Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978
17
(Jtgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjórí
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mónuöi innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
Stjórnarskrár-
nefnd og Alþingi
Allsherjarnefnd Neðri deildar Alþingis hefur lagt fram
þingsályktunartillögu þess efnis, að stjórnarskrár-
nefnd, sem starfað hefur í nokkur ár, verði leyst frá
störfum og ný nefnd kjörin til þess að vinna að
endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ástæðan fyrir þessum
tillöguflutningi er sögð sú, að stjórnarskrárnefnd sé
óstarfhæf.
Umræður um endurskoðun stjórnarskrárinnar hafa við
og við verið á döfinni frá lýðveldisstofnun. Síðan eru liðin
34 ár og við höfum komizt sæmilega af, þótt ekki hafi enn
verið sett ný stjórnarskrá. Undirbúningur að setningu
nýrrar stjórnarskrár er vandasamur og margslunginn.
Miklu skiptir að ekki sé hlaupið að neinu eða ákvarðanir
teknar í fljótræði. Raunar má fullyrða, að það sé
mikilvægt, að undirbúningur nýrrar stjórnarskrár taki
langan tíma og æskilegt er, að opinberar umræður fari
fram um ýmsa efnisþætti nýrrar stjórnarskrár áður en
formlegar tillögur eru gerðar um hana. Þess vegna er það
skoðun Morgunblaðsins, að ekkert tjón hafi af því hlotizt,
þótt sú stjórnarskrárnefnd, sem nú situr hafi ekki enn
lokið störfum.
Sumir þingmenn eru óánægðir með að kosningalögum
hefur ekki verið breytt. Það er rétt, að alvarlegt misrétti
ríkir milli kjósenda eftir landshlutum. En hér er ekki við
stjórnarskrárnefnd að sakast heldur þingið sjálft. Ef
þingið er óánægt með, að ekki hafa verið afgreiddar
tillögur um breytingar á kosningalögum til þess að jafna
atkvæðisrétt manna eftir kjördæmum hefur það ekki við
aðra að sakast en sjálft sig, því að þingmönnum var í lófa
lagið frá haustmánuðum að undirbúa nauðsynlegar
breytingar á kosningalögum.
Stjórnarskrárnefnd var ekki skipuð sérstaklega til þess
að gera tillögur um breytingar á kjördæmaskipan eða
kosningalögum, heldur til þesg að fjalla um víðtæka
endurskoðun íslenzku stjórnarskrárinnar. Ef óþolinmæði
þingnefndar stafar af því, að stjórnarskrárnefnd hafi ekki
lagt fram tillögur um nýja kjördæmaskipan, kemur hún
einnig undarlega fyrir sjónir, þar sem ný kjördæmaskipan
hefur ekki verið ýkja mikið á döfinni og bersýnilega enn
nokkuð langt í, að hún komist til umræðu í alvöru.
Það er því erfitt að finna efnisleg rök fyrir þessum
tillöguflutningi allsherjarnefndar Neðri deildar Alþingis.
Kjarni málsins er þó sá, að tillagan er virðingu þingsins
ekki samboðin. í forystu fyrir stjórnarskrárnefnd er
Hannibal Valdimarsson, sem á að baki langan, litríkan og
umdeildan, en merkan stjórnmálaferil. Tillöguflutningur
þingnefndarinnar hefur orðið til þess, að þessi aldni
þjóðmálaskörungur hefur orðið fyrir persónulegu aðkasti
af því tagi, sem ekki hæfir. Þeir þingmenn, sem nú sitja
á Alþingi, mundu áreiðanlega kunna því illa, ef
eftirkomendur þeirra í þingsölum kæmu fram við þá af
þeirri hvatvísi og tillitsleysi, sem allsherjarnefnd Neðri
deildar sýnir Hannibal Valdimarssyni nú. I stjórnarskrár-
nefnd sitja aðrir merkir stjórnmálaskörungar, með mikla
reynslu að baki. Það er þjóðinni dýrmætt að njóta
starfskrafta þeirra enn um sinn við undirbúning nýrrar
stjórnarskrár. Forystumenn þingsins hljóta að taka hér í
taumana og sjá til þess, að framkoma þingsins verði með
þeim hætti, sem hæfir, ekki vegna Hannibals Valdimars-
sonar eða annarra meðlima stjórnarskrárnefndar, heldur
vegna þingsins sjálfs. Það er ástæðulaust, að Alþingi
íslendinga verði sér til skammar. Um skítkast í blöðum
egna þessa máls ræðir Mbl. ekki, því að árásirnar á
lannibal Valdimarsson, t.d. í forystugrein eins dagblað-
A.nna, eru eins og þúfutittlingur reyndi að rota haförn með
vængnum.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978
Gelr Hallgrímsson, forsætisráðherra:
Þjóðarsátt
- samheldni en
ekki sundrung
HÉR FER á eftir ræöa Geirs Hallgrímssonar,
forsætisráöherra, í eldhúsdagsumræöum á
Alpingi í gærkvöldi:
Reynslan sýnir, að þjóðum farnast best, þegar
festa ríkir í stjórnarfari þeirra og unnt er að ná
samstöðu hagsmunahópa.
