Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 Á fundum sínum hafa þeir Carter og Schmidt hvor étið úr sínum poka nokkuð. Geta Þjóðverjar sjálfum sér um kennt? Á hérlendum blöðum er svo að skilja sem ráðamönnum þyki óviðbúnar sveiflur Bandaríkja- forseta hafa mjög veikt stöðu vestrænna ríkja í samningavið- ræðum við Sovétmenn um vopnatakmarkanir. Þeir leggja þess vegna áherzlu á þann þátt í röksemdafærslu Carters, sem lýtur að hugsanlegri endurskoð- un ákvörðunarinnar náist ekki samningar við Sovétmenn. Bendir dagblaðið „Die Welt“ á að Þjóðverjar eigi nú ekki annars úrkosta en að gera gott úr núverandi ástandi. Vangaveltur hafa verið uppi um hvers vegna Carter tók þann Gunnar Pálsson skrifar frá Vestur- Þýzkalandi Þjóóverjar narta í Carter fyrir að fresta framleiðslu nýs drápstækis aðar og ljóst að t.d. Belgar og Hollendingar vildu hvergi nærri henni koma. Ráðherrar þýzku stjórnarinnar iðuðu einnig í stólum sínum, ekki sízt flokks- menr. kanzlarans, en um skeið hefur það verið stefna vest- rænna jafnaðarmannaflokka að andæfa útbreiðslu hvers kyns kjarnorkuvopna. Kohl heldur því fram, og undir það tekur dagblaðið „Die Welt“, að hefði þessarar óvissu ekki gætt hefði Bandaríkjaforseti ekki þurft að fara eins og köttur í kringum heitan graut frammi fyrir nift- eindasprengjunni. Hinn stjórnarandstöðuforing- inn, Franz Josef Strauss, formaður Kristilegra almenningssamtaka, CSU, ber stjórninni hins vegar á brýn að hafa tvístigið „af ótta við Breschnev", en Sovétleiðtoginn er væntahlegur til Bonn í byrjun maí. Hvað em hæft kann að vera í þessum og öðrum vangaveltum má líta svo á að Carter hafi tekizt að þvinga Þjóðverja til að taka skýra afstöðu í málinu og brjóta ísinn. Virðist nú óhjá- kvæmilegt að þeir verði enn frekar en áður málsvarar nift- eindasprengjunnar í Vestur- -Evrópu. Þeir hafa þegar lýst sig reiðubúna, eing og fram kom í þingræðu kanzlarans 14. apríl, til aö taka við henni, með því skilyrði, að að minnsta kosti ein önnur nágrannaþjóð geri slíkt hið sama. Vestur-Þýzkaland mun vera eina Evrópulandið þar sem tæknilegar og aðrar aðstæður gera unnt að koma sprengjunni í skotstöðu. „Eitthvert háskalegasta vopn okkar tíma er Cartersprengjan. Ég spurði kunnan sprengjusér- fræðing hvers vegna. Hann svaraði: „Vegna óútreiknanleika hennar. Hún springur þegar minnst varir og veldur stórkost- legu tjóni, sem einnig kann að bitna á ókomnum kynslóðum.“ „Það tjón verður þó væntanlega aðeins í hópi fjandmannanha — eða hvað?“ spurði ég. „Því er nú yerr og miður," svaraði sér- fræðingurinn, „þessi sprengja gerir ajls engan mun á vinum og óvinum. Það hendir jafnvel að hún springi í miðri Washington Með svofelldum orðum líkir spaugsamur dálkahöfundur við vesturþýzka vikublaðið „Die Zeit“ hinum hverflynda Banda- ríkjaforseta við margumtalaða nifteindasprengju, en eins og kunnugt er ákvað Carter nýlega eftir japl og jaml og fuður að fresta smíði þessa nýstárlega vopns um óákveðinn tíma. Enda þótt vitað væri að forsetinn væri siðferðilega andvígur frekari keppni um.gerð eyðingarvopna, er óhætt að segja að ákvörðunin hafi komið flestum vestrænum ráðamönnum í opna skjöldu. Ekki leikur á tveimur tungum að Þjóðverjum, sem til þessa hafa meðal ríkja Atlantshafs- bandalagsins lagt ríkasta áherzlu á að nifteindasprengj- unni yrði komið fyrir í varnar- kerfi bandalagsins, var t.a.m. mjög brugðið, er Carter gerði út mann til Bonn með þau skilaboð, að hann hygðist engan veginn samþykkja smíði hennar. Helmut Schmidt brást hart við og sendi utanríkisráðherra sinn, Genscher, um hæl til Washing- ton. Genscher bar