Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. APRIL 1978' 37 — Að eyða ekki Framhald af bls. 23 Þá fer ég heim og laga matinn fyrir okkur mömmu, sem er að verða níræð. Já, við höfum alltaf búið saman, fyrst ég hjá henni, síðan hún hjá mér. Aðalatriðið í lífinu er að vinna. Iðjuleysi er rót alls ills. Til að eignast eitthvað verður að vinna fyrir því. Það er hverjum einstaklingi eðlilegast að bjarga sér sjálfur. Ef maður ekki bjargar sér sjálfur kann maður ekki með peningana að fara. Síðastliðinn fimm ár hef ég ekki farið í ferðalög og er það aðallega vegna þess að ég vil ekki skilja mömmu eftir eina. En ég er alsæl með mitt hlutskipti. Það sem ég hef ferðast nægir í bili. Um skemmtanir er nú ekki mikið. Ég hef alltaf farið eitthvað til að lyfta mér upp, til dæmis á árshátíðar hjá vinnufélögunum. Mitt mottó er að vinna vel fyrir kaupinu mínu og slæpast ekki. Að eyða ekki meiru en ég afla og heimta ekki af öðrum. Langi mig að kaupa hlut, en sjái ég fram á að hafa ekki efni á honum, bíð ég. Nú þarf ég að rjúka og laga hádegismat," segir Stella og stendúr upp.“ Það eina, sém ég harma, er að hafa ekki átt kost á að mennta mig meira. Þá væri ég kannski að vinna annars staðar i dag. Einu sinni var ég búin að safna mér fvrir námi við Kvennaskólann í einn vetur, en vegna mikillar aðsóknar fékk ég ekki inngöngu. Þeir eiga gott, sem hafa lært, en ég öfunda þá samt ekki. Ef ég lít til baka og hugsa til þeirra barna samtíma mér er ólust upp við auð og allsnægtir finnst mér raunin hafa orðið sú að úr þessum börnum hefur ekki rætzt. Mannskepnan þolir ekki of mikið meðlæti. Eins og mamma segir alltaf: „Maður fæðist í þennan heim grenjandi og yfirgefur hann emjandi.“ — Segist hafa orðið fyrir aðkasti... Framhald af bls. 3. mæltu með samþykkt frumvarpsins og Bragi Sigurjónsson sem mælti gegn því. Tillaga Braga um að vísa því til ríkisstjórnar var felld og samþykkt að senda til þrlðju umræðu með 14 atkvæöum gegn 1. — Eysteinn Framhald af bls. 3. tvo daga og lýkur því í kvöld. Um 120 fulltrúar sitja þingið. Fréttamaður Mbl. spurði Ey- stein hvers vegna hann væri ákveðinn í að hætta nú. — Ég er búinn að vera formað- ur í sex ár og það er talsverður sprettur, finnst mér, því ég er ekkert unglamb lengur, 72ja ára í haust, svaraði hann, og bætti við: — Þetta er mjög margbrotið verkefni, aragrúi mála, og þykir mér um of að taka 3 ár í viðbót. Því eigi að skipta. Áhugi minn á náttúruverndarmálum hefur ekk- ert minnkað. Þá var Eysteinn spurður um það hvernig, honum fyndust þessi mál standa. Hann svaraði: — Mér finnst talsvert hafa 'áunnist síðan nýju náttúruvernd- arlögin voru sett- Viðhorf til náttúruverndar hefur tvímæla- laust breyst mjög til bóta. Margt er óunnið og mörgu ábótavant í umgengni við landið, enda ekki langt síðan náttúruverndarstarf hófst að ráði. Ég vona að áhuga- starf að náttúruvernd og bættri umgengni eflist stórlega. Það skiptir mestu. Loks var Eysteinn spurður að því hvað hann ætlaði nú að gera, eftir að hann væri hættur störfum sem formaður náttúruverndar- ráðs. — Ég ætla að hvíla mig vel í sumar, svaraði hann, og hugsa mitt ráð. Ég á þó nokkur áhuga- mál. Reknetahristarar Getum afgreitt reknetahristara fyrir komandi haustvertíð. Vinsamlega pantiö strax þar sem framleiösla þessa árs er aö veröa uppseld. Vélsmiðja Hornafjarðar h.f. Höfn Hornafirði, sími 8340, heimasímar 8313 og 8345. VIÐARÞILJUR PANELKROSSVIÐUR LOFTAKLÆÐNING í miklu úrvali. PÁLL Þ0RGEIRSS0N & C0 Ármúla 27 — Reykjavík. Símar 34-000 og 86-100. Harðviður—Plötur ÞURRKAÐUR HARÐVIÐUR: eik, iroko, mahogni, ramin, pitch pine, amerik, redwood, teak. RASAÐUR KROSSVIÐUR: oregon pine, mersawa, western red cedar, fura og greni. SLÉTTUR KROSSVIÐUR: rautt meranti, Ijóst lauan. MÓTAKROSSVIÐUR: 12 og 18 mm. GIPSONIT/ GYPROC: 9 og 13 mm. HAROTEX: venjul. og olíuhert. PLASTH. SPÓNAPLÖTUR: tveir gæöaflokkar. harðplast: mikiö útval. PÁLL Þ0RGEIRSS0N Ármúla 27. Símar 34000 og 86100. 10 ástæóur fyrir kaupum áPHILCO þvottavélum Tekur inn heitt og kalt vatn, seni þýðir tíma og rafmagnssparnað. 2. Vinduhraði sem er allt að 850 snún/- mín. flýtir þurrkun ótrúlega. 3. 4 hitastig (32/45/60/90°C), seni henta öllum þvotti. 4. Sparnaðarstilling fyrir vatn og raf- magn. 5. 3 ntismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu, tryggja rétta meðferð þvottar- Viðurkennt uiiarþvottakerfi. 7. Stór þvottabelgur, sem tekur 5 kg. og stórar dyr er auðvelda hleðslu. 8. f jöldi kerfa, sem henta þörfum og þoli alls þvottar. 9. Fullkomin viðgerðarþjónusta er ykkar hagur. 10. Verðið er mun lægra en á sambærileg- um vélum. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655 PHILCO og fallegur þvottur fara saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.