Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 19 Albert Guðmundsson um verðlagsmálafrumvarpið; Dæmigert sýndar- mennskufrumvarp VIÐSKIPTARÁÐHERRA Ólafur Jöhannesson mælti í efri deild sl. miðvikudag fyrir frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. Lýsti ráðherra þar tildrögum þessa frumvarps, hvernig staðið hefði verið að samn- ingu þess og lýsti helztu kostum þess að hans mati. Bragi Sigurjónsson (A) lagðist gegn ákvæðum frumvarpsins um frjálsa álagningu. Sagði hann aðstæður í þjóðfélaginu þannig að ljóst væri að næsta ríkisstjórn hvernig sem hún væri skipuð þyrfti að grípa til mjög harkalegra efnahagsráðstafana, þar á meðal verðstöðvunar og taldi því út í hött að Alþingi væri þá búið að afgreiða lög af þessu tagi auk þess sem hann taldi óráðlegt að stuðla að lögum sem launþegasamtökin hefðu lagzt svo eindregið á móti. Albert Guðmundsson (S) lýsti einnig yfir óánægju með frumvarp þetta en af öðrum ástæðum, því að hann taldi það hvergi nærri ganga nógu langt. Þetta væri dæmigert sýndarmennskufrumvarp, þar sem það er leyft væri í fyrstu máls- grein væri aftur tekið í hinni næstu. Einnig gagnrýndi þing- maðurinn mjög hvernig staðið væri að skipun verðlagsráðs sam- kvæmt ákvæðum frumvarpsins og taldi að þar með væri verið að fela embættismönnum alræðisvald í verðákvörðunum. Taldi þing- maðurinn að álagningin ætti að vera algjörlega frjáls og sam- keppnin væri fullnægjandi fors- enda fyrir lágu verðlagi. Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra tók aftur til máls og taldi fullyrðingar Alberts um verðlagsráð á misskilningi byggðar, því að þess hefði einmitt verið gætt að fulltrúar allra stærstu hagsmunasamtakanna ættu fulltrúa í ráðinu auk þess sem Hæstiréttur tilnefndi tvo Bragi SÍKurjónsson óvilhalla menn, sem þyrftu alls ekki að vera embættismenn en æskilegt væri að þeir hefðu sérþekkingu á þessu sviði. Ólafur Jóhannesson Albert Gudmundsson Frumvarp tjl laga: Kerfisbundm skráning á upp- lýsingum, er varða einkamál Fram hefur verió lagt á Alpingi frv. til laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamál- efni. Tekur frv. til hvers konar kerfisbundinnar skráningar á upp- lýsingum varðandi einkamálefni, p.á m. fjárhagsmálefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eöa annarra lögpersóna, sem sanngjarnt er og eðlilegt, að leynt fari. Frv. tekur bæði til skráningar af hálfu fyrirtækja, félaga og stofnana og til skráningar á vegum opinberra aðila. Með kerfisbundinnl skráningu er átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulags- bundna heild. — Ákvæði frv. eiga við um upplýsingar um einkamálefni, er varða tiltekinn aðila, bótt hann sé ekki nafngreindur, ef hann er sérgreindur meö nafnnúmeri eða skráningarauðkenni, sem unnt er að persónugreina fyrir pá, sem búa yfir greiningarlykli. í 5. gr. frv. segir: „Óheimilt er að skrá upplýslngar, er varða þjóðerni manna, þjóðflokk, kynþátt og litar- hátt, svo og skoöanir þeirra á stjórnmálum eöa einstökum stjórn- málalegumefnum og á trúmálum, nema sérstök lagaheimild standi til þess. — Skráning er þó heimil, ef hinn skráöi hefur látiö í té upplýsingar eöa þeirra er aflaö meö samþykki hans og viö þær aöstæöur, aö honum geti ekki dulizt, aö ætlunin er aö skrá þær meö þeim hætti, er greinir í málsgr. Þaö er enn fremur skilyrði, aö aöila sé brýn nauösyn vegna starfsemi sinnar aö skrá upplýsingarnar. Ákvæöi þessarar málsgr. eiga einnig við um upplýsingar varðandi brotaferil manna, kynræna hagi þeirra og heilsuhagi, notkun þeirra á áfengi og öðrum vímugjöfum og svipuö einkalífsatriöi.