Frá lýðveldisstofnuninni 1944 sker árangurinn
1960—1970 sig úr að því leyti, að aðeins þá hafa
ríkisstjórnir setið út allt kjörtímabil Alþingis, þar til
að núverandi ríkisstjórn hefur setið það til enda.
Viöreisnarárin voru eitt mesta framfaraskeið í
sögu landsins, þrátt fyrir efnahagsleg áföll og átök
hagsmunahópa. Á því stjórnartímabili, sem nú er
að Ijúka, hefur veriö tekist á við margvíslegan
vanda. Niðurstaða réttsýnna manna hlýtur að verða
sú, að almennt hafi vel til tekist, þótt tilætluðum
árangri hafi ekki verið náð í öllum greinum.
Hrakspár stjórnarandstöðu um upplausn stjórnar-
samstarfsins hafa ekki ræst. Þvert á móti hefur
hafist ný framfarasókn.
Góö sambúð
viö önnur ríki
Öryggi landsins veröur aö vera tryggt og leggja
verður áherslu á góða sambúð við önnur ríki, svo
aö unnt sé aö einbeita kröftunum að stjórn innri
mála.
Strax tveimur mánuðum eftir að ríkisstjórnin var
mynduð 1974 var horfiö frá óvissu og öryggisleysi
og gert samkomulag við Bandaríkjastjórn. Síðan
hefur verið unnið aö framkvæmd þess, m.a.
varðandi endanlega kostnaðarskiptingu í fjármögn-
un nýrrar flugstöðvarbyggingar, svo að unnt sé að
greina algerlega á milli almennrar starfsemi og
varnarstarfa á Keflavíkurflugvelli.
Öryggismál landsins þurfa að vera til stöðugrar
athugunar og umræðu. Sjálfstæðið byggist á því,
aö landinu séu tryggðar varnir. Með aðildinni að
Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfinu við
Bandaríkin er best fyrir þessu séð, eins og málum
er nú háttað.
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði fyrstur
stjórnmálaflokka um útfærslu fiskveiðilögsögunnar
í 200 mílur, var fjóst að efasemdir um ályktunina
mundu koma fram bæði innanlands og þó fyrst og
fremst andstaða erlendis. Þó höfðu ekki liðið nema
tvö ár frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð
þar til 200 mílna lögsagan hafði hlotið alþjóðlega
viðurkenningu.
Síðan hefur ekki verið um ágreining viö erlend
ríki að ræða. Ekki má þó láta deigan síga við gæslu
hagsmuna landsins út á við. Nú er brýnast að
tryggja útflutningsverðmætum hagstæðustu mark-
aði og afla innfluttra verðmæta með bestu kjörum.
Stuðla verður að því, að eðlileg verkaskipting milli
þjóða fái að þróast, samkeppni verður að vera
frjáls svo að hugkvæmni og útsjónarsemi fái notið
sín.
Ágreiningur er um það hvernig öryggi landsins
skuli tryggt, en hvað er það annað í raun, sem deilt
er um nú í lok þessa síöasta þings fyrir kosningar?
Og hvað er það sem menn eru sammála um?
Þetta erum viö
sammála um
Allir eru sammála um nauðsyn pess aö halda
uppi fullri atvinnu og bægja frá böli atvinnuleysis-
ins. Þetta hefur tekist á kjörtímabilinu. Hér á landi
finnst mönnum það sjálfsagður hlutur. En er það
svo víst. Ekki þarf annað en líta til nágrannaland-
anna til aö sjá, að það er meiri vandi en flest þeirra
fá ráðið að tryggja hverri vinnandi hönd verkefni.
