Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978 — Sameiginleg Framhald af bls. 12 leyfisdvalar, bæði fastalandið og eins eyjan 5íadeira. Það á að vera KÓður möguleiki fyrir íslendinga að komast til Portúgals með því t.d. að fljúga til Luxemborgar og taka þaðan flugvél til Portúgals, en oft er flogið 2—3 á dag milli þessara staða. Þegar Reino var spurður að hvort hann ætti von á að samningar um sölu á saltfiski frá íslandi til Portúgais tækjust á næstunni, kvaðst hann vona að svo væri. „Saltfiskur hefur verið þjóðarréttur í Portúgal frá aldaöðli og sennilega hefur Sigurður Jórsalafari fyrstur manna kynnt saltfisk í okkar landi.“.Það kom fram að Reino hefur lesið Heimskringlu spjaldanna á miili og er hann mjög hrifinn af Snorra Sturlu- syni. Portúgalarnir lögðu á það mikla áherzlu í viðræðunum við íslendinga að þeir fengju verk- efni við Hrauneyjarfossvirkjun — Mannabein Framhald af bls. 32 kallað heíði verið Klemenzeyri fyrr á tið og eí tii vill þar áður Hörgeyri. Ilugsanlega væri þarna um að ræða kirkjugarð Klemenz- kirkju. sem eitt sinn var í Vestmannaeyjum og kennd við helgan Klemcnz. Kristján Eldjárn kvað kirkju hafa verið á eyrunum á miðöldum snemma, sem kölluð var Klemenz- kirkja. Þar hafa áður fundizt mannabein en fyrir nokkuð löngu síðan. A sínum tíma voru þrjár kirkjur í eyjunum, Nikulásar- kirkja í Kirkjubæ, Péturskirkja fyrir ofan Leiti og svo þessi Klemenzkirkja, sem er aflögð fyrir mjög löngu. Trúlega hafa Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti byggt sína kirkju þar í þakkarskyni fyrir giftusamlega heimferð árið 1000 í sambandi við kristnitökuna. Matthías Þórðarson segir frá þessu í Árbók Fornleifafélagsins 1913. Lítur út fyrir að hér sé um að ræða sams konar mannabeina- fund og orðið hefur á þessum slóðum áður. Samkvæmt upplýsingum Sigur- geirs Jónassonar fréttaritara Morgunblaðsins í Eyjum fundust beinin norðanvert í Eiðinu og vestast í því. Sunnar í skurðinum fundust einnig bein sem í fljótu bragði virðast vera kindabein og eins eru þar fuglabein. Síðar í gær fannst svo síðari beinagrindin undir gömlu vegarstæði nokkrum metrum norðar. Hins vegar fund- ust höfuðkúpurnar ekki. Friðrik Jesson, safnvörður í Vestmannaeyjum, kvaðst velta vöngum yfir þessum beinafundum, sérstaklega eftir að sá síðari fannst. Hins vegar kvað hann menn ekki hafa fundið kúpurnar enn, en verið getur að þær hafi eyðilagzt þegar skurðgrafan fór þarna um. Friðrik taldi að hugsan- lega gæti þetta verið vestasti angi kirkjugarðs, sem sögur segja að hafi verið fyrir vestan Litlu-Löngunef. Hann kvað föður sinn, Jes Gíslason, hafa um aldamótin fundið tvær beinagrind- ur á þessum slóðum og sýndu þær og sönnuðu að þar hefði verið jarðað. Beinin eru mjög gömul, sagði Friðrik, en taldi að þær lægju ef til vill of mikið til norðurs og suður. Þetta væri þó ekki fullkann- að. Milli beinagrindanna eru um 5 metrar. Þar skammt fyrir sunnan fannst heilleg beinagrind af kind og talsvert af fiskbeinum. Þarna á Hörgeyrinni reistu Hjalti Skeggjason og Gissur Isleifsson kirkju. Vörpuðu þeir hlutkesti um hvorum megin vogarins kirkjan skyldi standa. Það þýðir að þar fyrir innan hefur allt verið gróið land — eliegar hefði hlutkesti ekki verið látið ráða. Þá minntisl h’riðrik á að fyrr á tímum voru íilifir bardagar milli Þjóðverja og Finglendinga um aðstöðurétt. Eitt sinn, er grafið var fyrir húsum í svokölluðu