Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 Launakjör og fríðindi embættismanna: —sagði Jón Skaftason á Alþingi í gær Alþingi kom saman til fundar á ný í gær, eftir stutt páskahlé. Eitt mál var fyrir tekiði tillaga til þingsályktunar um launakjör og fríðindi, embættismanna, flutt af Stefáni Jónssyni (Abl) og Jónasi Árnasyni (Abl). Tillagan gerir ráð fyrir því að ríkisstjórn beiti sér fyrir setningu almennra reglna (reglugerðar) varðandi kjör hinna hæst launuðu embættismanna ríkisins og ríkisstofnana. Þar verði svo kveðið á, að allar greiðslur til embættismanna fyrir störf í þágu ríkis og ríkisfyrirtækja komi fram í launum þeirra, en afnumin verði öll fríðindi, þ.á.m. fríðindi varðandi innflutning og rekstur bifreiða. Kostnaður embættismanna vegna starfs verði ætíð greiddur skv. reikningi. Skipan þessi nái einnig til ráðherra. Sönnun fyrir dauða manna, sem ætla má að f arizt haf i af slysum Svipmynd frá Alþingi — Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráð- herra. og Steinþór Gestsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis. Bankastjórar og komissarar Stefán Jónsson (Abl) mælti fyrir tillögunni. Ræddi hann m.a. um skattfrjáls bifreiðafríöindi ráðherra, skv. lögum, og sams konar fríðindi bankastjóra og kommissara, sem ekki væri að lögum. Ennfremur að ýmsir em- bættismenn og einnig þingmenn tækju laun fyrir auka- eða önnur störf, sem unnin væru í þeim dagvinnutíma, er eitt dágott fasta- kaup ætti að nægja fyrir. Þessi fríðindi ætti að afnema og setja reglugerð um nýja skipan mála. Þá ræddi hann einnig um kjör for- stjóra ríkisstofnana, m.a. um- samdar aukagreiðslur, sem gætu numið allt að helmingi beinna launa. Þessi mál tengdust öll umræðu um launakjör hinna almennu borgara í þjóðfélaginu, sem raunar væru vinnuveitendur embættismannanna, en yrðu að sæta öðrum og margfalt lakari launakjörum. Górða gjalda verð Sigurlaug Bjarnadóttir (S) sagði tillöguna góðra gjalda verða þó að hún spannaöi aðeins nokkurn hluta vandans. Ekki væri eðlilegt að embættismenn — eða þingmenn — tækju laun fyrir aukastörf, er unnin væru í venju- legum dagvinnutíma þingmanna. Hins vegar hefði það mátt koma fram í framsögu fyrir þál., við hvaða mörk „hæstu laun“ væru miðuð sem og, hvern veg ætti að framkvæma efnisatriði tillögunnar. Launamál í þjóðfélaginu væru komin í ógöngur. Hyggilegt væri að hefja gönguna út úr þeim ofan frá, enda þá auðveldara að fylgja bættri skipan eftir annars staðar í þjóðfélaginu. Einkabílstjórar ættu ekki að vera til hérlendis. Jónas Arnason (Abl) sagði laun þingmanna hófleg, ef þingstörf væru unnin samvizkusamlega. Hins vegar væri óhæfa að stöku þingmenn tækju 60% af háum launum annars staðar í ríkiskerf- inu ofan á góð þingmannslaun, eins og ófá dæmi væru um. Sama máli gegndi um fjölmörg auka- störf háttlaunaðra embættis- manna, unnin í þegar greiddum vinnutíma. Dæmi væri um að bankastjóri hefði milljónir í þókn- un fyrir aukastörf. Bílafríðindi bankastjóra, komissara og ráðherra á og að fliÞÍnGi afnema sagði JÁ. Þessir áðilar hafa það há laun að þeir eiga að geta rekið bifreiðir sínar sjálfir. Þessi fríðindi hafa verið og eru til skammar fyrir alla stjórnmála- flokkana. Einkabílstjórar, sem hafa þann starfa einan að aka ráðherrum milli húsa, ættu