Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 23
MORGJJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 23 Skotlands og Danmerkur, kaup- laust. Það var árið 1947. Nú, fjórum árlim síðar fór ég sem vinnukona til Ameríku. Var hjá ræðismanninum í New York, Hannesi Kristjánssyni. Þau hjónin áttu þrjú yndisleg börn og hjá þeim var ég í eitt og hálft ár. Mér leið ágætlega í Ameríku, þótt þar henti mig ýmislegt. Nú til dæmis lamaðist ég í andliti. Hvernig. Af kulda- trekk. Það er von þú spyrjir. Fólk heldur að ég sé að ljúga, þótt ég sé ekkert skökk í framan í dag. En lömun þessi er kölluð járnbrautarveiki í Danmörku. Lýsir sér í því að fáir þú alltaf gust á annann vangann getur lamast þar taug. Þetta var lagað á skömmum tíma með vítamín- sprautum. Ég hefði ekki getað hugsað mér að setjast að í Ameríku, þar eð ég var ekki fædd þar. Bæði var erfitt að fá atvinnuleyfi og svo var ekki margt sem bauðst. Jú, einhvér bauð mér vinnu við apótek í Kaliforníu." Stella hlær. „Annars fannst mér fólk þar ekki bruðla eins mikið með peninga og Islendingar oft. Eftir að heim kom hélt ég áfram í Ingólfsapóteki. Tók að mér skúringar jafnframt af- greiðslunni til að geta keypt bíl og látið byggja bílskúr. 1955 fór ég í Norðurlandaferð með Heklu og var eftir hálfan mánuð í Danmörku Þegar ég var orðin efnaðri, það er að segja búin að festa íbúðina þótt hún væri skuldum vafin ákvað ég að nota sumar- leyfið til ferðalaga en sá ekki annan úrkost en að ráða mig sem þernu á Gullfoss. Varð ég sjóveik, en þorði ekki að taka pillur, því maður verður víst svo syfjaður af þeim og harkaði af mér, þar sem ég var nú einu sinni búin að ráða mig. 1965 fór ég aftur í ferðalag sem ég lifi á enn þann dag í dag. Til Ítalíu með Sunnu í gegnum Glasgow, París og síðan til Feneyja og þar um allt, síðan til Nizza og Mónakó, þar sem ég sá höllina hennar Grace. Nú af því ég var orðin svona vön ferðalög- um, var ég send á vegum Ingólfsapóteks til London í bakaleiðinni til að kaupa snyrti- vörur. Jórunn Axelsdóttir verkakona> „Markmiðið að náendum saman og koma börnunum á legg” Hún er ræstingarkona og sex barna móðir. Jórunn Axelsdótt- ir hefur unnið við ræstingar á Umferðarmiðstöðinni í Reykja- vík síðastliðin átta ár. Hún er gift og maður hennar Guðmund- ur Guðlaugsson er leigubílstjóri. Hún segist ekki vita hvað orðið munaður þýðir. Hún hefur aldrei komið út fyrir handstein- ana, ekki haft efni á að veita sér þá hluti, sem hana hefur langað í og haft það að lífstakmarki að koma sex börnum til manns. Jórunn og maður henna hafa staðið í því undanfarin ár að koma sér upp íbúð í hinum svokölluðu verkamannabústöð- um í Breiðholti. Þau fluttu inn fyrir þremur mánuðum ásamt fjórum af sex börnum, en elztu dætur hennar tvær eru farnar að heiman. „Ég er svo léttlynd að mér leiðist að barma mér eða vera með fortölur," segir hún. „Ég vinn að meðaltali fimmtán nætur í mánuði við ræstingar á B.S.I. og er hver vakt ellefu stundir. Auðvitað er það lýjandi en þetta hef ég gert í átta ár eða frá því að yngsta barnið var tveggja ára. Arangurinn er sá að við höfum getað komið okkur upp þessari íbúð. Tekjur mannsins míns hafa einnig batnað eftir að