Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978
■ 1 1
■ ■■fe blMAR
jO 28810
car rental 24460
GEYSIR
BORGARTUNI 24
LOFTLEIOIR
Vélatorg
Borgartúní 24
Sími 28575 og 28590.
VÖRUBÍLA- OG
VINNUVÉLASALA
Ný stjórn
Vöku
Aðalfundur VÖKU, félags lýð-
ræðissinnaðra stúdenta, var hald-
inn í Lögbergi laugardaginn 8.
apríl s.l. Kosin var ný stjórn í
félaginu, hana skipa: Tryggvi
Agnarsson, formaður, Róbert T.
Arnason, varaformaður. Sigurður
Sigurðarson, ritstjóri, Inga Arnar-
dóttir, gjaldkeri, Sigurður Örn
Hektorsson, ritari, Auðunn Svafar
Sigurðsson, meðstjórnandi,
Hreinn Loftsson, meðstjórnandi.
Berglind Ásgeirsdóttir fráfar-
andi formaður flutti skýrslu
stjórnar sinnar. Rakti hún það
helzta, sem á döfinni var hjá
félaginu s.i. starfsár. Gefin voru út
4 tölublöð af VÖKUblaðinu, en
VAKA er að jafnaði send heim til
allra stúdenta við Háskólann. Þá
voru haldnir félagsfundir, stefnu-
skrárráðstefna og fjölmargir
smærri fundir.
. Á fundinum fóru fram umræður
um starfið innan félagsins, starf
Vökumanna í Stúdenta- og Há-
skólaráði, kosningarnar, undir-
búning þeirra og úrslit.
r
Alyktun
frá F.Í.B.
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Félagi íslenzkra bifreiðaeigendai
Almennur fundur, haldinn á
Akureyri hinn 23. apríl 1978, af
Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda,
skorar á Alþingi og ríkisstjórn að
allar þær álögur sem nú eru lagðar
á bifreiðaeigendur og teljast vera
sérálögur umfram aðra neyzlu í
landinu, verði skilyrðislaust látnar
renna óskiptar til vegasjóðs. — Ef
ekki þá verði þær nú þegar felldar
niður.
Jafnframt bendir funduririn á
þá tvísköttun sem nú er lögð á
bifreiðaeigendur í formi söluskatts
sem reiknaður er ofan á önnur
ló'gboðin gjöld, s.s. ábyrgðartrygg-
ingu bifreiða og telur slíkt í
ósamræmi við gildandi lög um
söluskatt.
Útvarp Reykjavlk
FOSTUDKGUR
28. apríl
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15
og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05.
Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og
forustugr. daghl.). 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
9.15. Margrét Örnólfsdóttir
les þýðingu sína á sögunni
„Gúró“ eftir Ann Cath.-
Vestly (10).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög milli
atr.
Ég man það enn kl. 10.25.
Skeggi Ásbjarnarson sér um
þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00.
Sinfónfuhljómsveitin í
MáJmey leikur „óeirðar-
segg“, forleik eftir Stig
Rybrant. höfundurinn stj. /
Parísarhljómsveitin leikur
„Symphonie Fantastiquc“
eftir Ifector Berlioz. Charles
Munch stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
14.30 Miðdegissagan. „Saga af
Bróður Ylfing“ eftir F'riðrik
Á. Brekkan
Bolli Gústavsson les (11).
15.00 Miðdegistónleikar
György Sandor leikur á
píanó Sónötu nr. 1 í f-moll,
op. 1 eftir Sergej Prokofjcff.
Gervasc de Peyer og Eric
Parkin leika Fantasíu-són-
ötu fyrir klarfnettu og pfanó
eftir John Ircland.
Melos tóniistarflokkurinn
leikur Kvintett í A-dúr fyrir'
blásturshljóðfæri op. 43 eftir
Carl Nielsen.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Útvarpssaga barnanna.
„Steini og Danni á öræfum“
eftir Kristján Jóhannsson
Viðar Eggertsson les (6).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
KVÖLDIÐ_______________________
19.35 Viðfangsefni þjóðfélags-
fræða
Stefán Ólafsson þjóðfélags-
SKJÁNUM
SIÐDEGIÐ
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
Við vinnuna. Tónleikar.
Föstudagur
28. aprfl
20.00 Fréttir og veður
20.30 Augiýsingar og dagskrá
20.35 Margt býr i myrku
djúpi (L) '
Að undanförnu hefur ofur-
kapp verið lagt á könnun
himingeimsins, og oft
gleymist, að verulegur hluti
jarðar er enn ókannaður.
Ýmis furðudýr lifa í úthöf-
um. og í þessari bresku
heimildamynd er lýst
nokkrum þeírra. Þýðandi
og þulur er óskar Ingi-
Ómar
21.00 Kastljós (L)
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður
Ragnarsson.
22.00 Fálkar (L)
(Magaslskola) Ungversk
bíómynd frá árinu 1970.
