Morgunblaðið - 08.04.1978, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRIL 1978
Kveðja:
Þorvaldur Jónasson
Sjaldan hefur mér brugðið
meira en þegar rannsóknarlög-
reglan hringdi mig upp hér á
dögunum, nánar tiltekið
þriðjudaginn 14. mars. Tilefni
upphringingarinnar var að til-
kynna mér, að beiðni Landspítal-
ans, andlát Þorvalds bróður míns.
En hann hafði andast þar deginum
áður, eða 13. mars, sólarhring fyrr
en andlátsfregnin barst okkur
ættingjum hans.
Að vísu vissi ég að bróðir minn
lá á Landspítalanum, hann hafði
fengið hjartakast í góðra vina
hópi, klúbbfélaga gömlu dansanna,
á laugardagskvöldið, og hafnað
síðan upp á Landspítala eftir
viðkomu í Slysadeild. Þessa frétt
bar mér hjúkrunarkona á spítal-
anum á sunnudeginum eftir beiðni
Þorvalds, og jafnframt þau skila-
boð frá honum að hann væri
farinn að jafna sig og ennfremur
að gera ætti á honum smá aðgerð.
Þetta var ekki í fyrsta skipti að
hann hafði haft samband við mig
frá einhverju sjúkrahúsi eftir
svipað hjartakast. A mánudegin-
um átti að gera aðgerðina og á
þriðjudag hafði ég hugsað mér að
heimsækja hann, en einmitt þann
dag, er ég kom heim úr vinnunni
var mér tilkynnt um andlát hans
eins og fyrr sagði. Eg hafði þegar
samband við lækni hans á sjúkra-
húsinu og tjáði hann mér að
Þorvaldur hefði hnigið útaf örend-
ur rétt í þann mund sem gera átti
fyrrnefnda aðgerð.
Færi ég hér öllum þeim þakkir
er léttu honum síðustu stundir
hans, bæði klúbbfélögum hans og
starfsfólki sjúkrahúsanna tveggja
er veittu honum aðstoð og hjálp.
Þorvaldur var jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 28.
mars að viðstöddum fjölda vina
+
JÓHANN JÓNSSON
kaupmaöur,
Kirkjuteigi 19,
andaöist aö Hrafnistu 7. apríl.
Vandamenn.
Í
Eiginkona mín og móöir okkar,
ERNA VALDÍS VIGGÓSDÓTTIR,
Álfhólevegi 19,
andaöist í Borgarspítalanum 6. apríl.
Steinar Hallgrímsson og börn.
Móöir okkar
MAGNÍNA SALOMONSDÓTTIR,
Þvergötu 3, ísafirði.
veröur jarösungin frá ísafjaröarkirkju mánudaginn 10. apríl.
Fyrir hönd vandamanna
Sigurður B. Jónsaon,
Ágúst N. Jónsson,
Haraldur Jónason.
Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát
og jaröarför mannsins míns,
JÓHANNESAR ÍVARS GUDMUNDSSONAR,
Flateyri.
Sigríður Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför bróöur mins og
frænda,
JÓNASAR ÓLAFSSONAR,
frá Hundastapa.
Sígurbjörg Ólafsdóttir
og aðrir vandamenn.
+
Þökkum af alhug auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdafööur og afa,
HARALDAR HALLDÓRSSONAR,
fyrrum bónda,
Efrí-Rauðalæk,
Ólafía Sigurpórsdóttir,
Sigrún Haraldsdóttir, Eiríkur Sigurjónsson,
Runólfur Haraldsson, Elsie Júníusdóttir,
Valur Haraldsson, Sigrún Bjarnadóttir,
Halldór Haraldsson, Aðalheiður Sigurgrfmsdóttir,
Helgi Haraldsson, Unnur Hróbjartsdóttir
og barnabörn.
Armann Dalmanns-
son — Kveðjuorð
hans, bæði héðan úr Reykjavík og
frá bernsku og æsku-heimkynnum
hans austur á Fljótsdalshéraði.
Mátti af því sjá hversu vinsæll og
átthagarækinn Þorvaldur bróðir
minn var.
Þessi fáu og ófullkomnu orð mín
áttu fyrst og fremst að vera
þakkarorð til hans fyrir bróður-
lega ástúð, og til allra þeirra er
lögðu leið sína suður í Fossvog til
að kveðja hann hinstu kveðju.