Vi'öa er um þaö rætt í fullri alvöru hvort ekki sé
unnt að skipta atvinnuleysinu jafnt á borgarana.
Það yrði ekki þolað hér á landi, ef 10.000 manns
gengju um atvinnulausir, svo að heimfært sé
hlutfallslegt dæmi úr einu nágrannalanda okkar.
Allir eru sammála um, að ekki skuli stofna til
frekari erlendra skulda og ekki beri aö auka
greiðslubyrði afborgana og vaxta erlendra lána frá
því sem nú er.
Tekist hefur að halda þessari greiðslubyrði innan
við 14% hlutfalls útflutningstekna, í stað þess að
búist var við að meira en 20% útflutningsteknanna
yrði þannig ráðstafað fyrirfram. Menn vara meö
réttu viö erlendum lántökum þótt lánstraust
íslendinga erlendis sé óskert og beri skilvísi þeirra
og áliti gott vitni.
Þaö er því að þakka, að okkur hefur einnig tekist
að lækka viðskiptahallann við útlönd úr 11%—12%
af þjóðarframleiðslu í um 2% síðustu tvö árin og
miðum að jöfnuöi á þessu ári.
Allir eru sammála um að stefna aö auknum
kaupmætti launa. Ríkisstjórnin hefur staðfastlega
bent á nauðsyn þess að kaupmátturinn sé í
samræmi við afkomu þjóöarinnar. Á fyrstu
stjórnarárunum, þegar orkuframkvæmdir voru með
mesta móti, til þess að mæta olíuverðhækkunum,
og viðskiptakjör versnuðu um nær 30% á tveimur
árum, var óhjákvæmilegt að dregið væri úr
kaupmættinum, en nú er sá kaupmáttur, sem
almenningur nýtur, hærri en nokkru sinni fyrr.
Efnahagsráöstafanirnar, sem ríkisstjórnin greip til
í febrúar s.l. höfðu einmitt að höfuðmarkmiöi aö
varðveita hann. Kaupmátturinn hefur nú um tíma
haldist um 15% meiri en hann var fyrir kjarasamn-
ingana á síðasta ári. Uni menn við það, getur þessi
ávinningur haldist út áriö og aukist síðan smám
saman, ef ytri skilyrði versna ekki. Við getum ekki
búist við því að unnt sé að auka kaupmáttinn meira
á jafn skömmum tíma, þegar við heyrum fréttir af
því frá nágrannaþjóðunum, að jafnvel verði að
draga úr kaupmætti þar.
Allir eru sammála um, aö ráða verði niðurlög-
um verðbólgunnar og einbeita beri kröftunum að
bví. Við spyrjum ekki að ástæöulausu: Er
óhjákvæmilegt að verðbólga sé þrisvar til fjórum
sinnum meiri á (slandi en annars staðar í
Vestur-Evrópu? Viö svörum öll þessari spurningu
neitandi.
Að vísu getum viö fært fram ýmislegt okkur til
afsökunar. Við búum við einhæfa atvinnuvegi, 75%
útflutnings eru sjávarafurðir. Svipull er sjávarafli og
óvenju miklar sveiflur eiga sér stað í verðlagi hans.
Við hagstæð skilyrði aukast tekjur einstaklinga,
atvinnuvega og hins opinbera, eftirspurnin vex
og verðlag hækkar í kjölfarið. Þegar afli minnkar
og útflutningsverð lækkar, verður engu síður að
greiða háan tilkostnað innanlands með því að
fjölga íslenskum krónum miðað við söluverð í
erlendri mynt, þ.e.a.s. lækka gengið, og verðlagiö
hækkar aftur í kjölfarið. Þetta er gömul saga og
ný. Almennur skilningur hefur því vaxiö á því, að
við verðum að nýta jöfnunarsjóöi í sjávarútvegi
betur en hingað til. Enn má læra af draumi Faraós
um feitu kýrnar og mögru.
Eyðum ekki meiru
en við öflum
En þótt allir séu sammála um þau markmið, sem
aö skuli stefnt:
Atvinnuöryggið,
viðskiptajöfnuðinn, kaupmáttinn og
stöðvun verðhækkana,
eru kenningarnar um leiðirnar að markmiðunum
margar og mismunandi.
