Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 11 Núverandi stjórn hestamannafélagsins Fáks. Ahugi vaxandi fyr- ir hestaíþróttinni á höfuðborgarsvæðinu MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttabréf frá Hestamannafélag- inu Fák í Reykjavík. Aðalfundur félagsins var haldinn 30. marz og kom þar fram að gróska er í félagsstarfinu og áhugi vaxandi fyrir hestaíþróttinni á höfuð- borgarsvæðinu. I fréttabréfinu segir að fram- kvæmdir hafi verið töluverðar á svæði félagsins að Víðivöllum á síðasta ári. Þar á meðal hófust framkvæmdir við áhorfendastæði við skeiðvöllinn og segir í frétta- bréfinu að haldið verði áfram með uppbyggingu svæðisins í sumar. Á síðastliðnu ári sóttu um 800—900 börn reiðskóla félagsins, en félagið hélt m.a. námskeið í reiðmennsku í samstarfi við Æskulýðsráð Reykjavíkur í Salt- vík á Kjalarnesi um sumarið. I núverandi stjórn Fáks sitja Guðmundur Ólafsson, formaður, Ingi Lövdal, varaformaður, Jón Björnsson, gjaldkeri, Valdimar Jónsson, ritari, Hjördís Björns- dóttir meðstjórnandi og varamenn eru þeir Ólafur Magnússon og Gunnar Steinsson. Framkvæmda- stjóri Fáks er Bergur Magnússon. Skagfirzka Söngsveitin FRÁ Olíufjallinu til Golgata er eitt af þekktustu verkum Mauders (1858—1920) en hann var orgelleikari í ýmsum kirkj- um Lundúnaborgar og vel met- inn kórþjálfari. Önnur kantata eftir hann hefur náð töluverðum vinsældum og einnig verið gefin út undir nafninu Iðrun, fyrir- gefning og friður. Sem tónskáld er John Henry Maunder flokk- aður með enskum sálmalagahöf- undum og er tónstíll hans aigjörlega hljómrænn. Það er varla hægt að tala um flóknari samsetningar í verkum hans en einfaldar eftirlíkingar setja. Svona fábreytni í vinnubrögðum verður þreytandi í löngum verk- um og fyrir almennan hlust- anda, ekki síst fyrir þá sök, að textann vantaði í efnisskrána. Væru til góðar útleggingar á efni verksins, gætu margir kaflar orðið vinsælir til með- ferðar við almennar kirkjuat- hafnir. Það er eins með söng og hljóðfæraleik að átök við erfið verkefni er grundvöllur vaxandi meðferðarhæfni. Þjálfun næst ekki aðeins með því að æfa eitt verkefni vel. Nauðsynlegt er að reynsla í meðferð verkefna spanni yfir mun stáerra svið en viðfangsefnin eru á hverjum tíma, bæði til þess að hafa yfirsýn yfir margvísleg og ólík verkefni og að getusviðið tak- markist ekki við verkefnið sjálft. Þetta er eitt af þeim SnatijörK Árni Sna‘hjarnard«ttir Arinhjarnarsnn MarKrót Hjálmtýr Matthíasdóttir lljálmtvssnn Tónllst eftir JÓN ASGEIRSSON vandamálum sem áhugamanna- hópar þurfa að berjast við og erfiðleikarnir stafa að miklu leyti af því viðfangsefnið er í rauninni of erfitt. Snæbjörg Snæbjarnardóttir hefur, ef þetta er haft í huga, unnið töluverðan sigur sem dugmikill þjálfari, því frammistaða kórs- ins var í alla staði prýðileg. Söngurinn hreinn, áreynslu- minni en þekkist hjá mörgum kórum og blæfagur. Einsöngvar- ar með kórnum voru Margrét Matthíasdóttir, sem söng mjög smekklega og hefur auk þess góða rödd, Ruth L. Magnússon, Halldór Vilhelmsson, Hjálmar Kjartansson og Friðbjörn G. Jónsson sungu öll mjög vel og Hjálmtýr Hjálmtýsson, sem ástæða er til að fjalla um sérstaklega. Hjálmtýr hefur einhverja þá fallegustu tenór- rödd, sem þekkist hér á landi, en hefur ekki fengið þá þjálfun er hæfir slíkri rödd. Söngur er ekki aðeins tóngerð raddarinnar heldur og viðfangsefnið og meðferð þess. Meðferðin verður að vera grundvölluð á þekkingu, en má ekki vera stæling. Takist Hjálmtý að losa sig undan áhrifum ítalskra söngvenja og lofa röddinni að hljóma frjálst eins og mátti heyra í seinni hlutanum af 7. atriði og syngja eitthvað annað en ítalskar „mamma-míur“, veit í rauninni enginn hvað gæti gerzt. Hjálm- týr hefur, eins og einn hlustandi sagði svo vel, óþægilega rödd og það er einmitt það, sem gerir söng hans svo viðkvæman fyrir allri tilgerð og stælingar aug- ljósar. Árni Arinbjarnarson lék með af öryggi hins vandaða tónlist- armanns og var flutningurinn í heild í góðu jafnvægi. Skag- firzka söngsveitin hefur með þessu verki skapað sér nafn sem kór og verður þess vænzt að hann muni enn sækja á bratt- ann, sem er víst með jafn dugmikinn hæfileikamann og Snæbjörgu Snæbjarnardóttur við stýrið. ÍO Alþjóóleg bílasýning í Syningahöllinni aó Bí sýnigunni lýkur á d opió frá 17— til 22— nema laugard. og sunnud. frá 14— til 22' Simar sýningarstjórnar: 83596 og 83567

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.