Morgunblaðið - 08.04.1978, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978
Frá Fóstrufélagi íslands
Stofnfundur stéttarfélagsins „Athöfn“
var haldinn í febrúar 1950. Stofnendur
voru 22, sem höfðu Þá útskrifast úr
U.S.S. og var fyrsti formaður félagsins
Elínborg Stefánsdóttir.
Á aðalfundi félagsins áriö 1951 var
nafni félagsins breytt í Stéttarfélagið
Fóstra og var bað aðili aö Albýöusam-
bandi íslands til ársins 1964; en síðan
hafa fóstrur verið í Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja og breyttist Þá
heiti félagsins í Fóstrufélag íslands.
Fjöldi starfandi fóstra í dag mun vera
um 200. Eins og segir í lögum félagsins
er aðaltilgangur Þess aö efla stétt
fóstra, glæða áhuga Þeirra á öllu Því er
að starfi Þeirra lýtur og stuðla að
framhaldsmenntun Þeirra, gæta fjár-
hagslegra hagsmuna, vernda réttindi,
efla samheldni og stéttartilfínningu.
Fóstrur starfa m.a. á leikskólum,
dagheimilum, sjúkrahúsum, sérskólum,
við 6 ára deildir grunnskóla o.fl.
í vetur eins og tvö undanfarin ár hafa
starfað hópar, sem fjallaö hafa um
ákveðin verkefni tengd starfi fóstra.
Markmiðið er að glæða áhuga Þeirra og
örva Þær til aö miðla hverri annarri af
Þekkingu sinni og reynslu. Hópar pessir
hafa á almennum félagsfundum greint
frá verkenum og niðurstöðum sínum og
haft umræðu um Þau. í vetur hafa
starfshóparnir fjallaö um eftirfarandi
efni:
1. Stefnan í dagvistarmálum.
2. Fóstruskóli
3. Heimur barnsins
4. Skapandi starf
5. Fræðslustarfið á dagvistarheimil-
um
Fóstruféíag íslands hefur ákveðið að
efna til kynningar á starfi og menntun
fóstra og hefur fengið aöstoð dagblaö-
anna til Þess að koma Þessari kynningu
á framfæri.
Félagið gengst fyrir barnaskemmtun
í Laugarásbíói laugard. 8. og sunnudag-
inn 9. apríl kl. 13.30. Aðgöngumiðar á
Þessar skemmtanir verða seldir á
dagvistarheimilum og í bíóinu.
Sunnudagínn 9. apríl hefur Fóstru-
félagið farið Þess á leit viö rekstraraðila
og fóstrur aö dagvistarheimilin á öllu
landinu verðí opin til sýnis almenningi
frá kl. 14—17.
Fóstrufélagið vill eíndregið hvetja
foreldra og annað áhugafólk til Þess að
koma og kynna sér starfsemi Þessara
heimila. Hér er einnig kjörið tækifæri
fyrir Þá foreldra, sem eru með börn sín
á biðlístum að koma. Er Þess vænst, að
börn komi aöeins í fylgd meö fullorðn-
um.
Það er von Fóstrufélags íslands, að
kynning Þessi komi umræðum um
dagvistarmál af stað.
STARF FOSTRUNNAR
1. GREIN
Stefnan í dagvistarmálum
Þjóðfélag okkar er í örri
þróun og miklar breytingar
hafa átt sér stað síðustu
áratugina. Þessar bresting-
ar hafa snert flesta, ef ekki
alla þætti í lífi okkar. Dag-
vistarheimili eru þar ekki
undanskilin. Starfsemin
sem þar fer fram hefur tekið
breytingum og einnig hafa
viðhorf manna til dagvistar-
heimilanna breyst.
Þegar fyrstu dagheimilin
og leikskólarnir tóku til
starfa hérlendis mættu
þessi heimiii mikilli andúö
og tortryggni. Þau þóttu
aöallega til þess fallin aö
grafa undan einni helstu
stoð samfélagsins — þ.e.
fjölskyldunni.
