Morgunblaðið - 30.03.1978, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1978
BIKARÚRSLIT-
IN í KVÖLD
KLUKKAN 8 í kvöld fer fram í Laugardalshöll úrslitaleikurinn í
bikarkeppni KKÍ. Leika tii úrslita lið ÍS og Valur og má segja að
bæði liðin séu vel að þessum leik komin og væri betur að bæði liðin
gætu unnið því Valsmenn hafa enn ekki unnið til verðlauna í
meistaraflokki, en stúdentar unnu íslandsmótið þcgar íþróttin var
enn á bernskuskeiði fyrir 1960 svo að þeim þykir væntanlega tími
til kominn að endurnýja sæluna frá 1958.
Við höfðum samband við þá
Guðna Kolbeinsson, IS, og Torfa
Magnússon, Val, og höfðu þeir
þetta um leikinn að segja: „Við
vinnum leikinn með 11 stigum",
sagði Guðni og var hinn öruggasti.
„Þetta verður vafalaust mjög
spennandi leikur, en við munum
„skríða" fram úr í lokin og sigra.
Bandaríkjamennirnir koma til með
að setja mikinn svip á leikinn þar
sem þeir eru vanari að leika í sal
eins og Laugardalshöllin hefur upp
á að bjóða“.
Torfi var jafn öruggur og Guðni
og sagði: „Ég vil engu spá um hver
munurinn verður, en ég er viss um
að við vinnum leikinn. Við unnum
þá sannfærandi fyrir stuttu, en
þeir tefla nú fram sterkara liði svo
að við þurfum að berjast aðeins
betur, en sigurinn lendir örugglega
Vals megin“. Um Dirk Dunbar
sagði Torfi: „Það eru auðvitað allir
hræddir við manninn, en hann
gerir ekkert einn og með einbeitni
á að vera hægt að stöðva hann“.
Það má því búast við æsispenn-
andi leik í kvöld, en undirritaður
treystir sér ekki til að spá hvort
liðið fagnar sigri. Helst má búast
við framlengdum leik ef eitthvað
er. Liðin unnu sinn hvorn leikinn í
íslandsmótinu og nú er lokaupp-
gjörið.
Valsmenn íhuguðu nú í vikunni
Framhald á bls. 24
Getrauna- spá M.B.L. Morgunblaðlð *© S cð s 3 « 3 < s 5 91 ÖC ee o £ a. t- ea > c «o Tfminn £ a u ea > w 1* > c c > s A Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Man. Udt. 1 i i 1 1 í 1 2 1 1 1 X 1 11 1 1
Aston Villa — Liverpool X X i X 1 X X 1 X 1 2 X X 4 8 1
Bristol C. — Newcastle X i i 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 11 2 0
Leicester — WBA X 2 X X 1 1 1 1 X X 2 X X 4 7 2
Man. City — Ipswich 1 1 i 1 1 X X 1 1 1 1 1 1 11 2 0
Norwich — Leeds 2 X. 2 X 2 2 2 2 2 X X 1 1 2 4 7
Nott. Forest — Chelsea 1 1 1 1 1 1 X X 1 1 ' 1 1 1 11 2 0
QPR — Middlesbrough 1 X 1 1 1 X X 1 1 1 X 1 1 9 4 0
West Ham — Coventry X 2 X 1 2 1 X 1 2 2 X X 2 3 5 5
Wolves — Birmingh. X 1 2 1 X X 2 X X X X X 1 3 8 2
Burnley — Tottenh. X 2 1 X 1 1 1 2 X X 2 X X 4 6 3
Southampt. — Blackb. jj 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 13 0 0
Getraunaþáttur Morgunblaösins:
LAUSNIN
FUNDIN?
ENN hefur liðið leikvika án Þess að leit okkar að tólf réttum
hafi borið árangur, en viö látum ekki deigan síga og höldum
stefnu okkar upp á við eins og venjulega. Við höfum komist
að pví, hvernig á hrakförum okkar stendur, en pær stafa
af pví, að við tippum of vísindalega, en eins og menn vita
getur allt gerst í fótbolta og úrslit leikja fara ekki alltaf eftir
pví hver deildarstaða liöa er. Að pessu sinni ætlum við pví
að vera frjálslegri í tippi okkar.
Arsenal — Manchester Utd. 1
Ekki hefur lið MU verið sannfær-
andi síðustu vikurnar, aðeins einn
sigur í 12 leikjum og hann gegn
Leicester. Arsenal á hinn bóginn
gerir það gott og má segja aö
heimasigur komi hér mjög sterklega
til greina.
Aston Vilta — Liverpool x
Það er erfitt aö færa rök fyrir spá
okkar hér, en bæði hafa lið þessi
veriö misjöfn í vetur. Þess má geta
að síöasta keþþnistímabil vann Villa
samsvarandi leik 5—1, en við
teljum af og frá að þannig fari á ný.