kanzlaranum þær fréttir til baka, að forsetinn lægi enn undir feldi og hefði hann því ekki haft erindi sem erfiði. „Trúarlegur sveimhugi," á Genscher að hafa sagt um forsetann samkvæmt heimild- um „Der Spiegel". Segir í sama blaði að úrræðaleysi Carters hafi rennt frekari stoðum undir þá skoðun Schmidts, að hinn fyrrnefndi væri ekki annað en óútreiknanlegur bögubósi, sem reyndi að ota sínum eigin siðgæðissjónarmiðum á vett- vangi heimsmálanna. Væri það og álit kanslarans að Carter væri í rauninni ófær um að fara með hlutverk aðalleiðtoga á Vesturlöndum. Hvort sem þessi orð „Der Spiegel“ eru marktæk eða ekki, er auðsýnt að ákvörðun Banda- ríkjaforseta varðandi nifteinda- sprengjuna hefur valdið ólgu og reiði meðal vestur-þýzkra blaða og stjórnmálamanna að undan- förnu. Þetta má. m.a. ráða af ummælum á forsíðu vikublaðs- ins „Die Zeit“ 14. apríl sl. en þar segir: „Þar sem Jimmy Carter er annars vegar hafa Bandaríkin á að skipa leiðtoga, sem gæddur er öllum eiginleikum, sem til þarf til að verða forseti. Hann hefur hins vegar fáa til að bera, sem nauðsynlegir eru til að vera forseti." Hvers vegna leggja Þjóðverjar kapp á smíði sprengjunnar? Síðan umræða hófst um til- gang og eðli nifteinda- sprengjunnar hafa stjórnvöld í Bonn lagt áherzlu á sjálfsfor- ræði Bandaríkjamanna í þessu efni, enda þótt ljóst þyki að Bandaríkjamenn sjálfir þurfi ekki á henni að halda til eigin landvarna. Hafa aðrar aðildar- þjóðir Atlantshafsbandalagsins látið í veðri vaka að hún væri fyrst og fremst varnarvopn, þ.e. svar við hugsanlegri innrás Varsjárbandalagsins í Mið- Evrópu. Ástæður fyrir áhuga Þjóð- verja á nifteindasprengjunni virðast í aðalatriðum tvær. Ef til styrjaldar kæmi við Sovét- menn er það eitt helzta áhyggju- efni vestrænna hernaðarsér- fræðinga, að þeir myndu að öllum líkindum byrja með skyndiárás inn í norðanvert Vestur-Þýzkaland. Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja um vígbúnað Sovétmanna, er talið að í slíkri árás myndu þeir tefla fram þúsundum skriðdreka í fremstu víglínu. Hernaðarsér- fræðingar Atlantshafsbanda- lagsins vekja athygli á þeirri staðreynd, að á vettvangi skrið- drekahernaðar hafi Varsjár- bandalagið umtalsverða yfir- burði yfir Atlantshafsbandalag- ið, eða um 20000 skriðdreka andspænis 7000. Staðhæfa þeir að eina hugsanlega leiðin til að spyrna fótum við slíkri innrás væri í krafti kjarnorkuvopna. Ilins ber þó að gæta segja þeir, að nú þegar eru fyrir hendi í Vestur-Evrópu kjarnorku- sprengjur, sem hver um sig eru öflugri en Hírósímasprengjan. Af því leiðir að í kjarnorku- styrjöld mætti búast við ^tór- felldum skaða innan vébanda Atlantshafsbandalagsins sjálfs af völdum hita, þrýstings og geislavirknr. Með nifteinda- sprengjunni, sprengjunni, sem ræðst gegn lífi en þyrmir dauðu, benda sérfræðingarnir á að draga mætti verulega úr þessu tjóni, þar sem sprengjunni er með geislavirkni fyrst og fremst beint gegn mönnum en minni spjöll verða á mannvirkjum vegna hita og þrýstings. Ekki þykir það rýra gildi hennar að ef henni væri beitt gegn skrið- drekum Sovétmanna myndi hún tendra þeirra eigin atóm- sprengjur áður en þeim tækist að skjóta þeim á loft og myndu þeir þannig falla á eigin bragði. Það sjónarmið, er liggur röksemdum þessum til grund- vallar, að „jafna vogarskálar óttans", er vafalítið ein helzta undirrótin að áhuga Þjóðverja á nifteindasprengjunni. Annað skylt sjónarmið skiptir þó e.t.v. ekki síður máli, þótt það hafi vegið öllu þyngra áður en ákvörðun Carters lá fyrir. Það hafði verið von Helmuts Schmidts að sér og öðrum leiðtogum Vestur-Evrópu gæfist meira