“ Frv. er í 6 þáttum og 13 köflum. Fjallar fyrsti þátturinn um gildissviö laganna. Annar þáttur um skráningu af hálfu einstaklinga, fyrirtækja, félaga og stofnana, sem eigi eru opinberir aöilar. Þriöji þáttur um skráningu á upplýsingum um einkamálefni á veg- um opinberra aöila. Fjórði þáttur um tölvuþjónustu. Fimmti þáttur um söfnun upplýsinga hér á landi til tölvuvinnslu erlendis. Sjötti þáttur um eftirlit með efnisatriöum frv., ef aö lögum verður. Sjöundi um refsingar og önnur viðurlög, gildistöku og framkvæmd. Á verðgildi dagsins í dag: 14,4 milljarðar kr. í hafnarfram- kvæmdir 1974—77 Halldór E. Sigurðsson, samgönguráðherra, flutti Al- þingi nýverið skýrslu um hafnarframkvæmdir á árinu 1977. Skv. upplýsingum ráð- herra urðu hafnarframkvæmdir — í krónum mældar — 2.178.1 m.kr. á sl. ári, sem er 296 m.kr. meira en árið áður eða 15.7%. Af þessum 2.178.1 m.kr. fóru samtals 1.278.8 m.kr. til fram- kvæmda í almennum höfnum eða 58.7%. Að Grundartanga fóru framkvæmdir í 391.3 m.kr. í landshöfnunum þremur, Keflavík — Njarðvík, Rifi og Þorlákshöfn, námu fram- kvæmdir 174.0 m.kr. eða 8% heildarframkvæmda. I Reykja- víkurhöfn, sem heyrir undir almennu hafnalögin, en nýtur ekki fjárveitinga úr ríkissjóði (eins og aðrar hafnir), fóru framkvæmmdir í ferjuhöfnum fyrir 6.0 m.kr. I almennum höfnum urðu framkvæmdir hvað mestar á Ákranesi (151.1 m.kr.) og í Vopnafirði (125.0 km.kr.). Þar næst kemur Þingeyri (72.3 m.kr.), Akureyri (72.1 m.kr.), Sandgerði (52 m.kr.) en fram- kvæmdir á öðrum stöðum vóru undir 50 m.kr. Til þeirra framkvæmda, sem að framang greinir, vóru á fjárlögum síðasta árs veittar 931.6 m.kr. til framkvæmda i almennum höfnum, auk 150.0 m.kr. til Grundartangahafnar. Til landshafna vóru veittar 195.0 m.kr. og til ferjuhafna 17.0 m.kr. Fjárveitingar úr ríkissjóði til hafnargerða 1977 vóru þann- ig í heild 1.294.6 m.kr. Auk þess sem ríkissjóður veitti til hafnar- gerða komu óafturkræf framlög úr Hafnarbótasjóði 111.8 m.kr. Þá vóru veitt föst lán úr hafnarbótasjóði á síðasta ári að fjárhæð 202.0 m.kr. til 31 hafnar. Styrkir til framkvæmda urðu 44.7 m.kr. til 9 staða. Miðað við verðlag hvers árs hefur á tímabilinu 1974—77 verið varið 4.222 m.kr. til almennra hafnargerða, 1856 m.kr. til landshafna og 564 m.kr. til hinna sérstöku hafnar- gerðar að Grundartanga og í Karlsey. Þessar tölur breytast að sjálfsögðu verulega, færðar til verðlags dagsins í dag. Heildarfjárveiting á tímabilinu, 6.1 milljarður króna, yrði þá 13.5 milljarðar og um 14.4 milljarðar ef framkv. að Grundartanga og í Karlsey eru meðtaldar. Framkvæmdir til almennra hafna skiptast þann veg í grófum dráttum milli kjördæma á þessu árabili: Reykjaneskjör- dæmi hefur fengið 20% framkvæmdafjárins og munar þar mestu um framkvæmdirnar í Grindavík. Austurland fékk lítið eitt minna eða 19.3%. Norðurlandskjördæmi eystra 17.6%. 9%. Norðurland vestra 10.1%, Suðurland 5.1%. Sé landshöfnum bætt við, sem rétt er, breytast þessi hlutföll þann veg: Suðurlandskjördæmi 28.7%, Reykjaneskjördæmi 17.4%. Austurlandskjördæmi 13.4%, Norðurland eystra 12.2%, Vesturland 12.0%. Vestfirðir 8.9% og síðast Norðurland vestra 7.9%. Hugurinn reikar til Rarísar Hvað kemur þér helst í hug þegar þú sérð orðið París? List, tíska, garðar, götulíf eða góður matur og vandaðar verslanir? Effelturninn, Sigurboginn, Signubakkar? Lengi má telja. París er mótuð af langri, sögu mitt í rás viðburðanna. Enn er París miðstöð starfs og tilrauna sem hafa víðtæk áhrif - háborg menningar og skemmtanalífs. Enda finnst mörgum eitthvað vanta hafi þeir ekki komið til Parísar. París, einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. FLUGFÉLAG LOFJIEWIR fSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.