Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRÍL 1978 31 Velta Alafoss 2.230 millj. kr. á sl. ári — Rekstrarhagnaðurinn 117,1 milljón króna HEILDARVELTA Álafoss h.f. var 2.230 milljónir króna á s.l. ári og haíði aukist um rúmt 71% frá árinu 1976. Útflutningsverðmæti varð 1111 millj. kr. og hafði aukizt um 85%, þar af var útflutningsverðmæti tilbúins ull- arfatnaðar 882 millj. kr. og hafði aukizt um 120% frá fyrra ári. Útflutningur Álafoss nam á árinu 1.4% af heildarútflutnings- verðmæti landsins, en 43% af heildarullarvöruútfiutningnum. Þá jókst útflutningur ullarbands um 41% að verðmæti. eða einung- is um þriðjung af aukningunni í útflutningi tilbúins fatnaðar. Segir í frétt frá Álafossi að bandútflutningur fyrirtækisins hafi því síður en svo orðið til að draga úr útflutningi á tilbúnum ullarfatnaði frá fyrirtækinu. Hreinn rekstrarhagnaður nam 117.1 millj. kr. eftir afskriftir, og áætlað hafði verið fyrir opinber- um gjöldum. í fréttatilkynningu frá Álafossi segir að á árinu 1977 hafi verið haldið áfram byggingu nýs verk- smiðjuhúsnæðis, enda sé mikill hluti núverandi húsnæðis úreltur og ófullnægjandi. Ráðgerðar séu frekari framkvæmdir við endur- nýjun verksmiðjuhúsnæðisins á þessu ári. Ennfremur hafi hluti af vélakosti fyrirtækisins verið end- urnýjaður og sett upp nýtt loft- ræstikerfi í spunaverksmiðjunni. Heildarfjárfesting á s.l. ári hafi verið 257 millj. kr. og fjármagnað- ar með láni úr Iðnþróunarsjóði og af eigin fé fyrirtækisins. I skýrslu stjórnar kom fram að rekstrarhorfur á þessu ári eru taldar góðar, ef vinnufriður helzt og hækkanir hráefnis og vinnu- launa verða hófsamlegar. Þá segir að það sé nú áh.vggju- efni, að þær tegundif íslenzkrar ullarvöru, sem hingað til hafi notið vaxandi vinsælda erlendis, eru ekki lengur í samræmi við ríkjandi tízkustefnu og að íslenzk- ir framleiðendur verði að aðlaga sig breyttum aðstæðum. I stjórn Álafoss eru nú: Bjarni Björnsson, formaður, Guðmundur B. Olafsson, Benedikt Antonsson, Heimir Hannesson og Ragnar Jónsson. Forstjóri fyrirtækisins er Pétur Eiríksson. — Svipur Framhald af bls. 29. fullri hörku, og eftir það fór sæmilega á með okkur... ... Hann henti oft gaman að því, að við værum sannfærðir um að hann gengi aðeins erinda Sovét- stjórnarinnar — en sannleikurinn væri sá, að hann bæri alþjóða- hagsmuni fyrir brjósti. Okkur fannst þetta ekkert sérlega fyndið þá — en nú er komið á daginn áð þetta var' bráðfyndið!" Schevchenko hafði búið vel um sig í Nevv York; bjó í stórri íbúð á Manhattan við mikinn íburð. En hann mun hafa verið hálffeiminn að búa svo ríkmannlega og var mjög fátítt að hann byði heim gestum. Eins og nærri má geta komust margar sögur á kreik um Schev- chenko eftir að hann „strauk". Meðal annars er sgat, að hann hafi átt í hjónabandserfiðleikum og mun sú ályktun dregin af því að kona hans sást sjaldan í fylgd með honum; hún er nú farin heim til Sovétríkjanna ásamt með dóttur þeirra hjóna. Þá hefur og Viaches- lav Kuzmin, fyrrum aðstoðarmað- ur Schevchenkos (hann var talinn útsendari KGB og hefði verið settur til þess að hafa auga með Schevchenko) sagt það hverjum sem heyra vildi, að Schevchenko hefði átt við ofdrykkju að stríða. Hann átti að réttu lagi að láta af starfi í febrúar síðastliðnum, en þá var starfstími hans framlengdur um tvö ár með samþykki yfirvalda í Sovétríkjunum. Þess vegna vakti það undrun manna, að hann var skyndilega kallaður heim fáum vikum síðar. Telja ýmsir, að hjónabandsörðugleikar hans elleg- ar áfengisvandi hafi valdið, nema hvort tveggja væri. Hafi yfirboð- arar hans í Moskvu verið orðnir hræddir um það, að hann kynni að verða beittur kúgun og þá trúlega til þess að láta uppi leyndarmál. Aðrir gátu sér þess til, að Schevchenko hefði verið á snærum bandarísku ieyniþjónustunnar, sem og reyndar er komið á daginn, og hefði fallið á hann grunur eystra. Þess er að minnast, að í bók Edward Epstein um Lee Harvey Oswald segir frá njósnara KGB- manni sem var á vegum FBI og kallaður var „Fedora“. Kveður Epstein „Fedora“ hafa starfað hjá Sameinuðu þjóðunum frá því 1962 og hafi hann að staðaldri fært FBI upplýsingar um njósnir Sovét- manna. Hafi J. Edgar Hoover, þáverandi yfirmaður FBI, metið þessar upplýsingar svo mikils, að hann sendi þær oft beina leið til Hvíta hússins. Það er ósannað, að hér sé um Schevchenko að ræða, en margir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna munu þó hallast að þeirri skoðun. - JANE ROSEN JCIZZEOLL©CCSl<ÓLi BÓPU, Nýtt námskeiö hefst 8. maí. < Nú fer aö styttast í sumarfríið. ; ★ Fögnum sumri í góöú formi. ★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. ★ Tímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. ( ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ Sérstakir matarkúrar, fyrir þær, sem eru í megrun. ★ Sérflokkur, fyrir þær sem vilja rólegar og léttar æfingar. ★ „Lausir tímar“, fyrir vaktavinnufólk. I ★ Sturtur — sauna — tæki — Ijós. | ★ Muniö okkar vinsæla sólaríum. ★ Hjá okkur skín sólin allan daginn alla daga. ★ Upplýsingar og innritun í síma 83730, frá og meö þriðjudegi. \ 'jOZ7Fni I ©CCfíKÖLl Bóru Fæst á bensínstöðvum Shell og i fjölda verslana. Oliufélagið Skeljungur hf Heildsölubirgðir: Olíufélagið Skeljungur . II Smávörudeild ohell Simi 81722 ^----- JSStSSr Ný bóla sem leysir gamlan vanda Vandinn er þungt loft - eða lykt. Innilokað loft eða reykmettað. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar. Hér er góð lausn. Lítil kúla, kölluð Airbal. Inni í henni er lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa andrúmsloftið. Virkni kúlunnar er hægt að stjórna með því að færa til hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný plata sett í kúluna. Einn kostur i viðbót - kúlan er ódýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.