Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 MORgtHv ■■ y. KAmnu ]\ -fefi 4/6 ’Vo&. Afsakaðu. — Vakti ég þig? I>ú vorður að gefa þér hotri tíma til að tyggja matinn. Glatað hæfíleikum í kapphlaupinu? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sjálfsagt erum við ekki ánægð með sagnirnar í spili dagsins. Höfum jafnvel misst hálfslemmu en ekki er allt sem sýnist. Og ekki er um annað að ræða en kljást við viðfangsefnið og gera sitt besta. Norður gefur, austur og vestur á hættu. Norður S. ÁK H. Á7532 T. ÁK85 L. KD Suður S. 87532 H. K8 T. - L. G108642 Austur og vestur segja alltaf pass en norður opnar á tveim laufum. Við sitjum í suður og segjum frá litlum spilum með tveim tíglum. Norður segir þá tvö hjörtu, við tvo spaða og við þrem tíglum segjum við lokasögnina, þrjú grönd. Ut kemur spaðadrottning og þegar blindur kemur upp sjáum við að laufsamningur hefði verið betri. En í Ijós kemur, að austur átti ekki spaða. Hann lætur tígul í spaðakónginn. Það liggur beint við að búa til slagi á lauf. Spilum kóngnum og drottningunni og fáum báða slagina en lætur austur aftur tígul, átti aðeins eitt lauf. Hvernig á nú að vinna spilið? Við vitum þegar mikið um héndi vesturs. Hann átti í upphafi sex spaöa og fjögur lauf. Þá eru aðeins eftir þrjú spil í rauðu litunum og í hvorugum þeirra má hann hafa átt eyðu. I tígulás og kóng látum við lauf af hendinni. Tökum síðan á hjartaás og kóng og þá hefur komið í ljós, að rauðu spilin á hendi vesturs skiptust 2—1. Nú höfum við fengið sjö slagi og þurfum aðeins tvo til viðbótar. Spilum laufgosa og frá borðinu látum við spaðaás. Vestur getur tekið á laufásinn og þrjá spaða- slagi en við fáum tvo síðustu slagina. Það þýðir ekki fyrir hann að gefa laufgosann eða að spila okkur aftur inn á lauf. Við spilum þá bara spaðaáttunni og fáum þá þar fyrr eða seinna slaginn, sem þarf til vinnings. 7686 COSPER Móðir, sem sagðist hafa rekist á grein í nýlegu eintaki Neytenda- blaösins, ritaði um hana nokkur orð, en grein þessa segir hún hina athyglisverðustu, sem allir ættu að kynna sér er hafa með uppeldis- mál að gera: „Fyrir stuttu sá ég nýlegt eintak af Neytendablaðinu, en í því eru margvíslegar greinar um neytendamál, eins og gera má ráð fyrir í því riti. Ekki ætla ég að telja þær upp, en leyfa ihér samt að nefna eina þeirra er nefnist Börnin og neyzlusamfélagið. Er þetta þýdd grein, sem upphaflega var flutt sem framsöguerindi á námskeiði fyrir norska kennara og segir í blaðinu að hún hafi strax vakið mikla athygli og orðið upphafið að margvíslegum um- ræðum varðandi neytendafræðslu. Mig langar til að vitna, til nokkurra orða greinarinnar sem gefa til kynna hversu athyglisverð hún er og vona ég að það verði ekki illa tekið upp: „Allt frá blautu barnsbeini mætir börnunum heimur sem einkennist fyrst og fremst af hlutum og neyzlu. Vöruflóðið getur alls staðar að líta í hinu daglega lífi og fljótt gerir þrýstingurinn vart við sig frá „hinum“, úr búðargluggunum, frá auglýsingum o.s.frv. Þessi þrýstingur beinist einnig að barninu, sem ekki hefur nauðsynlega re.vnslu og dómgreind til þess að koma vörnum við. Þetta kaupándrúmsloft verður í sjálfu sér aðlaðandi fyrir barn, sem snemma er leitt inní neyzlusamfé- lagið. Samtímis verður nánasta umhverfi æ fátæklegra fyrir fleiri og fleiri börn (of lítið pláss, fáir möguleikar til leikja, umferðin o.s.frv.) eftir því sem þéttbýli eykst. Sú uppörvun sem umhverfiö á að veita börnum í uppvextinum er tæpast fyrir hendi. Möguleikar til athafna verða fábreyttari og barnið hefur æ færri tækifæri til þess að skyggnast inn í heim hinna fullorðnu. Þetta gildir að vísu aðallega um hina stærri _bæi, en sama tilhneigingin er einnig ann- ars staðar... Kannski hafa foreldrarnir smám saman misst hæfileikann til þess að tala við börnin sín. Þessi dýrmæti möguleiki til að ná sambandi við þau, hefur farið forgörðum í öllu kapphlaupinu. Og ef við búum of fínt og allar „græjurnar" hafa of mikla þýðingu fyrir okkur, þá er ekki nema ami af því að hafa börn í kringum okkur meir en nauðsyn krefur. Rannsókríir sem beinzt hafa að hinum svonefndu „betri“ hverfum hafa leitt í ljós hversu lítið börn og unglingar gera af því að bjóða félögunum heim til sín. Það er auðveldara að hafa þau „úti í bæ“ hvar svo sem það nú annars er.