Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 23 Bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við stjómmálaflokka: Deilt um hvar draga á mörkin NOKKRAR umræður urðu sl. miðvikudag í efri deild um frumvarp Stefáns Jóns- sonar (Abl) og fleiri um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenzka stjórnmálaflokka. Oddur Ólafsson (S) mælti fyrir nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar sem leggur til að frumvarpið verði sam- þykkt með þeirri breytingu að viðurlög verði létt nokkuð og látið nægja að brot á lögum þessum varði sektum að fjárhæð allt að tíu milljónir króna. Jón Sólnes (S) mælti fyrir áliti 1. minnihluta og taldi það enga höfuðsynd þótt Alþýðuflokkurinn hefði þegið einhvern fjárhagslegan stuðning frá bræðraflokkum á Norðurlöndum og taldi Afgreidd mál Nokkur þingmál hlutu af- greiðslu Alþingis á deildafundum sl. miðvikudag. Skal hér getið hinna helztu: Bókhald Samþykkt hafa verið lög um bókhald en með því er skilyrðið um innbundna og löggilta efnahags- bók gert undanþægt. Tollasamningur Staðfestur hefur verið samning- ur milli Islands og V-Þýzkalands um aðstoð í tollamálum. Leigumálar Rvíkur Samþykkt hafa verið lög um leigumála og söluverð landa Reykjavíkurkaupstaðar. SÍBS Samþykkt hafa verið lög um Vöruhappdrætti SÍBS þar sem kveðið er á um framlengingu á happdrættisleyfi Sambands ísl. berklasjúklinga til næstu tíu ára. + JÓNÍNA ÓLADÓTTIR, Irí Siglufirði, lést aö Elliheimillnu Grund 25. apríl. Fyrir hönd aóstandenda. Kristín Jónsdóttir. Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, GARÐAR VILHELM ÁSMUNDSSON, lést 17. þessa mánaóar. Jaróaö veröur frá Þjóökirkju Hafnarfjaröar, laugardaginn 29. apríl kl. 11 f.h. Diana Ellertsdóttir og synir, Margrót Ásgeirsdóttir. + Astkær unnusti minn og sonur okkar. GUNNAR EINARSSON, Smóratúni 29, Keflavík, sem lést af slysförum 23. apríl, veröur jarösunginn trá Keflavíkurkirkju laugardaginn 29. apríl kl. 2. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja, Valdís Inga Steinarsdóttir, Sigríöur Guðbrandsdóttir, Einar Gunnarsson. + Konan mín og móöir okkar, SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Borgarnesi, veröur jarösett frá Borgarneskirkju laugardaginn 29. apríl kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeöið. Stefán Ólafsson, Sígríður Stefánsdóttir, Magnús Stefánsson. málið allt vandmeðfarið enda þótt hann teldi sjálfsagt að setja einhver eðlileg takmörk á utanaðkomandi stuðning af þessu tagi. Hins vegar taldi hann óeðlilegt að slíkt væri gert með frumvarpi sem þessu og lagði því til að málinu yrði vísað frá deild- inni með rökstuddri dagskrá og til milliþinganefndar sem fjallaði um starfshætti og skipulag stjórnmálaflokka. Bragi Sigurjónsson (A) mælti fyrir áliti 2. minni- hluta og lagði til að málið yrði sent ríkisstjórninni. Taldi hann einnig mjög vafa- samt og vandmeðfarið að setja flokkum skorður með lögum sem þessum. Hvar ætti að draga mörkin — mættu t.d. verkalýðsfélög, sem væru óneitanlega skoðanamótandi afl í þjóð- félaginu, þá eftirleiðis taka við fjármunum eða styrkjum frá erlendum launþegasam- tökum vegna vinnudeilna? Eða mætti Varðberg óáreitt þiggja ókeypis boðsferðir til útlanda fyrir félagsmenn sína? Hvað um erlend menn- ingarsamtök, t.d. MÍR,- sem sendu hingað listamenn til að skemmta fólki en allir vissu hvað þar lægi á bak við? Hvað um boðsferðir þing- manna til erlendra stór- velda? Stefán Jónsson (Abl) kvaðst vildu þakka Braga Sigurjónssyni margar þarfar og skynsamlegar ábendingar, sem vissulega væru íhugunarefni. A hinn bóginn væri hér verið að tala um allt annað mál og í höfuðatriðum óskylt þeim íhugunarefnum er Bragi hefði getið um. Varðandi málflutning Jóns Sólness sagði þingmaðurinn að hann fylgdist greinilega ekki nógu vel með, því að milliþinganefnd sú er hann hefði stungið upp á,. hefði þegar lokið störfum og skilað áliti. Hún hefði hins vegar ekki treyst sér til að taka afstöðu til þessa máls vegna andstöðu eins nefndarmanns, Gylfa Þ. Gíslasonar, og frem- ur en að klofna kosið að hafa þann háttinn á að bera fram sérstakt frumvarp um þetta efni. Björgun- arsveitin Stakkur lOára Keflavík, 27. apríl. BJÖRGUNARSVEITIN Stakkur á 10 ára afmæli á morgun, föstudag, og í tilefni af því hefur sveitin opið hús í Stakkshúsi, þar sem almenn- ingi gefst kostur á að skoða húsakynni sveitarinnar, tækja- búnað og einnig munu björgunar- sveitarmenn sýna notkun tækja. Stakkshús verður opið miili 13:30 og 16 á föstudag og 13—17 á laugardag. A afmælisdaginn er svo opið hús fyrir félaga og boðsgesti í Bergási milli klukkan 16:30 og 18:30. Aðalhvatamaður að stofnun Stakks og fyrsti formaður var Garðar Sigurðsson og er hann fyrsti heiðursfélagi sveitarinnar. Núverandi formaður er Karl G. Sævar. IÞF. Móðir okkar, + ALMA SIGRÍÐUR NORMANN, Dalbraut 7, Grindavík, veröur jarðsungin laugardaginn 29. apríl kl. 13.30 frá Grindavíkurkirkju. Bðrnin. <$ LUSKRtfSTtmMl Við opnum nýjar dyr til fjaiiægm landa í dag opnum við nýjar dyr til fjarlægra landa. Dyr nýrrar söluskrifstofu okkar í Hótel Esju. Þar er greið aðkoma hvaðan sem er úr bænum og næg bílastæði. FWGFÉLAG LOFTLEIDIR ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.