Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 19 Á Norðurpólinn með Arnarflugi og 125 þýzkum ferðalöngum Þessi fyrsta ferð kann að vera upphafið að pólarferðum Arnarflugs á komandi árum Arnarllugsvélin á Longyearbæjarflugvelli á Svalbarða. Flugíreyjurnar Guðbjörg Loní Kristjánsdóttir og Sigrún Eggertsdóttir skenkja farþegum kampavín yfir Norðurpólnum (Ljósm. Mbl. SS) Frú Anna Schmidt átti 71 árs afmæli í gær og hún hafði fengið ferðina í afmælisgjof. í tilefni afmælisins færði Arngrfmur Jóhannsson flugstjóri henni kampavinsflösku að gjöf. Guðrfður Kristinsdóttir flugfreyja afhendir þýzkum hjónum staðfestingarskjalið. ÞAD ríkti glaumur og gleði í Boeing 720 ílugvél Arnarflugs um hálfþrjúleytið í fyrrinótt. Kampavinið flaut í strfðum straumum og þýzkir söngvar hljómuðu í vélinni. Ástæðan fyrir þessari miklu kátfnu var sú. að þarna fengu 125 Þjóð- verjar þann draum uppfylltan að fljúga yfir Norðurpólinn. Það virtist ekkert skyggja á gleðina þótt ekki sæist í pólinn fyrir skýjaþykkni. Hitt var aðalmálið að hafa „komið“ á pólinn og fá staðfestingarskjal um það undirritað af flug- stjóranum í ferðinni, Arngrími Jóhannssyni. Þessi ferð verður hugsanlega upphafið að föstum pólarferðum Arnarflugs á komandi árum og fyrir forvitnisakir fékk blaða- maður Mbl. leyfi til að slást í förina. Það eru eflaust margir undrandi á því að grundvöllur sé fyrir ferðum af þessu tagi, þar sem verið er á flugi í tæpa sjö tíma og aðeins stoppað í eina klukkustund á Svalbarða á heimleiðinni. Og líklega þýðir ekki að bjóða þessar ferðir nema á þýzkum markaði. Þjóðverjar eru mesta ferðaþjóð heimsins og ótrúlega margir Þjóðverjar hafa „farið allt“ eins og kallað er og eru því alltaf að leita sér að einhverjum nýjum ferðamögu- leikum. Fyrir þá og aðra ævin- týraþyrsta Þjóðverja er íslands- ferð með viðkomu á Norðurpóln- um svarið. Áhugi strax mikill „í fyrra var í fyrsta skipti farið í hópferð yfir Norðurpól- inn frá Þýzkalandi og sú ferð varð kveikjan að því að þýzkar ferðaskrifstofur buðu nú upp á nokkurra daga íslandsfejrðir, þar sem pólarflug var innifalið," sagði Stefán Halldórsson starfs- mannastjóri Arnarflugs þegar blm. spjallaði við hann um aðdragandann að þessari óvenjulegu ferð. „Ekki man ég hvaða flugfélag bauð upp á þessa ferð í fyrra en öllum til undrunar seldist hún upp á svipstundu enda þótt hún kostaði tugi þúsunda króna og þetta væri beint flug frá Þýzka- landi til pólsins og til baka aftur,“ bætti Stefán við. „Eftir þessa velheppnuðu ferð leituðu þýzkar ferðaskrifstofur til Arnarflugs og spurðust fyrir um það hvort félagið gæti boðið upp á pólarflug í tengslum við Islandsferðir. Þetta var algjör nýjung og við vorum svolítið hræddir við að svara játandi, héldum kannski að þátttakan yrði engin. En við slógum til og það var ákveðið að bjóða upp á slíka ferð með lendingu á Svalbarða í bakaleiðinni. Og okkur til furðu varð strax mikill áhugi á þessum ferðum, enda þótt þær kosti ferðalanginn tugi þúsunda aukalega. Þrjár ferðir voru fastráðnar í sumar og er þessi sú fyrsta, en ein af þeim verður farin beint frá Dússeldorf í Þýzkalandi með millilendingu í Bodö í Noregi. Hugsanlega verða ferðirnar fleiri ef áhugi verður mikill. í ferðinni núna eru blaðamenn frá þýzka stórblaðinu Frank- furter Allgemeine og kann það að auka áhugann til muna ef þeir skrifa vel um þessa fyrstu ferð.