Morgunblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.04.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 13 Halldór Jónsson verkfræðingur: Bragd er að þá barnið finnur talin er þörf á að byggja nýja loðnuverksmiðju á vegum ríkis- verksm., þá álít ég, að skilyrðis- laust eigi að byggja hana, þar sem ríkisverksmiðjurnar eru fyrir, og þá eins og stjórnskipuð nefnd hefur lagt til, af nýjustu og fullkomnustu gerð. Siglufjörður liggur bezt við sumar- og haustveiðum, en strax eftir að loðnan fer að ganga austur, nálgast hún Raufarhöfn, en einhverjum kann að finnast höfnin á Raufarhöfn þröng fyrir stærstu loðnuskipin. Annars álít ég, að ekki eigi að byggja fleiri loðnuverksmiðjur eins og er, en endurbæta þær, sem fyrir eru og stórauka hráefnisgeymslur við þær verksmiðjur, sem fyrir eru, eins og stjórnskipuð nefnd hefur lagt til. Þegar síldarverksmiðjan var byggð á Skagaströnd á sínum tíma, var enn nokkur síld á Húnaflóanum, sem hvarf stuttu eftir að verksmiðjan var byggð, sem hafði þær afleiðingar, að margt fólk fluttist burtu af staðnum og þar skapaðist atvinnu- leysi. Ég álít, að það hafi tekið Skagstrendinga 1 'Æ áratug að byggja upp atvinnu á staðnum, sem nú virðist vera orðin næg. Má kannski mest þakka það togaran- um, sem hefur gert hagstæðan rekstur á hraðfrystihúsinu, ásamt rækjuverksmiðju og grásleppu- veiði, ásamt nokkrum iðnaði. En hvers vegna samþykkir stjórn Síldarverksmiðja ríkisins að byggja loðnuverksmiðju á Skagaströnd? Ég held, að fáir trúi því, að það sé gert af hagkvæmnis- ástæðum og tel ég, að forstjóra verksmiðjanna beri skylda til að skýra frá því hvers vegna þessi staður var valinn. í reikningum Síldarverksmiðja ríkisins fyrir árið 1976 er nettó- hagnaður talinn vera kr. 60.360.377.-. Það má segja, að þetta sé góð afkoma, ef þetta fé er rétt notað, þ.e. til að auka afköst og nýtingu þeirra verksmiðja, sem til eru. I skýrslu ríkisverksmiðj- anna fyrir árið 1976 segir m.a.: „Vegna vanefna og getuleysis hefur viðhald eigna S.R. verið í lágmarki s.l. áratug. Er þess vegna brýn nauðsyn á að hafist verði handa hið allra fyrsta við að betrumbæta húsakost verksmiðj- anna, sem sáralítið hefir verið sinnt. Þá eru ótal verkefni fyrir- liggjandi við að bæta vélakost verksmiðjanna, eigi þær að vera samkeppnisfærar við aðrar verk- smiðjur landsins um nýtingu hráefnis.“ Á margt af þessu hef ég bent og hinu er ég sammála að þurfi að gera. Einnig þarf að koma hrognaskilja við hverja verk- smiðju. Tekist hefur að hirða hrogn í sumum verksmiðjum í fleiri ár með góðum árangri, enda margar þeirra vel útbúnar til hrognanýtingar og sitja þær vit- anlega fyrir hráefni. Nálega allar ríkisverksmiðjurnar eru vanbúnar til hrognamóttöku, og þar að auki flestar einkaverksmiðjur á Aust- fjörðum. Fyrir þau hrogn, sem hirt eru, skapast mikil vinna á þeim stöðum við hrognafrystingu og geysimikl- ar gjaldeyristekjur, sem upp úr þessu hefst. Hitt þarf vel að athuga hvað þessi hrognamarkað- ur er sterkur, og ekki má frysta meira en líkur eru á að markaður- inn þoli. En þrátt fyrir það verða að vera komnar hrognaskiljur við allar verksmiðjur fyrir næstu loðnuvertíð. Þegar loðnuhrognin eru fullþroskuð eru dæmi um að verðmæti loðnuhrogrta sé meira en verðmæti loðnunnar til bræðslu. Dæmi um þetta er skip, sem lagði á land loðnu fyrir 6 milljónir króna, en hrogn fyrir 7.3 milljónir króna. Sýnir þetta hve vanræksla stjórnar S.R. er mikil að nýta ekki til fulls þetta verðmæti. Vonandi hefur árið 1977 verið verksmiðjunum hagstæðara en ‘76, en ég held að ríkisverksmiðjunum veiti ekkert af því fé til að bæta nýtingu