Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR
63. tbl. 65. árg.
FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Líbanon:
Vopnahléiðvirt
Sænskur gæzluliði ferst
Beirut, New York, 29. marz. AP.
Reuter.
VOPNAHLÉIÐ í Líbanon virtist
í dag orðið alsjört í kjölfar þess
að Yassir Arafat leiðtogi
Palestínuskæruliða hét því að
liðsinna gæzluliðum Sameinuðu
þjóðanna á svæðinu. Einhverjar
minni háttar skærur munu þó
hafa orðið og palestínumenn hafa
sagt að þrátt fyrir vopnahléið og
nærveru gæzluliða S.b. muni
þeir reyna að ná sér niðri á
herliði ísraelsmanna á meðan það
dvelur á líbönsku landssvæði.
Ga'zlusveitir S.b. hafa nú á sínu
valdi allar brýr yfir Litanifljót og
tóku franskir gæzluliðar síðustu
brúna yfir ána nálægt borginni
Tyrus eftir að skæruliðar sem
höfðu hana á valdi sínu ákváðu að
fara að fyrirmælum Arafats og
vera ekki í vegi gæzluliðanna.
Sænskur gæzluliði fórst við
Litanifljót í dag þegar jeppi sem
Framhald á bls. 22
Carter hvetur
tílsamvinnuum
þróunarmálefni
Caracas, Brasilía, 29. mars.
AP. Reuter.
CARTER Bandaríkjaforseti kom
í kvöld til Brasilíu höfuðborgar
samnefnds ríkis frá Venezúela á
leið sinni til fjögurra ríkja þriðja
heimsins. Aður en hann hélt frá
Caracas flutti Carter ræðuá þingi
Venezúelamanna þar sem hann
ræddi aðallega um málefni
þróunarlandanna og sameiginleg
verkefni sem biðu ríkra þjóða og
fátækra.
Carter skoraði á ríkar þjóðir og
fátækar að taka höndum saman
um að berjast við verðbólguna og
atvinnuleysið í heiminum og bæta
lífskjörin í löndum heims. Hann
sagði að hinar ríkari þjóðir gætu
ekki einar sér bætt efnahgsástand-
ið í heiminum. Hann sagði einnig
að olíuútflutningsríkin, en
Venezúela er eitt þeirra og þriðji
stærsti útflutningsaðili olíu til
Bandaríkjanna, yrðu að taka á sig
sinn skerf í aðstoðinni við
þróunarlöndin. Carter lofaði auk-
Framhald á bls. 28
Sfmamyml AP
Lcifar herjeppans sem sænsku hermennirnir Karl-Oscar Johansson og
Mats Goran Lindberg óku f á jarðsprengju í Suður-Líbanon f gær.
Johansson lézt þegar en Lindberg slasaðist mikið. beir voru báðir í
gæzluliði Sameiðnuðu þjóðanna í S-Líbanon og voru á eftirlitsferð
skammt frá Litaniánni þegar þeir óku á sprengjuna. Johansson er
fyrsti hermaðurinn í liði Sameinuðu þjóðanna sem bíður bana við störf
í S-Líbanon, en alls hafa 519 hermenn látið lífið í gæzlustörfum fyrir
samtökin frá því þau voru stofnuð.
Mesta
lækkun
gagnvart
yeni
London, 29. marz. Reuter.
DOLLARINN lækkaði meira
en nokkru sinni fyrr frá
stríðslokum gagnvart jap-
anska yeninu í Tokyo í morg-
un og á gjaldeyrismörkuðum í
Evrópu síðar um daginn.
Japanshanki gerði svo til
engar ráðstafanir til stuðn-
ings dollaranum og það xtlli
heilabrotum. Toshio Komoto
utanríkisviðskiptaráðherra
ítrekaði hins vegar í þingræðu
loforð Japana um að draga úr
greiðsluafgangi sínum.
Komoto sagði að stjórnin
mundi gera nýjar skyndiráð-
stafanir til að auka innflutning
og minnka greiðsluafganginn
sem nam 17,5 milljörðum doll-
ara í fyrra. Hann sagði að fyrri
ráðstafanir stjórnarinnar til að
Framhald á bls. 28
„Stefnan óbreytt
—segir Begin—Weizman til Kairó í dag
Kaíró, Jerúsalem, 29. marz.
Reuter. AP.
EZER Weizman varnar-
málaráðherra ísraels er
væntanlegur til Kaíró á
Nýjar reglur í
um siglingar
Frakklandi
olíuskipa
Brest, Frakklandi, 29. marz.
AP. Reuter.
FRANSKAR þyrlur vörpuðu í
dag sprengiefni á geyma olíu-
skipsins Amoco-Cadiz þar sem
það liggur brotið í þrennt undan
ströndum Bretagne skaga. Tókst
að sprengja göt á þá geyma
skipsins sem eftir voru heilir og
flæðir nú síðasta olían úr hinum
220 þúsund tonna farmi skipsins
í sjóinn. Olíulckinn úr Amoco-
cadiz er hinn mesti sem um getur
í sögunni og gífurlegt tjón hefur
orðið á sjávarlífi á þessum slóðum
og ströndum Bretagne.
