Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 l^ndar- dómnr hamíngj- unnar Einu sinni var konungs- sonur, sem fékk allt, sem hann gat óskað sér. Fær- ustu kennarar voru fengnir til þess að kenna honum, svo að hann yrði lærður og vitur konungur. En ungi prinsinn var ekki hamingjusamur. Hann hélt áfram að óska sér einhvers, sem hann átti ekki. Dag nokkurn kom vitur maður til hallarinnar og sagði við konunginn: „Ég skal gjöra son yðar hamingj usaman." Síðan fór hann með prinsinn inn í herbergi, þar sem þeir gátu verið einir nokkra stund. Hann skrif- aði eitthvað á hvíta papp- írsörk með ósýnilegu bleki. Að því búnu fékk hann prinsinum örkina ásamt logandi kerti og sagði hon- um að halda loganum á kertinu uppundir pappírs- örkina. Ef hann gerði það, gæti hann lesið það, sem á henni stæði. Því næst fór vitri maður- inn leiðar sinnar, án þess að krefjast nokkurrar greiðslu fyrir læknisráð sitt. Prinsinn gerði eins og vitri maðurinn hafði sagt honum. Kom þá í ljós, að greinilegir skrifstafir voru á örkinni. Á henni stóð: Vertu alltaf vingjarnleg- ur við einhvern á hverjum degi. Hjálpaðu alltaf einhverj- um á hverjum degi. Þetta var leyndardómur hamingjunnar, og þegar ungi prinsinn fór að lifa eftir þessari reglu leið ekki á löngu, uns hann varð hamingjusamasti maðurinn í öllu konungsríkinu. Sumarmynd eftir Margréti Maríu Leifsdóttur,5 ára, Bergstaðastr. 71 og Sigríði Björnsdóttur, 5 ára, Háuhlíð 14, Reykjavík. Margt ej- hægrt að gera sér til dundus og gamans. Hér ætlum við aðeins að minnast á eina hugmynd, sem þið getið svo útíært nánar eftir því, hvað hugmyndaflug ykkar er mikið. Þið getið byrjað á því að finna gömu) dagblöð og klippt út úr þeim myndir (andlitsmyndir t.d.) af þekktum persónum. Að við tölum ekki um, ef þið eigið myndir af systkinum ykkar, foreldrum eða frænd- systkinum og vinum!! Því næst getið þið fengið ykkur teiknipappfr og byrjað af fullum krafti að æfa ykkur á að teikna fólk, en þá án höfuðs! Þið getið teiknað gamalt fólk við staf og hækjur, ungbörn í vöggu eða vagni, fólk í sólbaði o.s.frv. Það hlýtur að geta orðið skemmtilegt að sjá „pabha“ allt í einu verða lítið barn í vöggu! og „mömmu“ verða eins og strák, sem getur dottið allt mögulegt f hug!! Myndir og teikningar Eg bið að heilsa Jónas Hallgrímsson Nú andar suöriö sæla vindum þýöum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim aö fögru landi ísa, aö fósturjaröar minnar strönd og hlíöum. Ó, heilsiö öllum heima rómi blíöum um hæö og sund í drottins ást og friði. Kyssiö þiö, bárur, bát á fiskimiöi. Blásiö þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboöinn Ijúfi, fuglinn trúr, sem fer meö fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal aö kveöa kvæöin þín, heilsaöu einkum, ef aö fyrir ber engil meö húfu og rauðan skúf, — í peysu. Þröstur minn góöur, það er stúlkan mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.