Sjálfsagt má t.d. um það spyrja, hvort haldið hafi
verið uppi of mikilli eftirspurn eftir vinnuafli og meiri
en nauösynleg var til að tryggja fulla atvinnu og
þannig sköpuð óeðlilega mikil spenna í efnahagslíf-
inu, sem tafið hefur förina aö öllum markmiðunum
fjórum. Ef við sækjum of fljótt að einu þeirra, getum
við fjarlægst hin þrjú.
Við verðum að geta sameinast um þá höfuðreglu
og heilræði, sem óhjákvæmilegt er að halda, ef
árangri á að ná, aö eyða ekki meiru en við öflum.
Við hljótum því að leggja áherslu á aö auka
tekjurnar, framleiðslu og útflutning, og draga úr
þjóðarútgjöldum með hagkvæmni og sparnaði.
Sjávarútvegurinn hefur dregið okkur drýgsta
björg í bú undanfarna áratugi. Meö útfærslu
fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur höfum við tryggt
okkur yfirráðin yfir auðlindum sjávar, en vegna
ástands fiskstofnanna höfum við takmarkað
sóknina í þá svo aö haga megi nýtingu þeirra
þannig, að við getum treyst afkomuna til lengri
tíma, jafnframt því sem leitað hefur verið nýrra
miða og fisktegunda.
Virkjun fallvatna verður að halda áfram og beisla
þarf aðrar orkulindir til að efla undirstöður vaxandi
iðnaðar og draga úr notkun erlends eldsneytis.
Innlenda verk- og tækniþekkingu verður aö efla og
veita fjármagni til nauðsynlegra rannsókna, áður en
í stór og smá verkefni er ráðist. Nýta þarf
gróöurmátt jarðar til að treysta tekjuöflun okkar í
framtíöinni. Vel menntuð æska er ótæmandi
auösuppspretta og ekki síst verður hún að finna
kröftum sínum viðnám í verðugum verkefnum.
Þótt við séum nú í orði sammála um að halda
þjóöarútgjöldum innan tekjuöflunar á hverjum
tíma, greinir okkur gjarnan á um hvernig skipta
skuli útgjöldunum milli einstaklinga og opinberra
aðila.
Sjálfstæðismenn hafa ávallt talið, að ein-
staklingarnir skapi verðmætin og afli teknanna, og
því beri hinu opinbera ekki umráð útgjalda með
skattlagningu, nema þegar unnt er að færa gild rök
fyrir því, að framkvæmdir og þjónusta séu betur
komin í höndum þess en einstaklinganna sjálfra, til
þess að tryggja félagslegt öryggi.
Forvígismenn ýmissa verkalýðssamtaka og
stjórnmálaflokka hafa aftur á móti haldið fram hlut
hins opinbera.
Ráðstöfunarfé almennings aukið
Nú hefur brugðið svo við, að jafnvel skilningur
þessara manna hefur aukist á því, að svigrúm fyrir
kaupmáttaraukningu launþega fæst ekki nema
útgjöldum opinberra aðila séu takmörk sett.
í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var skýrt tekið
fram, að ríkisútgjöldum skyldu „sett ákveðin
takmörk miðað við þjóðartekjur", og það heit hefur
verið efnt.
í stað þess að ríkisútgjöld námu 31% af
þjóðartekjum nema þau nú 27% af þeim. í þessu
felst sparnaður á yfirstandandi ári, er nemur um
16 milljörðum króna og þannig er ráðstöfunarfé
almennings aukið.
Hluti opinberrar skattheimtu fer til fjárfestingar
og fjölskyldur og atvinnufyrirtæki festa fé sitt í
íbúðum, öðrum mannvirkjum, og vélum. Hyggileg
fjárfesting er nauðsynleg, býr í haginn fyrir
framtíðina og bætir lífskjörin.
En allir þekkja af eigin reynslu, að sömu
peningarnir verða ekki notaðir bæði til fram-
kvæmda og daglegra útgjalda.
Hæpið er að fjárfestingarútgjöld þjóðarinnar
megi vera meiri en um fjórðungur þjóðarframleiösl-
unnar, ef þær vonir eiga aö rætast, að sparnaöur
innanlands geti undir þeim staöiö. Að öðrum kosti
aukast erlendar lántökur eða svigrúmiö fyrir
hæfilegar ráðstöfunartekjur almennings og greiðslu
á nauðsynlegri opinberri þjónustu veröur of þröngt.