í dag er þó viöhorfið
annað hjá meginþorra fólks
og stórátak þarf að gera í
uppbyggingu dagvistar-
heimila ef koma á til móts
við hin nýju viðhorf. En
hvers vegna er þörfin svona
mikil?
í hinu islenska bænda-
samfélagi var hlutverk fjöl-
skyldunnar frábrugðið því
er nú gerist í hinu iðnvædda
þéttbýlisþjóðfélagi nútím-
ans. Nær öll vinna fór fram
á heimilinu og hver hafði
sínu hlutverki að gegna í
framleiðslunni. Oft var
margt í heimili, bæði börn
og fullorðnir. Börnin lifðu í
nánum tengslum við náttúr-
una og hina lífrænu atvinnu-
vegi þjóðarinnar, landbúnaö
og sjávarútveg.
í nútímaþjóðfélagi er
þessu öðruvísi farið. Hin
sígilda kjarnafjöiskylda er
algengasta sambýlisformið.
Hin félagslega reynsla
barnsins verður því oft mjög
takmörkuð.
Engin teljandi framleiðsla
fer nú lengur fram á heimil-
inu sjálfu. Neysluþjóðfélag
nútímans sér til þess að
báðir foreldrar vinna gjarn-
an úti til aö afla þess sem
áður var framleitt á heimil-
inu. Einnig helst í hendur
annars vegar sú ósk
kvenna, sem tilheyrir al-
mennum mannréttindum,
að geta starfað og verið
fjárhagslega sjálfstæöir, og
hins vegar síaukin þörf
atvinnuveganna fyrir vinnu-
afl.
En til þess að fullnægja
þörfum barnsins fyrir fé-
Hlutverk
dagvistar-
heimila
lagsskap og fjölbreyttara
umhverfi, og vegna ótví-
ræðs réttar foreldra til að
stunda vinnu utan heimilis,
þurfa aö vera til staðar góö
dagvistarheimili.
En hvað eru góð dagvist-
arheimili — hvert er hlut-
verk þeirra?
Qóö dagvistarheimili eiga
að efla vitsmunalegan,
persónulegan og félags-
legan Þroska barnsins.
Hlutverk þeirra er m.a. að
skapa jafnræöi með börn-
unum innbyrðis, stuöla að
því að börnin standi jafnt að
vígi þegar að skólagöngu
kemur, að styðja foreldra
og heimili við uppeldi barn-
anna og vera til hjálpar
hvað snertir börn með
hegðunar- og aðlögunar-
vandamál.
Því teljum við það sjálf-
sögð réttindi allra barna að
fá aö dveljast á góöu
dagvistunarheimili.
FÓSTURSKÓLINN
Fósturskóli íslands hefur
mjög oft gleymst í þeirri
umræðu er fram hefur farið
um dagvistarmál.
Á dagvistarheimilum er
lagður grundvöllurinn að
framtíðarþroska barnsins.
Það er því mjög nauðsyn-
legt að það starfsfólk, sem
vinnur á dagvistarheimilum,
sé fært um að framfylgja
uppeldislegum markmiöum
heimilanna.
Alger undirstaöa þess að
hægt sé að mennta starfs-
fólk, eins og best verður á
kosið, er að vel sé búiö aö
Fósturskóla íslands.
Þrýstingur er mikill frá
stjórnvöldum í þá átt að
fjölga nemendum í skólan-
um. Húsnæði skólans er allt
of lítið, þannig að engan
veginn er hægt að taka inn
þann nemendafjölda er
æskilegt væri. Vinnuað-
staöa bæði nemenda og
kennara er alls óviöunandi,
þannig aö brýnna úrbóta er
þörf. Fjárveitingar til skól-
ans hafa hingaö til verið af
fremur skornum skammti.
Við krefjumst því þess að
stórátak verði gert til efling-
ar Fósturskóla íslands svo
að hann verði fær um að
gegna hlutverki sínu þ.e. að
mennta hægt og nógu
margt starfsfólk á heimilin.
Skilningsleysi stjórnvalda
á málefnum Fósturskólans
má ekki leiða til þess að
þeirri reynslu, er áunnist
hefur í skólanum, verði
varpað fyrir róða.