ráðrúm og sjálfs- öryggi í afvopnunarviðræðum við Sovétmenn með nifteinda- sprengjuna að bakharli. Var það ætlun hans að nota hana sem eins konar „skiptimynt" fyrir eftirgjöf af hálfu Sovétmanna og hleypa þannig nýju blóði í viðræðurnar. Ákvörðun Carters virðist hafa gert þessa von kanzlarans að engu um sirin enda þótt sennilegt þyki að Carter muni leita hófanna við Sovétmenn um að þeir setji hömlur við framleiðslu vopna eins og „SS-20" eldflaugarinnar í staðinn. Eldflaugar þessar hafa sprengjuodd, sem er tvö þúsund sinnum sterkari en sprengjuoddur nifteinda- sprengjunnar. kost, sem raun varð á. Nokkrir fréttaskýrendur úr röðum Atl- antshafsbandalagsins telja að með því að fresta smíði sprengj- unnar hafi Bandaríkjaforseti aðeins viljað búa svo um hnút- ana að tími gefist til að gaumgæfa betur tæknilegan undirbúning framleiðslunnar, ef breyttar aðstæður kynnu að réttlæta hana að ári. Aðrir benda á að Carter hafi ekki verið sannfærður um að Atlantshafsbandalagið gæti varið hendur sínar með nift- eindasprengjunni einni saman. Vildi hann því stuðla að því að styrkja stoðir núverandi varnarkerfis í Evrópu, en ekki taka siðferðilega ábyrgð á nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Þýzka stjórnarandstaðan skellir skuldinni á ríkisstjórn kanzlarans. Leiðtogi hennar, Helmut Kohl formaður kristi- legra demókrata, CDU, fullyrðir að það sé að miklu leyti um að kenna stappinu í herbúðum stjórnarinnar hvernig komið er. Rökin, er að ásökun þessari hníga, eru að Carter lagði í upphafi áherzlu á að hann myndi haga ákvörðun sinni í samráði við samræmda heildar- stefnu Atlantshafsbandalags- ríkjanna. Benti hann á að forsenda slíkrar heildarstefnu væri samstaða um staðsetningu sprengjunnar í aðildarlöndun- 'um. Þessi samstaða var ekki fyrir hendi í byrjun marzmán- Stirð sambúð við Bandaríkin í kjölfar nýlegra atburða bera vestur-þýzk stjórnvöld þó engu síður kvíðboga fyrir hrakandi samskiptum Evrópu og Banda- ríkjanna. Af orsökum ber í þessu tilliti, auk nifteinda- sprengjunnar, að nefna óvænt haftalög forsetans varðandi vinnslu geislavirkra efna í síðasta mánuði. Á fundi æðstu manna Efnahagsbandalagsríkj- anna í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu var t.d. að skilja á Giscard Frakklandsforseta, að tími væri til kominn að Evrópu- menn tækju þessi mál í sínar eigin hendur, enda væri ekki hægt að reiða sig á Jimmy Carter öllu lengur. Þeir Schmidt og Genscher hafa aftur á móti látið í það skína að náin samvinna við Bandaríkin væri Vestur-Evrópuríkjum lífs- nauðsyn. Samskipti Carters og Schmidts hafa frá fyrstu tíð verið með stirðara móti, enda dró Schmidt enga dul á að honum þótti Ford betri kostur- inn í forsetakosningunum. Ýmis tilþrif Carters síðan hafa síður en svo bætt úr skák. Má í þessu sambandi nefna fyrrnefnd lög, sem ónýta gerða samninga um útflutning Bandaríkjamanna á úraníum, afskipti Bandaríkja- stjórnar af þeirri ætlun Þjóð- verja að reisa endurvinnslustöð fyrir geislavirk efni í Brasilíu, bendingar hennar um gerð þýzkrar efnahagsstefnu og ráð- stafanir til að hefta fall dollar- ans. Samkvæmt heimildum „Der Spiegel" muna Þjóðverjar ekki erfiðari tíma í samskiptum sínum við Bandaríkiri síðan Johnson sendi mann til Bonn 1965 til að kúga fé út úr Þjóðverjum fyrir veru banda- rískra hersveita á þýzku land- svæði. Þaö er því e.t.v. skiljanlegt að kanzlarinn vilji ekki á þessu stigi auka á erfiðleikana í sambúðinni. Hann hefur fyrir- skipað bann við allri opinberri gagnrýni á aðgerðir Bandaríkja- forseta varðandi nifteinda- Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.