Ríkisstjórninni hefur tekist að draga úr fjárfest-
ingu og minnka hana úr 34% í 27% af
þjóðarframleiðslunni eins og hún er nú. Þessum
árangri hefur m.a. veriö náð með því að draga úr
opinberri fjárfestingu um 16% á árinu 1977 og 9%
1978.
Jöfnuður sparnaðar og útlána
Sú stefna ríkisstjórnarinnar að beita vöxtum
og verðtryggingu hefur borið þann árangur, að
jöfnuður er milli sparnaðar og útlána peningastofn-
ana, sem á skorti fyrrum.
Þá hefur ríkisstjórnin samhliða samræmt
útlánakjör banka og fjárfestingarlánasjóða til þess
að veita fjármagninu til arðbærustu framleiðslu-
þáttanna í þjóðfélaginu.
Þeir sem deila á notkun vaxta og verðtryggingar
í þessu skyni, segja í raun, að þeir sem spara eigi
að tapa, en þeir, sem eyða eigi að græða á
verðbólgunni. Málsvarar Alþýðubandalagsins
ganga þannig erinda verðbólgubraskara og
skuldakónga, — en á móti hagsmunum launþega
og almennings.
En þótt þaö sé grundvallaratriði til að ná
markmiöunum fjórum, sem fyrr voru nefnd, að
beita jöfnunarsjóðum sjávarútvegs, hallalausum
ríkisrekstri og jöfnuði í sparnaði og útlánum ásamt
hóflegri og hagkvæmri fjárfestingu, þá ráða launa-
og tekjuákvarðanir í þjóðfélaginu úrslitum.
Ríkisstjórn og
kjarasamningar
Víðar en hér á landi er við þann vanda aö glíma
að ákveða tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu og víðar
en hér hafa stjórnvöld skipt sér af kjarasamningum.
í Bretlandi setja stjórnvöld bann við kauphækkun-
um, sem eru hærri en 10% á ársgrundvelli og beita
fyrirtæki, sem út af bregöa, refsiaðgerðum. í
Danmörku hefur þessu verið líkt fariö. Ríkisstjórnin
hefur einhliða sett viðmiöunarreglur um hæstu
launahækkanir. í Noregi eru sett lög um
gerðardóm, sem ákveöa skal laun innan þeirra
marka, sem þjóðarbúið þolir. í öllum þessum
löndum eru svonefndir verkamannaflokkar við völd.
í Svíþjóð tókust frjálsir samningar um 2—5%
kauphækkun á ári.
Það þarf engum að koma á óvart þótt íslensk
stjórnvöld telji rétt og skylt að grípa inn í
kjarasamninga, sem þó er ávallt neyöarúrræði,
þegar hækkunin í krónutölu nemur 60—70% eins
og hún var á síðasta ári, og útlit var fyrir, að laun
hefðu hækkað um 40% í krónutölu á þessu ári.
Þessi þróun stefndi atvinnurekstrinum í strand.
Þessi þróun hefði leitt til stórfellds viðskiptahalla.
Þessi þróun hefði kippt stoðunum undan
kaupmættinum, því óstarfhæf atvinnutæki veita
engum vinnu eða tekjur. Þessi þróun hefði aukið
verðbólguna, sem umfram allt veröur að berjast
gegn.
Áróður vinstri manna
Ræður manna hér í kvöld gefa tilefni til að benda
á heföbundinn áróður vinstri manna — stjórnar-
andstöðunnar.
Þeir lofa mönnum gulli og grænum skógum. Þeir
vilja auka í senn framkvæmdir hins opinbera og
draga úr skattheimtu. Þeir vilja auka fjárfestingu
atvinnuvega en draga úr tekjum þeirra. Þeir vilja
auka útlán án þess aö geta þess hvar peningana
eigi aö taka. Þeir vilja bæta hag sparifjáreigenda
en minnka vaxtagjöld lántakanda. Þeir vilja létta
kostnaöi af atvinnurekstrinum en auka skattlagn-
ingu á atvinnufyrirtækin. Þeir vilja auka tekjur
bænda en lækka verð landbúnaðarvara til
neytenda. Þeir vilja samtímis auka allt í senn,
opinber útgjöld, fjárfestingu bæði opinberra aðila
og einkaaðila, og tekjur einstaklinga. Dæmið
gengur alls ekki upp. Ekki er langur tími síðan
landsmenn brenndu sig á slíkri stjórnvisku.
