Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 30. APRÍL 1978 ÞORSTEINN GYLFASON: EINU SINNI KERLING Pálína Kael heitir kerling, alræmdur svarkur, en hefur aldrei til íslands komið svo vitað sé. Enda er hún óskrifandi á íslenzku, svo ágæt sem hún er í ensku og dável lesin í Dostojevskí og auðvitað í Kafka. Þess vegna þarf það út af fyrir sig ekki að koma á óvart að þegar hún skrifar langar greinar í Morgunblaðið skuli hún nota dulnefnið Sæbjörn Valdi- marsson. Er þetta raunar ágæt hug- mynd, og eftirbreytnisverð fyrir blaða- menn sem eiga í einhverjum erfiðleik- um' Til dæmis færi vel á því að Valtýr Pétursson skrifaði undir nafni Vil- hjálms Hjálmarssonar þegar hann fjallar um konjak. Hitt er svo annað mál að fyrir allmörgum árum birtist í Lesbók Morgunblaðsins kvæði eftir Magga Sigurkarl. Kvæðið minnir mig héti Sayonara, og langaði mig strax til að Iesa það því skömmu áður hafði komið hér út bók með sama heiti, svolítið dónaleg bók að ég hygg, sem ég hafði ekki haft tíma til að lesa. Gott ef Austurbæjarbíó sýndi ekki kvikmynd eftir bókinni sem líka fór fram hjá mér. (Ætli hún hafi verið með Marlon Brando? Pálína hlýtur að muna það.) Og ekki varð ég mjög vonsvikinn, því hver var þarna kominn nema gamall kunningi í nýjum frakka og með hatt! Svo var viðlag í kvæðinu, alveg ágæt lína; enda snarað úr frönsku af Tómasi Guðmundssyni, en áður hafði Paul Gauguin þýtt hana af máli heimafólks á Tahítí. Nú segir Kristján Karlsson hér á Borginni að verið sé að yrkja einhver ósköp í landinu, og sitji til að mynda ungar stúlkur við ljóðagerð myrkranna á milli. Þetta væri sök sér í skammdeg- inu, en kemur sér óneitanlega illa fyrir unga menn þessa dagana. Væri nú ekki ráð að ungu skáldin fylgdu fordæmi Magga Sigurkarls, að minnsta kosti meðan sól er lengst á lofti? Þá væri kannski tími til að labba niður í bæ og fylgjast með fram- kvæmdum. Þar . hefur bæjarstjórn kerling gert fagurt minnismerki yfir okkur sem enn munum rúntinn: Austurstræti er göngugata og lokað í annan endann með turni handa útlendu ferðafólki. Þá vantar bara að loka því í hinn endann líka — til að mynda með Elínu Pálmadóttur — svo að hinir erlendu gestir fái frið í götunni. Nema það komi einnig til álita að reisa bárujárnsgirðingu við Lækjargötu til að Stjórnarráðið og stytturnar sjáist alls ekki. I bænum eru líka fróðlegar og skemmtilegar leifar frá fyrri tíð. Sólin hellir sér yfir Hallærisplanið, þótt hún sé komin til ára sinna, og enn í dag safnast þar stundum saman ungt fólk, mátulega drukkið, og gerir smellin hróp að ráðsettum vegfarend- um og fleira sem gaman er að. Þegar bæjarstjórnin er búin að láta kjósa sig eina ferðina enn ætlar hún að setja allt þetta unga fólk á safn í Fellahelli og fylla planið með öðrum minnisvarða og ennþá veglegri yfir þessi síðustu merki lifandi lífs í bæjarfélaginu. Svo er það Tjörnin. Alveg er það ægiiegt að muna ekki vísuna hans Piet Hein eins og hann hafði hana sjálfur á sínu máli. Hljómskálagarðurinn grænkar á ný eins og guð hefur fyrir hann lagt. Og piltur og stúlka fá sér frí. Þau hafa nú gagnkvœman hug á því sem er hægara gert en sagt. 4V|, acc Ieíei vj^‘v it'C (\ t\b\t víA 's don' a\tö°st VJOU ^ce\ t\\c e\V vb\e c*P v\íg,( V\S ,Y\c"V\ obsc' SS\ve :\\CV VO Oí t\\c Y ,a\V\\ vJ\ ,tb< a\\° \í\c\e \\í\t t\\V°V\=" VJ a\v'\ ■ áevxwtv go"\&4 :\w ÍVVC ;">YTe>í'®'?