Morgunblaðið - 08.04.1978, Side 46

Morgunblaðið - 08.04.1978, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1978 Fátt viröist geta komiö í veg fyrir stórsigur Nottingham Forest NOTTINGHAM FOREST er tvímælalaust lið ársins á Bretlandseyjum og fá knattspyrnulið í Evrópu hafa vakið eins gífurlega athygli í vetur með frammistöðu sinni. Búist hafði verið við því að Forest yrði í óaeðri enda fyrstu deildarinnar í vetur þar sem liðið komst við illan leik upp í 1. deild með því að vera númer 3 í 2. deild í fyrravor. Leikmenn Forest og þó aðallega hinn einstaki framkvæmdastjóri Forest, Brian Clough, hafa þó snarlega hrakið allar kenningar um að liðið væri ekki nógu sterkt til að leika í 1. deildinni. Reyndar voru þessi orð höfð eftir Clough í fyrrahaust, en hann hefur verið maðurinn, sem gerði þau orð sín að engu. Forest á sér merka sögu að baki og liðið hefur á löngum ferli átt þátt í mótun knattspyrnunnar eins og hún er leikin í dag. í verðlaunasafni félagsins eru þó fá af eftirsóttustu verölaununum í brezku knattspyrnunni, en Brian Clough hefur gert mikið til að bæta úr þeirri fátækt í vetur. Sigur hefur unnizt í deildabikarkeppninni og Englandsmeistaratitill blasir við. Liðið hefur nú hlotið 54 stig, en Everton, sem er í öðru sæti, er með fjórum stigum minna — eða 50 stig. Arsenal er sfðan í þriðja sæti með 46 stig. Ekki nóg með það. Forest hefur leikið þremur leikjum minna en Everton og náist 50% árangur í þeim leikjum ætti Forest að vinna 1. deildina í Englandi með 5—10 stiga mun. Yfirburðir liðsins hafa í vetur verið miklir, það hefur haft allt sem til þarf til að vera topplið og meistaraheppnina hefur ekki skort. Við skulum líta á sögu meistaraliðsins tilvonandi og manninn að baki félaginu, manninn sem komið hefur með nýtt lið og frískleikablæ inn í ensku knattspyrnuna, Nottingham Forest og Brian Clough. — Þar sem Nottingham Forest kemur nærri er gleði og skemmt- un, þar sem liðið er á erð kallar á stórfyrirsagnir í blöðum, segir í grein í nýjasta hefti af enska knattspyrnublaðinu Shoot. Það eru þó fáir sem vita ýkja mikið um liðið. Jú, það er frá Nottingham og Hrói höttur og félagar hans í Skírisskógi koma ósjálfrátt upp í hugann þegar minnst er á hina nýju skógarmenn. Félagið er stofnað árið 1865 af hópi manna, sem hafi iðkað íþrótt, sem svipar til hokký og sinn fyrsta knattspyrnuleik léku þeir á skeið- velli 12 mánuðum eftir stofnunina. Árið 1874 fyrirskipaði félagið að leikmenn lékju með legghlífar og Forest hafði stigið fyrsta skrefið, en ekki það síðasta í þróun knattspyrnunnar. Árið 1878 var flauta notuð í fyrsta skipti til að dæma knattspyrnuleik, það var í leik Nottingham Forest á móti Sheffield Norfolk. Knattspyrnan tók smátt og smátt á sig þann blæ, sem við þekkjum í íþróttinni í dag og Forest gekk vel í mótum á Bretlandseyjum. Leikkerfin tóku á sig mynd og leikmenn Forest vöktu athygli er þeir byrjuðu fyrstir að leika 2—3—5 leikaðferð- ina með góðum árangri. Forest gerði þó meira en að leggja sitt af mörkum til að þróa íþróttina, önnur félög urðu einnig til fyrir tilstuðlan leikmanna frá félaginu. Þannig fluttu tveir af leikmönnum liðsins til Lundúna árið 1886 og stofnuðu félag í stórborginni. Það var lítið til að byrja með, en hver þekkir ekki stórliðið Arsenal í dag. Það er stofnað af leikmönnum Forest og nýja félagið fékk skyrtur á alla leikmenn sína í vöggugjöf frá stóra bróður í Skírisskógi. Forest gekk allt í haginn, liðið vann sinn stærsta sigur í knatt- spyrnunni árið 1891, 14:0 á móti Claptown, og ári síðar komst liðið í deildakeppnina. 