Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 25 fclk í fréttum + Það gengur kraftaverki næst að Oliver Jovanovic skuli vera á lífi í daK. Foreldrar hans búa á 11. hæð í háhýsi í Freiburg í V-Þýskalandi. Dag einn skildu þau drenginn, sem er tveggja ára. einan eftir heima þegar þau fóru út að versla. Hann var sofandi þegar þau fóru, en vaknaði skömmu síðar. Þegar hann sá að hann var einn heima vildi hann komast út og klifraði upp á borð og fór út á svalir. Þar fór hann upp á þríhjólið sitt og upp á handrið- ið. En hann gat ekki haldið jafnvæginu og datt niður á grasflöt sem var umhverfis húsið. Þeir sem sáu drenginn detta sögðu að hann hefði farið marga hringi í loftinu og þeir trúðu varla sínum eigin aug- um. þegar þeir sáu drenginn hreyfa sig eftir fallið. Þegar hann hafði verið rannsakaður á sjúkrahúsinu kom í Ijós að 4 rifbein og vinstri handleggur voru brotin. Og engin merki eru um að hann hafi hlotið neinn heilaskaða. + Fyrir 9 árum var söngkonan Eartha Kitt send út í kuldann af þáverandi forseta Bandaríkj- anna, L.B. Johnson. Orsökin var sú að hún hafði sagt forseta- frúnni meiningu sína um Viet- namstríðið. Hún var stödd í boði í Hvíta húsinu þegar þetta gerðist og samtalinu lauk með því að forsetafrúin fór grátandi út úr herberginu. Tveim tímum síðar hringdi forsetinn til sjón- varps- og útvarpsstöðva og bannaði að hún fengi að koma þar fram. Þar með var ferli hennar lokið í Bandaríkjunum. Forsetinn skipaði FBI að ranfi- saka feril hennar, en þegar þeir komust ekki að neinu misjöfnu um hana var CIA sett til að rannsaka málið. Niðurstaða þeirra var að Eartha Kitt væri haldin óseðjandi kynfýsn! Eftir þetta settist hún að í Bretlandi og gerði það gott þar. En nú hefur hún verið tekin í sátt aftur. Skömmu eftir að Jimmy Carter tók við völdum bauð hann henni til Hvíta hússins. Hann sagði að boðið væri tákn um opinbera fyrirgefningu og frjálslyndi, sem væri einkenn- andi fyrir nútíma stjórnmál í Bandaríkjunum. Nú býr Eartha Kitt í Hollywood ásamt 14 ára dóttur sinni. Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Faðir hennar var hvítur en móðirin svört. Þegar hún var 6 ára gömul gaf móðir hennar hana burt. Hún segist hafa liðið mikið í æsku og þá sérstaklega vegna þess að hún var kynblendingur, og enginn virtist kæra sig um hana. Til 14 ára aldurs bjó hún hjá frænku sinni í Harlem, en þá var henni vísað á dyr. Eftir það flæktist hún víða og um tíma lifði hún á því sem hún fann í sorptunnum borgarinnar. Hún var dansari í dansflokki sem fór í ferð til Evrópu og í París uppgötvaði næturklúbbs- eigandi nokkur hana, og fyrir tilstilli Orson Welles komst hún í kynni við forríkan glaumgosa, Porfirio Rubirosa. Þá var ekki að sökum að spyrja, stjarna hennar steig æ hærra og vinsældirnar jukust. + Við fyrstu sýn virðast þessar 2 myndir vera af sama manninum, sem sé Humphrey Bogart. En svo er þó ekki, sá með bindið heitir Robert Sacchi og hann græðir á tá og fingri vegna þess hversu mjög hann líkist kempunni. — Rithöfunda- sambandið Framhald af bls. 2 Jónsdóttir úr varastjórn. Hefur hún beðizt undan endurkjöri. Á fundinum skal kjósa formann, tvo menn í stjórn og einn til vara. Komið hafa fram tvö framboð til stjórnar og varastjórnar. Þeir hinir sömu og bera fram Baldur Óskarsson sem formann stinga upp á Ingólfi Jónssyni frá Prests- bakka og Jóni frá Pálmholti í aðalstjórn og Elíasi Mar í vara- stjórn. Stuðningsmenn Njarðar P. Njarðvík leggja til að Pétur Gunnarsson og Þorvarður Helga- son verði kjörnir í aðalstjórn og Baldur Ragnarsson í var.astjórn. Þá er kjörtímabili Rithöfunda- ráðs einnig lokið. Formaður ráðs- ins, Matthías Johannessen, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. — Skipulag Framhald af bls. 8 ekki skaðabótaskyldar þó þær ákveði að friða hús í einkaeign. Er því þá þinglýst að húsið sé friðað og sagði Egevang að þinglýsingin virtist hafa góð sálræn áhrif á fólk. Hér á landi eru yfirvöld sem kunnugt er skaðabótaskyld ákveði þau að friða hús í einkaeign. Nú er hins vegar í undirbúningi nýtt frumvarp um húsfriðun og auk þess munu Þjóðminjalög vera í endurskoðun. Aðspurður hvernig honum þætti núverandi borgarskipulag Reykja- víkur sagði Egevang að það hefði aldrei náð fram að ganga L Danmörku, því að lítið sem ekkert væri lagt upp úr húsfriðun eða verndun samkvæmt skipulaginu. Þá sagði Egevang að þó Reykjavík hefði marga kosti hefði hún einnig marga galla. Nefndi hann sérstak- lega að sér þætti steinsteypa hafa verið rangt notuð í húsbyggingum í Reykjavík, og sum hús taldi hann vera illa teiknuð og beinlínis ljót. Sagði Daninn að þó svo gler, steypa, ál, og bárujárn væru einnig notuð í Danmörku, væru hlutföll þessara efna oftlega röng í húsbyggingum hérlendis. Hins vegar lýsti Egevang hrifn- ingu með bæjarstæði Reykjavíkur og svipur borgarinnar þótti honum fallegur. Héðan hélt Egevang áleiðis til Færeyja, á fimmtudag en þar mun hann ræða við Færeyinga um húsfriðunarmál. — Þjóðverjar... Framhald af bls. 10 sprengjuna. I umræðutíma í þýzka þinginu nýlega hafði Schmidt komizt að þeirri niður- stöðu eftir gaumgæfilega íhug- un að þótt ekki væri ástæða til að „berja butnbur" fyrir þeirri ákvörðun Carters að láta sprengjumálið ráðast að hluta af afvopnunarstefnu Sovét- manna, þá væri hún eftir allt saman þakkarverð. Samherjar sem stjórnarand- staða leggja hart að stjórninni að hún umfaðmi hið nýja aldin nútíma útþurrkunarvísinda. Þjóðverjar sitja nú uppi með „svartapéturinn“. Það verður fróðlegt að sjá hvernig búið verður að stokka spilin þegar þungbrýnn gestur úr austurvegi knýr dyra hjá kanzlaranum í vor- Tiibingen, 15.4. ‘78 LAflCER OAIANi Nokkrir Gaiant og Lancer bílar til afgreiðslu nú strax. Ýmsar gerðir s.s. 2 dyra, 4 dyra, coupe og hardtop. Næsta sending hækkar verulega í verði. Allt á sama stað Laugavegi 118 - Srnar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.