Miðhúsatúni fyrir sunnan Skans- inn, fannst mikill fjöldi beina- grinda og lágu þær í allar áttir. Var auðséð, sagði Friðrik að það var eftir bardaga. Hér gæti því verið um eitthvað svipað að ræða, þótt grunsamlegt sé að þær snúa svo til eins báðar — og gæti það bent til kirkjugarðs. Lærleggur annarar beinagrind- arinnar er afar stór, sem bendir til að viðkomandi hafi verið hár og stæðilegur maður. Til fróðleiks má enn geta þess, að á Eiði þessu, sem heitir Þrælaheiði, segir sagan að Ingólf- ur Arnarson hafi ráðizt til upp- göngu og barizt við banamenn fóstbróður sín Hjörleifs. Drápu Ingólfur og menn hans alla þrælana, flesta á Eiðinu, en sumir klifu í björg og voru hraktir þar fram af, þ.á m. forystuþræll Hjörleifs, Daufþakur. Heitir þar Daufþaksskor í Heimakletti. — Guðbjarts- málið Framhald af bls. 32 Jónatan að Rannsóknarlögregla ríkisins hefði annast þessa rann- sókn og hefði verið fyrirsjáanlegt að hún yrði umfangsmikil og tímafrek. Þegar rannsóknin var skammt á veg komin andaðist Guðbjartur. Var þá málið ásamt öllum fylgiskjölum sent embætti ríkissaksóknara. Sagði Jónatan að þar hefði málið verið til athugunar síðan. Ljóst væri að ekki yrði frekar rannsakaður þáttur Guðbjarts heitins en hins vegar yrði reynt að meta af gögnum málsins hvort einhverjir aðrir aðilar hefðu þarna eitthvað saknæmt gert og yrði rannsókninni hagað í samræmi við það. — Joseph Luns Framhald af bls. 1. við Því að á næsta áratug kynni að verða hættuástand nema Þjóðir Atlantshafsbandalagsins gerðu við- hlítandi varúðarráðstafanir nú. — Enn eitt Framhald af bls. 1. ræningjana augum, og aö allan tímann, sem hann var á valdi þeirra, hafi hann verið hlekkjaður við rúmflet með bundiö fyrir augun. Ekkert hefur heyrzt frá Rauðu herdeildinni síðan ítalska stjórnin tilkynnti um þá ákvörðun sína á mánudaginn var að ekki yrði gengiö að kröfum herdeildarinnar um að 13 t hryöjuverkamönnum yrði sleppt úr fangelsi gegn því að Moro yrði sleppt heilum á húfi. Víðtæk en árangurs- laus leit var í dag gerð að líki Moros, sem ónafngreindur maður hafði sagt aö væri að finna í farangursgeymslu í nágrenni við heimili hans. Að undanförnu hefur lögreglan verið að eltast við slíkar ábendingar. í hundr- aðatali. — Iðnverkafólk Framhald af bls. 2 ætlaði að hvfla sig í 12 daga í maí og í hlaóinu í gær kvaðst Bjarni Jakohsson ekki skilja, hvernig Davíð fengi það út. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Davíð að þessi reikning- ur væri ofur einfaldur. Frídagar í maí væru þessir: 1., 4., 6., 7., 13., 14., 15., 20., 21., 27. og 28. maí. Samtals gerðu þetta 11 daga, en að auki færi hver iðjuverkamaður í verkfall einn dag og væru þá hvíldardagar iðnverkafólks orðnir 12. Davíð sagði að í maí yrði unnið tæplega 19% vinnutímans, menn ynnu 146 klukkustundir í dag- vinnu, en hins vegar hvíldu menn sig í 598 klukkustundir — miðað við að hver starfsmaður fari í eins dags verkfall. — Milljón Framhald af bls. 15 iðnríki heldur einnig 20 þróunarríki meiriháttar vopn. Barnaby sagði að æ fleiri teldu að líkur á kjarnorkuheimsstyrjöld færu vaxandi af fjórum ástæðum: vegna kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaups Bandaríkjamanna og Rússa, vegna þess að friðsamleg notkun kjarnork- unnar breiddist út og þar með hæfni til að framleiða kjarnorkuvopn, vegna vaxandi vopnasölu í heiminum og vegna þess aö tilraunir til aö hafa eftirlit með vígbúnaöarkapphlaupinu