1898 vann liðið Derby 3:1 í úrslitum bikarkeppn- innar. Áfram var haldið að þróa knattspyrnuna í herbúðum Forest, en það var ekki nóg, liðið lofaði ævinlega góðu en eftirtekjan var rýr næstu 50 árin. Liðið skrölti á milli deilda og á stundum virtist uppgjöf vera í nánd hjá félaginu. Svo varð þó ekki og 1959 vann liðið bikar- keppnina í annað sinn og hingað til síðasta skiptið. Forest gekk vel fram eftir sjöunda áratugnum. Árið 1965 varð liðið í 5. sæti í 1. deildinni, allt var í blóma og það ár var lokið við að endurbyggja leikvang félagsins. Tveimur árum síðar tapaði Forest í úrslitum bikarsins og varð í 2. sæti í 1. deildinni — á eftir Manchester United. Á einum degi árið 1969 hrundi veldi Forest er aðalbyggingin með stærstu áhorfendapöllunum við leikvanginn eyðilagðist í miklum eldsvoða. Oheppni og meiðsli leikmanna fylgdu í kjölfarið og haustið 1972 var ekki lengur leikin knattspyrna liða í 1. deild á City Ground, Forest var komið í 2. deild, þar sem það hafi svo oft leikið frá stofnun félagsins. Uppbygging félagsins hófst á ný og undir stjórn Brian Cloughs og Frank Taylors náði liðið sessi sínum í 1. deildinni að nýju í fyrravor. Þá var ekkert sem benti til að stórlið hefði verið skapað. Þrátt fyrir að félagið hefði komið með svo margar nýjungar inn i knattspyrnuna var það ekki frægt og vinsældir þess takmarkaðar fyrir utan heimaborgina. Hver mundi eftir því að hjá Forest höfðu þverslár fyrst verið notaðar skrifstofuvinnu. Þá allt í einu kom tækifærið. Clough var valinn til að leika með aðalliðinu og þar með hófst einstæður ferill í ensku knattspyrnunni. Clough skoraði í leik eftir leik og alls urðu mörkin hans með liðum í 1. deild 251 í 271 leik. Upphafið var hjá Middles- brough, síðan lá leiðin til Sunder- land og þegar hann hætti árið 1962 var hann orðinn enskur landsliðs- maður. 9 George Woods var sá leikmaður Forest, sem öðrum fremur færði liðinu sigur gegn Liverpool í úrslitum deildarbikarkeppninnar. Stórkostleg markvarzla þessa unga leikmanns skyggði á aðalmarkvörðinn, Shilton, og kom í veg fyrir að leikmenn Liverpool skoruðu hvað eftir annað úr dauðafærum. NOTUÐU FYRSTIR FLAUTU OG ÞVERSLÁR í MÖRKIN í mörkum árið 1891, hvaða máli skipti það að markstangirnar höfðu verið gerðar ávalar hjá félaginu áður en það tíðkaðist annars staðar. Enginn átti von á því að skógarmennirnir hans Cloughs skytu stórliðum Liver- pool, Arsenal, Manchester City og United, Leeds og Everton aftur fyrir sig þegar á fyrsta ári þeirra í 1. deildinni. Forest hefur alltaf farið sínar eigin leiðir og er eina knattspyrnufélagið í ensku deild- unum, sem ekki er rekið eins og hlutafélag. Nottingham Forest er í eigu 200 valinkunnra herra- manna og það er ekki hlaupið að því að komast í þann eðla hóp. EINN AF ÁTTA BÖRNUM STARFS- MANNS í SÆL- GÆTISVERKSMIÐJU Þegar leikmenn Nottingham Forest