Fyrir þá er ekki þekkja til, má
geta þess að Þorvaldur var fæddur
7. des. 1901, sonur hjónanna á
Þorgerðarstöðum í Fljótsdal,
þeirra Kristínar Guðmundsdóttur
og Jónasar Eiríkssonar. Hann var
alinn upp á næsta bæ við Þorgerð-
arstaði, Arnaldsstöðum, hjá Guð-
ríði móðursystur sinni og manni
hennar Þorvaldi Stefánssyni sem
hann var heitinn eftir. Gengu þau
hjón Þorvaldi bróður mínum í
foreldrastað. Þorvaldur var hús-
gagnasmíðameistari að iðnmennt
og dvaldi lengst af í Reykjavík,
þótt segja megi að hugurinn væri
jafnan eundinn við æskuslóðirnar
austur í Fljótsdal og þangaö fór
hann flest sumur á mean heilsa
hans leyfði og rétti vinum sínum
þar sína högu hönd, ef þeir þurftu
á að halda. Hann unni sér
sjaldnast hvíldar jafnvel þótt
dauðinn væri ítrekað búinn að
aðvara hann um að fara hægar.
Atvikin höguðu því svo til að við
systkinin tvö höfðum mest saman
að sælda hin síðari ár, er við
bjuggum tvö ein í sitt hvorri
íbúðinni, en gátum þó daglega
fylgst hvort með öðru, li kt og er
við sem börn lékum okkur á túninu
á Arnaldsstöðum, en þar dvaldi ég
oft langdvölum hjá frænku minni,
fósturmóður hans.
Fyrir öll þessi kynni, gömul og
ný, færi ég honum innilegar
þakkir og bið góðan guð að blessa
mér minninguna um góðan og
tryggan bróður.
Lára Jónasdóttir.
Fæddur 12. sept. 1894
Dáinn 22. marz 1978
Starfsdagur Ármanns Dal-
mannssonar varð lengri og fjöl-
breyttari en flestra annarra
manna, sem ég hef kynnzt. Þó áttu
hin margbreytilegu störf hans sér
samnefnara: ræktun lands og
lýðs. Hann lagði gjörva hönd á
búskap, skógrækt, íþróttamál, mál
Ungmennafélagshreyfingarinnar,
bindindismál og félagsmál sam-
vinnuhreyfingarinnar og bænda-
stéttarinnar. Aðrir eru kunnugri
en ég til að bera vitni um þessi
störf hans, en hugsjónir, fórnfýsi
og starfsgleði þarf sá að eiga í
ríkum mæli, sem á sér slikan feril.
í hartnær 30 ár var Ármann
prófdómari við Bændaskólann á
Hólum. Þar lágu leiðir okkar
saman, áður ókunnugra. Þá var
Ármann 77 ára, á þeim aldri,
þegar flestir menn hafa lokið
æfistarfi sínu. Kvikur á fæti og
skýr í hugsun gekk hann að verki
og hefði margur yngri maður mátt
öfunda hann af vinnuþreki hans og
aðdáunarvert var, hve auðvelt
honum veittist að setja sig inn í
nýjungar í námsgreinunum. Það
var ekki einungis, að hann gæti
unnið frá því snemma á morgnana
og fram á rauða nótt, heldur var
það honum lífsfylling að vera
sístarfandi. Ef stundarfriður gafst
frá prófdómarastörfunum, þá
gleypti hann í sig bækur, svo að
með eindæmum var, jafnt á
Norðurlandamálum og íslenzku.
Fljótlega laérði ég að færa mér
þetta í nyt og fól Ármanni að lesa
fyrir mig bækur og gefa mér dóm
sinn á þeim. Með því sparaði ég
mér að lesa ýmsar bækur, sem
höfðuðu ekki til mín.
Útilíf og líkamsþjálfun voru
Ármanni hjartans mál. Það lá því
beint við eftir yfirlegur yfir
prófúrlausnum að fara í hressandi
gönguferðir. Þá bar margt á góma.
Ármann var gangandi sagna-
brunnur. Kynni hans af mönnum
og málefnum voru mikil og marg-
þætt, bæði sem þátttakanda og
áhorfanda að atburðum. Frásögn-
ina kryddaði hann gjarnan vísum,
enda skipuðu kveðskapur og ljóð
mikið rúm í lífi hans. Honum varð
flest að yrkisefni og sá þá hlutina
gjarnan í græskulausu ljósi góð-
látlegrar kímni. Um hressingar-
gönguferðir okkar orti hann:
Athyidi manna ég að því vil leiða,
hve ójafnt skiptir vor blessaði
heimur.
brem skrefum verður Ármann að eyða
( það, sem Matthías stikar í tveimur.
