Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 — Gangskör Framhald af bls. 16 Nepal t.d., sem er miklu sterkara og „betra" efni. Amfetamín: Talsvert mikiö er af því og þegar ég tala um amfetamín þá er ég ekki aö tala um 'imfetamínpillur eða svoleiðis — af þeim getur landlæknir haft áhyggj- ur og við höfum reyndar íhugað það mikið — heldur erum við aðeins að tala um hreint amfeta- mín, sem er gjarnan smyglað inn frá Hollandi. Það er alltaf hér á markaðnum. Hérlendis er amfeta- mínið enn naer eingöngu notað þannig, að það er tekið í nefið, „sniffað", og er það ekki eins hættulegt og þegar því er sprautað beint í æð. Hins vegar hefur okkur gengið illa að komast fyrir innflutn- ing á amfetamíni, þó höfum við komist fyrir talsvert. Og það eru þessi tvö efni, hass og amfetamín, sem eru hér alltaf stöðugt á markaðnum. Kókain: Það höfum við einstöku sinnum fengið inn, en það er sárasjaldan og lítið og á því er afskaplega einföld skýring. Kókaín er framleitt úr blöðum kóka- runnans í S-Ameríku. Þetta er náttúrulegt efni og afskaplega dýrt, en það er örvandi efni og algjörlega hliðstætt amfetamíni. Kókaínið er bara „betra" og sterkara, þannig að neytendurnir kaupa miklu frekar amfetamín og nota þá heldur meira af því, heldur en að vera að spandera í hið rándýra kókaín. LSD: Talsvert mikið var af því í kringum 1973 en dalaði síðan stórlega og virðist aðeins koma öðru hverju í tiltölulega litlum skömmtum. Ópíumefni: Morfín: Það virðist ekki vera hér í umferð nema það sem stolið er úr apótekum og bátum. Við höfum ekki orðið varir við neitt annaö — engan beinan innflutning. Heróín: Við erum nú alltaf að búast við því hingað, því það er orðið mikið um það í Danmörku og Svíþjóð. Við höfum ekki fengið neinar sannanir fyrir því, að það hafi komið hingað en höfum hins vegar heyrt orðróm um það ítrekað. Og við reiknum með því að geta dottið ofan á eitthvað af því hvern dag núna." Auöveldara að veröa sér úti um læknislyf en áfengi. „Fólk byrjar gjarnan á því að nota hass og oft á tíðum er það þannig, að það notar ekki önnur fíkniefni í nokkra mánuði, kannski ár eða meira, a.m.k. í ákveðinn tíma. En eftir þann tíma virðist eins og af einhverjum ástæðum, að annaðhvort langar fólk til að prófa fleira, eða hassið dugar þeim ekki — hvaða ástæöur sem eru nú til þess, þá virðist fólk þetta fara að leita út í önnur nærtæk efni og hjá þeim sem hafa verið í þessu í nokkur ár, virðist það vera nokkuð fastur liður, að það fer að nota alla tiltæka vímugjafa: læknislyf, áfengi, hass, amfetamín, jafnvel L.S.D., — verða nokkurs konar alætur. Og ekki virðist vera vandamál að veröa sér úti um flest þessi efni, nema þá kannske L.S.D. Læknislyfin, það vita það nú áreiðanlega allir, að það er það auðvelt hér. Það er nærri því auðveldara að ná sér í þau heldur en áfengi, eftir því sem manni virðist.” — Hvernig komast þessi efni helst inn í landiö og hvernig er vörnum við því háttað? „Það er að sjálfsögðu mismun- andi, en okkur virðist nú sem flest allar stórar sendingar af hassi komi með skipum. Við höfum gott samstarf við tollgæzluna. Tollgæzlan hefur sitt ákveðna verksvið og við okkar og við blöndum okkur ekki hvor inn í annars verksvið. Upplýsingar fara á milli og það er samvinna — tollgæzlan aðstoðar okkur hvenær sem við biðjum um, og við hana." Hasshundarnir hafa sannað gildi sitt. — Hvernig hafa hasshundarnir reynst við leit að fíkniefnum? „Þeir hafa komið að ágætis notum og við höfum mjög oft gripið til þeirra. Það er nú reyndar bara einn eftir og mér finnst full ástæða til að hafa a.m.k. tvo hunda hérna og það lítur út fyrir einhverja breytingu á þessum hundamálum. Eg hef heyrt það, að sá sem hefur haft umsjón með hundunum ætli að hætta. Ég vona að stjórnvöld sjái til þess, að það verði alltaf a.m.k. einn eða tveir hundar hérna vel þjálfaðir. Mér fyndist það algjörlega fráleitt, að t.d. hér á Suðvesturkjálkanum, þar sem er höfuðborgin og meira en helmingur landsmanna, ef þar eru ekki fyrir hendi tveir vel þjálfaðir fíkniefnahundar. Þeir hafa tvímælalaust sannað gildi sitt.