Morgunblaðið - 30.04.1978, Síða 16

Morgunblaðið - 30.04.1978, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 Agúst Geirsson form. Félags isl. símamanna: Krafan í dag: í dag er aðalkrafa verkalýðs- hreyfingarinnar „samningana í gildi“. Það er að mínu mati mjög eðlileg og sjálfsögð krafa bæði nú og fyrr. Ég harma það að gripið skyldi til þess ráðs að rjúfa nýgerða kjarasamninga með þeim hætti sem gert var. Ég tel að ýmsar aðrar leiðir hefði átt að reyna í baráttunni við verðbólguna og þá í sem nánastri samvinnu við launþegasamtökin enda þótt margir álíti að þar séu ýmsir, sem skoði málin fyrst og fremst út frá flokkspólitísku sjónar- miði og samvinna því af þeim sökum ekki auðveld. Baráttan við verðbólguna virðist ærið vonlaus og ég hef ekki trú á að þessar síðustu aðgerðir breyti þar miklu um. Maður hlýtur að fara að efasl um að allir þeir sem tala um Samningana í gildi nauðsyn þess að ráða niðurlög- um verðbólgunnar tali þar af fullri einlægni. Hinu má ekki gleyma þegar rætt er um efnahagsaðgerðir að það hefur verið aðalmarkmiðið að undanförnu að tryggja fulla atvinnu í landinu og þar hefur vel til tekist. Við símamenn stöndum nú í samningum um röðun starfs- manna í launaflokka. Nauðsyn- legt verður að gera þar ýmsar leiðréttingar og þá fyrst og fremst hjá þeim sem eru í neðstu launaflokkunum. Ég nefni sem dæmi talsímaverði í 6. lfl., sem í reynd er nú næst neðsti launaflokkur ríkisstarfs- manna, annarra en byrjenda. Það er staðreynd að þessi starfshópur hefur goldið þess að undanförnu hversu fjölmennur hann er og kannski ekki síður hins að hann er svo til eingöngu skipaður konum. Hér er því um fullt réttlætis- og jafnréttismál að ræða og verður ekki trúað öðru en að fulltrúar ríkisins verði nú til viðræðu um leiðréttingar þar á. Ég sendi öllum símamönnum og öðrum launþegum bestu kveðjur í tilefni dagsins. Björn Björnsson form. Póstmannafélags íslands: Kjaramál póstmanna eru nú eins og svo oft áður það, sem stjórn félagsins er efst í huga. Sú kjaraskerðing, sem póst- menn urðu fyrir við samninga fjármálaráðuneytisins við B.S.R.B. árið 1970, hefur reynst stéttinni erfið og þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist á s.l. tveim árum í átt til leiðrétting- ar, þá er enn langt í land með, að þorri póstmanna standi jafnfætis þeim stéttum, sem þeir fylgdu í launakjörum fyrir 1970. Núverandi stjórn P.F.Í. mun ekki unna sér hvíidar fyrr en fullnæ'gjandi leiðréttingar hafa fengist á þessu. Að launakjörum frátöldum þá eru húsnæðismál póstþjónust- unnar þ.m.t. aðbúnaður og hollustuhættir á vinnustöðum póstmanna það mál, sem brýn- ast er að fá úriausn á. Vinnuað- staða póstmanna á stærstu vinnustöðunum hefur í fjölda ára verið algjörlega ófullnægj- andi og nægir að vitna til fjölda félagasamþykkta, bréfa, greina og blaðaviðtala um þessi mál. Borgarlæknir gerði í fyrra- sumar úttckt á flestum vinnu- Brýn þörf úrbóta íhús- næðis- málum póst- þjónustunnar Björn Björnsson formaður Póstmannafélags Islands. Líkan af nýrri pósthússbyggingu skv. tillögum nefndar. stöðum póstmanna í Reykjavík, og samkvæmt skýrslu embættis- ins að lokinni rannsókn kemur í ljós, að ýmsu er ábótavant á flestum vinnustöðunum, sér- staklega á þetta þó við á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti, svo og í húsakynnum Böggla- póststofunnar og Tollpóststof- unnar í Reykjavík. Eins og að ofan greindi þá hefur félagið í fjölda ára með fundasamþykktum og öðrum tiltækum ráðum vakið athygli yfirstjórnar stofnunarinnar á þessum málum, ekki eingöngu hvað varðar heilbrigðis- og hollustuhætti starfsfólksins, heldur einnig á því að núverandi húsnæði kemur í veg fyrir að hægt er að beita nútímalegri vinnubrögðum við póstþjónust- una til hagsbóta fyrir neytend- ur, en augljóst er, að brýn þörf er á úrbótum í þeim efnum. Á árinu 1973 skipaði þáver- andi samgönguráðherra, Hanni- bal Valdimarsson, nefnd til að gera tillögur um framtíðarskip- an húsnæðismála póstþjónust- unnar í Reykjavík. Ráðherra tilnefndi 4 menn í nefndina en P.F.Í. einn, nefndin réð sér arkitekt og komst svo langt að líkan að fyrirhugaðri pósthús- byggingu var gert. Ekkert hefur hinsvegar gerst meir í þessum málum eftir því sem stjórn félagsins best veit, og hafa engir fundir verið haldnir í nefndinni í marga mánuði og er eins víst að hún sé komin undir græna torfu. Það væri ekki allskostar sanngjarnt að deila svo á yfirvöld póstmála eins og hér hefur verið gert án þess að nefna það, sem vel hefur verið gert. Á s.l. ári flutti t.d. póstgíróstofan í nýtt og rúmgott húsnæði þar sem aðstaða öll er til fyrirmyndar. Þetta ber að þakka. Að lokum sendir stjórn P.F.Í. launamönnum um allt land bestu kveðjur í tilefni 1. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.