Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 Hverfafundir borgarstjóra... Hverfafundir borgarstjóra Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri hélt hverfa- fund fyrir fbúa í Austurbæ, Norðurmýri, Hlíða- og Holtahverfi s.l. laugardag í Domus Medica. Fundur þessi var fjölsóttur og voru þeir margir sem ekki fengu sæti, sökum þrengsla. I upphafi fundar hélt borgarstjóri yfirgripsmikla ræðu um helztu málefni borgarinnar um þessar mundir, en á eftir svaraði hann fyrirspurnum fundargesta. Fundarstjóri á fundinum var Barði Friðriksson hrl. og fundarritarar þau Rúna Guðmundsdóttir verzlunarstjóri og Magnús Asgeirsson viðskiptafræðinemi. Drykkjusjúkir Soffía Theódórsdóttir spurði hvort ekki væri hægt að fara betur með drykkjusjúka í borginni, sagði að sér fyndist meðferð á þeim ekki nógu góð enn. I svari borgarstjóra kom það fram, að nokkuð hefði áunnist í þessum efnum að undanförnu og mætti í því sambandi nefna, að tekið hefði verið í notkun vistheimili fyrir drykkju- sjúka við Ránargötu. „Þetta hús var keypt og er rekið í samvinnu við áhugamannasamtök. Á þessu heimili eru einkum menn, sem hafa annaðhvort verið til meðferðar hjá Freeport í Bandaríkj- unum eða á Vífilsstöðum. Þarna búa drykkjusjúkir og stunda vinnu frfi heimilinu og er mér sagt að rekstur þessa húss hafi gengið vel,“ sagði borgarstjóri. Hvenær verða nagladekkin bönnuð? Pétur Guðjónsson spurði hvað liði banni við notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu, en hann kvað nagladekkin kosta borgarbúa hundr- uðir milljóna á ári vegna aukins viðhaldskostnaðar á götum. „Þó svo að borgarstjórn vildi banna alla notkun nagladekkja i höfuðborginni, þá er það svo að mati lögfróðra manna, að það er ekki hægt nema lagabreyting komi til. Við getum vissulega bannað nagla- dekkin í ákveðinn tíma á ári hverju eins og nú er gert en við getum ekki bannað notkun þeirra að vetrarlagi nema lagabreyting komi til. Þetta mál hefur verið rætt við viðkomandi ráðuneyti en árangur enginn orðið ennþá." Strætisvagnaferðir Spurt var hvort ekki væri hægt að breyta áætlun þess strætisvagns sem gengur um Holtin og Norðurmýrina og hvort ekki væri hægt að koma við einstefnuakstri á Egilsgötu og Leifs- götu svipað og er eftir götum í Norðurmýri. Borgarstjóri sagðí að um leið umrædds strætisvagns væri deilt eins og annarra vagna, sem ækju um borgina, og alltaf væri spurning hvort vagnarnir ættu frekar að aka um þessa götuna en hina. „Ef breytt verður um leiðir vagnsins þýðir það einfaldlega að hann færist fjær öðrum og þá verða þeir óánægðir. Hins vegar hefur forstjóri SVR tjáð mér, að hvað minnst sé kvartað undan þjónustu SVR í þessu hverfi í boeginni. Um einstefnuakstursleiðir eftir umræddum götum hér er það að segja, að sérfræðingar telja ekki enn að brýn nauðsyn sé á einstefnuakstri eftir þessum götum, þar sem sjaldn- ast verður umferðaröngþveiti á þeim.“ Lítill þrýstingur á vatninu Oddur Pétursson spurði hvort von væri til þess að vatnsþrýstingur kalda vatnsins myndi aukast á efstu hæðum húsa í Stakkahlíð, og enn- fremur hvort leyft yrði að byggja fleiri hús svipuð því sem Trygging hf hefði byggt í hverfinu. í svari borgarstjóra kom það fram, að vitað væri að á nokkrum stöðum í efstu hæðum húsa í Hlíðum hefði vatnsþrýstingurinn verið ófullnægj- andi og vatnsskortur því stundum Skátar byggja félags- miðstöð við Snorrabraut gert vart við sig, þegar mikið áiag væri á kerfinu. „Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef fengið frá vatnsveitustjóra, þá er þess ekki að vænta að þrýstingr vantsins aukist verulega fyrr en nýja Heiðmerkuræðin kemst í notkun og Fossvogsæðin tengd inn á hana, en það gæti orðið fyrrihluta næsta árs eða á miðju næsta ári. Því miður eru engar aðgerðir taldar duga aðrar til að auka vatnsþrýstinginn á þessum stað. Varðandi húsnæði Tryggingar hf. þá má segja að það sé alltaf nokkurt smekksatriði hvort slík hús séu til lýta fyrir næsta umhverfi eða ekki. Margir skipulagssérfræðingar telja æskilegt að eitt og eitt hús lyfti sér upp úr hverfunum til ap setja svip á þau. Ég veit ekki til að fleiri hús svipuð húsi Tryggingar eigi að risa í hverfinu. Staðreyndin er sú að samkvæmt gömlu skipulagi átti þetta hús að rísa þarna og þess vegna var leyfð bygging þess við Stakkahlíð. Eina undantekningin sem gerð var, var að heimila byggjendum að hafa það einni hæð hærra en upphaflega var ráð fyrir gert.