Við tippum á jafnteflið.
Bristol C. — Newcastle x
Þrátt fyrir tap gegn Forest í
síðasta leik sínum, hafa leikmenn
Newcastle verið seigir að hala inn
stig í allra síðustu leikjum sínum og
þar sem Bristol-liðið hefur verið
mistækt undanfarið, tippum við á
jafntefli.
Leicester WBA x
Þetta er svo öruggt jafntefli, að
viö ætlum að segja ykkur markatöl-
una að auki, 0—0.
Man. City — Ipswích 1
Einhvern tíma heföi leikur þessi
verið hinn tvísýnasti, en Iþswich
hefur átt dálitiö bágt í vetur og þó
að City sýni kannski enga yfirburöi
á laugardag, teljum við sigur þeirra
vísan.
Norwich — Leeds 2
Liði Norwich virðist fara aftur
með hverri vikunni sem líður, en
Leeds er hins vegar meö sterkt lið
nærri toþpi deildarinnar. Leeds er
auk þess eitt þeirra liða sem erfitt
er að sigra, þó aö það leiki illa. Við
spáum Leeds sigri.
Nott. Forest — Chelsea 1
Varla verður hér annaö en
heimasigur, þó að lið Chelsea sé til
alls líklegt.
QPR — Middlesbrough 1
Þessum leik má Lundúnaliöiö alls
ekki tapa og sigurlíkur þess eru
nokkrar, þar sem frammistaða Boro
undanfariö hefur ekki verið til að
grobba af, a.m.k. er tap á heimavelli
gegn Leicester ekki góður vitnis-
burður.
West Ham — Coventry x
Þessum leik má Lundúnaliðiö alls
ekki tapa en sigurlíkur þess eru ekki
eins ríkar og hjá nágrönnunum
QPR, því aö liö Coventry er miklu
sterkara en lið Middlesbrough. Við
teljum að WH muni sleppa vel með
jafntefli.
Wolves — Birmingham x
Úlfarnir hafa veriö hlægilega
lélegir undanfariö, en lið Birming-
ham hins vegar verið í örum
uppgangi. Við teljum Úlfana líklega
til þess að hrista af sér slenið að
nokkru leyti og krækja sér í eitt stig
a.m.k.
Burnley — Tottenham x
Burnley hefur prílaö upp töfluna
með firna hraða undanfarið og
teljum við, að efsta liðið, Totten-
ham, muni sleppa vel meö annað
stigið.
Southampton — Blackburn 1
Blackburn á nú sáralitla mögu-
leika á sæti í fyrstu deild að ári og
enn ólíklegra þykir okkur að þeir
hrelli sterkt lið Southampton. Tipp-
um við á sigur Sauthampton, þó að
okkur þyki eigi vænt um þá.
— gg.
KR INGAR vuru að vunum kátir að luknum sigurlciknum við
Njarðvíkinga í fyrrakvöld. íslandsmeistaratitillinn var í höfn
ug meistarabikarinn verður nú varðveittur í félagsheimilinu
við Frostaskjól a.m.k. næsta árið. Ekki verður annað sagt en
KR-ingar hafi verið vel að sigrinum komnir, en með slökum
leikjum í lok mótsins hleyptu þeir spennu í mótið og allt gat
gerzt fram á síðustu stundu. Svo fór að lokum að aukaleik
þurfti við UMFN um meistaratignina, en þegar mest á reyndi
kom í ljós að KR hafði stcrkara liði á að skipa. Því verður
varla á móti mælt að þetta íslandsmót í körfuknattleik hafi
verið það skemmtilegasta og áhugi fólks fyrir íþróttinni hefur
stórum aukizt í vetur. Fjöldi áhorfenda á leik KR og UMFN
talar sínu máli, en um 1700 manns fylgdust með og höfðu góða
skemmtun af.
Að leiknum loknum héidu Njarðvíkingar daprir til
búningsherbergja sinna. þeir höfðu enn einu sinni misst af
lestinni á síðustu stundu. KR-ingar fögnuðu hins vegar
hressilega. Fyrst var þjálfari þeirra, Andy Piazza. tekinn og
trolleraður. en síðan Einar Bollason. sú aldna kempa, eitt sinn
formaður KKI og landsliðsþjálfari, en ennþá ein styrkasta stoð
KR liðsins. Síðan báru leikmenn KR þjálfara sinn að annarri
körfunni og skar hann netið frá körfuhringnum að
bandarískum sið. Sjálfsagt hefur hann haft netið með sér til
Bandarikjanna, en heim hélt hann í gærmorgun eftir að hafa
gert KR að Reykjavíkur- og íslandsmeisturum.
í kvöld verður það annaðhvort stúdenta eða Vals að gleðjast,
en þá verður leikið til úrslita í bikarkeppni KKÍ.
HM
í
K
N
A
T
T
S
P
Y
R
N
U