Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 Kröfluskýrsla: Fyrsta meiriháttar fram- kvæmd á háhitasvæði vissi þó, að ég þyrfti daginn eftir að fara utan í opinberum erindum. En þótt hann hefði í fjögur ár eða heilt kjörtímabil helgað Kröfluvirkjun starfskrafta sína í ríkum mæli, þá treysti hann sér ekki til að taka þátt í umræðum um málið, nema eftir margra daga undirbúning og með aðstoð ýmissa Kröflusérfræðinga Alþýðuflokksins, svo sem meðfram- bjóðanda síns á Vestfjörðum í síðustu kosningum. Öll þessi ár hefur hann rausað um málið í tíma og ótíma, innan þings og utan, innan og utan dagskrár. Samt sem áður treysti hann sér ekki til þess að fara í umræður um málið, þegar það var á dagskrá Sameinaðs þings 25. apríl. Þegar þessi hæstvirti þingmaður réðst á mig s.l. þriöjudag með brigslyrðum um vanrækslu í störfum, þá vissi þessi sami hæstvirti þingmaður, að það var hann sem kom í veg fyrir, að skýrslan yrði rædd áður en ég fór utan. Hvað finnst þingheimi um slíkt framferði? Að minum dómi er þetta blygðunarlaus blekking. Samningi skýrslunnar fulllokið 20. apríl sl. Ég kem þá að næsta ranghermi þingmanns. Hann segir í ræðu sinni hér í þingi s.l. þriðjudag: „Samningu skýrslunnar var lokið um mánaðamótin jan,—febr. Hún var send til hæstvirts iðnaðarráð- herra sem sat á henni vikum og mánuðum saman, án þess að leggja tíma. Strax eftir að þessi beiðni kom fram, var hafist handa um að draga að gögn og safna heimildum. Það var safnað gögnum frá Orkustofnun, frá Kröflunefnd, frá ráðgjafarfyrir- tækjum og öðrum þeim aðilum, þar sem upplýsingar voru fyrir hendi. Síðan þurfti að vinna úr þessum gögnum. Eins og ég gat um áðan var fráleitt að prenta allt orði til orðs, sem skrifað hafði verið um þetta mál. Það hefði ekki aðeins orðið miklu þykkari bók heldur en þessi, sem hér hefur verið lögð fram, heldur verið þar mikið af óþörfum endurtekningum. En auk þess þurfti, eftir að safnað hafði verið bréfum og skýrslum frá þessum aðilum, að fylla upp í eyður, þar sem vantaði upplýsingar, því að það er auðvitað þannig með hverja framkvæmd, að ekki er allt skrifað jafnóðum niður í bréf eða skýrslur, sem er að gerast. Þessu verki öllu var ekki lokið fyrr en um 20. apríl. Það eru ósannindi, að samningu skýrslunnar hafi verið lokið, eins og hæstvirtur þingmaður sagði, í desember eða í janúarlok. Þessu verki, samningu skýrslunnar, var ekki lokið fyrr en um 20. apríl, þá var hafin fjölritun og unnið að því yfir helgi. Fyrstu eintökin voru tilbúin fyrir hádegi mánudaginn 24. apríl og eitt af fyrstu eintökum var þann dag fyrir hádegi sent Sighvati Björgvinssyni sem 1. fyrirspyrjanda. Síðan var skýrslunni útbýtt á fundum Alþingis þennan sama dag. Á fundi Sameinaðs þings 25. apríl var málið tekið á dagskrá. Embættisskyldur ráðherra Ég vil taka það fram til frekari skýringar, að þessi skýrsla, sem hér er lögð fram og sem beðið var um, var ekki greinargerð Orkustfonunar eða greinargerð Kröflunefndar, heldur skýrsla iðnaðarráðherra. Það þýðir að ég hef yfirfarið alla skýrsluna og bætt því við sem ég taldi, að ekki mætti vanta. Þetta var önnur rangfærslan í máli hæstvirts þingmanns, að skýrslan hafi verið til fyrir löngu og ég hafi dregið það vikum og mánuðum saman eins og hæstvirtur þingmaður segir að leggja hana fyrir Alþingi. Skýrslan var lögð