Morgunblaðið - 08.04.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
15
búið, var oft og einatt óumflýjan-
legt að hafa langan vinnudag, því
að annaðhvort var að duga eða
drepast.
Sjálfsagt þótti að flýta klukk-
unni. Ég hygg, að það hafi verið
nokkuö af handahófi, hvað klukk-
an var höfð langt á undan
sólartíma. Munaði það ýmist 1—2
tímum. Þá var ekki sigurverk í
hvers manns vasa, ef til vill ekki
nema ein klukka á bæ.
Eins og áður segir, var búið ekki
stórt: 110—120 kindur, 3 kýr og
7—8 hross. Til heyskapar gengu
venjulega tveir heimamenn, einn
kaupamaður og tvær kaupakonur.
— Algengt var, að karlmenn færu
til sláttar í túnum seinni part
nætur. Líklega hefur þótt betra að
slá meðan jörðin var köld og
náttfall á grasinu heldur en á
daginn í þurrki og sólskini. Þá var
líka sofið lengi um hádegið. Ég
man aðeins eftir þessu. Þegar ég
fór að fylgjast með til sláttar, fóru
karlménn upp úr klukkan sex á
fætur, konur litlu síðar. Var þá
drukkið morgunkaffi, og
litli-skattur borðaður upp úr
klukkan átta. Þegar farið var á
engjar, var borðað og drukkið áður
en farið var að heiman. Morgun-
verður var borðaður hálfellefu og
hvílzt fram undir tvo tíma. Full-
orðna fólkið svaf vært á annan
tíma, en oft varð lítið um svefn hjá
því yngra, sem þó helzt þurfti þess
með.
Miðdegisverður var borðaður
klukkan 4, og þá hvílzt í einn
kl.tíma. Vinnu var hætt kl. 10. —
Þegar kom fram á engjaslátt, var
slakað á fótaferðinni, en unnið
jafnlengi á kvöldin.
Reynt var að hafa fæðið um
sláttinn svo gott sem tök voru á.
Mjólkurmatur, meðan fært var
frá, átti sinn þátt í því að fæðið
var hollt og kjarngott. Annars var
lítið um nýmeti nema í sláturtíð-
inni á haustin. Af garðmat voru
einungis ræktaðar gulrófur. Kjöt
og slátur entist sjaldan lengur en
fram undir sumarmál.
Víða mun hafa verið þröngt í búi
á fátækum og mannmörgum heim-
ilum, þegar líða tók á veturinn og
einna fábreyttast fæðið á þeim
árstíma. Til Akraness var oft farin
lestaferð fyrir slátt, og komið
heim með herta þorskhausa, harð-
fisk, saltaða grásleppu, gellur ofl.
Ég held, að þetta hafi verið
vöruskipti. A móti kom smjör og
tólg, eða þá kind að haustinu.
Kaffi var drukkið þrisvar á dag:
á morgnana, um hádegið og
miðaftanskaffi kl. 6. Aukakaffi var
gefið þegar bundið var, og líka
þegar staðið var við slátt í
rigningu. Sjaldan var farið inn
nema í ófæru veðri.
í litla-skattinn var borðað skyr
eða skyrhræringur. Til morgun-
verðar þorskhausar eða harðfiskur
og glóðarbakaðar rúgkökur með
smjöri og skyrhræra. Miðdags-
matur var saltsoðning, brauð eða
rúgkökur og grjónagrautur, og tii
kvöldverðar fjallagrasamjólk eða
önnurvökvun, en aldrei átmatur.
Þetta var nokkuð reglulegt með
fæðið frá degi til dags, þó að
vitanlega gæti út af því brugðið.
Eftir kvöldmatinn flýttu sér allir
í háttinn, og var illa séð, ef þá var
verið með ærsl eða hávaða, enda
var öllum þörf á hvíldinni.
Það var föst venja, þegar búið
var að þurrka heyið og koma því
upp í sæti að ná því strax heim í
hlöður eða tóftir, þó að ekki væri
alltaf um stóra hirðingu að ræða.
Baggarökin undan sátunum voru
krakkar látnir tína upp í poka.
Ekkert strá mátti fara til ónýtis.
Ég minnist þess, þegar góðu
dagsverki var lokið, hvort heldur
það var við heyvinnu eða önnur
störf, hversu létt var yfir mann-
skapnum, jafn þótt vandalausir
væru, enda var mörgum dyggum
hjúum jafn annt um hag húsbænd-
anna og sinn eiginn. Ekki var þó
af því að allar vinnandi hendur
bæru svo mikið úr býtum fyrir
störf sín eða heimtu daglaun að
kveldi. Það mætti ætla, að al-
mennt hefði ekki dregið úr vinnu-
gleðinni, eftir að hver vinnustund
og jafnvel mínúta var reiknuð og
goldin í krónum og aurum.
Heyhlöður voru víðast fáar og
smáar, jafnvel engar. Hey voru því
mest undir torfi, og ótrúlega mikil
vinna, sem fór í að ganga frá þeim.
Sjaldan voru þau látin standa
lengi ótyrfð. Varð því í hvert sinn,
sem á þau var bætt, að taka torfið
af og láta á aftur, þar til þau voru
full fráfengin. Velja varð það land
til torfristu, sem seigast var í,
oftast flói eða mýri. Venjulega
voru tveir við að rista, annar
þeirra velti úr flaginu. Næst var
að flytja það blautt á þurran stað
og breiða úr því. Eftir nokkra daga
var það hringað, hver torfa reist
upp á rönd, en endar þess náðu
saman. Þannig þornaði það fljót-
lega. Og að lokum var það bunkað.