“ Öllu fleira tek ég ekki úr þessari Mér er sagt að pabbi þinn eigi mjög stórt bankabókasafn? MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaya eftir Georges Siinenon Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 30 gömul kona, scm vcrja tölu- vcrðum tíma sínum á bekkjun- um þarna og segjast muna eftir honum. Allir scgja það híð samai hann var mjög elskuleg- ur og kurteis við alla og haíði ckkert á móti því að spjalla við fólk. Eftir þvf sem gamla konan segir mér sá hún hann oft ganga f áttina til Place de la Republique en hún sá hann hverfa í fjöldann og veitti ekki athygli nánar hvert hann fór. — Og hún hefur aldrei séð hann í fylgd með ifðrum? — Nei, ekki hún. En einn utangarðsmaður sagði við migi „Hann var að bíða eítir ein- hverjum. Svo kom maðurinn og þeir fóru saman.“ En hann gat ekki lýst honum. Hann sagðii „Svona maður eins og maður sér ails staðar.“ — Reyndu að halda áfram. sagði Maigret maðulega. Svo hringdi hann tii konu sinnar að segja henni að hann kæmi síðar heim cn hann hefði búizt við og tók sér bíl til að fara út til Juvisy. Það var farið að hvessa. Lágskýjað og drungalegt. Sennilega myndi hvessa enn meira í nótt. Bfl- stjórinn átti í nokkrum erfið- leikum með að finna Ruc des Peupliers. í þetta sinn var ekki aðeins Ijós í eldhúsinu hcldur einnig á efri ha<ðinni. Bjallan virtist f ólagi. En einhver hafði heyrt í bflnum og dyrnar voru opnaðar og hann sá konu sem hann þekkti ekki, Ifklega nokkrum árum eidri en frú Thouret og augljóst að þar var ein systirin enn. — Maigret lögregluforingi. sagði hann. Hún snerist á hæli og kallaðii - Emilie! — Já, ég heyrði það. Bjóddu honum innfyrir. Tekið var á móti honum í eldhúsinu. þvf að stofunni hafði verið breytt í syrgjendaher- bergi. í ganginunum var dauf- ur blóma- og kertailmur. í eldhúsinu sátu nokkrir við borð og snæddu kalda rétti. — Afsakið að ég trufla. — Má ég kynna mág minn, Magnon, starfsmann við rfkisjárnbrautirnar... — Gleður mig að hitta yður. Magnon var fjarska virðuleg- ur í framkomu. Hann var áreiðanlega þrælheimskur líka. Hann hafði rautt yfirskegg og gríðarstórt adamsepli. — Þér hafið hitt Celine systur mína. Og þetta er hin systir mín. Hortense... Það var mcð naumindum að þau komust öll fyrir f litia eldhúsinu. Monique var sú eina sem ekki hafði staðið á fætur, en sat grafkyrr og horfði stóreyg á lögregluforingjann. Ilún hélt sjálfsagt að hann væri kominn sérstaklega til að spyrja hana um Albert Jorisse og skelfingin lýsti af henni. — Mágur minn, Landin, eiginmaður Hortense, kemur heim í kvöld. Hann rétt mer það að komast í jarðarförina. Má ekki bjóða yður sæti? Ilann hristi höfuðið. — Þér viljið kannski sjá hann? Henni var mjög í, mun að sýna hann, að alit hefði vérið undirbúið cins vel og unnt var. Hann fylgdist með henni inn í stofuna, þar sem Louis Thouret lá f kistunni. Lokið hafði ekki verið sett á enn. Hljóðlega sagði húni — Það er eins og hann sofi, finnst yður ekki? Hann gerði krossmark yíir líkið eins og vænzt var af honum. — Hann vissi ekki að hann átti að deyja... Svo hætti hún viðt — Hann clskaði lífið svo innilega! Þau læddust á tánum fram og hún lokaði á eftir þeim. Hin biðu með að hefja máltfðina þar til Maigret væri farinn. — Komið þér til útfararinn- ar, herra lögregluforingi? — Já, það ætla ég að gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.