Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978
5
Staða Alþýðu-
bankans batn-
aði á árinu 1977
AUKNING innlána í Alþýðu-
hankanum varð á árinu 1977
383,9 milljónir króna eða 33,7% á
móti 2,9%'arið áður. Aukning
útlána varð hins vegar 16,3%.
Rekstraraígangur fyrir afskrift-
ir varð 4,1 milljón króna, en
heildarafskriftir af vélum og
tækjum námu 1 milljón króna. Þá
jókst hlutafé bankans um 32,9
milljónir og var 100 milljónir f
árslok 1977. Aukning eigin fjar
nam 27,7 milljónum eða 24,7%.
Morgunblaðinu barst f gær
fréttatilkynning um aðalfund
Alþýðubankans, í tilkynningunni
segir.
„Aðalfundur Alþýðubankans h.f
var haldinn að Hótel Sögu laugar-
daginn 22. apríl 1978. Á fundinum
gerði formaður bankaráðsins
Benedikt Davíðsson grein fyrir
starfsemi bankans á árinu 1977 og
Stefán M. Gunnarsson, banka-
stjóri, útskýrði reikninga bankans.
Fram kom í ræðum formanns
bankaráðs og bankastjóra, að á
árinu 1977 sneri mjög til betri
vegar í rekstri bankans. Hin
jákvæða þróun innlána, sem hófst
í júlí 1976 hélt áfram á árinu 1977
og jukust innlán um 383,9 m. kr.
eða 33,7% samanborið við 2,9%
Tvennir vor-
tónleikar Tón-
menntaskóla
Reykjavíkur
TÓNMENNTASKÓLI Reykjavík-
ur (áður Barnamúsíkskólinn)
mun halda tvenna vortónleika að
þessu sinni. Hinir fyrri verða á
morgun kl. 2 e.h. f Austurbæjar-
bíói. Hljómsveit skólans leikur og
nemendur úr flestum deildum
koma fram og leika einleik og
samleik. Frumflutt verður verkið
Orðagaman eftir Jón Asgeirsson
tónskáld af kór og hljómsveit
skólans, en verkið var samið af
tilefni 25 ára afmælis skólans.
Seinni tónleikarnir verða sunnu-
daginn 7. maí í Austurbæjarbíói
kl. 1.15 e.h. Þar mun koma fram
nýstofnuð lúðrasveit skólans, en
auk þess munu nemendur úr
flestum deildum skólans leika
einleik og samleik.
Starf Tónmenntaskólans hefur
verið gróskumikið í vetur og
aðstaða batnað mjög við það, að
hann flutti í húsnæði gamla
gagnfræðaskólans við Lindargötu
s.l. haust. Skólinn rekur einnig
útibú í Fellahelli í Breiðholti. Alls
voru rúmlega 400 nemendur í
skólanum í vetur, en kennarar 24.
Skólaslit verða í Tónmennta-
skólanum 12. maí, en þá útskrifast
um 20 nemendur úr eldri deildum
skólans.
árið áður. Aukning útlána varð
170,3 m.kr. eða 16,3%. Innlán voru
í árslok 1.524,8 m. kr., en í
ársbyrjun 1.140,8 m. kr. Heildarút-
lán bankans námu 1.214,2 m. kr. í
árslok 1977. Innlán í árslok
skiptust þannig að spariinnlán
voru 1.333,9 m. kr. eða 87,5% af
heildarinnlánum, sem er sama
hlutfallslega skipting og í árslok
1976. Aukning spariinnlána var
335,7 m. kr. Veltiinnlán voru 190,9
m.kr. og jukust á árinu um 48,3
m. kr. Innstæður á almennum
sparisjóðsbókum hækkuðu um
256,0 m.kr. eða 47,4% og á
vaxtaaukareikningum um 117,2 m.
kr. eða 77,2%, en drógust saman
eða stóðu í stað á öðrum innláns-
formum.