\í\>’5’ ví\'°ÍC uc\w> tí'CS to StfO’P ,\e ,toeV sV'S M'i \SJ \\CÍ v pv\í« \V.\S VSSW; So"': "O Í\C SV\ \W t"\fe' tbov't act \\\s bto w\\’ ,tbeí’ \.. tabeS ‘-"Y'.o'S, \ci tb'oU® be to b»sl tbe 1 .t° be \NE.WTYOm| [the Við ekL*sLæk,d- bá rð Sé 4 'sem eer'i^Jkefð 1 . tilf;n„?r,r °kkur fj° kv°l ' _____ „ _ — þe/rrá '^' Ú'Wr TALK OF THE TOVN -----------------Zf; ,?;?*'*■' tarí» v'° hU9^’æt\a‘ aö inn 111 bað ek,K' "eSa. V^ömU myn--r-1' e° 9V° aö ð kætta á „ Verðu~ Sömu aftur og °Z fæ. Svifrá, 'nni, *-Ws Z'Jt:n « « filn k. '■ —Pauline Kael sýn\ng » Z vonbrvgöu' 1 1 endi , aldrei aftur“’f,á Abel -sást verið kVeifar)lá«eJr bað toans til að K • eiö ^erg- ^iagi ha*ð se»a að ' ^amtíðinni. y ^'atað ■ haldandi unni Ver8erus, A horfa á sjálfa' *Pe*Ii M að i eiR'n skoðun er A ,e‘kstjóra á . kn,ynd a- enda/oiíum, sem'"Um ei«>'n s*nianIeRri !f t ^ mun rp* *™ iijc Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSOl Er nú ekki nema eins að gæta. Þegar ungu skáldin fara að yrkja gömul kvæði til að geta brugðið sér í bæinri, mega þau til með að varast eins og heitan eldinn að snúa kvæðunum á óbundið mál áður en þau láta þau frá sér fara. Af einhverjum ástæðum hafa skáld verið að reyna þetta um nokkurt skeið; auk þess sem þau hafa lengstum kosið heldur að spreyta sig á lakasta kveðskap fyrirrennara sinna, ugglaust í þeirri trú að þar riði mest á að bæta um betur. En þetta hefur gengið anzi seint. Meinið er að óbundið mál er miklu erfiðara að eiga við; þar er úr svo mörgu að velja. Til þess er enginn tími núna. Má ég nú ekki biðja þig, Matthías minn, að birta enga mannsmýnd með þessari athugasemd? Fólk gæti þá með engu móti reitt sig á hvort myndin væri af Pálínu Kael, mér eða kannski einhverjum nýlátnum heiðursmanni. Svo hlýtt sem mér er til fólksins í landinu, látins sem lifandi, og kæmi líka að sumu leyti vel að vera talinn af, þá þætti mér miður ef einhver tæki upp á að villast á mér og henni. Eða þá á Elínu og turninum. Atlas sumarhjólbaröar: A-78-13 Verö kr. 13.343.- B-78-13 Verð kr. 13.679.- C-78-13 Verö kr. 14.255.- C-78-14 Verö kr. 14.441,- E-78-14 Verö kr. 15.270.- F-78-14 Verö kr. 16.046.- Okkar hagstæða verð á Atlas og Yokohama hjólbörðum gildir enn. „ Véladeild HJÓLBARÐAR Sambandsins SEfSffS*** Sumarstarf aldraðra Hafnfirðinga Styrktarfélag aldraöra í Hafnarfiröi, gengst fyrir orlofsdvöl fyrir aldraöa Hafnfiröinga í Bifröst í Borgarfirði, á komandi sumri. 2 svalartímar standa til boöa, annars vegar 19.—26. júní og Jiins vegar 14—21. ágúst. Skránig í orlofsferðirnar fer fram í Hafnarfjaröar- apóteki, frá 2. maí n.k. kl. 9 f.h. Þátttökugjald kr. 10 þús. greiöist viö skráningu. Þátttaka er heimil öllum Hafnfiröingum 67 ára og eldri, svo og hjónum, ef annaö þeirra er á þeim aldri. Mögulegur þátttökufjöldi er takmarkaöur og veröur fariö eftir röö viö skráningu. Stjórnin. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.