Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRIL 1978 29 7TT^7' ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 01Ó0 KL 10 — 11 FRÁ MANUDEGI Minning: grein, en hún er um margt athyt'lisverð og segir okkur ýmis- legt, er við kannski vitum, þótt við höfum ekki gert okkur grein fyrir því svo gjörla eða viljum ekki gera það. Móðir." • Skemmdarverk á fólki? „Fólk sem fremur skemmdar- verk á sjálfu sér og öðrum af ýmsum óhollustu lyfjum er til hér á landi sem öðrum. Eg veit um þó nokkur dæmi. Ymsir stórmerkir menn sem hafa komizt með dugnaði sínum til góðra efna hafa við andlát sitt eftirskilið af- komendum sínum sem aldrei hafa difið hendi í kalt vatn stórefni, sem þeir, (afkomendurnir) hafa svo nýtt sjálfum sér og öðrum til óheilla, með óhófsömu líferni á margvíslegan hátt. Þetta álít ég bölvald í borgarlífi okkar. Þarna er við ramman reip að draga sem við sem lifum hófsömu lífi höfum ímugust á en ráðum ekki við þó við leitumst við að gera okkar bezta til bjargar þessu fólki. Ymis góð samtök áhugafólks reyna að koma þessu fólki til. aðstoðar en viljann vill oftast vanta hjá þeim sem aðstoðina þurfa. Til vandræða horfir í þessum efnum og þurfum við öll að standa vel saman. Ég var einn af hundruðum stofnenda samtakann SÁÁ og mér virtist sem væri að birta til. Fyrsti fundur SÁÁ samtakann var sælu- stund og ég vona að ekki verði langt að bíða áframhalds á fund- um þessara samtaka, svo að við borgarbúum sjáum einlæga sam- stöðu til úrbóta mestu vandamál- um. Góðir landar, stöndum saman öll sem einn maöur, að öllum vandamálum þjóðar okkar og látum ekkert hindra okkur í því. Eg vil hvetja ykkur öll til dáða, landar góðir. — Ilugsandi íslendingur." Þessir hringdu . . • Vantar bekki Öldruð kena sem ekki vildi láta nafns getið, sagði að víða í Reykjavík vantaði bekki til að fólk gæti tyllt sér niður á þegar gengið væri um bæinn. — Okkur gamla fólkinu er uppálagt að hreyfa okkur, enda er það ágætt og nauðsynlegt og allir hafa gott af hreyfingu, en það sem hindrar gönguferðir okkar er m.a. það að ekki er um að ræða bekki, sem hægt er að setjast á og hvíla lúin bein nokkrar mínútur. Þessi fá- tækt á bqkkjum veldur því að við sem erum á ferðinni heilsunnar vegna verðum annaðhvort að ganga okkur til óbóta eða vera inni. Þá héfi ég tekið eftir því að í nýju strætisvagnaskýlunum eru ekki bekkir, sem mér finnst nú jaðra við móðgun, ekki við eldra fólk, heldur alla sem þurfa að bíða eftir strætisvagni, kannski allt að hálfa klukkustund. Það er hrein afturför að ekki skuli vera bekkir í þessum skýlum. Á annað mál og óskylt vildi ég aðeins fá að drepa, en það er varðandi kvæðið, sem spurt var um hjá Velvakandaz á dögunum, það sem er eftir Robert Burns í þýðingu Steingríms. Til er fallegt SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Belgíu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Van der Wijnkels og Weimaes, sem hafði syart og átti leik. lag við þetta kvæði, Jag eftir Sigvalda Kaldalóns og mætti vel leika það oftar í útvarp, því bæði er lagið fallegt og fellur vel að ljóðinu og einnig hitt að ljóðið á erindi til okkar allra með boðskap sinn. • Ökuníðingar? — Eg vildi bara fá að minna menn á að haga akstri sínum nokkuð skikkanlega nú er sumarið er að koma og menn fara að streyma út um land í sumarleyfis- ferðir sínar. — Oft hef ég mætt ökuníðing- um, sagði ökumaður er ræddi við Velvakanda á dögunum, sem ekki hægja hið minnsta á sér er þeir mæta öðrum bílum, og slíkt er stórhættulegt á þessum malarveg- um okkar og veldur áreiðanlega óþarflega mörgum framrúðubrot- um. HOGNI HREKKVISI Áhugasamur — það leynir sér ekki? 30. ... Hc3+! 31. Kxc3 - Dxe3+ 32. Kbl - Dxdl+ 33. Ka5 - Dc3+. Hvítur gafst upp. Hann getur ekki forðað hrókstapi. Hinn 22 ára gamli Weimaes varð Belgíumeistari 1977, hlaut 8V2 vinning af 11 mögulegum á skák- þinginu. 