Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978 lltogtntlifaMfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Nýlega birtist frétt hér í Morgunblaðinu þess efnis, að fæðingum á íslandi hafi fækkað Um 308 hér á landi á síðasta ári miðað við árið á undan og hefur fæðingum fækkað töluvert meira milli þessara ára en sérfræðingar áttu von á, að sogn dr. Gunnlaugs Snædals yfirlæknis. „Haldi þessi þróun áfram næstu árin má telja fyrirsjáanlegt, að allar spár um íbúafjölda raskist meira og minna og þar með forsendur ýmissa þeirra áætlana, sem nú þegar liggja fyrir,“ segir ennfremur í fréttinni. Dr. Gunnlaugur Snædal sagði, að samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri, sem nú lægi fyrir hjá Fæðingadeildinni, hefðu fæðingar á síðasta ári verið 4.036 talsins miðað við 4.344 á árinu 1976, þannig að fæðingum fækkaði um 308 milli þessara ára. hafi fæðingum farið að fækka, þannig að undanfarinn áratug hafi þjóðinni ekki fjölgað nema um 1,5% á ári. Ef við síðan lítum á lifandi fædda á sl. ári, og drögum frá börn fædd á Keflavík- urflugvelli, þá kemur í ljós, að lifandi fædd börn á árinu 1977 eru um 3.917 og ef við síðan berum þá tölu saman við frétt Hagstofunn- ar um að íslendingar hafi verið 222 þús. hinn 1. des. sl., þá sýnir það sig, að fæðingartíðnin er orðin um 17,6% sem samkvæmt heldur sé þetta hluti af þjóðfé- lagsþróuninni — að hér sé að komast á tveggja barna tízka, þ.e. að hjón eignist ekki nema tvö börn nú í stað þess að þau áttu þrjú og jafnvel fjögur börn áður.“ I kringum 1920 var barneignin 5,20 börn miðað við hvert hjóna- band, en 1976 var samsvarandi tala orðin 2,3 börn miðað við hvert hjónaband. „Ef við höldum áfram að velta þessum tölum fyrir okkur og gerðum ráð fyrir, aö nú væri sama fæðingartíðni og var á áratugnum 1950—60, þá hefðu átt að fæðast hér 5.300 — 5.400 börn á ári, en ekki liðlega 3.900, eins og raunin varð á,“ sagði dr. Gunnlaugur Snædal að lokum. Við hljótum að staldra við þessa minnkandi fæðingartölu og íhuga af gaumgæfni, hver ástæða iiggi til þess, að svo mjög hefur dregið úr fólksfjölgun íslendinga, en það mun að sjálfsögðu hafa margvíslegar — og raunar ófyrir- sjáanlegar — afleiðingar í för með sér, þegar fram líða stundir. Gera verður nýjar spár um ýmis atriði í þjóðlífinu, sem byggjast á þessari minnkandi fólksfjölgun, fyrir þeim afleiðingum, sem þetta mun hafa í för með sér. Við eigum við mörg vandamál að etja, en það er eins og fáir hafi enn áhuga á þeirri nýju þróun, ef svo mætti segja, sem nú blasir við vegna þess, hversu mjög hefur dregið úr fæðingum. ísland þarf á fleira fólki að halda til að treysta undirstöður þjóðlífsins og það er langt frá því, að kominn sé tími til að við höfum efni á, að svo skjótlega dragi úr fjölgun. Við getum að vísu ekki séð fyrir um afleiðingarnar, en hér í lokin er ástæða til að vitna í stórfróðlegt útvatpserindi, sem Hulda Jens- dóttir, forstöðukona Fæðingar- heimilis Reykjavíkur, flutti í útvarpi nýlega og vakti mikla athygli, enda hefur Hulda yfir að ráða mikilli reynsluþekkingu í starfi sínu og viðmiðun, sem í hag kemur. Það væri ástæða til að íhuga margt í erindi hennar, en hér verður einungis vitnað til þess kafla, sem er í tengslum við umræðuefni þessarar forystu- greinar. Hulda Jensdóttir sagði m.a.: „Þótt fóstureyðingar séu ekki frjálsar á íslandi, hefur aukn- Fjölgun aðeins 1% —orsök og afleiðingar Dánartalan hefur mörg undan- farin ár verið svipuð hér á landi eða 6,8—7% dánir miðað við hverja 1000 íbúa á ári og ólíklegt að unnt verði að lækka þá tölu. Hingað til hefur Island haft mjög háa fæðingatölu mörg undanfarin ár miðað við nágrannalöndin. Allan áratuginn 1950—60 var fæðingatalan t.d. jafnan í kring- um 27 miðað við hverja þúsund íbúa, þannig að á þessum árum fjölgaði okkur um sem næst 2% á ári. „Dr. Gunnlaugur Snædal kvað þessa þróun hafa haldizt að mestu fram til 1964, en upp úr því framansögðu bendir til, að fólks- fjölgunin sé komin niður í 1% á ári og hefur aldrei áður verið svo lítil miðað við þær upplýsingar sem við höfum, a.m.k. tvær síðustu aldir.