“ Lóöafrágangur á Skólavörðuholti Guðmundur Kærnested spurði hvenær mætti vænta þess, að gengið yrði frá lóðum á Skólavörðuholti svo ekki þyrfti að vaða drulluna í mjóalegg á hverju vori. Ekki þýddi að bíða eftir að lokið yrði við Hallgrímskirkju og vonandi yrði það ekki á þessari öld. „Varðandi lóðir á Skólavörðuholti, þá er það að segja, að í sumar á að hefja frágang á þeim og er 8.5 millj. kr. á fjárhagsáætlun þessa árs varið til þess. Meðal annars á að gera malbikaðan stíg frá Barónsstíg upp að kirkjunni og eins frá Eiríksgötu að kirkjunni. Ennfremur á að byrja á garði við Barónsstig og vona ég aö tiltölulega fá ár líði þar til þetta svæði verði tiltölulega aðgengilegt." Guðmundur Kærnested spurði borgarstjóra ennfremur hvað ætti að gera við hornið framan við Domus Medica. Vart þýddi að byggja þar skátaheimili nú, þar sem hverfið væri að vera barnlaust. Borgarstjóri sagði, að lóðin væri ætluð fyrir skátaheimili og á þessum stað ætluðu skátar í Reykjavík að vera með bækistöð sína, og því ætti það ekki að skipta máli, þótt nú teldist ekki barnmargt í hverfinu þar sem skátar úr öllum hverfum borgarinnar myndu sækja þetta heimili. „Það er talsverð hreyfing á þessu máli núna og hafa skátar óskað eftir að fá að byrja á húsinu fljótlega, jafnvel á þessu sumri. Þá er verið að ganga frá heildarskipu- lagi á öllum þessum reit, t.d. verið að athuga með hugsanlega viðbygg- ingu við Domus Medica, hvernig gönguæðar eigi að liggja í hverfinu, þannig að þetta svæði á brátt að fá á sig endanlega mynd. Að lokum spurði Guðmundur Kærnested borgarstjóra hvenær fólk gæti vænzt þess að Reykjavíkurborg fullnægði eftirspurn barna Reykvík- inga eftir byggingalóðum í borgar- landinu. Það væri slæmt að sjá þau hrekjast yfir í sveitarfélögin hér í kring sem hefðu nægilega mikið af lóðum til reiðu og stofna þar heimili. Borgarstjóri sagði að borgin hefði úthlutað fleiri lóðum á síðustu árum en fólksfjölgunin segði til, en það væri þó ekki öll sagan. Önnur atriði kæmu hér til m.a. aldursskiptingin í sveitarfélögunum. „Sjálfur hef ég á tilfinningunni að eins og stendur vanti helzt lóðir undir einbýlishús og raðhús hér í Reykjavík. Mikið er þó um að ungt fólk, sem er að hefja búskap, byrji í fjölbýlishúsum og vill síðan fara i einbýlishús eða raðhús Birgir ísleifur Gunnarsson flytur ræðu sína á fundinum. Við borðið eru Barði Friðriksson fundarstjóri, Rúna Guðmundsdóttir og Magnús Ásgeirsson, sem voru fundarritarar. Sérfræðingar s hætta sé af h og slíkar lóðir hefur vantað í borginni. Þar hafa hin sveitarfélögin komið til og Reykjavík misst marga góða borgara. Af fjárhgasástæðum höfum við hins vegar ekki treyst okkur til að vera með nægar lóðir á boðstólum. Vissulega hefði verið hægt að brjóta fleiri svæði til bygginga, og kostar það þó töluvert að leggja nýjar götur, ný holræsi, o.fl. En það þarf líka að fylgja á eftir með annað í nýjum hverfum og þar á ég við skóla, dagheimili og aðra þjónustu, sem fólkið vill fá. Við reynum því að haga þannig til, þegar lóðum er úthlutað á nýjum stöðum, að borgin geti fylgt á eftir með þjónustuna, þannig að fólk verði ekki strax óánægt," sagði borgarstjóri. „Mér virðist að sveitarfélögin hér í kring hafi svo til eingöngu lagt áherzlu á einbýlishús eins og Garða- bæ. Nú hefur það svo gerzt að ungt fólk þar sem er að stofna til búskapar kemur nú til Reykjavíkur því hér hefur verið lögt áherzla á tiltölulega ódýrari íbúðir en þar og vona ég að áður en langt um líður, komizt nokkurt jafnvægi á þessi mál milii sveitarfélaganna." Tivoli Einar Jónsson spurði hvort í bígerð væri að byggja skemmtigarð, „Tívólí", í Reykjavík. „Þetta mál hefur verið nokkuð til umræðu og mér hefur virzt að allmikil hreyfing sé á þessu máli nú, hjá ýmsum félagasamtökum og eins einstaklingum, sem hafa áhuga á að gera svona tilraun. Ég á von á að borgin setji á laggirnar sérstaka nefnd til að athuga hvar slíkri starfsemi væri bezt fyrir komið og hvernig rekstrarform yrði hentugast en vitað er að rekstur svona staðar er nokkuð dýr.