hefðu farið út um þúfur. Hann sagöi aö ísraelsmenn og Indverjar gætu framleitt frumstæðar Cruise-kjarnorkueldflaugar og kannski Brasilíumenn. — Her tekur völdin. ... Framhald af bls. 1. fylgt þjóöernlsstefnu, en í landinu búa einhvers staðar á milli 17 og 20 milljónir manna. Almenn afkoma er þar meö afbrigðum léleg, og þjóöar- framleiösla á mann áætluö innan viö 20 þúsund krónur íslenzkar á ári, en landiö byggja aðallega fátækir bændur og hirðingjar. — Óskar eftir Framhald af bls. 2 nefndum aðilum..." (VÍSIR, 17. apríl 1978). Af þessu tiiefni verði rannsakað, hvort ég hafi gerzt sekur um refsivert athæfi í sambandi við tryggingartökur vegna útlána bankans til Guðna Þórðarsonar, Sunnu hf. og Air Viking hf. Rannsóknin beinist sérstaklega að því, hvort mér hafi borið sam- kvæmt stöðuumboði mínu að annast tryggingartökuna, hvort ég hafi verið beðinn af bankastjórn að taka tryggingar eða meta þær, áður en féð var látið úti, og hver hafi raunverulega tekið þær trygg- ingar, sem teknar voru í bankan- um á móti þessum útlánum þar til í október 1975, er bankaeftirlit Seðlabankans kom á vettvang. 2. Önnur sakargift: „Þátttaka iögfræðings Alþýðubankans í máli þessu sýnist einnig vera mjög athyglisverð. I því sambandi vekur mesta eftirtekt, að hann hefur tekið við greiðslum til Air Viking erlendis frá, er nota átti til þess að lækka skuldir fyrirtækisins við bankann. Peningarnir voru á hinn bóginn notaðir til þess að greiða innistæðulausar ávísanir, er for- stjóri fyrirtækisins hafði gefið út persónulega. Við rannsókn máls- ins var leitt í ljós, að þessi ráðstöfun var gerð án samþykkis beggja bankastjóranna." (VÍSIR, 22. apríl 1978) Af þessu tilefni verði rannsakað, hvort ég hefi gerzt sekur um refsiverðan verknað, er ég skilaði bankanum hinn 10. nóvember 1975 með skriflegri skilagrein greiðslu á innistæðulausum tékkum á reikning Guðna Þórðarsonar 60100, er ég hafi fengið til innheimtu samkvæmt skriflegri innheimtubeiðni dags. 29. okt. 1975. Rannsóknin beinist einkum að því, hvort ég hafi fengið frá bankastjórninni sérstök fyrirmæli um innheimtu þessa umfram innheimtubeiðnina og hver þau hafi verið. 3. Þriðja sakargift: „Þá vekur það óneitanlega mikla athygli í þessum upplýsingum, að lögfræð- ingur Alþýðubankans hefur tekist á hendur utanlandsferðir í því skyni að afla erlendra lána fyrir Air.Viking. En lögfræðingur Al- þýðubankans á jáfnframt sæti í bankaráði Seðlabankans. Eftir að hafa fengið vilyrði fyrir sviss- nesku láni leggur lögfræðingur Alþýðubankans og bankaráðs- maður í Seðlabankanum fyrir hlutaðeigandi stjórnvöld, að þau samþykki slíka lántöku fyrir Air Viking. Ekki var látið við það sitja að fyrirtækið gerði það sjálft. Bankaráðsmaður í Seðlabankan- um og lögfræðingur Alþýðubank- ans hefur með þessu móti gerzt milligöngumaður aðila, sem er í þess háttar vanskilum við Alþýðu- bankann að varðar við lög. Þessi hlið málsins er óneitanlega alvar- leg fyrir Alþýðubankann, er nú vinnur að því að öðlast traust á ný og nýtur velvilja flestra aðila í þeirri viðleitni. En hér vaknar spurningin um, hvaða siðgæðis- kröfur í fjármálum á að gera til bankaráðsmanna í Seðlabankan- um.