BYGGINGAR
DAGVISTAR-
HEIMILA
Fram að þessu hafa þeir
sem teiknað hafa dagvistar-
heimili alls ekki veriö nógu
vel að sér um þá starfsemi
sem þar fer fram, svo að
ekki sé meira sagt. Eitthvað
væri nú sagt ef sá sem
teiknaði fjós hefði flórinn
fyrir framan jötuna.
Það þótti ekki tiltökumál
þó fara þyrfti með börnin
allt húsið á enda til að
komast á salerni. Yfirleitt
var hljóðeinangrun nánast
engin og loftræsting léleg.
Þó greinilegir gallar kæmu
fram eftir að starfsemi hófst
á heimilunum voru samt
byggð fleiri heimili eftir
nákvæmlega sömu teikn-
ingunni.
Síðan lög um dagvistar-
heimili komu til fram-
kvæmda hefur ástandið þó
batnað. Ekki er hægt að fá
ríkisstyrk til byggingar dag-
vistarheimila nema teikning-
ar séu áður samþykktar af
menntamálaráöuneytinu.
Þetta er mjög mikil framför,
sérstaklega fyrir lands-
byggöina. Vonandi dettur
nú engum í hug aö byggja
nema eftir samþykktri teikn-
ingu.
Sjálfsagt má lengi deila
um hvernig byggingar eiga
að vera. A að byggja lítil
eða stór heimili?-
En byggingarnar verða að
vera sem vandaöastar frá
upphafi og allur framgangur
þannig að húsin þoli þá
meðferð sem vænta má þar
sem mörg börn dveljast
daglega. Viðhaldskostnaður
þarf aö vera í lágmarki,
bæði vegna þess að það
raskar starfsemi heimilisins
að þurfa oft að láta mála og
gera við og hætta er á að
viöhaldskostnaöur sé tekinn
af rekstrarfé heimilanna,
sem ella færi til leikfanga-
og tækjakaupa.
Á íslandi erum við inni
meiri hluta ársins og er því
mikil nauðsyn að fyrirkomu-
lag allt sé gott og öllum líði
vel. Á mörgum dagvistar-
heimilum er húsnæöið ein til
tvær stórar stofur, en við
teljum mun æskilegra að
herbergin séu minni og
fleiri, þannig að hægt sé aö
skipta börnunum í fleiri og
minni hópa. Þannig eiga
börnin þess fremur kost að
loka aö sér ef þau vilja og
vera í einrúmi. Húsnæöið
verður að uppfylla jafnt
kröfur barna sem fullorö-
inna er þar dveljast.
FORGANGSHÓPAR
í dag er ástandiö þannig
aö einungis komast á dag-
heimili börn frá afmörkuð-
um hópum þjóðfélagsins.
Nær 100% af öllu rými
dagheimila í stærstu bæjum
landsins er notað til aö vista
börn einstæöra foreldra og
námsmanna. Það eru ann-
ars vegar börn sem hafa
e.t.v. aðrar hugmyndir um
fjölskylduna en flest börn og
hins vegar börn náms-
manna, sem hljóta aö hafa
aðrar hugmyndir um lífið og
tilveruna en t.d. börn verka-
manna. Sameiginlegt báð-
um þessum hópum er að
foreldrar þeirra búa í flest-
um tilfellum við krappari
kjör en gengur og gerist.
Þessi börn sem eru lítill hluti
barna í Reykjavík, dveljast
síðan saman á dagheimilum
mestallan daginn, og því er
hætt við að þau fái mjög
skerta mynd af veruleikan-
um.
Á síðustu árum hefur það
færst í vöxt að vinnustaðir
reki eigin dagheimili, sem
vista börn starfsmanna. Má
þar nefna barnaheimili
sjúkrahúsa. Þarna dveljast
saman börn foreldra úr
mjög sérhæfðum starfshóp-
um. Hætt er við því að þessi
börn telji það líf sem for-
eldrar þeirra lifa einkenn-
andi fyrir þjóðfélagið.
Varla má á milli sjá hvort
er óæskilegra þetta fyrir-
Hvers
vegna er
þeirra þörf
komulag eða það sem nefnt
var hér að framan.