Áberandi þáttur í fari Ármanns
var það, hve hann rækti hlutverk
sitt sem fjölskyldufaðir af mikilli
alúð. Ljóðabréf og ferðasögur í
ljóðum sendi hann sínum í, sem
hann upplifði, og hann hafði ríkan
metnað á, að þeir væru nýtir og
gegnir þegnar þessa lands. Að
heiman nutu einnig aðrir um-
hyggju hans. Á heimili mínu var
það árleg tilhlökkun, að Ármaður
á Akureyri; eins og yngsta kyn-
slóðin kallaði hann á tímabili,
kæmi bráðum.
Þorsteinn á Vatnsleysu, formað-
ur Búnaðarfélags Islands, sagði
stundum frá því, að kynslóð hans
hefði lifað í þúsund ár. Með því
átti hann við, að í uppvexti hans
var búið í landinu á margan hátt
eins og fyrir þúsund árum. Ég
held, að þessi kynslóð, aldamóta-
kynslóðin, sé lánsamasta kynslóð,
sem á Islandi hefur lifað. Hún
breytti landi og þjóð úr frumstæðu
og fátæku þjóðfélagi i velmegandi
þjóðfélag, sem getur talið sig til
jafningja annarra, hvað sem er á
byggðu bóli, í afkomu menntun og
menningu. Þetta gerðist ekki af
sjálfu sér. Þetta gerðist fyrir elju
og ósérplægni manna, samfara
hugsjónum þeirra og trú á landi og
þjóð. Dæmigerður fulltrúi þessar-
ar kynslpðar var Ármann Dal-
mannsson.
Fjölskylda mín og ég sendum
aðstandendum hans samúðar-
kveðjur okkar.
Matthías Eggertsson
Júlía Sigurðardóttir
Akranesi — Minning
Fædd 30. júlí 1906
Dáin 3. apríl 1978
Júlía var fædd á Sýruparti á
Akranesi. Foreldrar hennar voru
hjónin Guðrún . Þórðardóttir og
Sigurður Jóhannesson, sem þar
hjuggu. Ung giftist Júlía Þorvaldi
Sigurðssyni frá Sjávarborg og
eignuðust þau eina dóttur, Ragn-
hildi. Mann sinn missti Júlía 1939,
og eftir það bjó hún í nokkur ár
í sambýli við Agnar bróður sinn,
en þegar dóttir hennar giftist, þá
fluttist hún til hennar og manns
hennar, Baldurs Guðjónssonar,
verzlunarstjóra, að Bakkatúni 6,
og átti þar heimili alltaf síðan.
Hún varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi .að lifa þar í ellinni í skjóli
þeirra og njóta þar samvista við
börn þeirra og barnabörn, við
mikla ástúð á báða bóga.
Er ég nú að leiðarlokum minnist
Júlíu, þá koma margar minningar
í hugann, eftir næstum hálfrar
aldar vináttu. Júlía var á yngri
árum stórglæsileg kona, kát og
skemmtileg, orðheppin, en þó held
ég að mannkostir hennar og
tryggð lifi lengst í minningunni,
því þessir eðliskostir voru svo
afmarkaðir, aldrei talað illa um
nokkurn mann, en allt fært til
betri vegar.
Blessuð sé minning hennar.
Öllum aðstandendum sendi ég
samúðarkveðjur.
Vinkona
Þegar við nú kveðjum okkar
kæru ömmu, er okkur efst í huga
þakklæti fyrir þau ár, sem við
máttum njóta þess kærleika og
umhyggju, sem hún umvafði okkur
alla tíð.
Amma Júlla, eins og við kölluð-
um hana, var oft líkamlega veik,
en sálin var fersk og hugurinn
hreinn. Hún vissi ætíð, hvað kom
okkur börnunum best. Hún átti
alltaf tíma fyrir okkur, kunni að
hlusta og gefa góð ráð. Við
þurftum ekki að leita hennar, hún
var ætíð heima á sínum stað og svo
óralangt frá allri heimsins streitu.
Hún var okkar traustasti vinur,
þerraði votar brár, er harmur
steðjaði að, og tók af sama
innileika þátt í okkar barnslegu og
einföldu gleði með sínum einlæga
hlátri.
Hún kenndi okkur að hlaupa
ekki með fleipur og ljótar sögur
um náungann. Allt slíkt var henni
fjarri skapi. í hjarta bar hún
höfðinglega lund og kunni betur að
veita en þiggja.
Að leiðarlokum þökkum við
elsku ömmu fyrir það ljós, er hún
tendraði i okkar barnslegu sálum.
Barnabörn og
harnabarnabörn