hann fékk sinn eigin leigubíl. Aður leigðum við hjá bænum og víðar í tuttugu ár eða frá því að búskapur okkar hófst. Elzta dóttir mín er tvítug, á eitt barn strax að vinna. Gagnfræðaskól- inn var á Akureyri og þangað var of langt að sækja. Þar sem ég hef fundið fyrir því sjálf að menntun gefur möguleika á betri vinnu álít ég hana nauð- synlega. Tvær elztu dætur mín- ar hættu að vísu námi eftir unglingapróf en sú þriðja er í menntaskóla, fjórða að ljúka grunnskóla og sonur og dóttir í barnaskóla. Ég hef ekki átt kost á öðru starfi en ræstingum eða í verksmiðju og ég kýs að skúra á næturna, með því ber ég meira úr býtum. Launin eru um 200 þúsund á mánuði og óttast ég að það sé orðið of hátt kaup miðað við nýja skattalagafrumvarpið, þar sem gift kona fær ekki lengur helmingsfrádrátt. En nú er heimilishaldið orðið svo létt, aðeins fjögur börn á framfæri," og Jórunn hlær að þessu „smáræði". „Kannski komumst við í frí til Spánar einhver næstu árin. Nei, elskan mín það hefur ekki verið um siglingar að ræða hjá okkur hingað til. Ef við höfum farið í frí hefur það verið í bílnum eitthvað út á land með tjald. Um skemmtanir er það að segja, að við höfum einstaka sinnum skotist á ball. Bíóferðir í gegnum árin eru teljandi og leikhúsferðir næstum engar. Auðvitað getur maður leyft sér að fara í leikhús, þetta stafar eflaust frekar af áhugaleysi. Fjárhagurinn hefur lagast það mikið. Hér áður fyrr keypti ég aldrei fatnað úr búð, heldur saumaði og prjónaði allt sjálf. Markmiðið hjá okkur hjónun- um hefur verið að ná endum saman og koma börnunum á legg. Ég þakka fyrir að það ætlar að rætast vel úr þeim og þá er ég ánægð. Þótt oft hafi verið hart í ári eins og hjá flestum barnmörgum verka- mannafjölskyldum: Laun verkamannsins eru ekki upp á marga fiska og miðað við ærið erfiði ber hann lítið úr býtum. Víst finnst manni það óréttlátt. Þótt ég hafi ekki velt kven- réttindamálum mikið fyrir mér held ég að ég geti samt staðhæft að verkakonan er verr. sett en verkamaðurinn og almennt er Það er þroskandi að ferðast og sjá sig um. Því réð ég mig aftur sem þernu á Gullfossi í hálfan mánuð. 1966. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur sendi mig á ráð- stefnu til Óslóar ári síðar og þá þurfti ég hvorki að borga ferðir né uppihald. Þegar ég svo fór til Danmerkur árið 1971 tók ég með mér nesti og bjó hjá vinkonu minni. Þegar ég varð fimmtug fór ég til Hollands í tíu daga. Þegar ég kom þaðan spurði fólk mig hvar ég hefði verið. Ég sagði í Hollandi. Hvort ég hefði verið ein og trúðu því nú fáir. En ég er svolítið stolt af því að hafa ferðast þetta og bjargað mér ein. Nei, ég hef aldrei verið einmana. Það gerir vinnan. Iðulega vinn ég frá níu á morgnanna til að ganga hálf sjö. Framhald á bls. 37 og vinnur við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum. Þetta er ekkert auðveldara líf fyrir ungar mæður eða ungt fólk almennt í dag heldur en þegar við vorum að byrja. Ástæðan er lífsgæðakapphlaupið og kröf- urnar sem unga fólkið gerir. Það vill fá hlutina upp í hendurnar strax og sættir sig ekki við það sama og við áður.