Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRIL 1978 27 Sjötugur: Halldór Sigfús- son skattstjóri Veiðifélag Élliðavatns Stangaveiöi á vatnasvæöi Elliöavatns hefst 1. maí. Veiöiieyfi eru seld í Vesturröst Laugavegi 178, Vatnsenda, Elliöavatni og Gunnarshólma. Veiöifélag Elliðavatns. Þriðjudaginn 2. maí n.k. verður Halldór Sigfússon skattstjóri í Reykjavík sjötugur. Halldór er Þingeyingur, fæddur að Krauna- stöðum í Aðaldal. Foreldrar hans voru Sigfús Björnsson, hreppstjóri af Reykjahlíðarætt og Halldóra Halldórsdóttir, systir hins glaða förusveins Valdimars bónda á Kálfaströnd, sem fór með Davíð skáldi frá Fagraskógi í Italíureis- una. Halldór nam við Samvinnuskól- ann árin 1927-1929, og var síðar við framhaldsnám í London. Hann var um skeið endurskoðandi hjá lögreglustjóra, en varð skattstjóri í Reykjavík árið 1934, og því lítt þakkláta starfi hefur hann gegnt síðan. Halldór hefur sjálfur látið þau orð falla opinberlega, að hann skildi ekkert orðið í í hinum flóknu skattareglum. Kunnugra manna mál mun þó vera, að fáir standist honum þar snúning, og reynt hefur hann að túlka ákvæðin á þann veg, að þau gætu orðið til sem mestra hagsbóta þeirra, sem minnst hafa mátt sín. Efna til fundar um þjóðarmorð á Eritreum I' SAUTJÁN ár hafa þjóðfrelsisöfl í Eritreu í NA-Aíríku barist fyrir sjálfstæði lands síns — segir í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borizt frá Eining- arsamtökum kommúnista (m-1) og Verkaiýðsblaðinu. Segir í fréttatilkynningunni að „viet- namstríð" Sovétríkjanna í Afríku sé nú orðið að staðreynd — „grimmilegt þjóðarmorð í hags- munaskyni". ífréttatilkynningunni segir: „Eritreu byggir þjóð, sem á sér eigin sögu, menningu og sjálfsá- kvörðunarrétt. Stórveldin innlim- uðu Eritreu inn í Eþíópíu eftir lok 2. heimsstyrjaldarinnar, en stjórn- völd Eþíópíu hafa ávallt reynt að brjóta þjóðfrelsisöflin á bak aftur. Nú hefur afturhaldsstjórn Mengistus, með stuðningi sovézka auðvaldsins og kúbanskra mála- liða, hafið stórsókn inn í Eritreu. Nýtízku sovézk vopn fyrir millj- arðatugi, „ráðgjafar“ og yfir 12.000 Kúbumenn sýna að nú er „viet- namstríð" Sovétríkjanna í Afríku orðið staðreynd — grimmilegt þjóðarmorð í hagsmunaskyni. Þjóðfrelsishreyfingar ELF og EPLF hafa nú sameinast frammi fyrir verkefnum langvinns alþýðu- striðs. Hér á landi er nú staddur fulltrúi ELF og EPLF í boði Einingarsamtaka kommúnista (m-19 og Verkalýðsblaðsins. Verð- ur m.a. efnt til almenns fundar um Eritreustríðið með fulltrúum mið- vikudaginn 3. maí í Félagsstofnun stúdenta klukkan 20.30 Á dagskrá eru ræður, m.a. um ástandið í Eritreu, hlut Sovétríkjanna og Kúbu, ljóðalestur o.fl. Fyrirspurn- um verður svarað“. Ýmsir hefðu sjálfsagt getað gegnt sómasamlega embætti skattstjóra áratugum saman, en sennilega fáir við þær miklu vinsældir, sem Halldór hefur ætíð notið. Því fer fjarri, að Halldór Sigfús- son hafi einskorðað