ekki að þekkjast í landi sem okkar, þó þeir séu að vísu til prýði hér í þinghúsinu. Sparnaður ofan frá Karvel Pálmason (SFV) tók i sama strent06JÁ og StJ. Margföld laun embættismanna eða þing- manna ættu engan rétt á sér né ýmiss konar fríðindi, s.s. varðandi bifréiðar. Laun toppanna í em- bættiskerfinu væru með ólíkindum há. Naumast væri hægt að rétt- læta laun sem væru um 1 m.kr. á mánuði meðan verkamannslaun losuðu rétt 100 þúsund. Rétt væri að byrja sparnað ofan frá. Rétt væri að setja í reglugerð ákvæði um þessi efni. Benti KP einnig á þá staðreynd, að nokkrir kennarar, sem kjörnir hefðu verið á þing, þ.á.m. Sigurlaug Bjarnadóttir og Jónas Árnason, hefðu komið mál- um þann veg fyrir, að þeir þægju ekki hluta kennaralauna ofan á þingsmannlaun. Slík fordæmi vís- uðu veginn. Ríkisstjórnin hafi forgöngu Jón Skaftason (F) sagði hér hreyft knýjandi en viðkvæmu máli. Því væri hins vegar hreyft að það áliðnu þingi að naumast væru líkur á því að svo vandmeðfarið mál yrði full greitt nú. Það væri hins vegar sín skoðun að ríkis- stjórnin ætti að hafa forgöngu um þetta mál, þó að tillagan yrði e.t.v. ekki fullafgreidd, og setja strax hæfa menn í að brjóta málið til mergjar fyrir næsta þing. Oraun- hæft væri að einstakir þingmenn gætu skapað nýja hefð í þessum efnum. Ríkisstjórn og Alþingi yrðu að hafa forgöngu og koma á almennum reglum, sem væru viðunandi. Sagðist JSK vænta þess sem stjórnarþingmaður að ríkis- stjórnin tæki þetta mál upp að eigin frumkvæði, hvað sem liði afgreiðslu framkominnar þings- ályktunartillögu. Frumvarp til laga: Pétur Sigurðsson (S) hef- ur lagt fram á Alþingi frv. um br. á lögum um sönnun fyrir dauða manna, sem ætla má að farizt hafi af slysum. Gerir frv. ráð fyrir verulegri stytt- ingu tímafyrirvara í gildandi lögum. Einnig eru í frv. nýmæli varðandi flugför, ferðalög erlendis o.fl., sem skýrast í meðfylgjandi greinargerð: „Á þeim fimmtíu og sex árum, sem liðin eru síðan lög þessi voru samþykkt á Alþingi, hafa tæknifram- farir verið slíkar að ævintýri er líkast. Á því sviði hefur þróun vél- og öryggisbúnaðar skipa í engu verið eftirbátur annarrar þróunar. Á sviði fjarskipta hefur hver tæknibyltingin rekið aðra og framfarir á fáum sviðum orðið jafnörar og í fjarskipta- búnaði. Þegar lög þessi voru samþykkt voru hin smærri vélbúnu fiskiskip með litlar vélar og treystu menn enn á og nýttu seglbúnað þeirra. Fjarskiptabúnaður var aðeins til í fáum hinna stærri skipa, hann var ófullkominn, stuttdrægur og bilaöi oft. Sú var einnig raunin um búnað þennan á landi, sem notaður var í viðskiptum milli héraða og landa. Ekki var óalgengt að vélbilanir yrðu í hafi nær og fjær, skip festust í ís dögum og jafnvel vikum saman, strönduðu og fórust, og útilokað var að koma frá sér upplýsingum um dvalarstað, um aðstæður eða afdrif áhafnar, nema seint og um síðir. Hið sama gilti um feröalög á landi. Menn lögðu upp ríðandi eða gang- andi, í hópum eða einir sér. Þótt skýrt væri frá áætlunarstað gátu vikur eða mánuðir liðið þar til fréttir bárust af því, hvort viðkomandi aðilar hefðu náö áfangastað. Átti þetta sérstaklega við, ef um langa vegu var farið, um fjallvegi, í önnur og fjarlæg héruð, þegar vetur fór í hönd og veður gerðust válynd. Nú er þetta gjörbreytt. Undantekn- ing