Það hlýtur að vera krafa
allra sem bera hag barn-
anna fyrir brjósti að þetta
fyrirkomulag víki.
Dagheimili eiga að vera
opin öllum hópum Þjóðfé-
lagsins en ekki aöeins
minnihlutahópum. Á þann
hátt einan er hægt að koma
í veg fyrir þann einhæfa
skilning sem börn dagheim-
ila dagsins i dag hafa á
stööu sinni og þjóöféiaginu
í heild.
BLÖNDUN
ALDURSHÓPA
Víðast hvar er börnum
skipt niöur í deildir eftir
aldri. Ef barn byrjar á
vöggustofu kemur þaö til
með að flytjast þrisvar til
fjórum sinnum á milli deilda.
Vegna þess hve vinnukraft-
ur er óstöðugur eru þaö því
margir sem annast barnið á
þessum árum. Síbreytilegt
umhverfi og óstööugleiki
getur leitt til þess aö barniö
verði öryggislaust og getur
það haft mikil áhrif á tilfinn-
ingalíf þess.
Öðru máli gegnir ef barn-
ið dvelur í blönduðum ald-
urshópi (systkinahópi). Hóp-
urinn er þá mun stööugri og
börnin geta dvalið nokkur
ár á sömu deildinni og verið
samvistum viö jafnaldra
sína um leið og þau njóta
systkinasambands við eldri
og yngri börn. Þetta myndi
einnig auövelda þaö aö
systkini gætu verið saman.
Yngri börnin læra að líkja
eftir þeim eldri, t.d. hvað
varðar málþroska og dag-
legar venjur og eldri börnin
fá betra tækifæri til að bera
ábyrgö á þeim yngri. Einnig
teljum við að starf fóstrunn-
ar sé mun fjölbreyttara ef
hún vinnur með blandaðan
aldurshóp. Viö teljum þessa
blöndun mun mikilvægari á
dagheimilum en leikskólum.
UTBUNAÐUR
HEIMILA
Á dagvistarheimilum
skulu vera fyrir hendi tæki
og leikföng sem valin eru
með tilliti til breytilegra
þarfa barnanna. Umhverfi
allt á að vera hvetjandi og
örva alhliða þroska barn-
anna. Á þessu er því miður
oft misbrestur. Starfsfólk
heimilanna hefur oft ekki
nægilegt fé til kaupa á þeim
efniviði er til þarf. Þyrfti aö
ætla mun hærri upphæö til
rekstrar, ef fullnægjandi á
að vera.
FJÖLDI BARNA
Á DEILD
í reglugerð um dagvistar-
fieimili er kveðið á um fjölda
barna á deild og er þá
miðað við að tveir starfs-
menn séu á deild.
Dagheimili:
í deild fyrir 3ja—12 mán. 6
börn.
í deild fyrir 1—2ja ára 10
börn.
í deild fyrir 2ja—3ja ára 14
börn.
í deild fyrir 3ja—4ra ára 17
börn.
í deild fyrir 4ra—6 ára 20
börn.
Leikskóli:
í 2ja ára deild 14 börn.
í 3ja ára deild 20 börn.
í 4—6 ára deild 22 börn.
. Viö teljum aö þetta sé
algjör hámarksfjöldi. Fækka
þarf börnum eða bæta við
starfsfólki ef sá árangur á
að nást sem ætlast verður
til af góðu dgvistarheimili.
SKORTUR
Á SÉRHÆFDU
STARFSFÓLKI
Yfir 500 fóstrur hafa
.útskrifast úr Fósturskóla
íslands, samt er stöóugur
skortur á fóstrum til starfa.
Ein ástæöan er sú, eins og
fyrr er nefnt, að ekki er
hægt að taka við nógu
mörgum nemendum í Fóst-
urskólann vegna húsnæðis-
leysis.
En starfsaldur fóstra er
einnig mjög stuttur og
ástæöurnar teljum við m.a.
vera ófullnægjandi vinnuað-
staða, of mörg börn á hvern
starfsmann, lág laun (10.
launaflokkur), takmarkaður
skilningur yfirvalda og al-
Framhald á bls. 39.