“ 24 lengdarbaug fylgt til pólsins Þýzki ferðahópurinn kom hingað til lands á upp- stigningardag. Á sunnudags- kvöldið var hann mættur á Keflavíkurflugvelli og greinileg eftirvænting ríkti í hópnum, enda hápunktur ferðarinnar að hefjast. Á tilkynningatöflum flugstöðvarinnar blasti við óvenjuleg áletrun, „North Pole“ stóð þar skýrum stöfum innan um aðra og venjulegri ákvörðunarstaði svo sem Luxembourg og New York. Áður en lagt var af stað skýrði flugstjórinn Arngrímur Jóhannsson blaðamanni frá flugáætlun, sem var í grófum dráttum þessi: Frá Keflavík tökum við stefnuna á Ögurvita og síðan fylgjum við 24 lengdar- baugnupi upp aö Norðurpólnum og fljúgum því meðfram austur- strönd Grænlands. Á leiðinni til baka fylgjum við 15 lengdar- baug niður á Longyearbæ á Svalbarða þar sem við lendum og höfum klukkutíma viðdvöl. Síðan höldum við heim á leið til Keflavíkur og á leiðinni munum við fljúga yfir nafla alheimsins, Akureyri. Pólarbjór á pólnum Arnarflugsvélin fór í loftið stundarfjórðungi fyrir mið- nætti. Ferðin á Norðurpólinn gekk vel, því að 100 hnúta meðvindur var alla leiðina. Greinilegt var að starfsmenn Arnarflugs höfðu gert allt til þess að ferðin heppnaðist vel og yrði Þjóðverjunum eftirminni- leg. Vandað var til matargerðar, heilagfiski í forrétt, lambakjöt í aðalrétt og ávaxtafrómage í eftirrétt. Islenzkur pólarbjór var borinn fram með matnum. Að málsverði loknum var borið fram „tárakaffi", þ.e. kaffi með íslenzku brennivíni, púðursykri og rjóma. Farþegar fengu sérprentaðan matseðil á þýzku, þar sem m.a. var stutt lýsing á öllum réttunum. Stemmningin eins og í Þórsmerkurferð Þjóðverjarnir virtust skemmta sér hið bezta og stemmningin var eins og í rútuferð í Þórsmörk um verzlunarmannahelgi, allir kátir og hreifir og enginn hélst við í sæti sínu. Ljósmyndavélar voru á lofti og voru menn iðnir við að mynda hrikalegt landslag Grænlands. Um hálfþrjúleytið var komið að pólnum. Og um leið og Arngrímur flugstjóri tilkynnti að áfangastaðnum væri náð vóru tapparnir dregnir úr kampavínsflöskunum og Þjóðverjarnir skáluöu fyrir þessum merka áfanga í lífi þeirra og sungu þýzka söngva. Engin óánægjurödd heyrðist jafnvel þótt ekki sæist í sjálfan pólinn fyrir skýjum. Nú var stefnan tekin á Sval- barða og farþegar féngu úthlut- að staðfestingarskjölum undir- rituðum af Arngrími um að þeir hefðu flogið yfir Norðurpólinn. Þá var ennfremur útbýtt póst- kortum með víkingamynd eftir Nordþolflug Urkunde Hiermit urird bestiúgt, dass Herr/hm i--------- am .?■•*< anBorddesStrotofets der Eagle atr den Nordpol úbergeflogen bat. EAGLE AIR , Svona leit staðfestingarskjalið út. Halldór Pétursson, en kort þessi gátu farþegar sent ættingjum og vinum frá Longyearbæ á Svalbarða. Á Svalbarða var lent klukkan að verða fjögur um nóttina og höfð klukkustundar viðdvöl. Þar var 11 stiga frost en glaðasólskin. Þjóðverjarnir not- uðu tímann óspart til myndatöku. Vildu upplifa eitthvað nýtt Nú var stefnan tekin á Kefla- vík og lent þar klukkan að verða átta í gærmorgun. Ferðin hafði gengið að óskum og flugvélin ekki lent í neinum villum þrátt fyrir að hún flygi á sömu slóðum og Suður-Kóreumennirnir á dögunum enda eru Arnarflugs- menn nýbúnir að setja mjög fullkómin siglingatæki í vélar sínar. Það voru þreyttir en ánægðir ferðalangar, sem stigu Framhald á bls 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.