Morgunblaðið - 08.04.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
Lögreglan fær ný tæki til hraðamælinga:
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur að undanförnu fylgzt
náið með umferðarhraðanum í höfuðborginni og lagt
áherzlu á að hafa hendur í hári þeirra ökumanna, sem
gerzt hafa gróflega brotlegir við lög um umferðarhraða.
Þessu aðhalds- og eftirlitsstarfi verður haldið áfram og
lögreglan er nú betur í stakk búin til þess að vinna að
þessu verkefni en áður, þar sem hún hefur tekið í
notkun nýja og mjög fullkomna radara til hraðamæl-
inga.
— Það sem af er þessum mánuði hafa lögreglumenn
mælt hraða 3—4 þúsund ökutækja víðs vegar um
borgina. Af þessum fjölda hafa 170 ökumenn verið
kærðir fyrir of hraðan akstur en hinir hafa allir verið
á eðlilegum hraða, sagði Óskar Ólason yfirlögegluþjónn
umferðarmála í samtali við Morgunblaðið.
Ákveðinn hópur,
sem skapar
slysahættu
— Af þessu má ráða, sagði
Oskar, að ökuhraði í borginni er
eðlilegur en það er alltaf ákveð-
inn hópur ökumanna, sem ekur
hraðar og skapar við það mikla
slysahættu með hraðanum og
sífelldum og ótímabærum fram-
úrakstri. í fyrra slösuðust 117
ökumenn og farþegar í árekstr-
um og þrír létu lífið og í
mörgum tilfellum mátti kenna
ökuhraðanum um. Með radar-
mælingunum erum við að reyna
að hafa hendur í hári þeirra
ökumanna, sem brjóta lögin um
ökuhraðann og skapa með því
slysahættuna. Það er skylda
okkar gagnvart þeim ökumönn-
um, sem virða lögin og aka á
eðlilegum hraða.
Svo sem fram hefur komið var
almennur ökuhraði nýlega
hækkaður úr 45 km í 50 km
miðað við klukkustund. Óskar
Ólason sagði að ökuhraðinn
hefði ekki aukizt við þessa
breytingu heldur hefði
hámarkshraðinn færzt nær
þeim hraðamörkum, sem hinn
almenni ökumaður taldi eðlilegt
við beztu skilyrði. Vegna hinna
nýju hraðatakmarka og hins
nýja útbúnaðar, sem lögreglan í
Reykjavík hefur fengið til
hraðamælinga, var haldið nám-
skeið í Reykjavík í marz s.l. þar
sm iögreglumönnum var kennd
meðferð tækjanna og einnig var
þeim kennt að mæla hraða með
skeiðklukku. Tókst þetta nám-
skeið mjög vel að sögn Óskars
en námskeiðið sóttu auk reyk-
vískra lögreglumanna starfs-
bræður þeirra frá nágranna-
byggðarlögunum og Akureyri,
Árnessýslu og Keflavík. Auk
yfirmanna lögreglunnar kenndu
á námskeiðinu Haraldur
Sigurðsson verkfræðingur hjá
Pósti og síma, Ásgeir Halldórs-
son hjá Landhelgisgæzlunni, en
báðir þessir menn eru miklir
radarsérfræðingar, og Guttorm-
ur Þormar yfirverkfræðingur
hjá Reykjavíkurborg, sem
kenndi skeiðklukkumælingar.
Sektargreiðslur
á bilinu 8-15
þúsund krónur
Nýju radararnir, sem lögregl-
an í Reykjavík- hefur fengið, eru
mjög handhægir og áreiðanlegir
að sögn Óskars og taka fram
gömlu tækjunum, sem þó hafa
reynzt afskaplega vel. Morgun-
blaðsmenn slógust í för með Páli
Garðarssyni lögreglumanni og
aðstoðarmönnum hans í radar-
mælingar í fyrradag til þess að
kynnast af eigin raun hvernig
hin nýju tæki starfa. Við
fylgdumst með þeim í tæpan
hálftíma við mælingar á
Kleppsvegi og þennan tíma voru
stöðvaðir 15 bílar og ökumenn
þeirra skrifaðir upp, en þeir
höfðu ekið á 65— 84 km hraða.
Þetta var rétt fyrir hádegismat-
inn og greinilegt að margir voru
að flýta sér í mat. Þeir hefðu
betur flýtt sér hægt því þeirra
bíður sektargreiðsla á bilinu
8—15 þúsund krónur, þetta eru
miklir peningar sem vafalaust
hefur verið brúk fyrir í annað.