Franska stjórnin samþykkti í
dag nýjar og mjög strangar
reglur um umferð olíuskipa með
ströndum landsins og verða slík
skip framvegis að sigla fjær landi
en sem nemur sjö sjómflum í stað
fimm áður. í framtíðinni verða
einnig öll olíuskip sem sigla
innan franskrar lögsögu að gera
kunnugt um ferðir sínar jafnvel
þótt allt sé með fclldu um borð.
Eigi skip í erfiðleikum innan 50
mflna frá landi bcr skilyrðislaust
að tilkynna þegar um það og
dráttarbátar sem hyggjast leggja
skipum í erfiðleikum lið verða
sömuleiðis að láta yfirvöld vita.
Franski sjóherinn hefur í fram-
haldi af þessu fengið ný fyrirmæli
um eftirlit með skipaferðum og
nýrri radareftirlitsstöð sem starf-
rækt verður allan sólarhringinn
hefur verið komið á fót til að
auðvelda eftirlit með ferðum
skipa við strendur landsins.
Fjöldi sjálfboðaliða hefur sleg-
ist í hóp um 2500 hermanna og
íbúa á strandsvæðum þeim þar
sem olían hefur valdið mestu
tjóni við að reyna að hreinsa
ströndina og dæla burt olíunni.
Strandlengjan á um 130 kfló-
Framhald á bls. 28
morgun, fimmtudag, í fylgd
með Barak dómsmálaráð-
herra. Munu þeir eiga fundi
með egypzkum ráðamönnum
og verður það í fyrsta sinn
í nær tvo mánuði sem full-
trúar landanna ræðast við.
Ekki er vitað hvaða nýjar
tillögur þeir Weizman hafa
í pússi sínu í förinni til
Kaíró.
Heimsókn Weizmans til
Kaíró kemur í kjölfar
árangurslausrar farar
Begins forsætisráðherra
ísraels til Washington, þar
sem varð opinskár veruleg-
ur ágreiningur ísraels-
manna og Bandaríkjamanna
um nokkur mikilvægustu
deilumálin á þessu svæði.
Begin flutti í dag ræðu í
Knesset, ísraelska þinginu, og
lagði þar áherzlu á að stefna
stjórnar sinnar væri óbreytt og að
Ísraelsríki mundi ekki hika við að
vera á öndverðum meiði við
Bandaríkjastjórn í málum sem
skiptu sköpum fyrir ríkið.
Begin sagði það hafa komið
fram í viðræðum sínum við Carter
Bandaríkjaforseta að Bandaríkja-
menn væru enn hlynntir því að
Israelsmenn hefðu áfram herlið á
vesturbakka Jórdanár. Á hinn
bóginn vildu Bandaríkjamenn að
íbúar á Vesturbakkanum greiddu
um þaö atkvæði í allsherjarat-
kvæðagreiðslu hvort þeir vildu
hafa heimstjórn undir eftirliti
ísraels, gerast formlega hluti af
Jórdaníu eða gerast hluti af
Ísraelsríki. Slíka atkvæðagreiðslu
gætu Israelsmenn ekki sætt sig
við, enda myndi PLO-hreyfingin
reyna að þröngva sinni eigin
Framhald á bls. 22
Hef haldið stillingu minni
— segir Aldo Moro í bréfi
Sjá Krein bls. 21
-□
Róm. Torino. 29. marz. AP. Reuter.
ÍTÖLSKUM yfirvöldum
barst í kvöld bréí sem Aldo
Moro er sagður hafa skrifað
til ítalska innanríkisráð-
herrans Francesco Cossiga,
en hann stjórnar leitinni að
Moro. í bréfinu segir Moro
Frá leitinni að Moro
að honum hafi verið gerð
grein fyrir því að á hann sé
litið sem pólitískan fanga
og að dómstóll alþýðunnar
muni fjalla um störf hans
gegn alþýðunni undanfarin
30 ár. Moro skorar í bréfinu
á starfsfélaga sína í ítölsk-
um stjórnmálum að forðast
að láta tilfinningar og
óraunsæi taka völdin. „Ég
hef haldið fullum sönsum í
þeirri aðstöðu sem ég er í og
nýt góðs af mikilii reynslu
minni. Þið hljótið þó að
gera ykkur grein fyrir því
að fyrir mér kann að liggja
að verða neyddur til að tala
Aldo
Moro
um óþægilega eða hættulega
hluti.“ Moro segir einnig í
bréfinu að til engra þeirra
ráðstafana mcgi grípa sem
orðið geti til að liðsinna
hermdarverkamönnum
þeim sem hafa hann í haldi.
Bréfið frá Moro fannst í ösku-
tunnu skammt frá höfuðstöðvum
kristilegra demokrata í Róm og
hafði áður verið vísað á það í
símtali. Dreifibréfum frá Rauðu
herdeildunum var einnig dreift í
nokkrum ítölskum borgum í kvöld
og voru sum þeirra einnig undir-
Framhald á bls. 22