Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 Austurstræti K) brýtur aðrar þess konar reglur, þá skal hann sæta sektum eða varð- haldi, nema brot hans varði þyngri refsingu að lögum.“ „148. gr. Hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rang- færslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingar skal hafa hliðsjón af því, hversu þung refsins er lögð við broti því, sem sagt er eða gefið til kynna, að viðkomandi hafi drýgt. Hafi með þessu verið framinn verknaður, sem lýst er í 142. gr., skal refsing ekki vera lægri en þar er ákveðið. Hafi brot eða verið ætláð að hafa í för með sér velferðarmissi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum. — Ákveða má í dómi, eftir beiðni þess, sem fyrir óréttindum hefur orðið, að niður- staða dóms og það af forsendum hans, sem dómur telur hæfilegt, skuli birt að opinberri tilhlutan í einu eða fleiri opinberum blöðum eða ritum.“ __________ — Efla Reykjavík Framhald af bls. 32 að tillögur hans komu fram og sagði, að þær hefðu orðið til gagns og opnað augu margra fyrir því, að æskilegt væri að breyta nokkuð þróun atvinnu- lífsins í Reykjavík. Þær tillögur, sem nú lægju fyrir borgarstjórn til samþykktar, væru sprottnar upp úr þessum umræðum. Þær byggðust á hugmyndum, sem væru komnar jafnt frá samtök- um atvinnurekenda sem laun- þega og hefði verið ánægjulegt að sjá hvað þessir aðilar hefðu getað sameinast um ýmis mál, sem til heilla gætu horft í atvinnulífi Reykvíkinga. Birgir ísl. Gunnarsson gerði sérstaklega að umtalsefni af- stöðu borgarfulltrúa minni- hlutaflokkanna til þessara til- lagna og sagði að afstaða Alþýðubandalagsins einkennd- ist af furðulegum fjandskap við þá aðila, sem standa fyrir atvinnurekstri í Reykjavík. Af- staða Alþýðubandalagsins væri sú, að atvinnureksturinn væri bezt kominn í höndum opin- berra aðila en þessu sjónarmiði kvaðst borgarstjóri algerlega andvígur. Hann sagðist taka heilshugar undir þá yfirlýsingu borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins að borgin ætti ekki að taka beinan þátt í atvinnu- rekstri en benti jafnframt á, að þetta sýndi hvílíkur grund- vallarmunur væri á stefnu Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins í atvinnumálum Reykjavíkur. Hins vegar benti borgarstjóri á í ræðu sinni, að gagnrýni á þá ráðstöfun að dreifa milljörðum í atvinnuuppbyggingu án þess að Reykjavík nyti nokkurs af ætti ekki upp á pallborðið hjá Framsóknarmönnum. Ætla mætti að borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins vildu standa með Reykvíkingum í baráttu þeirra fyrir því að snúa þessari óheillaþróun við. Ef borgarfull- trúar Framsóknarflokksins lok- uðu augunum fyrir þessum staðreyndum væru þeir að vinna óþurftarverk fyrir Reykjavík og reykvíkinga og greinilega að lúta flokksaga innan Fram- sóknarflokksins, en atvinnumál í Reykjavík hefðu sjaldnast átt upp á pallborðið hjá þeim flokki. Loks benti borgarstjóri á það þröngsýna sjónarmið Alþýðu- flokksins í atvinnumálum Reyk- víkinga, að sjá ekkert annað til bjargar atvinnulífi borgarinnar en að treysta á bæjarútgerðina. Borgarstjóri kvaðst ekki draga í efa mikilvægi bæjarútgeröar- innar fyrir atvinnulíf höfuð- borgarinnar en fleira þyrfti til að koma. Nánar verður sagt frá umræðum um atvinnumál Reykjavíkur í Morgunblaðinu á morgun. Simi: 27211 — 2 lögreglu- menn Framhald af bls. 32 ræddir lögreglumenn og fulltrúi hefðu ekki skýrt rétt frá málavöxt- um við fyrri rannsókn málsins. Kvaðst Jón hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa kynnt sér gögn málsins en vísaði að öðru Ieyti á Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri sagði í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi að sá þáttur framhaldsrannsóknarinn- ar, sem sneri að umræddum lögreglumönnum og fulltrúa, væri ekki fullrannsakaður