hlaupa inn á völlinn til leiks á sínum heimavelli er þeim ákaft fagnað. Þau fagnaðarlæti jafnast þó ekkert á við hávaðann, sem verður meðal áhorfenda er stjóri liðs þeirra, Brian Clough, gengur að búri sínu fyrir framan aðaláhorfendastúkuna. Clough er hetja fólksins. Clough er rétt rúmlega fertugur, en metnaður hans og dugnaður hafa fleytt honum á toppinn meðal stóru liðanna í ensku knattspyrn- unni fyrir nokkrum árum. Hann ól með sér þá von að verða eftirmað- ur Revies sem einvaldur enská landsliðsins, en var ekki valinn. Hann hefur sýnt áhuga á að beita sér í stjórnmálum í framtíðinni og víst er að saga þessa manns hefur enn ekki verið skrifuð nema til hálfs. Clough fæddist í Middlesbrough, þeirri þunglamalegu borg í Norð- ur-Englandi. Hann er einn af átta systkinum, en faðirinn sá fyrir hópnum sem starfsmaður í sæl- gætisverksmiðju. Clough byrjaði ungur að leika sér með boltann, en það leið þó og beið áður en hann fór á samning hjá félagi. Það var ekki fyrr en hann var orðinn 21 árs að hann gerðist atvinnumaður hjá Middlesbrough. Ekki virtist mikið ætla að verða úr þessum grannvaxna pilti hjá félaginu. Hann lék með varaliðinu í tvö ár og var helzt á því að hætta afskiptum af knattspyrnu og fá sér Tony Woodcock er markahæstur leikmanna Forest og hefur svo sannarlega blómstrað undir stjórn Brian Cloughs í vetur. Fótunum var kippt undan Clough í þess orðs fyllstu merk- ingu í leik það ár. Hnéð gaf sig eftir sakleysislegan árekstur og þar með var ferill hins 26 ára gamla Cloughs sem atvinnuknatt- spyrnumanns á enda runninn. Hann reyndi að byrja aftur en án árangurs og Clough varð þung- lyndur. Hann gat ekki unnið og framtíðin var dökk. Þá fékk hann tilboð frá Harlepool um að taka við liðinu og Clough sló til. Ástandið var ekki bjartara hjá Hartlepool en í huga Cloughs sjálfs. Helzta frægð Hartlepool á þess- um árum var í sambandi við það að félagið hafði átta sinnum orðið í neðstu sætum’ 4. deildar og því þurft að sækja formlega um að mega áfram að leika í deildinni. Clough breytti hugsunarhættinum hjá Hartlepool. Hann fékk til liðs við sig gamlan vin frá Middles- brough, Peter Taylor markvörð, sem hafði einnig lagt skóna á hilluna. Þeir byggðu upp ágætt lið í sameiningu og á þessum árum lögðu þeir grunninn að framtíðar- starfi sínu, sem aldrei hefur borið eins ríkulegan ávöxt og í vetur. Taylor sá um að njósna og þeir voru ófáir ungu knattspyrnumenn- irnir, sem voru teknir til reynslu hjá félaginu. Clough sá hins vegar um að glæða áhuga leikmanna og auka sjálfstraust þeirra og bæjar- búa. Hann notaði hvert tækifæri sem baust til að láta ljós sitt skína í fjölmiðlum og vegur liðsins fór vaxandi. Clough gerði þó meira og lagði sig greinilega allan fram. Þegar fjárhagur félagsins var sem aumastur gaf Clough mánaðar- laun sín ef það mætti verða til að létta byrðar félagsins. Þá kom tilboð frá Derby County, sem þá lék í 2. deild, og því varð ekki hafnað. Er Clough og Taylor höfðu stjórnað Derby í tvö ár kom að því að liðið fluttist upp í 1. deild árið 1967. Þremur árum síðar urðu þeir Englandsmeistarar. Liðið lék skemmtilega sóknarknattspyrnu og á því hafði orðið stökkbreyting frá því að Clough tök við stjórn- inni. En