Leikstjóri István Gaál.
Aðalhlutverk Ivan
Andonov, Gytírgy Bánffy og
Judit Meszleri.
Myndin hefst á því, að
ungur maður kemur á
sveitabæ. þar sem fálkar
eru þjálfaðir til fuglaveiða.
Bústjórinn er miðaldra
maður að nafni Lilik, og
meðal heimiiismanna er
ung ráðskona. Þýðandi
Hjalti Kristgeirsson.
23.20 Dagskrárlok.
fræðingur flytur lokaerindi
flokksins og fjallar um
atvinnu- og kjararannsókn-
ir.
20.00 Tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í Iláskólabíói
kvöldið áðurt — fyrri hluti.
Flytjandi með hljómsveit-
inni er Fílharmoníukórinn.
Stjórnandii Marteinn H.
Friðriksson
Einsöngvarari Sieglindc
Kahmann. Rut L. Magnús-
son, Sigurður Björnsson og
Halldór Vilhelmsson.
a. „Greniskógurinn“ eftir
Sigursvein D. Kristinsson
(frumflutningur).
b. Te Deum eftir Zoltan
Kodály. — Jón Múli Árna-
son kynnir tónleikana —
20.50 Gestagluggi
Ilulda Valtýsdóttir stjórnar
þætti um listir og menning-
armál.
21.40 Ljóðsöngvar eftir Felix
Mendelssohn
Peter Schreier syngurt
Waltcr Olberts leikur á
pfanó.
22.05 Ævisaga Sigurðar Ingj-
aldssonar frá Balaskarði
Indriði G. Þorsteinsson les
(3).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Áfangar
Umsjónarmenni ’ Ásmundur
Jónsson og Guðni Rúnar
Agnarsson.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Æ visaga V est-
ur-íslendings
„Það má segja að þessi
saga sé skrifuð á talmáli og
öll frásögn er mjög liðug,
líkt og höfundur væri að
rabba við pappírinn," sagði
Indriði G. Þorsteinsson, er
við slógum á þráðinn til
hans, en Indriði les í kvöld
þriðja lestur kvöldsögunn-
ar „Ævisögu Sigurðar
Ingjaldssonar frá Bala-
skarði".
Indriði sagði að sagan
fjallaði um fyrri helming
ævi Sigurðar, eða tímabilið
til 1913. Snerist sagan
aðallega um æsku hans og
uppvöxt, en Sigurður
fæddist í Balaskarði í Lax-
árdal. Seinna fluttist hann
til Svanagrundar í Refa-
sveit og var hann þar með
búskap. Bú hans var þó alla
tíð frekar lítið, en Sigurður
stundaði sjó samhliða
búskap sínum, og fór han
jafnvel suður á vertíðir.
Var sagt um Sigurð að
hann bæði hvern þann er
vildi fá fisk hjá sér, að taka
sér orf í hönd og slá, meðan
Sigurður reri til fiskjar.
1887 fluttist Sigurður til
Kanada. Fór hann fyrst
með skipi sem Óttó Wathne
átti til Skotlands, en þaðan
með innflytjendaskipi til
Kanada. Sagði Indriði að
RQl ( HEVRR í
Indriði G. Þorsteinsson
veturinn þegar Sigurður
fluttist vestur um haf hefði
verið harður á íslandi og
hefði verið kalt langt fram
KLUKKAN 22.00 í kvöld verður sýnd í sjónvarpi ungverska kvikmyndin „Fálkar“ (Magasiskola).
Mynd þessi er frá árinu 1970 og er István Gaál leikstjóri hennar. Með helztu hlutverk fara Ivan
Andonov. György Bánffy og Judit Meszleri. Myndin segir frá ungum manni sem kemur á sveitabæ
þar sym íálkar eru þjálfaðir til fuglaveiða. Meðal heimilismanna á bænum er ung ráðskona.
í júní. Er til Kanada kom
fékk Sigurður vinnu í námu
við Ottawa og mun Baldvin
Baldvinsson agent hafa
útvegað honum þá vinnu.
Unnu nokkrir aðrir ís-
lendingar í sömu námu.
Um síðir gafst Sigurður þó
upp á námuvinnunni og
fluttist til Gimli, þar sem
hann settist að. Var hann
við Winnipeg-vatn og
veiddi í vatninu.
Sigurður andaðist árið
1939 í Gimli, en hann var
barnlaus. Kvæntur var
hann þó Margréti nokkurri
sem einnig var úr Laxár-
dalnum. Margrét lifði þó
ekki mann sinn því hún
andaðist árið 1908.
Indriði sagði að svo
virtist sem Sigurður hefði
haft ótrúlega gott minni,
því hann fjallaði í bókinni
aðallega um ár sín á íslandi
og mundi vel staði, menn og
atburðþ Væru engar stór-
vægilegar villur í bókinni,
hvað þetta varðaði og er
bókin þó skrifuð í Kanada.