og þeir hefðu ekki enn verið teknir fyrir dóm til þess að staðfesta skýrslur sínar. Væri því mjög erfitt á þessu stigi málsins að skýra frá framburði þeirra. Kvaðst Hallvarður hafa átt fund með Jóni Eysteinssyni bæjar- fógeta í gærmorgun og skýrt honum frá stöðu'rannsóknarinnar. Sagði Hallvarður að nú væri m.a. rannsakað hvort umræddir menn hefðu hugsanlega átt einhvern hlut að máli og hefði bæjarfóget- inn vafalaust metið stöðuna þann- ig að ekki hafi þótt viðeigandi að þeir gegndu störfum á meðan. I samtölum við Hallvarð og Þóri Oddsson vararannsóknarlögreglu- stjóra í gær kom fram, að þeir vildu ekkert frekar tjá sig um rannsókn málsins. Henni yrði haldið áfram og málið sent ríkis- saksóknara til ákvörðunartöku að því loknu. Morgunblaðið fregnaði aftur á móti í gær, að það hefði komið fram við yfirheýrslur yfir konun- um tveimur að Haukur Guðmundsson hefði ekið þeim frá Vogum til Keflavíkur eftir öku- ferðina með Guðbjarti og Karli, en þeir félagar höfðu haldið því fram að konurnar hefðu horfið spor- laust þegar í Voga var komið. Voru þeir Guðbjartur og Karl hand- teknir þar og færðir í fanga- geymslur. Var Guðbjartur síðan yfirheyrður um meint fjármála- misferli og fóru yfirheyrslurnar fram í Sandgerði. Önnuðust Hauk- ur Guðmundsson og Kristján Pétursson tollvörður á Keflavíkur- flugvelli þessar yfirheyrslur. Þá er Mbl. kunnugt að ein þeirra tveggja kvenna, sem nú hafa viðurkennt að hafa blekkt þá Karl og Guðbjart, var við fyrri rann- sókn málsins leidd fyrir þá Karl og Guðbjart við sakbendingu en þeir þekktu hana ekki. Mun konan hafa tjáð lögreglunni, að hún hafi viljandi breytt útliti sínu eins og frekast var kostur til að blekkja þá. Þá má geta þess, að Víkingur Sveinsson, sem nú hefur verið leystur frá störfum rannsóknar- lögréglumanns, tók við því starfi þegar Hauki var vikið frá vegna rannsóknar handtökumálsins. Var hann skipaður í stöðuna fyrir nokkrum vikum. I gær var mishermt í Mbl. að Haukur hefði verið handtekinn vegna framhaldsrannsóknar hand- tökumálsins. Hið rétta er að Haukur kom sjálfviljugur til Rannsóknarlögreglunnar þegar hann frétti um handtöku kvenn- anna tveggja á þriðjudaginn. Greinarnar þrjár, sem ekki voru grundvöllur ákæru sakfellingar, svo að fullnægi ákvæðum 115. greinar laga númer 74 frá 1974 til útgáfu ákæru á hendur Hauki Guðmundssyni fyrir brot á 131., 132. og 148. grein almennra hegningarlaga og því ekki af ákæruvaldsins hálfu kraf- izt frekari aðgerða í máli þessu að sinni nema fram komi nýjar upplýsingar, sem kynnu að renna styrkari stoðum undir fyrrgreind- ar sakargiftir á hendur kærða“, eins og orðrétt segir í bréfi ríkissaksóknara. Umræddar greinar hegningar- laganna eru svohljóðandi: „131. gr. Ef dómari eða annar opinber starfsmaður, sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri aðferð til þess að koma manni til játningar eða sagna, framkvæmir ólöglega hand- töku, fangelsan eða rannsókn eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum.“ „132. gr. Ef opinber starfsmað- ur, sem í 130. gr. eða 131. gr. getur, gætir ekki af ásetningi eða stór- felldu gáleysi réttra aðferða við meðferð máls eða úrlausn, hand- töku, leit, fangelsan, framkvæmd refsingar eða haldsetningu eða Þœr smella frá Brittanía Eins og segir í Morgunblaðinu í gær ritaði ríkissaksóknari Stein- grími Kristjánssyni, setudómara, bréf í desembermánuði um hand- tökumálið, þar sem orðrétt segir, „að rannsóknargögnin hafi elcki að geyma nægilega sterkar líkur til Við höfum hafið innflutning frá einu stærsta og þekktasta fyrirtæki heims, sem framleiðir gallabuxur og annan tísku- fatnað undir gæðamerkinu Brittania. Um allan heim sækist ungt fólk á öllum aldri eftir buxum frá Brittania. Smellið ykkur í Brittania. BRXTTAHlft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.