“ Stööugt bætast nýir menn inn á spjaldskrá Guðmundur sagði að lokum: „Ég er ekkert afskaþlega bjart- sýnn á framtíðina — en er þó frekar bjartsýnismaður. Þaö er í sjálfu sér ákaflega erfitt að spá, en ef litið er yfir undanfarin ár þá kemur í Ijós, að það hafa verið dálitlar sveiflur, en í stórum dráttum þá virðist neyslan vera að aukast, það bætast stöðugt nýir og nýir menn inn á okkar spjald- skrá yfir þá, sem komið hafa við sögu, og okkur virðist lítið um það, aö eldri falli út, nema þá af þeirri ástæðu að þeir deyi, eða séu lokaöir til Igngframa inni á geð'-'eikrahælj Sem daEífni þá var hér fyrir nokkrum árum byrjað að taka Ijósmyndir af þeim, sem komu við sögu, og voru menn þá að harma að ekki skyldi hafa verið byrjað á þessu fyrr, því nú ættum við ekki myndir af þessum og þessum, sem við mundum sér- staklega eftir úr einhverjum fyrri málum. Við erum löngu hættir að hafa áhyggjur af þessu, því þeir hafa allir komið aftur. En það er enn stutt síðan þetta byrjaði hérlendis og neytendur er enn mestmegnis undir þrítugu, þannig að þeir eiga ævina fyrir sér, svo lengi sem þeir endast. Þessi málaflokkur er tiltölulega ungur hér á landi, sem sést bezt á því að við erum ekki, eins og svo margar aðrar þjóðir, komnir út í heróínið ennþá." F.P. — Sönnun... Framhald af bls. 18 úrskurður er gefinn um að menn séu látnir, ef farist hafa af slysum. Með þessu er ekki aðeins verið að ýfa upp sár aðstandenda, heldur getur einnig verið um fjarhagslegt tjón erfingja að ræöa. Frumvarp þetta er flutt að gefnum tilefnum. Eftir að hafa tilkynnt um áætlaðan komutíma í höfn hafa bátar horfið á heimsiglingu og aldrei komið fram. Stundum hefur fundist úr þeim brak, stundum ekki. Allir, sem skynbragð hafa á, vita að skipin hafa farist og að áhöfn er látin, og þetta vita aðstandendur ekki síst. Nýlegt dæmi er um að haldin var kirkjuleg minningarathöfn um skiþshöfn sem farist hafði á heimsiglingu með skipi sínu. Ekkert lík hafði fundist. Sýslu- maður gat þó eigi úrskurðað að mennirnir væru látnir fyrr en nær fimm mánuðum síöar, vegna ákvæða gildandi laga. Þá fyrst er skylt aö greiða lögbætur og gildir hið sama um samningsbundnar tryggingabæt- ur. Oft þarf að gera ýmsar fjármála- legar skuldbindingar fyrir aðstand- endur, þegar fyrirvinna fellur skyndi- lega frá, en þá er bóta- og trygginga- fé bundið. Hjá Tryggingastofnun ríkisins er sá háttur hafður á, að bætur eru greiddar þegar skiptaráðandi gefur fyrirmæli þar um. Skiptaráðandi getur hins vega ekki gefið slík fyrir mæli fyrr en eftir að sýslumaður eða bæjarfógeti hefur fellt úrskurð um dánardægur. Tryggingastofnunin gerði þá bætur til baka, eða frá úrskurðuðum dánardegi, en enga vexti. Verið getur aö um stærri upphæðir sé að ræða en hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna annarra lög- og samningsbundinna líf- og örorku- trygginga, sem eru þá á vegum einstakra tryggingarfélaga. óhætt er að fullyrða, aö þar gilda ekki rýmri reglur um greiðslu bóta en hjá Tryggingastofnun ríkisins. Má því segja, að um sé að ræða bæði fjárhagsfegt tjón aðstandenda vegna vaxtataps, vegna fjárskorts t.d. til íbúðarkaupa ekkna og barna vegna, en hvað frekast þó vegna rýrnunar þessara fjármuna í verð- bólguþjóöfélagi okkar. í 4. og 5. gr. er lagt til að bætt verði við lögin nýjum ákvæðum svo sem þar segir. Efni fjórðu gr. mun að sjálfsögðu m.a. skoðast í Ijósi atburða sem gerst hafa hér á landi á síöustu árum er menn hverfa af völdum annarra manna. 5. gr. skýrir sig sjálf, þótt finna megi sambærileg rök og við fyrri greinar frumvarpsins um að þar skuli tímamörkin einnig vera einn mánuö- ur. Á móti kemur sú röksemd, að undir slíkum kringumstæðum sé hvað auðveldast fyrir mann að láta sig hverfa. En flm. telur samt sem áður að þriggja mánaða mörkin séu réttlætanleg, sérstaklega ef um fyrirvinnu maka og barna er að ræða og eins vegna hraöfara tækniþróunar í lögreglurannsóknum." — íþróttir Framhald af bls. 38 að nota hinn hávaxna Pétur Guðmundsson í leiknum gegn IS, en hann er kominn til landsins, en hefur leikið með University of Washington í vetur. Hefði slíkt getað valdið miklu fjaðrafoki því að reglur eru mjög óskýrar hvað varðar íslenska leikmenn sem leika með erlendum liðum. Og féllu Valsmenn því frá þesgari hugmynd. , , , G.G. — Sænska þingið Framhald af bls. 21 endurskipulögð og stækkuð áður en þingið flytur aftur í hana og kostnaðurinn er áætlaður 300 milljónir króna á núverandi gengi. Núverandi húsakynnum verður annað hvort breytt í hótel eða borgarleikhús, en þau gegndu síðarnefnda hlutverkinu áður en þingið fluttist þangað. TAKTU ÁKVÖRÐUN AKKXIRAT /uiyVUIVil Ætlar þú að vera með í áskrifendagetraun Vísis ? Akkúrat núna er rétti tíminn til að freista gæfunnar og það aðeins með einu símtali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.