er, ef farið er í ferð án þess að vitað sé um ferðaleiðir og greint sé frá áætluðum komutíma viðkomandi aðila. Ef ferðamanna eða flugfars er saknað á landi uppi eru með stuttum fyrirvara komnar til starfa þraut- þjálfaðar leitarsveitir á landi og flugvélar í lofti. Þessar leitarsveitir eru vel búnar til ferða um fjöll og Pétur Sigurðsson, alpingismaöur. óbyggðir í verstu veðrum og geta haft samband sín á milli og við stjórnstöð leitar, meö fullkomnasta fjarskiptabúnaði sem völ er á. Sama gildir um skipin. Minnstu skipin eiga aö tilkynna um brottför og áætlaðan komutíma. Öðrum skipum, sem eru utan hafnar, ber að tilkynna um brottför og áætlaöan komutíma. Öðrum skipum, sem eru utan hafnar, ber að tilkynna sig til næstu strand- stöðvar á ákveðnum tímum sólar- hringsins. Er þetta lagaskylda nú. Auk þessa eru mörg þeirra, í afmörkuðum hóp, með fast fjar- skiptasamband innþyrðis. Má þar til nefna þann góða og gamla sið, að fiskiskip frá sömu verstöð hafa regluiegt samband sín á milli. Ef minnsti ótti kemur upp um að skipi hafi hlekkst á, eru þegar gerðar ráðstafanir til leitar af sjó, úr lofti og á landi eru fjörur gengnar. í Ijósi framansagðs, með slík viðbrögð í huga og vitneskjuna um hve lengi menn geta hugsanlega haldið lífi, þótt í björgunarbát hafi komist, virðist með öllu óþarft að halda lengur í úrelt ákvæði laga nr. 23 frá 1922 um allt of langan tíma sem þarf að líða uns lögformlegur Framhald á hls. 24. Þingfréttir í stuttu máli: Verðgildi krónunn- ar hundraðfaldað? Frumvarp að verðlagslöggjöf sennilega lagt fram í dag Ný verölags- Það lá í loftinu í pingsölum í gær að stjórnarfrumvarp að nýrri verölagslöggjöf, í samræmi við sáttmála stjórnarflokkanna, yrði lagt fram á Alpingi í dag. Hins vegar lá ekki jafn Ijóst fyrir, hvenær frumvörp um skattalaga- breytingar og staðgreiðslu skatta kæmu fram. Vitað er að mikil vinna hefur verið lögð í pau frumvörp. Hundraðföldun á verðgildi krónunnar? Lárus Jónsson (S) lagöi fram í gær fyrirspurn til viðskiptaráð- herra um hundraðföldun á verð- gildi íslenzkrar krónu: „Hefur ríkisstjórnin til athugunar gjald- miðilsbreytingu þannig að verð- gíldi íslenzkrar krónu hundraðfald- ist í samræmi við þingsályktunar- tillögu, sem vísað var til ríkis- stjórnarinnar með jákvæðri um- sögn á síðasta þingi? Ef svo er, hversu langan tíma tekur að undirbúa gjaldmiðilsbreytinguna og hvernig er fyrirhugað að hún verði framkvæmd? Utanferðir á kostnað ríkis- sjóðs og ríkisstofnana Geir Gunnarsson (Abl) lagði fram fsp. til fjármálaráðherra varðandi kostnað ríkissjóðs og ríkisstofnana viö utanferðir: „Ósk- að er eftir upplýsingum um utan- landsferðir á kostnað ríkissjóðs og ríkisstofnana (þ.á m. ríkisbanka) á árinu 1977. í svari komi fram: 1) Nöfn þeirra, sem farið hafa utan, hvert var farið, hve oft, í hvaða skyni og hve langan tíma tók ferðin. 2) Kostnaður vegna hverrar ferðar, annars vegar ferða- kostnaður, hins vegar dvalar- kostnaður. — Óskað er eftir skriflegu svari.“ Kollsvík í Rauðasandshreppi Steingrímur Hermannsson (F) hefur flutt frv.. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Össuri Guðbjartssyni eyðijörðina Kollsvík í Rauðasandshreppi. Ríkisstjórn hafi frumkvæði um almennar reglur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.