verksmiðjanna, svo þær séu samkeppnisfærar við aðrar verksmiðjur. Reynist hagnaður verksmiðjanna meiri, hefur rang- lega verið ákveðið loðnuverð og því hafi verið fullkomlega réttlætan- legt að sigla loðnuflotanum í land á s.l. vertíð. Það hefur varla farið fram hjá neinum, að stjórn Rafmagnsveitna ríkisins hefir sagt af sér vegna skulda Rafmagnsveitna ríkisins, sem mun vera um einn til 2 milljarðar króna. Það heyrist í útvarpi og blöðum, að á Reyðar- firði liggi efni í austurlínuna, sem ekki er hægt að leysa út. Jafn- framt er sagt frá því, að ef ekki verði haldið áfram við austurlin- una, þá verði algert orkusvelti á Austfjörðum næsta vetur, bæði fyrir loðnubræðslur og frystihús. Svo skilst manni, að ætlast væri til að stjórn Rafmagnsveitna ríkisins hafi átt að panta meira efni í aðra línu, þó ekkert fjár- magn væri tryggt. Mér fannst meirihluti stjórnar Rafmagns- veitna ríkisins sýna mikinn mann- dóm að segja af sér, þegar sýnt var að enginn starfsgrundvöllur var til að vinna eftir. En því bendi ég á þetta, að svipað er ástatt með stjórn Síldarverksmiðju ríkisins. Hún er kosin pólitískri kosningu. Að vísu tilnefnir L.Í.Ú. einn mann í stjórnina og Farmanna- og fiskimannasambandið annan og hljóta þeir að þurfa að gera sínum umbjóðendum grein fyrir sinni framkomu í þessu máli, en póli- tísku fulltrúarnir í stjórninni finnst þeir ekki þurfa að gera öðrum grein fyrir sínum störfum í stjórninni en sínum pólitísku húsbændum. Þann 30. marz stóð í blöðum, að nettóskuld ríkissjóðs við Seðlabankann sé 25 milljarðar, en í janúar nam skuldin 17.2 milljörðum og líklegt að eftir sé að bæta við það einhverju af skuldum Rafmagnsveitna ríkisins. Ég hef hvergi séð, að gert hafi verið ráð fyrir, að fjármagna þá bræðslu, sem ráðgert er að byggja á Skagaströnd. Ólíklega segja þeir stjórnarmenn síldarverksmiðj- anna, að loðnan hafi verið svo lágt verðlögð á síðustu vertíð, að þeir telji þetta upp úr kistuhandraðan- um, eins og gert var í gamla daga. Ætli hitt sé ekki líklegra, að eigi að gefa ávísun á Seðlabankann, eins og margar fleiri skuldir, sem ríkisstjórnin stofnar til, Ég held, að flestu venjulegu fólki komi ekki til hugar að skuldir ríkisins við Seðlabankann verði greiddar á meðan fjármálaráðuneytið fer jafn djarflega með tékkheftið á Seðlabankann og raun ber vitni. Ég endurtek það, sem ég hef áður sagt, að enga verksmiðju á að byggja á Skagaströnd utan um 30 ára gamalt brotajárn og útgerðar- mönnum og sjómönnum vil ég benda á, að engir aðrir en þeir verða að standa undir þeirri greiðslubyrði, sem kemur fram í lækkuðu afurðaverði. Kannski það gæti gefið flotanum ástæðu til að staldra við aðeins lengur í höfn á næstu vertíð. Að lokum vil ég segja, að þeir sem ráða fjármálum þjóðarinnar, beri skylda til að stöðva þá fjárglæfra, sem eru fólgnir í því að byggj a loðnuverksmiðju á Skaga- strönd. Nýlega bar það til tíðinda, að 3 stjórnarmenn í Rafmangsveitum ríkisins sögðu af sér störfum. Ástæðurnar telja þeir vera þær, að búið sé að taka rekstrargrund- völlinn undan fyrirtækinu. Því hafi verið gert að ráðast í mikla fjárfestingu, taka óhagstæð lán, ekki fengið styrki frá ríkinu, leggja fé í byggðapólitískar fram- kvæmdir, sem ekkert gefi af sér, en tekjuhliðinni haldið þannig af stjórnvöldum, að fyrirtækið sé greiðsluþrota með hundruð milljóna í vanskilum. Og nú hafi átt að halda lengra áfram á foraðið með því að panta efni til Vesturlínu, án þess að til séu aurar til þess að leysa út efnið í Austurlínu. Hvað eru mennirnir að segja? Mikil ósköp eru að heyra þetta. Rarik greiðsluþrota? Hvað varð um allar tekjurnar af