“ (VÍSIR, 22. apríl 1978). Af þessu tilefni verði rannsakað, hvort ég hafi gerzt sekur um refsivert athæfi með því að leita eftir erlendu láni til handa Air Viking hf. 1975 og afla heimildar til þeirrar lántöku hérlendis, þegar lánsloforðið lá fyrir. Rann- sóknin beinist einkum að því, hvort bankastjórnin hafi beðið mig að útvega hið erlenda lán og svo hvort lánsútvegun mín til Air Viking hf. hafi eins og á stóð farið í bág við hagsmuni Alþýðubank- ans hf. á þann hátt, að eigi hafi samrýmzt störfum mínum fyrir bankann. Sá ritstjóri VÍSIS, hr. Þorsteinn Pálsson, Háaleitisbraut 43 í Reykjavík, sem skrifaði ritstjórn- argreinina 22. apríl 1978 er jafnframt ábyrgðarmaður blaðs- ins, sbr. ákvæði laga um prentrétt, en hann er sjálfur lögfræðingur og veit, að ég er ekki starfsmaður Alþýðubankans h.f. Þessi ritstjóri telur sig nú hafa birt í blaði sínu upplýsingar, sem nægja mundu til ákæru á mig fyrir refsiverðan verknaö í sam- bandi við ofangreindar sakargiftir. Eg neita staðfastlega þessum fullyrðingum ritstjórans en neyð- ist af tilefni þeirra til að gera þá kröfu, að með sjálfstæðri opin- berri rannsókn liggi það alveg ljóst fyrir, hvort ég er sekur eða ekki um þær ávirðingar, sem ritstjórinn ber á mig í nefndri ritstjórnargrein og hefur látið lesa upp fyrir allan landslýð í Ríkisút- varpinu, og skiptir Kér engu, hvort aðrir eru sekir eða saklausir. Þess vegna krefst ég sérstakrar opinberrar rannsóknar. Virðingarfyllst, Ingi R. Helgason. — Tímabært Framhald af bls. 1. 2) í landhelginni sem slíkri, þ.e.a.s. allt að 12 mílum, eru réttindi strandríkis að meginstefnu til þau sömu og yfir landi. 3) Utan landhelgi og allt aö 200 mílum er fullveldisrétturinn að meginstefnu til takmarkaður viö auðlindirnar, en þar verður hann aö gilda. 4) Þess vegna sé ekki hægt að fallast á, að sá grundvöllur verði skertur og jafnvel útvatnaður með því að gefa öðrum ríkjum heimild til að vefengja hann, e.t.v. með endalausu málaþrasi. Sam sagt, annaðhvort á því strandríki þenn- an rétt eða ekki. 5) í strandríkjAhópnum sé full- komin samstaða um að hvika hvergi frá þessu og að því er ísland varðar verði það ekki gert. 6) Þær endalausu umræður, sem farið hafa fram um þetta hingað til, sýndu það að tómt mál væri um þetta að tala. Hinu er ekki að leyna, að þeir sem óska úrskuröar þriöja aðila í þessu efni, halda vel á sínu máli og eru staöráönir í aö standa fast á sínu. Verður nú að bíða og sjá hverju fram vindur. Nú í vikunni var dreift korti, sem sýnir landgrunn, setlög og dýptar- línur heimshafanna ásamt 200 mílna mörkunum. Kennir þar margra grasa og ýmislegt þarf vandlega aö skoða. Höfum við fengið aðstoð sérfræðinga, sem okkur eru vinsamlegir, en líklega er ekki rétt að nefna nú. Á þessu korti eru t.d. dregin 200 mílna efnahagslögsaga fyrir Rock- all, en hins vegar engar miðlínur. Þurfum viö sérstaklega að athuga Rockall-vandamálin, og spurning, hvort ekki er rétt að mótmæla því kröftuglega aö Bretar eigi tilkall til þessa kletts. Eöa a.m.k. aö hann geti talizt grunniínupunktur. Aö vísu má segja, aö ákveðin mótmæli felist í þeirri ákvörðun að taka ekkert tillit til Rockalls þegar við færöum fiskveiðitakmörkin út í 200 mílur. Hér er raunar um nýtt vandamál að ræöa, sem við höfum lítinn gaum gefið fram að þessu, en það eru réttindi til auöæfa landgrunns- ins utan 200 mílnanna. E.t.v. hefur þetta ekki raunhæfa þýöingu í nánustu framtíð og kannski aldrei, en engu að síður ber að gæta réttar okkar. Og ekki má gleyma því, að líkur hafa verið taldar á, að olía og gas munu vera í botnlögum á því svæði, sem hér um ræðir, þ.e.a.s. suðvestur af Færeyjum. Þá kemur