Rekstrarafgangur fyrir afskrift-
ir nam 4,1 m. kr. Heildarafskriftir
af vélum og tækjum námu 1,0 m.
kr.
Staða Alþýðubankans gagnvart
Seðlabanka Islands batnaði um
209,2 m. kr. á árinu. í árslok 1977
nam innistæða á viðskiptareikn-
ingi 154,8 m. kr. og bundin
innistæða 336,9 m. kr. Skuldir
Alþýðubankans í formi víxils og
verðbréfs 240 m. kr. og 34,0 m. kr.
vegna endurseldra lána. Inneign
Alþýðubankans í Seðlabanka um-
fram skuldir var 217,6 m. kr. í
árslok 1977.
Á árinu jókst hlutafé bankans
um 32,9 m. kr. og var hlutafé hans
í árslok 1977 100 m. kr. þar af voru
ógreidd hlutafjárloforð 32,5 m. kr.
Aukning varð á innborguðu hluta-
fé um 18,3 m. kr. Bókfært verð
fasteigna bankans var í árslok
1977 191,6 m. kr. og hafði aukist
um 3,1 m. kr. Eigið fé bankans var
á sama tíma 140 m. kr. eða 9,2%
af heildarinnlánum. Aukning eigin
fjár nam 27,7 m. kr. eða 24,7%
Á árinu 1977 flutti Alþýðusam-
band ísiands og Menningar- og
Framhald á bls. 18
Iðnskólinn í
Hafnarfirði
kynnir starf
og nám í dag
í DAG og á morgun mun Iðnskól-
inn í Hafnarfirði hafa kynningu
á starfi skólans og þeim náms-
hrautum, sem þar eru kenndar.
Ennfremur verða veittar upplýs-
ingar um námsbrautir á iðnaðar-
og tæknisviði.
Kynningin fer fram í húsi
verkdeildar skólans að Flata-
hrauni. í tilefni þess að 50 ár eru
liðin frá stofnun skólans verður
verknámsaðstaða skólans opia—
almenningi til sýnis ásamt
kennslugögnum og vinnu nem-
enda.
Listi Sjálfstæðis-
flokks á Ólafsfirði
Ólafsfirði, 26. apríl.
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
flokksins við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar hefur verið samþykkt-
ur.
Listann skipa: Kristinn G. Jó-
hannsson skólastjóri, 2. Birna
Friðgeirsdóttir húsmóðir, 3. Gísli
M. Gíslason framkvæmdastjóri, 4.
Ásgeir Ásgeirsson bæjargjaldkeri,
5. Garðar Guðmundsson skip-
stjóri, 6. Gunnar Þór Magnússon
útgeröarmaður, 7. Sigurður
Björnsson lögregluþjónn, 8. Júlíus
Magnússon sjómaður, 9. Klara
Arnbjörnsdóttir húsmóðir, 10.
Gunnlaugur J. Magnússon raf-
virkjanemi, 11. Guðni Aðalsteins-
son bílasmiður, 12. Svavar
Magnússon byggingameistari, 13.
Jakob Ágústsson rafveitustjóri, 14.
Ásgrímur Hartmannsson fram-
kvæmdastjóri.
I síðustu kosningum fékk listi
Sjálfstæðisflokksins 3 menn
kjörna af 7 í bæjarstjórn. Ásgrím-
ur Hartmannsson og Jakob
Ágústsson voru í efstu sætunum,
en gáfu ekki kost á sér í þau nú.
Ásgeir Ásgeirsson var í þriðja sæti
listans og Kristinn G. Jóhannsson
í fjórða sæti. Fréttaritari
Frá aðalfundi Alþýðubankans h.f. á Hótel Sogu. Benedikt Davíðsson bankaráðsformaður f ræðustói
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
KARNABÆR
Utsölumarkaöurinn
LAUGAVEG 66 SÍMI FRA SKIPTIBORÐI 28155
Miin \ T 1 * H 1 Ti
l [111 1 m n nT>]