“ Regnboginn Leifur Ásgeirsson, Árdís Ás- mundsdóttir og Brynja Kristjáns- dóttir spurðu hvort borgarstjóri hefði kynnt sér áhrif kvikmynda- hússins Regnbogans á næsta ná- grenni og hvort samstarfsmenn hans og borgarstjórn teldu koma til greina að bæta við nýjum skemmti- stað í þessu húsi, en heyrzt hefði að þar ætti auk kvikmyndasýninga að vera diskótek í húsinu. Borgarstjóri sagði að borgarstjórn og borgarráð hefðu samþykkt á sínum tíma að kvikmyndahús fengi að vera í húsakynnum Regnbogans við Hverfisgötu þ.e. á móti húsinu sem fyrirspyrjendur byggju í. „Ég geri mér grein fyrir að svona starfsemi hefur óneitanlega í för með sér ónæði fyrir nágrennið, en á það er líka að líta, að þegar gengið var frá aðalskipulagi borgarinnar í apríl s.l. þá var ákveðið að svæðið á milli Hverfisgötu og Laugavegar yrði miðbæjarsvæði og sem skipu- lagsákvörðun þýðir það einfaldlega að búast má við óánægju á þessu svæði og í vaxandi borg eykst sífellt þörfin fyrir miðbæjarstarfsemi, bæði með fleiri kvikmyndahúsum o.fl. Ég hef ekki heyrt talað um að setja eigi á stofn diskótek að Hverfisgötu 54 og ef sótt verður um það mun borgarstjórn og borgarráð vafalaust ræða það gaumgæfilega." Þá minntist borgarstjóri á að fyrirhugað hefði verið að opna diskótek við Vitastíg i húsi Alþýðu- brauðgerðarinnar, en borgaryfirvöld hefðu stöðvað þá hugmynd vegna óska íbúa í nágrenninu, en slík starfsemi á þeim stað hefði haft töluvert ónæði í för með sér. Smábátahöfnin í Elliðavogi Magnús Sigurjónsson og Guð- mundur Kristjánsson spurðu báðir um fyrirhugaða smábátahöfn í ÉUiðavogi og sögðust vera á móti henni. Magnús kallai þetta kafbáta- kaf og sagðist telja að niðurgöngu- seiði úr ánni yrðu í mikilli hættu Lagabreytingu þarf til að banna notkun nagladekkja vegna bátaumferðar í framtíðinni ef höfnin yrði byggð á fyrirhuguðum stað. Guðmundur spurði hvort aðrir staðir hefðu ekki frekar komið til greina og kvaðst telja að nóg væri að stöðum fyrir smábátahöfn í borgar- landinu. í svari borgarstjóra kom það fram að þetta mál hefði verið í langan tíma til athugunar hjá borgarstjórn og allan tímann snúist um hvar ætti að byggja höfn fyrir smábáta og trillur. Margir staðir hefðu verið athugað- ir. Borgarstjórn hefði talið það skyldu sína að útvega þeim mikla fjölda fólks sem hefur skemmtisigl- ingar að tómstundastarfi aðstöðu fyrir farkosti sína. Birgir ísleifur sagði að vissulega hefðu fleiri staðir komið til greina, en við þá alla hefði hafnargerð orðið miklu dýrari en í Elliðavogi, þar sem að þeim hefði þurft að leggja holræsi, rafmagn o.fl. en allt væri við höndina í Elliðavogi. Þó væri því ekki að neita að ýmislegt hefði verið fyrir hendi í Skerjafirði eða Naut- hólsvík, en þar væru seglbátar sífellt á ferðinni og siglingaklúbbar hefðu fengið þar aðstöðu. Sérfræðingar hefðu sagt að það færi engan veginn saman að vera með hraðbáta og litla seglbáta á sama stað. „Vegna smábátahafnarinnar í Elliðavogi var leitað álits sérfræð- inga víða um heim, þó aðallega á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Voru þeir allir sammála um, að smábátahöfn í Elliðavogi hefði litla sem enga hættu í för með sér fyrir laxinn og töldu litla áhættu fylgja þessari höfn, en víða eins og t.d. í Bandaríkjunum eru smábátahafnir við ármynni, sem fiskur gengur í og virðist það ekki hafa komið að sök.“ Sagði borgarstjóri að öllum ákvörð- unum fylgdi einhver áhætta og ekki síst í borgarsamfélagi, en þar sem áhætta af þessari hafnargerð væri talin lítil sem engin hefði hann greitt atkvæði með gerð smábátar- hafnarinnar. Seljum kalda vatnið samkvæmt mæli Hjörtur Jónsson sagðist vera með ábendingu frekar en fyrirspurn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.