nú einnig upp spurn- ingin um Jan Mayen. Verður þar um að ræða sjálfstæöa efnahags- lögsögu? Hvort er heppilegra fyrir okkur að Norðmenn ráði verulegu hafsvæði í Norðurhöfum eða það verði alþjóölegt hafsvæði? Þurfum við ekki að taka upp viðræður við Norðmenn? Eigum við ekki aö stuöla aö sérstöku samkomulagi um þetta hafsvæði? Svo má lengi spyrja og um þetta ræöum við okkar á milli,“ sagöi Eyjólfur Konráð Jónsson. — Bíldudalur Framhald af bls. 12 húsfrú, 5. Guðmundur Rúnar Einarsson skipstjóri, 6. Kjartan Eggertsson tónlistarkennari, 7. Benedikt Benediktsson bifreiða- stjóri, 8. Gunnar Valdimarsson bifreiðastjóri, 9. Eyjólfur Hlíðar Ellertssqn bankafulltrúi, 10. Snæ- björn Árnason skipstjóri. Til sýslunefndar: 1. Gunnar Þórðar- son verkstjóri, 2. Sigurður Guð- mundsson stöðvarstjóri. K-listi óháðra er þannig skipað- ur: 1. Theodór Bjarnason sveitar- stjóri, 2. Magnús K. Björnsson útibússtjóri, 3. Jakob Kristinsson oddviti, 4. Viktoría Jónsdóttir kennari, 5. Hávarður Hávarðarson bifreiðarstjóri, 6. Halldór G. Jónsson formaður verkalýðsfé- lagsins, 7. Kristberg Finnbogason verkstjóri, 8. Karl Þór Þórisson rafvirki, 9. Guðmundur Pétursson vélstjóri, 10. Margrét Friðriksdótt- ir verzlunarmaður. Til sýslunefnd- ar: 1. Gunnar Ólafsson verkstjóri, 2. Jörundur Garðarsson skóla- stjóri. J-listinn hefur nú tvo menn í hreppsnefnd og K-listinn 3. ________Fréttaritari — Staða Alþýðu- bankans 1977 Framhald af bls. 5. fræðslusamband alþýðu starfsemi sína að Síðumúla 37. Gengið var frá eignaraðild Listaskála alþýðu h.f. að 3. hæð hússins. Listaskálinn vinnur nú að því að innrétta hæðina og verður væntanlega lokið við að innrétta hluta hús- næðisins nú' í vor og flytur Listasafn alþýðu þá starfsemi sína þangað. Ekki hefur endanlega verið gengið frá með hvaða hætti 1. hæð hússins, sem bankinn á, verður nýtt. Á aðalfundinum var bankaráðið endurkjörið og skipa það: Benedikt Davíðsson, Ragnar Guðmundsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Halldór Björnsson og Bjarni Jakobsson. Einnig voru endurskoðendur end- urkjörnir þeir Böðvar Pétursson og Magnús Geirsson. Bankastjóri Alþýðubankans er Stefán M. Gunnarsson." — Minning Framhald af bls. 29. fullri einurð við hvern sem var, og gat þá stundum orðið hvassyrtur ef á móti blés. Ég’vil með þessum fátæklegu orðum þakka honum fyrir hönd okkar hjóna, alla hans vinsemd og hjálp á margan hátt, þegar við dvöldum á sumrin í bústaðnum okkar á Fossi, sem er skammt frá Grund. Þá var oft gaman að fá hann í heimsókn og einnig að koma heim til hans á kvöldin, því hann var sannkallaður höfðingi heim að sækja, enda oft gest- kvæmt á heimili hans og öilum veitt af mestu rausn. Sveitungar hans áttu ætíð góðu að mæta, ekki síst ef eitthvað þrufti að smíða eða lagfæra, því alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa og gefa góð ráð. Veit ég að þeir Sjakna hans, því slíkra manna sem Ingólfs er gott að minnast. I Vatnsdalnum, sem talinn er með fegurstu sveitum landsins, í kyrrð heiðarinnar og faðmi fjall- anna, stóð vagga hans og þar lifði hann sín æskuár og mótaðist í þann mannkosta mann sem hann var alla æfina. Og nú að ioknu æfiskeiði, er hann lagður til hinstu hvíldar við hlið ættmenna sinna, í kirkjugarðinn að Undirfelli í Vatnsdal. Öllum aðstandendum votta ég samúð okkar hjóna. Blessuð sé hans minning. Dýrmundur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.