— Það er alltof algengt að
menn aki langt fyrir ofan
leyfileg mörk en obbinn af
bílstjórunum ekur á eðlilegum
hraða, sagði Páll. — Nýlega
vorum við t.d. við mælingar á
Hringbrautinni gegnt Þjóð-
„Ökuhraðinn er eðlilegur í
borginni en ákveðinn hópur
manna brýtur reglurnar og
skapar þar með slysahættu
- segír Óskar Ólason yfirlögregluþjónn umferdarmála
minjasafninu en þarna hjá er
merkt gangbraut. Þann tíma,
sem við vorum við mælingar,
var þarna mikil umferð. Sam-
kvæmt teljara radarsins fóru
þarna um 407 bílar og af þeim
fjölda þurftum við að hafa
afskipti af 22 bílum. Þeir óku á
þetta 5—90 km hraða sem er
að sjálfsögðu alltof mikill hraði
miðað við aðstæður. Það segir
sig sjálft að þegar flestir
bílanna aka á um 50 km hraða
og bíll kemur síðan á 90 km
hraða þarf hann að áka framúr
sitt á hvað og sífellt að vera að
skipta um akreinar og þess
háttar ökulagi fylgir stórhætta
í umferðinni. I þessa ökumenn
þurfum við að ná.
Ný og fullkomin
radartæki til
hraðamælinga
Páll sýnir okkur hvernig hin
nýju amerísku radarmælinga-
tæki starfa. Eins og gömlu
tækin sendir tækið frá sér
geisla, sem endurkastast af
Páll Garðarsson les hraða bifreiðar af nýja mælinum. Eins og
sjá má er þarna löghlýðinn ökumaður á ferð.
Ljósm. Mbl. RAX.
bílunum og hraði þeirra kemur
fram á sérstökum skermi, sem
gefur hraðann upp í tölum. Áður
var hraðinn lesinn af sérstökum
vísi. Hið nýja tæki má stilla
þannig að það gefur upp mesta
hraða ökutækisins og þegar
annað ökutæki kemur sleppir
það fyrra ökutækinu og mælir
hraða þess síðara. Þá kemur
fram á sérstökum teljara hve
margir bílar eru mældir og má
þannig fá hlutfall brotlegra bíla
miðað við heildarfjöldann. Þetta
er nýjung frá fyrri tækjum og
ýmislegt fleira mætti telja til en
það verður ekki gert hér. Páll
sagði að þessi nýju tæki væru
miklu nákvæmari en gömlu
tækin og mun betra
vinna með þau.
að
Ökuleyfissvipting
ef um vítaverðan
akstur er að ræða
Sem fyrr segir er slysahættan
það alvarlegasta sem hraðakst-
urinn hefur í för með sér. En
það er fleira en líf og limir, sem
ökumenn hætta með því að
brjóta reglurnar um hraðann.
Þeir eiga það á hættu að verða
sektaðir um stórfé. Lægstu
sektargreiðslur eru 8 þúsund
krónur en fara hæst í 15 þúsund
krónur, allt eftir hraða og eðli
brots. Ef um vítaverðan akstur
er að ræða, t.d. yfir 100 km
akstur, er tekið harðar á málun-
um. Þá er hald lagt á ökuskír-
teini viðkomandi ökumanns og
mál hans sent sakadómi til
meðferðar. Venjulega fylgir
ökuleyfissviptind í kjölfarið og
viðkomandi er sektaður stór-
lega. Það eru aðeins nokkrir
dagar síðan lögreglan stöðvaði
mann einn á 140 km hraða á
Keflavíkurveginum. Hann hafði
þá „afsökun" fram að færa, að
hann væri að flýta sér í
jarðarför. Lögreglumennirnir
tóku þessa afsökun ekki góða né
gilda og bentu manninum vin-
samlegast á það að með slíku
aksturslagi væri líklegt að brátt
kæmi að annarri jarðarför sem
hann missti örugglega ekki af,
þ.e. hans eign.
Þessi hafði gerzt brotlegur og honum er skipað að stöðva og síðan er nafn ökumanns og nUmer
bifreiðar skráð niður.
Strangt eítirlit
með ökuhraðanum
Óskar Ólason lagði áherzlu á
það að lokum, að lögreglan
myndi fylgjast náið með um-
ferðinni í Reykjavík nú á
næstunni sem endranær til þess
að veita það aðhald sem nauð-
synlegt væri til þess að halda
ökuhraðanum niðri og draga þar
með _úr slysum. — gS.