83? S\G6A V/öGá t t/LVERAW VÁW//M- , . ..... . . V/aI mv \ /o/emv. rtu oy vmdvMNN 06) V£Rv<d ý/» óf/)l9/0 VÍÉR /J K0N0R Wo W«NAk A9 MÍLA S/6 'ímmm Ingólfur Konráðs- son bóndi, Grund Inn í fríðum fjallasalnum. finnast maruar nleðistundir. Fossinn kvcður fram í dalnum. fjöllin háu taka undir. Þessar ljóðlínur komu fram í huga minn, þegar ég frétti lát vinar míns Ingólfs Konráðssonar bónda’ á Grund í Vesturhópi. Því fáum mönnum hefi ég kynnst á lífsleiðinni, sem báru meiri ást til sveitanna og hinnar ósnortnu náttúru, sem þar víða blasir við bæði í byggðum og óbyggðum. Gilhagi í Vatnsdal var talinn frekar afskekkt býli, en þar ólst Ingólfur upp. Hann var fæddur í Forsæludal 11. desember 1914, sonur hjónanna Ragnheiðar Guð- mundsdóttur og Konráðs Jónsson- ar og var hann elstur sinna systkina. Ungur að árum fór Ingólfur að hjálpa til og vinna öll algeng sveitastörf á heimilinu, og kom snemma í ljós hjá honum dugnaður og verklagni við allt, sem hann bar hönd að. Og þótt hann lærði aldrei að smíða, var hann góður smiður og mátti heita jafnvígur bæði á tré og járn. Skeifnasmíði lét honum mjög vel, einnig var mikil eftirspurn eftir heynálum og hurðarjárnum en allt var þetta smíðað í hjáverkum með búskapnum. I Gilhaga var oft mikill ágangur af skepnum Vatnsdælinga, sem leituðu upp í heiðina bæði haust og vor. Þá voru engar girðingar til varnar, en nauðsynlegt að verja bæði tún og engjar, sem voru í flám og flóum þar í kring. Það kom í hlut el^ta drengsins að sjá um vörsluna. Hann var látinn vaka yfir vellinum sem kallað var, og átti hann margar góðar minningar frá því starfi. Sérstaklega minnt- ist hann björtu vornóttanna, þegar allt var að vakna úr dvala vetrarins, bæði grös og dýr, farfuglarnir komnir og loftið ómaði af söng þeirra og kliður fossanna í ánni tók undir. Þá var oft gaman að vaka, þótt aðrir á heimilinu svæfu. Ingólfur minntist líka margra ferða, sem hann fór í heiðargöngur á haustin, til þeirra hlakkaði maður allt sumarið sagði hann. En stundum fór af gamanið í þeim ferðum þegar tíðin var slæm og reyndi þá mikið á þrek og kjark gangnamanna, enda út- búnaður ekki eins góður og nú er orðinn. Ingólfur var góð skytta, var því oft á vorin frammi á heiðum í grenjaleit. Það var mjög kaldsamt starf og útheimti mikla þolin- mæði. Eg trúi því, sem sagt er, að umhverfi æskuáránna geti mótað manninn að ýmsu leyti og fannst mér það sannast á Ingólfi. Það var eins og fylgdi honum einhver ferskur blær hvar sem hann fór, ásamt hinni miklu bjartsýni, sem ég tel einhvern besta eiginleika, sem nokkrum manni getur hlotn- ast á lífsleiðinni, þess vegna var aldrei dimmt í kringum hann. Um tvítugs-aldur giftist hann Jakobínu Þorsteinsdóttir frá Stóra-Hverfi í Víðidal, og bjuggu þau allan sinn búskap í Vöglum j Vatnsdal og var hann oftast kenndur við þann bæ. Þau eignuð- ust tvo syni, Helga bónda að Nautabúi í Vatnsdal og Hjörleif búsettan í Keflavík. Þau Jakobína slitu samvistum. Fluttist Ingólfur þá fljótlega að Kistu á Vatnsnesi til Eggerts bróður síns og Selmu konu hans. Mjög var kært með þeim bræðrum og tók Ingólfur miklu ástfóstri við heimilið og börn þeirra hjóna, og munu þau lengi minnast síns góða frænda, enda létu þau hann njóta þess í ríkum mæli þegar með þurfti og reyndar var Kistuheimilið honum ómetanleg hjálpar-hella á margan hátt. Bróðurdóttir hans Kolbrún Jónsdóttir var að mestu leyti alin upp á hans vegum, og var hann henni sem besti faðir. Ingólfur bar mikla umhyggju fyrir öllum vinum sínum og vandamönnum og vildi allt fyrir þá gera, án þess að hugsa sem skyldi um eigin hag, og svo greiðugur var hann að með fá- dæmum mátti teljast. Þegar hann fór frá Kistu kaupir hann jörðina Grund í Vesturhópi og bjó þar til dauðadags. Þar undi hann sér vel og óskaði þess oft að þurfa ekki að fara þaðan fyrr en kallið að handan kæmi, og varð honum að ósk sinni. Fyrir tveimur árum missti hann heiisuna og mátti ekkert vinna. En bóndinn, sem hefur litla hjálp á bágt með að sitja auðum höndum, verkefnin nóg og gerir hann þá oft meira en hann má. Honum þótti vænt um skepnurnar sínar og gat ekki hugsað til að farga þeim enda frábær dýravinur og fjárhriðir. Þegar við kvöddum Ingólf s.l. haust, var allt óráðið með hjálp yfir veturinn, en úr því rættist þannig að hann þurfti ekki að farga skepnunum. En þá sagði hann við okkur: Það er ekki víst að við sjáumst aftur því ég get farið þá og þegar, heilsu minni er þannig háttað. En hann sagði einnig: Eitt er víst að ég er viðbúinn hvenær sem kallið kem- ur. Ingólfur var einlægur trúmað- ur þótt hann flíkaði því lítt cg var í engum vafa um framhaldslíf eftir það jarðneska. Hann var greindur maður og stálminnugur og kunni öðrum fremur þá list að segja frá — og túlka skoðanir sínar á þann hátt að eftir var tekið. Eg er viss um að öllum, sem þekktu Ingólf og áttu hann að vin, verður hann ógleymanlegur. Hann var hreinn í öllum viðskiptum og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Skoðanir sínar lét hann í Ijós með Framhald á bls 18. MmMBNb Oj T)H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.