Gagngerar
umbætur
í áramótaávarpi mínu komst ég þannig að oröi:
„Kosningaár er að hefjast. Að því er stundum látið
liggja, aö stjórnmálamenn reyni að kaupa sér
vinsældir kjósenda með stórtækum útgjöldum og
loforðum um fyrirgreiðslu. Víst er það rétt, að í
lýöræöisríkjum er jafnan mikill þrýstingur á
stjórnvöld í þá átt að auka hvers konar
framkvæmdir og félagslega þjónustu, og valfrelsi
og ráöstöfunarrétt einstaklinga hættir til þess að
fara út á og stundum út fyrir ystu brún þess, sem
þjóðarefnin leyfa. En ég veit aö allur almenningur
er í raun og veru ekki ginnkeyptur fyrir gylliboöum.“
Ég ítreka þessi orð hér því að ég veit, að allir
skilja í raun nauðsyn þeirra efnahagsráðstafana,
sem ríkisstjórnin greip til nú fyrir skömmu og
notaðar eru nú sem átylla til að efna til hættulegs
óróa á vinnumarkaðinum. En þaö eru fleiri en
stjórnmálamennirnir, sem veröa aö forðast að
kaupa sér vinsældir og sýna þann kjark og þá festu
að faila ekki fyrir freistingunum. Verkföllin og
útflutningsbannið skaða þá fyrst og fremst, sem
taka þátt í aðgerðunum, og auövitað þjóðina alla
um leið.
Þörf er áframhaldandi endurbóta á hagstjórninni,
togstreitu hagsmunasamtaka og stjórnvalda verður
að linna. Grundvöllur nýrrar stefnu hefur þegar
verið lagður með starfi ríkisstjórnarinnar. Gagnger-
ar umbætur hafa verið gerðar í ríkisfjármálum,
fjárfestingu og á lánamarkaði. Hagur lífeyrisþega
hefur verið verulega bættur og tillögur eru í mótun
um verðtryggðan lífeyri fyrir alla landsmenn.
Vandlega undirbúin frumvörp um skattamál og
verðlagsmál hafa verið lögð fram á Alþingi.
Frjálsræði í gjaldeyrismálum hefur verið aukið.
Nefnd hefur skilað mikilli skýrslu um verðbólgu-
vandann og lagt fram tillögur um umbætur í stjórn
efnahagsmála.
Ráögast við aöila
vinnumarkaðar
Við eigum að sameinast um slíkar umbætur og
ég hef, með samþykki ríkisstjórnarinnar, undan-
farna daga og vikur ráðgast um það við ýmsa
fulltrúa vinnuveitenda og verkalýðssamtaka,
hvernig best er að koma á samstarfi þeirra þriggja
aðila, sem mestu ráða um efnahagsstefnuna og
árangur hennar, en það er forsenda skynsamleara
aögerða til lengri tíma eins og t.d. endurskoðunar
vísitölubóta.
Leita verður lausnar þeirrar deilu, sem nú er uppi
og veltur þá á því, hvort samtök launþega og
vinnuveitenda geta komið sér saman og fundið leið
til þess að sinna þörfum hinna lægst launuðu, án
þess aö bera í bakkafullan læk hinna tekjuhærri.
Meö efnahagsráöstöfunum ríkisstjórnarinnar var
stigið skref í átt til þess að bæta kjör hinna lægst
launuðu. Því miður tóku fulltrúar verkalýðshreyf-
ingarinnar ekki þátt í mótun þeirra reglna, en
raunhæfum endurbótum innan skynsamlegra
marka má ekki hafna. Við þurfum á þjóðarsátt að
halda, samheldni en ekki sundurlyndi.
íslendingar búa nú við meiri velsæld, veita sér
meira af efnahagslegum gæðum lífsins en nokkru
sinni fyrr, en hvorki þau né sá andlegi þroski og
sú siðferöilega reisn, sem sjálfstæðri þjóð er
nauösynleg, verða varanleg, ef viö þekkjum ekki
okkar vitjunartíma. Kosningar á vori komanda
munu leiða í Ijós, að landsmenn þekkja mun
ábyrgrar stjórnarstefnu og yfirboða og yfirborðs-
mennsku.