sig við skatta- málin. Svo sem bræður hans, dr. Björn og Pétur, hefur hann gruflað í flestum fræðum. Hann á eitt stærsta og bezta einkabóka- safn hér á landi. Sé hann sóttur heim, getur allt eins verið, að fyrir framan hann liggi ný ítölsk skáldsaga eða doðrantur um stjörnuspádóma. Árið 1973 áttum við því láni að fagna að ferðast með Halldóri um nokkur Asíulönd. Á betri ferðafé- laga verður ekki kosið. Hann gat brugðið á leik og hlaupið upp rafmagnströppur í Hong Kong, sem voru á niðurleið, og haft sigur. Hann gat tekið lagið með heims- frægum rússneskum söngflokki í Nepal, sökkt sér niður í fornleifaí- huganir í Persepolis og rabbað við betlara í Nýju Delhi. Við viljum þakka Halldóri ógleymanlega samfylgd, og við óskum þess, að hann gæti komið með okkur í aðra ferð. Við sendum Halldóri B. Sigfússyni hugheilar afmælis- kveðjur, bæði frá okkur og ónefnd- um samtökum í Bangkokborg. P.Á.S. BenÉdorm Ferðir til Benidorm sumariö 1978 13. mai biölisti 21. ágúst laus sæti 29. maí biölisti 28. ágúst laus sæti 19. júní biðlisti 4. sept. laus sæti 10. júlí biðlisti 11. sept. laus sæti 31. júlí örfá sæti laus 18. sept. nokkur sæti laus 7. ágúst laus sæti 14. ágúst nokkur sæti laus 25. sept. örfá sæti laus Vegna mjög mikillar eftirspurnar, aukaferðir til Benidorm 5. og 26. júní. KEFLAVÍK Kristinn Danivaisson GRINDAVÍK Bogi Hallgrímsson AKRANES Margrét Sigurjónsd. BORGARNES Þóra Björgvinsd. STYKKISH. Sigfús Sigurðsson RIF Markús Þóröarson ÍSAFJ. Árni Sigurðsson 8. 1864 BOLUNGARV. s. 8119 AKUREYRI 8. 2076 HUSAVÍK 8. 7485 VESTM.EY s. 8136 SELFOSS 8. 6675 GJÖGUR s. 3100 SIGLUF. Sverrir Matthíasson s. 7389 Ferðamiðstöðin Aey s. 19970 Ásmundur Bjarnason s. 41258 Friðfinnur Finnbogas. s. 1450 Sigríður Hermannsd. s. 1962 Jóhanna Thorarensen s. 4398 Árni Þórðarson s. 71320 Fyrirlestur um Opna háskólann i London FÖSTUDAGINN 5. maí n.k. kl. 17.15 mun próíessir Walter Ja- mes írá Opna háskólanum í London halda opinberan fyrir- lestur á vegum Háskóla íslands í kennslustofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um Opna háskólann í London, en sá skóli var stofnaður fyrir tæpum áratug og þykir merk nýjung í háskóla- rekstri á síðari tímum. . Þessi háskóli hefur lítið sem ekkert eigið húsnæði, heldur fer kennsla fram nær eingöngu bréflega eða í gegnum útvarp og sjónvarp. Próf- essor James er forstöðumaður þeirrar deildar háskólans, sem starfar að kennslufræðum. 1 frétt frá Háskóla Islands segir að fyrirlestur þessi hafi verið fyrirhugaður 2. marz s.l. en þá fallið niður vegna verkfalls. Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Reykjavík. Símar: 11255 — 12940 N TOWN Nýja hljómplatan með Paul McCartney & The Wings Fæst hjá umboðsmönnum okkar um land allt. MESTA HLJÖMPLÖTUÚRVAL LANDSINS ItCil fll Dolyðor DECCfl FÁLKIN N Suðurlandsbaut 8 Laugavegi 24 Vesturveri 84670 18670 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.