raforkusöl- unni? Dugðu þær ekki til? Þýðir það að þeir hafi selt með tapi? Jæja, er það nú hægt líka? Hvernig stendur á þessu, kunna mennirnir ekki að reka fyrirtæki af hagsýni, ábyrgð og festu? Og það sjálfur bankastjórinn Hka? Þó að við getum öll vorkennt Rarik, því þjóðþrifa- og vel rekna fyrirtæki, þá er ástæða til þess að staldra við. Liður kannske ein- hverjum illa líka? Hvað er að gerast hér? Jú, það er það sama og hefur verið og er að drepa allan íslenzk- an atvinnurekstur og það sem dregið hefur niður lífskjör al- mennings um leið: Verðlagsþving- un pólitískra krossriddara, sem sjá óvinina í vindmyllunum og halda að þeir geti stöðvað vindinn með því að reka lensuna í spaðann. Þessir sömu riddarar beina fjár- magni þjóðarinnar í óarðbærar framkvæmdir eða þá bara hreina vitleysu, þannig að þjóðin nýtur sáralítils arðs af helmingi meiri hlutfallslegri fjárfestingu tekna sinna en Bandaríkjamenn. Allur atvinnurekstur hefur verið seldur undir geðþóttaákvarðanir verð- lagsnefndar og ríkisstjórna, sem alltaf vita betur en rekstraraðilinn sjálfur, hvað hlutirnir kosta og hvað verði á að selja á. Afleiðingin er einskonar eiturlyfjasýki greiðsluþrota atvinnurekstrar, eða með öðrum orðum sífellt hungur eftir lánsfjármagni samfara auknu ósjálfstæði gagnvart lána- drottnunum. Með valdboðum er fyrirtækjunum gert að selja eigur sínar á undirverðum, þegar stjórnarherrunum hefur hug- kvæmst að hafa gengisfall, og þetta er látið endurtaka sig þangað til ekkert er eftir. Þá er talað um að það hafi gleymst að hagræða, og þegar jafnvel ríkið ekki getur borgað út kauptaxta verkalýðsins, að það hafi gleymst að skattleggja fyrir- tækin eins og Arnalds talar um, eða að það þurfi að lækka vextina eins og Lúðvík boðar. Hvort erum við á revíu eða harmleik? Hvert sem auga er litið blasir sú staðreynd við, að eigið fé fyrir- tækjanna hefur rýrnað þótt þau jafnvel græði á pappírnum ár hvert. Verðlagsnefnd eða ríkis- stjórnin hafa reiknað út verðið fyrir alla, en samt fer nú svona. Reynt er að fleyta sér áfram á óverðtryggðum lánum, en framboð þeirra hefur rýrnað svo mikið í verðbólgunni og mínusvaxtakerf- inu, að nú vantar meira en 40 milljarða í bankana til þess að þeir haldi haus miðöað við árið 1970. Svo þau sund eru að lokast líka. Og vaxtaaukalánin ganga ekki út Halldór Jónsson vegna þess að ekki er pláss fyrir vaxtakostnaðinn við óbreytt út- söluverð. Staðreyndin er, að nú eru svo alvarlegar horfur í efnahagslífi Islendinga, að verði ekki mjög bráðlega horfið frá haftabúskapn- um til markaðsbúskaparins, þá munu fleiri fljótlega verða að segja af sér en þeir Björn, Helgi og Tryggvi og þjóðin mun sökkva dýpra í fen hins arðlitla strits, þar sem vitið fær ekki tíma til þess að komast að. Menn hafa yppt öxlum þegar gamalgróin fyrirtæki i einkaeigu hafa lagt upp laupana án sýnilegra stóráfalla á undanförnum árum. Þó var dauðamein þeirra nákvæm- lega það sama og hrjáir Rarik núna. íslenzkt efnahagskerfi er komið í ógöngur vegna óskhyggju þegnanna, flokkadrátta, og óhag- sýni í meðferð þjóðarauðsins. Þetta er að renna upp fyrir mörgum, þó ríkið hafi til þessa hvergi sýnt þess merki að eitthvað sé að. Því var þetta athyglisverður atburður. Því bragð var að þá barnið fann. Reykjavík, 29.3. 1978. Halldór Jónsson verkfr. NYTTÁ ÍSLANDI ------^X>OOOOC?---------- Yid bjödum yður od skoóo nýjo sendingu of óvenju jollegum 09 sérkennilegum húsgögnum úr/léttiejnum í Art Nouveou stíl. Yerslunin veröur opin o lougordog fró kl. tO~7 09 sunnudog fró kl. i~6. YEKK) YCLKOMIN! NUM€R €ITT , Aðolstræti i6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.