín 3,4 g A-vítamín 80
Pita 3,5 g B,-vítamín 15
Kolvetni 4,6 g D-vítatpín 1
Kölk 0,12 g B -vítamín 0,2
Fo^for 0.09 g C-vítamín\ 1,5
Jári\ 0,2 mg Hitaeiningár 63
P Mjólkbíi
' mjólkuvafui
orkítlind okk;