árangur leikmanna Derby inni á vellinum féll í skuggann fyrir þeim frægðarljóma, sem Clough hafði sveipað um sig. Skoðanir hans, oft óvinsælar, áttu alls staðar greiðan aðgang. Hann hreinlega átti fjölmiðlana. Stjórn félagsins líkaði ekki framkoma Cloughs og að því kom að leiðir skildu, en þó er það ekki enn fullkomlega á hreinu hvers vegna svo varð. Taylor fylgcíi Clough af trúfesti og þeir héldu til Brighton í þriðju deildinni. Ekki gerði Clough nein- ar rósir á þeim stað, honum var tekið með varúð, og eftir nokkra árangurslausa mánuði fór Clough til Leeds. Þar tók hann við starfi Don Revies, sem orðinn var landsliðseinvaldur, en Clough hafði á sínum tíma vonað að það starf yrði hans. Svo varð ekki og hjá Leeds var Clough ekki nema 44 daga, en hélt þaðan með ótrúlegar peningaupphæðir og næstu mán- uðina var Clough tíður gestur hjá ýmsum sjónvarpsstöðvum. Clough hafði alltaf sagt að Revie væri slæmur fyrir knattspyrnuna og leikmenn hans væru ekki annað en jaxlar. Það var því ekki við því að búast að Clough næði sambandi við sína nýju leikmenn og þeir höfðu heldur engan áhuga á þessum nýja stjóra sínum svo gjörólíkur sem hann var forveran- um Revie í starfi, en Revie hafði gert Leeds að stórveldi. í sex mánuði var Clough utan- gátta í knattspyrnunni, ríkur en einhvern veginn týndur. Hann var þó ekki tröllum gefinn og tilboð kom frá Nottingham Forest. Liðið barðist í bökkum í 2. deildinni, en Clough sló til. Hann gerði þó ekki stóra hluti með liðið fyrr en sumarið 1976 þegar Clough fékk Taylor til að yfirgefa Brighton og koma til liðs við sig með skógar- mennina. Síðan hefur liðið hækkað flugið með hverri vikunni. Leikmenn liðsins leika oft bráð- skemmtilega knattspyrnu og eng- inn þeirra segir orð á móti honum. Reyndar hefur einn leikmanna liðsins, John McGovern, verið með Clough alls staðar nema í Brighton. Ástæðan fyrir þessu er e.t.v. sú að Clough sektar leikmenn sína óspart ef þeir brjóta á móti agareglum hans. Leikmaður, sem mótmælir dómum veit að veski hans léttist við hvert orð og þeir vita algjörlega hvar þeir hafa stjóra sinn. Hann treystir þeim að sama skapi fullkomlega og stendur með þeim. Þrátt fyrir þetta er vert að geta þess að leikmenn Forest eru rétt í meðallagi hvað prúð- mennsku á leikvelli snertir. Árangur Forest má tvímæla- laust rekja til þess að Clough og Taylor hafa eytt miklu fjármagni í kaup á nýjum leikmönnum, en fjármagninu hefur verið eytt á skynsamlegan hátt. Leikmenn eins og Burns, Gemmill, Shilton, og Needham hafa óumdeilanlega sannað að þeir voru virði hverrar krónu, sem Forest greiddi fyrir þá. Clough kann á sína menn, hver hefði t.d. trúað því að Kenny Burns yrði slíkt lamb, sem hann hefur verið í vetur. Maður, sem enginn gat tjónkað við vegna skapofsa. I „gamla daga“ þoldu sumir illa hversu stórorður Clough var. Á þessu hefur orðið breyting og maðurinn er orðinn mun hógvær- ari. Hann býr enn í Derby með konu sinni og ungum börnum, en sagt er að. eiginkonan viti álíka lítið um knattspyrnu og hún veit mikið um ballett. í vetur hefur Clough dansað sóló í ensku knatt- spyrnunni, en spurningin er hvað framtíðin ber í skauti sér. - áij

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.