“ Jórunn er fædd á Hjalteyri við Eyjafjörð árið 1936, ein af átta systkinum. Faðir hennar átti trillu. Um uppvöxt sinn segir hún að á heimilinu hafi alltaf verið nóg til hnífs og skeiðar alveg eins og í hennar eigin búskap. „Annars var maður ekki að velta fyrir sér hvort lífsgæðin væru naum í þá daga. Slíkt hefur komið með aukinni vel- megun, aukinni stéttaskiptingu og aukinni dýrtíð. Eftir barnaskólanám fór ég STELLA konan' ekki eins rétthá, jafnvel ekki í dag. Annars hef ég aldrei tilheyrt neinum félagssamtök- um eða lesið mikið um þau mál. Til þess hef ég ekki haft tíma. En fátækt hef ég aldrei kynnst. Þótt við byggjum í þessum bæjarblokkum varð ég ekki vör við hana en þar búa helzt barnmargar fjölskyldur og kannski það fólk sem er verst sett í okkar samfélagi. Ég held að flestir geti haft nóg að bíta og brenna, vinni þeir og séu ekki óreglusamir. Ég er sátt við mitt hlutskipti. Auðvitað hefur mig dreymt um hluti, sem ég hef aldrei öðlast og það hafa komið stundir sem ég hefði gefið mikið fyrir að komast til útlanda og hvíla mig rækilega — en það er nægur tími enn ...“ Fornbíll Til sölu stórglæsilegur Chevrolet 1947 ef viðun- andi tilboð fæst. Ýmis skipti koma til greina. Uppl. í síma 72087—28616. Skipstjóra- og stýrimannatal sem unnið hefur verið aö er ætlað aö komi út nú í haust. Þeir sem enn hafa ekki sent upplýsingar í ritiö, eru beönir aö gera paö nú pegar. Félagsmönnum skipstjóra- og stýrimanna- félaganna hafa verið send eyöublöö til útfyllingar, en peir sem ekki hafa slík blöö í höndum purfa aö senda eftirtaldar upplýsingar: Nafn, f.d., ár, staöur, foreldrar, eiginkona, börn, próf, starfsferill, mynd, núverandi heimilisfang, áskrift aö ritinu ef óskaö er. Afkomendur látinna skipstjóra eru sérstak- lega minntir á aö senda upplýsingar, ef peir óska að feöra peirra sé getið. Upplýsingar sendist í pósthólf 1373 eöa til Ægisútgáfunnar Sólvallagötu 74, par sem einnig er aöstoðaö viö aö gera skýrslurnar ef óskaö er. Skipstjóra- og stýrimannafélagiö Aldan Guömundur H. Oddsson. Ægisútgáfan Guðmundur Jakobsson. cSþ Nýborgf O Armúla 23 — Sími 867S5 „Geröu pað sjálfur“ „Do it yourself“ Nýborg h/f hefur á boöstólum margar vörur fyrir pá sem vilja raöa saman skemmtilegum innréttingum á hagkvasman hátt. Porsa-kerfiö er til í mörguru ólíkum prófílum sem gefa ótal möguleika. Fyrir heimili: Hillur, borö, kollar, hjólaborö, rúm og fleira. Fyrir fyrirtæki og verslanir: Innréttingar, afgreiösluborð, sjálfsaf- greiösluhillur, hjólaborö, hillur og ótal marga fleiri hugsanlega hluti, sem setja má saman. Stanley og system plus festingarjárnin sem saman standa af L járni, Y járni og T járni. Meö 16 og 19 mm spónarplötum, sem viö eigum niöursagaöar, getiö þér raöað saman alls konar skápum og hillum. Louvre rimlahuröir úr furu og mahony, í mörgum stæröum. Tilvaldar fyrir svefnherbergisskápa. eldhússkápa og í forstofuna. Einnig fyrirliggjandi « venjulegri huröarstærö. Spónlagt hilluefni fura, eik og mahony, 16 mm pykkt, breidd 30 cm. 40 cm. 60 cm. Mosaik Parkett úr haröviöi frá Vigers í Englandi. Auövelt aö leggja — náttúrulegt efni. Vara á góöu veröi, sem alls staöar gengur vel. Viöarpiljur í stæröum 122x244x0.4 1m á ótrúlega hagkvæmu veröi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.