Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1978 I>EIR RIÐU TIL SJÁVAR eftir John MillinKton Synge. Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikmynd og búninKari Gunnar Bjarnason. Leikstjórii Baldvin Ilalldórsson. VOPN FliÚ CARRAR eftir Bertolt Brecht. Þýðandii Bríet Héðinsdóttir. Leikmynd ok húninKari Gunnar Bjarnason. Leikstjórii Baidvin Ilalldórsson. Tveir einþáttunsar leiknir á Litla sviði Þjóðleikhússins undir samheitinu Mæður ok synir. Lelklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON skáldsins Williams Butler Yeats til þess að lýsa því sem enginn hafði áður hirl um. Þetta er kunn sajía, rifjuð upp í leikskrá ok ekki ómerk. Marja, tíamla konan í Þeir riðu þjóðtrú hennar er af öðrum og goðfræðilegri toga en við eigum að venjast. Gömlu konurnar íslensku sögðu ekki margt andspænsis miklum örlögum, kannski hálfa eða eina setningu. Draumar þeirra voru einnig jarðbundnari. En að sjálfsögðu er margt líkt með írsku og íslensku fólki þótt hin kelt- neska blanda sé veikari hér nyrðra. Bertólt Brecht hefur eflaust skilið að unnt var að færa persónur Synges í spænskt um- hverfi með hægu móti. Vopn frú Carrar dregur dám af Þeir riðu til sjávar. Það er samið á fyrsta ári spænsku borgarastyrjaldarinnar fyrir þýskan leikflokk í París. Feigðin heldur sér frammjóum höndum EKKI verður komist hjá því að bera persónurnar í Þeir riðu tilsjávar saman við fólk í íslenzk- um sjávarplássum í upphafi aldar, en leikrit Synges er samið 1903. tlfniviður þess er sóttur í líf fiskimanna á Araneyjum við vesturströnd Irlands. Þangað hafði Synge farið frá París að ráði til sjávar, trúir á örlögin, veit að þau verða ekki flúin. Hún sér á eftir sonum sínum í sjóinn og er lokaþáttur þess harmleiks trúlk- aður í leikriti Synges. Það er tvennt sem að mínum dómi skilur hana frá íslenskum kynsystrum sínum. Hún opinberar öllum harm sinn með kveinstöfum og mælgi og Fólkið á Araneyjum og fólkið í Andalúsíu er líklega mun skyldara en írar og íslendingar. Um leikrit Brechts er það að segja að það hefur nokkra sérstöðu (er inn- lifunarleikur eins og hann nefnir það sjálfur); kenningar hans um hinn gagnrýna áhorfanda sem veit að hann er staddur í leikhúsi gilda Vopn frú Carrar. Myndin er af Bríeti Héðinsdóttur í hlutverki frú Carrar. ekki hér. Leikritið er ákall til manna að vera ekki hlutlausir, taka þátt í baráttunni, enginn megi skorast undan. Frú Carrar er sannfærandi persóna og margt er vel gert í þessu leikriti. Þó er áróðurs- keimurinn verkinu engin lyfti- Páll P. Pálsson kom til íslands 9. nóvember árið 1949 til þess að taka við stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur og spila á trompet í Sinfóníuhljómsveit íslands, sem þá var í burðarliðnum. Þegar hér var komið sögu í þróun tónlistar á Islandi, var faðir minn formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur, og nýi stjórnandinn því á hans vegum. Páll fluttist þess vegna inn á æskuheimili mitt að kvöldi 10. nóvember. Þótti þá öðrum trompetleikurum þar í húsinu fariö að verða allþröngt fyrir dyrum, — ég fór til útlanda að morgni 11. Svo liðu mörg ár. Við Páll hittumst ekki aftur fyrr en í trompetasætum Sinfóníu- hljómsveitarinnar 1954, — hann blés þar á 1. trompet, og þótti Fimmtugur í dag: Páll P. Pálsson sennilega 2. trompet næsta óbæri-- legur, og auk þess orðinn leiður á að láta stjórna sér, — nægði ekki Lúðrasveit Reykjavíkur í þeim efnum, og nú skyldi Sinfóniu- hljómsveitin fá að hlýða. Páll fór því skömmu síðar til útlanda að læra meira og meira, og létti sumum við fjarveru hans, — sérstaklega undirrituðum sem hækkaði á meðan í tign. Páll kom svo heim með nýjan tónsprota og fór að hrinda framtíðaráformum sínum í fram- kvæmd, — er skemmst frá að segja að allar áætlanir hans hafa staðist, umsvifin orðið æ meiri og áhrifaríkari og er nú svo komið að hann er fastráðinn aðal-dirigent Sinfóníuhljómsveitarinnar, eins og allir vita. Hitt vita færri, að Páll er einhver harðduglegasti tónlistar- kennari okkar, orðlagður þjálfari lúðrasveita, tónskáld og kóra- stjóri, útsetjari með afbrigðum, líkamsræktarmaður og sundkappi, einkum með frjálsri aðferð. Ekki skaðar að geta þess að hann er fæddur í Austurríki, — en að sjálfsögðu fyrir lifandi löngu orðinn Islendingur og þar að auki prýðispiltur, fyrir nú utan það sem á undan var talið. Og nú er hann orðinn fimmtugur í þokkabót, og fylgja þessum orðum bestu afmælisóskir, — til hamingju Páll. Björn Guðjónsson. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐI MORGUNBLAÐINU * Al GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Erlendur Patursson á þingi Norðurlandaráðs: „Það er til heimur fyrir utan Norðurlandaráð og sá heimur er stór” Á SÍÐASTA þingi Norður- iandaráðs urðu alinokkrar um- ra-ður um kröfu Færeyinga um fulla aðild að ráðinu. f stað þess að vera í fulltrúahópi Dana. Morgunhlaðinu hefur nú borist ra‘ða sú cr Erlendur Patursson. einn fulltrúi Færeyinga. flutti á fundi ráðsins í Osló 22. febrúar s.l. í ræðu Erlends kom meðal annars fram eftir- farandi: „Samkvæmt þeim reglum er nú gilda um þátttöku k'ærey- inga er það þannig að lögþing Færeyja velur tvo fulltrúa og landsstjórnin velur einn sem síðan eru í diinsku sendinefnd- inni á þingi ráðsins. þetta er alveg ómögulet. við erum greinilega algjiirt varahjól á vagninum. Þæsi krafa okkar Færeyinga er alls ekki ný af nálinni, við henni var hreyft þegar á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík 1970 af Kristjan Djurhuus einum fulltrúa okkar og taldi hann þá alveg eins og nú að aukaaðild sú, er við höfum, væri alveg ófullnægjandi, Færeying- ar vilja fá fulltrúa á þingi Norðurlandaráðs, sem Opinber- lega kemur fram fyrir hönd Færeyja, en er ekki aðeins einn af fulltrúum Danmerkur. Lögþing Færeyja samþykkti svohljóðandi ályktun varðandi mál þetta í marz í fyrra: „Lögþingið tekur undir kröfuna um fulla aðild Færeyinga að Norðurlandaráði og skorar á landsstjórnina að beita sér fyrir því að svo verði í framtíðinni." Þá bendi ég á rökin fyrir kröfu Færeyinga en þau eru svo augljós að hver maður hlýtur að skilja þau: Færeyingar eru ein af Norðurlandaþjóðunum og eiga þess vegna að sitja við sama borð og þær. Nú hefur meirihluti lögfræði- nefndar Norðurlandaráðs mælt svo fyrir að ráðið eigi ekki að taka afstöðu til óska Færeyinga. Afstaða þessi er runnin undan rifjum Dana, en danska innan- ríkisráðuneytið hefur látið þau orð falla að kröfu Færeyinga um fulla aðild að Norðurlanda- ráði verði að skoða í samhengi við mál Grænlands. Til stendur að Grænlendingar fái heina- stjórn og þá einnig fuiltrúa í Norðurlandaráði. Ég sjálfur get ekki séð að krafa Færeyinga hindri það að Grænlendingar fái sinn fulltrúa. Lars Werner, sem einnig á sa*ti í þingnefndinni, bar fram eftirfarandi tillögu um þetta efni á þingi Norðurlandaráðs: „Norðurlandaráð felur for- sætisnefndinni að beita sér fyrir Erlendur Patursson því að kannað verði hvort eigi sé unnt að sjálfstjórnarsvæði og minnihlutahópar hafi sérstaka flulltrúa í Norðurlandaráði." í fyrsta lagi er orðalagið á tillögunni allt mjög varfærið og veikt og í öðru lagi er ég ekki alveg viss um hvað Lars Werner á við með orðinu „svæði“. Færeyjar eru hvað sem öðru líður land og það er Grænland einnig. Ég styð tillögu Werners, en hún gengur þó ekki nógu langt til að Fære.vingar geti sætt sig við hana. Herra forseti: Mig langar til að koma á framfæri þökkum til íslenzka utanríkisráðherrans, Einars Ágústssonar, fyrir hans innlegg í umræðurnar hér. Einar benti á að áður en Island fékk sjálfstæði sitt, var litið á þatfí sem mikinn ávinning að fá fulla aðild að Norðurlandaráði. An þess að nefna Færeyjar berum orðum vék utanríkisráð- herrann orðum sínum að máli P’æreyinga. Var auðheyrt á máli hans að þar sem færeyska þjóðin er fámennari en sú íslenzka væri mjög mikils virði fyrir hana að fá fulla aðild að Norðurlandaráöi. Piinar sagði að það væri verðugt viðfangsefni fyrir Norð- urlandaráð að finna viðunandi lausn á þessari deilu, og að óþarfi væri að setja það fyrir sig þó reglum Norðurlandaráðs væri ekki hlítt í einu og öllu, hvað varðar aðild að því. Ef hið ótrúlega gerist, að krafa Færeyinga um fulla aðild að Norðurlandaráði verður felld, mun sú afgreiðsla vekja undrun, vonbrigði og biturleika hjá löndum mínum í Færeyjum. í rúm 1100 ár hefur norrænt fólk búið í Færeyjum. Allan þann tíma hefur fólkið barist fyrir því að viðhalda uppruna sínum og menningu og hefur gert það jafn vel ef ekki betur en margar aðrar Norðurlanda- þjóðir. Getur verið að Norðurlöndin ætli að launa okkur varðveizlu menningar okkar með því að fella kröfu okkar um fulla aðild? Geta Norðurlandaþjóðirnar ver- ið þekktar fyrir aðra eins smán? Éf við erum ekki meðal vina hér, munum við verða okkur úti um vini annars staðar. Það er til heimur fyrir utan Norðurlanda- ráó, og sá heimur er stóf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.