Þegar svo til átti að taka, var það
flutt heim. Eftir að búið var að
raða hæfilega miklu á hvern hest
af því þurru, var reipi brugðið yfir
og bundið undir kvið. Öðru vísi
tolldi það ekki á, ef um vondan veg
var farið.
Eiríkur Smith listmálari.
Ljósm. RAX.
Eiríkur Smith
sýnir á Akureyri
Græn tún
undan
fönninni
Ba*. 7. apríl.
MIKIL hláka hefur verið að
undanförnu og aðeins nokkrir
skafiar eftir á láglendi. þó er í
Fljótum ennþá töluverð fönn.
Ar eru að rífa af sér vetrar-
klaka og sums staðar sést
grænn litur á túnum sem
kemur undan fönninni.
Þessa viku stendur yfir sælu-
vika Skagfirðinga, auk þess sem
samfelld skemmtidagskrá er á
Sauðárkróki hvern dag eru
Karlakórinn Heimir og Söngfé-
lagið Harpa með sameiginlega
söngdagskrá undir stjórn Ingi-
mars Pálssonar og undirleikara
Árna Ingimundarsonar frá
Akureyri, ejnnig eru þar fleiri
skemmtiatriði. Þarna eru 70
manns í söngdagskrá, sem flutt
var á Hofsósi í gær, fimmtudag,
fyrir troðfullu húsi áheyrenda og
flest lög þurfti að endurtaka.
Söngfélagið Harpa hélt kórfólki
veglegt kaffihóf að samsöng
loknum.
Á laugardag, 8. apríl, verður
þessi skemmtun endurtekin í
Miðgarði og er ekki vafi á, að þar
verður fullskipað áheyrendum.
Grásleppuveiði er nýlega haf-
in og gengur heldur illa svona í
byrjun, en netabátar hafa veitt
hér á Skagafirði að undanförnu.
Togarar eru að byrja að koma
inn nú eftir páskastoppið. —
Björn.
EIRIKUR Smith listmálari opnar
í dag, laugardag. sýningu í
Gallerí Háhól á Akureyri. Verður
sýningin opnuð kl. 15 í dag og
stendur yfir til sunnudags 16.
apríl. Hún verður opin daglega
kl. 15—22 og um helgar kl.
LAGÐUR hefur verið fram fram-
boðslisti Alþýðubandalagsins til
bæjarstjórnarkosninga á Akur-
eyri, og skipa listann eftirtaldir. 1.
Soffía Guðmundsdóttir bæjarfull-
trúi, 2. Helgi Guðmundsson tré-
smiður, 3. Kristín Á. Oláfsdóttir
leikari, 4. Hilmir Helgason, vinnu-
vélastjóri, 5. Guðjón Jónsson
kennari, 6. Saga Jónsdóttir leikari,
7. Höskuldur Stefánsson iðnverka-
maður, 8. Ragnar Pálsson vinnu-
vélastjóri, 9. Ragnheiður Garðars-
dóttir verzlunarmaður, 10. Steinar
Þorsteinsson tannlæknir, 11. Bragi
20-22.
Verkin sem Eiríkur Smith sýnir
að þessu sinni eru 10 vatnslita-
myndir og 30 olíumálverk og eru
myndirnar málaðar á síðustu
þremur árum, allar sérstaklega
fyrir þessa sýningu.
Skarphéðinsson járnsmiður, 12.
Helgi Haraldsson verkamaður, 13.
Jóhannes Hermundarson trésmið-
ur, 14. Magnús Ásmundsson lækn-
ir, 15. Ragnheiður Pálsdóttir
verkakona, 16. Haddur Júlíusson
vinnuvélastjóri, 17. Guðrún Aðal-
steinsdóttir húsmóðir, 18. Gunnar
Óskarsson múrarameistari, 19.
Jóhannes Jósefsson skrifstofu-
maður, 2Ö. Loftur Meldal verka-
maður, 21. Haraldur Bogason
afgreiðslumaður, 22. Jón Ingi-
marsson, formaður Iðju, félags
verksmiðjufólks á Akureyri.
Listi Alþýðubanda-
lagsins á Akureyri
SMÐMÐIR GLUGÖR
Meö notkun staðlaöra glugga sparast
tími, fé og fyrirhöfn.
Biöjiö arkitekt yöar um aö nota þessar
gluggastæröir aö svo miklu leyti sem
hægt er í hús yðar.
Ef þér notiö staðlaða glugga frá okkur,
þá getið þér fengiö gluggana meö
mjög stuttum fyrirvara.
Eigum á lager 9 stæröir af gluggum.
II F1-V
140
ZHj F1-H
140
Einnig er hægt aö fá gluggana án pósts
og merkjast þeir þá t.d. D1-0. Ath.
gluggarnir séðir að utan.
FURUVELLIR 5
AKUREYRI . ICELAND
P. O. BOX 209
StMAR (96)21332 og 22333
LGEIMIDAR
H
GGINGAVERKTAKAR
E1-V
140
E2-V
100
J Vinsamlegast sendið mér upplýsingabækling:
j Nafn ______________________
I
| Heimili ______________________________________