“ Þegar um skýringar var spurt, svaraði dr. Gunnlaugur því, að athyglin hefði beinzt að auknum fóstureyðingum, en bráðabirgða- tölur um þær benda til, „að fóstureyðingar hér á landi séu um 100 fleiri en árið þar á undan. Hins vegar held ég að ástæðunnar sé ekki að leita þarna eingöngu, og sér hver maður í hendi sér, að við blasir annað þjóðfélag en gert var ráð fyrir, þegar spáð var á áratugnum 1950—60. Við þurfum t.a.m. augsýnilega ekki á að halda eins mörgum kennurum og ráð var fyrir gert, atvinnulífið fær færra fólk, byggingafram- kvæmdir af öllu tagi verða minni en ráð var fyrir gert o.s.frv. Við erum fámenn þjóð og þurfum á öllu okkar fólki að halda og það er því síður en svo uppörvandi, að svo mjög hefur dregið úr fólks- fjölgun, og er í senn ástæða til að leita orsakanna og gera sér grein ingin orðið ógnvekjandi á undan- förnum árum, þótt prósentvís séum við lægri en sumar aðrar þjóðir. Miðað við fjölda fæðinga á Islandi var aukningin á árunum 1950-68 0,6%-1,7%. Árið 1969 og 1973 varð aukningin 2,3% og 4,2%, á árunum 1974, ‘75, ‘76 5,2%, 7% og 8%. Árið 1960 voru fóstureyðingar 50 á íslandi, árið 1976 voru þær orðnar 357. Aukn- ingin milli ára 1974 og ‘75 var 39%», milli ‘75 og ,76 15% og á fyrstu 6 mánuðum ársins 1977 varð aukningin 46%, sem þýðir, að á árinu 1977 hefur einu til tveimur mannslífum verið fórnað hvern einasta dag ársins. Tölur tala sínu máli, en tölur segja ekki allt. Á bak við hverja tölu er saga, alvarleg saga, sorgarsaga. Fólk virðist halda, að fóstur- eyðing, gerð af fagmanni á sjúkrahúsi, sé hættulaus, en svo er alls ekki. Dr. Edward Harkings, yfirlæknir við Toronto General Hospital, fann þörf hjá sér til að upplýsa almenning um þessa hluti og skrifaði grein í The Toronto General Motor og undir- strikaði að fóstureyðing væri hættuleg aðgerð, sem hefði kostað margar konur Iífið, auk alls þess fjölda kvenna, sem ekki gætu alið barn eftir aðgerðina og þar af væri xh táningastúlkna ófrjóar eftir aðgerð. Frjóvgun er stundum óvelkom- in. En börn eru sjaldan óvelkom- in. Það, sem virtist böl í fyrstu, varð blessun og gleði, þegar frá leið. Við segjumst búa í velferðar- þjóðfélagi, en eigi að síður látum við það viðgangast, að konur, margar í mikilli neyð, álíti sig þurfa að fórnfæra börnum sínum, vegna þess, að velferðarþjóðfélag- ið veitir ekki þann stuðning, siðferðilega og afkomulega, sem þarf til að axla byrðina. Kona, sem á von á barni, hlýtur að eiga kröfu til allrar þeirrar hjálpar, sem hægt er að veita, til þess að hún geti alið sitt barn og annast það ...“ Og ennfremur segir Hulda Jensdóttir: „Önnur hlið á þessu máli, sem hér er til umræðu er framtíð íslenzkrar þjóðar og afkoma. Ef ófrjósemisaðgerðir og fóstureyðingar aukast frá því, sem nú er, og fæðingum fækkar á borð við það, sem gerðist á sl. ári, tekur framtíðin á sig gjör- breytta mynd, sem er þjóðfélag staðnað í vexti, hvers þegnar verða eldra fólk í miklum meiri- hluta, skortur á vinnuafli, auk fjölda annarra vandamála, sem nú herja á þær þjóðir, sem haft hafa fóstureyðingar á stefnuskrá sinni um árabil." Getum við þá ekkert lært af mistökum annarra? Innrásarliðið í Rhódesíu sigrað Salisburv, 29. marz. AP. FRÁ ÞV'f var skýrt í dag að rhódesískar öryggissveitir hefðu gersigrað 100 skæruliða sem sóttu inn í Rhódesíu frá Mozam- bigue í síðustu viku. Leifa skæru- liðaflokksins var leitað í dag í Burmadalnum um 30 km suður af setuliðsbænnm Umtali í austur hluta Rhódesíu. Heimildir í Rhódcsíuher herma að tiigangur skæruliða hafi verið að grafa undan samkomulaginu sem stjórn hvíta minnihlutans og þrír blökkumannaleiðtogar gerðu með sér 3. marz. Skærulið- ar skildu eftir flugmiða með gagnrýni á samkomulagið þegar þeir flýðu úr búðum sínum í Burmadalnum samkvæmt rit- skoðunum blaðafréttum. Oháða blaðið Rhodesian Herald segir að þetta hafi verið ein mesta árás sem skæruliðar hafi gert á Rhódesíu í tvö ár. Opinberlega hefur ekki verið §agt frá mann- falli. Sagt er að nokkrir háttsettir yfirmenn hafi verið í hópum sem réðst yfir landamærin. Blaðið segir að skæruliðar hafi skilið eftir mikið magn vopna og skotfæra þegar þeir flýðu. Her- yfirvöld vilja ekkert segja um fréttir um að rhódesískir hermenn hafi gert gagnárás yfir landamæri Mozambia.ue með stuðningi flug- véla. Framkvæmdanefnd bráða- birgðastjórnar hvítra manna og svartra kom saman til fyrsta vinnufundar síns í dag en náði ekki samkomulagi um fyrsta málið sem fyrir henni liggur. Ákveðið var að halda annan fund til að ákveða um skiptingu ráðherraem- bætta í ráðherranefnd bráða- birgðastjórnarinnar. Mogadishu, 29. marz. Reuter — AP. SÓMALÍUSTJÓRN heíur hvatt til þess að hlutlaust friðarga-zlu- lið verði sent til Ogaden-eyði- merkurinnar til þess að binda enda á „þjóðarmorð“ sem hún segir að cþíópíski herinn fremji þar. Talsmaður utanrikisráðu- neytisins í Mogadishu krefst þess í yíirlýsingu. að allt erlcnt herlið sem styðji Eþíópíumenn verði flutt á brott og segir að brott- flutningur herliðsins sé skilyrði þess að friður komizt á. Talsmaðurinn sagði að frekari hlóðsúthellingum væri aðeins ha'gt að afstýra með samninga- viðræðum fyrir milligöngu Einingarsamtaka Afríku (OAU) er miðuðu að sjálfstæði Ogaden. Því er bætt við í yfirlýsingu talsmannsins að það sé siðferði- leg skylda Sómalíumanna að styðja bra-ður sína í Vest- ur-Sómalíu (Ogaden) þar til þeir fái að njóta þess réttar síns að lifa sem sjálfstæð þjóð. í yfirlýsingu talsmannsins segir, að Frelsishreyfing Vestur-Sómalíu hafi náð á sitt vald 97 af hundraði Ogadens og nánast tortímt Framhald á bls. 24 Þetta gerðist 1975 — Norður-Víetnamar taka Da Nang. 1971 — Fyrsta kín- verska farþegaflugvélin kemur til New York. 1966 — Bandaríkja- mónnum skipað að loka herstöðvum sínum í Frakklandi. 1933 — Þjóðernissinn- inn J.B.M. Hertzog myndar stjórn í Suð- ur-Afríku. 1917 — Rússneska bráðabirgðastjórnin ábyrgist sjálfstæði Pól- lands. 1912 - Soldáninn í Marokkó undirritar samning sem gerir land- ið að frönsku verndar- svæði. 1867 — Rússar seija Bandaríkjamónnum Al- aska fyrir 7.2 milijónir dollara. Síðustu her- sveitir Frakka fara frá Mexíkó. 1863 — Vilhjálmur Danaprins viðurkenndur konungur Grikklands og tekur sér konungsnafnið Georg I. — Danir inn- lima Slésvík. 1856 — Parísarsáttmál- inn undirritaður: Full-' veldi Tyrkjaveldis viður- kennt sjálfstæði I)ónár- fursta viðurkennt, Rúss- ar afsala sér Bessarabíu, Svartahaf lýst hlutlaust, siglingafrelsí á Dóná tryggt. 1R06 — Jósef Bonaparte verður kontingur Napoli. 1772 — Robert Clive ver stjórn sína í Bengai í vitnaleiðslum í Neðri málstofunni. 1603 — írski upp- reisnarmaðurinn jarlinn af Tyrone gefst upp fyrir Mountjoy lávarði, í Mellifort. Afmadi Franeisco Goya, spænskur Ikstmálari (1746-1828) - Paul Verlaine Franskur höf- undur (1844 — 1896) — Frankie Laine, banda- rískur söngvari (1913--) ilugleiðing dagsins Mesti löstur ofstækis- mannsins er einlægni hans — Oscar Wilde, írskúr rithöfundur (1854-1900). Sómalir vilja senda gæzlulið til Ogaden Símamynd AP Belgíski baróninn og auðmaðurinn Jean Edouard Empain, sem rænt var í janúar og hafður í haldi í tvo mánuði, sést hér á leið í sjúkrahús í borginni Neuilly skammt frá París í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.