fyrir Alþingi undireins og hún var tilbúin. Hæstvirtur þingmaður gerði í sinni furðulegu ræðu utanför mína að umræðuefni. Hann komst svo að orði, að „ráðherra sé fjarstaddur eins og landflóttamaður" og sé það „reginhneyksli“. ' Utanför mín var ákveðin fyrir um það bil tveim mánuðum. Svo er mál með vexti, að ákveðið var, að að þessu sinni skyldi aðalfundur Járn- blendifélagsins haldinn í Noregi, Skýrslan áður tekin af dagskrá að beiðni Sighvats Björgvinssonar (A) Skýrsla iðnaðarráðherra, Gunnars Thoroddsens, um Kröflumál var lögð fram á Alþingi mánudaginn 24. apríl síðastliðinn. Hún var tekin á dagskrá sameinaðs þings daginn eftir, 25. apríl síðastliðinn, en var þá ekki rædd vegna beiðni þingmanns Alþýðuflokksins um að skýrslan yrði tekin af dagskrá. Skýrslan kom ekki til umræðu fyrr en á síðkveldi daginn fyrir þinglausnir. Gunnar Thoroddsen, orkuráðherra, flutti framsögu með skýrslunni, sem hér fer á eftir. Aðrir sem til máls tóku við umræðuna vóru« Sighvatur Björgvinsson (A), sem talaði í rúma 2lÆ klst., Lúðvík Jósepsson (Abl), Jón G. Sólnes (S) og Ingvar Gíslason (F). Efnisatriði úr ræðum þeirra verða rakin á þingsiðu Mbl. síðar. Lög um Kröfluvirkjun vorið 1974 Sú skýrsla, sem hér liggur fyrir, skýrsla um Kröfluvirkjun, er svar við beiðni á þingskjali 81, en þó miklu viðameiri en beiðnin gefur tilefni til. í skýrslunni, sem er nær 230 bls., er leitast við að rekja sögu þessa máls frá upphafi og leggja fram skýrar og greinargóðar upplýs- ingar um öll atriði málsins. Ef átt hefði að prenta upp allar greinar- gerðir og bréf um þetta mál, hefði skýrslan orðið miklu lengri og umfangsmeiri og oft orðið um óþarfar endurtekningar að ræða. En allar þessar greinargerðir og bréf, sem um málið fjalla, liggja frammi í iðnaðarráðuneytinu, eins og bent er á í formála skýrslunnar, og geta menn snúið sér þangað og kannað þar öll gögn, sem þeir óska eftir. í formála skýrslunnar er m.a. drepið á ástæður þess, að ráðist var í þessa hina fyrstu meiri háttar framkvæmd á háhitasvæði. Þar segir m.a. með leyfi hæstvirts forseta: „í svari við umræddri fyrirspurn ætti að vera óþarft að geta ástæðu þess, að Alþingi samþykkti vorið 1974 lögin um Kröfluvirkjun, en hún var öðru fremur sú, að alvarlegur orkuskortur var yfirvofandi á Norð- urlandi. Norðurlínan hefur nú bægt þessum skorti frá í bili, en kaflanum fyrir Hvalfjörð, sem var hinn veiki hlekkur línunnar, var hraðað og lokið á árinu 1977, en í fjárlögum og lánsfjáráætlun hafði verið gert ráð fyrir að ljúka þessum kafla á þessu ári. Engu að síður er nauðsynlegt, að Kröfluvirkjun verði tekin í notkun til frambúðar hið fyrsta. Má nefna til þess m.a. tvær ástæður. Önnur er sú, að öryggi orkuflutnings eftir svo langri línu sem Norðurlínu er auðvitað ekki það sama og að hafa virkjun nær markaði í sjálfu svæð- inu. Og það er eðlilegt, að Norðlend- ingar æski meira öryggis heldur en fæst með svo löngum línum. Hin ástæðan er sú, að ef Krafla kemst ekki fljótlega í notkun, þá er búist við rafmagnsskorti, aflskorti, í landinu veturinn 1979—1980. Á árinu 1974 ríkti mikil bjartsýni á að hægt væri að reisa jarðgufuafl- stöð, er gæfi verulega lægra orku- verð en vatnsaflstöðvar gefa og einnig að byggingartími slíkra stöðva væri mun styttri. I þessu sambandi er rétt að benda á töflu um orkukostnað frá jarðgufuaflstöð (á bls. 17 í skýrslunni) er Orkustofnun birti í skýrslu áríð 1973. Þar kemur það fram m.a., að orkuverð fari mjög lækkandi eftir stærð stöðvar, og á sama tíma áætlaði Landsvirkjun, að orkuverð frá Sigölduvirkjun yrði verulega hærra en Orkustofnun áætlaði verð frá jarðgufuaflstöð. Þótti stjórnvöldum því eftir allmiklu að slægjast hér, enda flutti fyrrver- andi hæstvirt ríkisstjórn stjórnar- frumvarp á Alþingi í ársbyrjun 1974 um virkjun Kröflu og Alþingi samþykkti lögin einróma. Efnisatriði Kröfluskýrslu Þessari skýrslu er skipt í 5 meginkafla. I kaflinn fjallar um rannsóknir til undirbúnings virkjun- arframkvæmdum við Kröflu. Þar eru raktar þær rannsóknir, sem farið höfðu fram á Námafjalls- og Kröflu- svæðinu og sem tillögugerð, ákvarð- anataka og lagasetning Alþingis var byggð á. I II. kafla er m.a. greint frá lagasetningu, skipun framkvæmda- aðila og annarra stjórnunaraðila. Þá er getið um fyrstu störf Kröflu- nefndar, val ráðgjafar verkfræðinga, kaup aðalvéla og val á byggingar- verktökum III. kafli fjallar um virkjunar- framkvæmdir við Kröflu. Þar er skýrt frá framkvæmdum Kröflu- nefndar, Orkustofnunar og Raf- magnsveitna ríkisins. Þar er greint frá niðurstöðum efnisútboða og verksamninga. Rakinn er gangur borana og birtar skýrslur ráðunauta um þær. Framkvæmdir við gufuveitu og útboð eru þar rakin. í IV. kafla skýrslunnar eru rakin áhrif eldsumbrota og annarra nátt- úruhamfara á framkvæmdirnar við Kröflu. í V. kafla er svo að lokum fjallað um byggingarkostnað Kröfluvirkj- unar. Eins og hæstvirtum þingmönnum mun vera ljóst er það mikið verk að tala saman jafnumfangsmikla skýrslu. Ég vona, að með birtingu hennar sé varpað ljósi á mörg þau atriði, er máli skipta og m.a. ýmislegt, sem reynt hefur verið að gera tortryggilegt í þessu máli. Heimtaði málið tekið af dagskrá Sú skýrsla um Kröfluvirkjun, sem hér er á dagskrá í dag, 5. maí, var lögð fyrir Alþingi fyrir 11 dögum, mánudaginn 24. apríl. Ástæðan til þess, að skýrslan hefur ekki verið rædd fyrr er sú, að þegar hún var á dagskrá Sameinaðs þings 25. apríl og ég ætlaði að gera grein fyrir henni, þá var 1. fyrirspyrjandi, Sighvatur Björgvinsson, vanbúinn þess að ræða málið. Hann heimtaði það tekið af dagskrá og var það gert. Þingmaður hana fram á Alþingi." Og enn segir hæstvirtur þingmaður: „Hæstvirtur iðnaðarráðherra hefur af ráðnum hug dregið vikum saman að afhenda Alþingi skýrslu, sem alþingsimenn kröfðust að fá og samin hafði verið." Allt er þetta ósatt — tilbúingur Sighvats Björgvinssonar. Samkvæmt 31. grein þingskapa geta þingmenn beðið ráðherra um skriflega skýrslu. I þingsköpum er enginn tímafrestur settur og vitan- lega verður tíminn að ákvarðast af umfangi skýrslunnar og þeirri vinnu, sem í hana þarf að leggja. Hæstvirtur fyrirspyrjandi setti hins vegar í beiðni sína, að þess væri óskað, að skýrslan væri tekin til umræðu á Alþingi áður en afgreiðslu fjárlaga og lánsfjáráætlunar fyrir 1978'lýkur. Þessi tímasetning hæst- virts þingmanns var auðvitað óraun- hæf og út i hött. En hún sýndi, að þingmaðurinn virtist ekki hafa hugmynd um það, hvað hann var að biðja um. Samning skýrslu um Kröfluvirkjun, þar sem dregin yrði upp heildarmynd af þéssu máli með öllum þeim mörgu og miklu skjölum og skýrslum, sem þar fjalla um, hlaut auðvitað að taka mjög langan Framsaga Gunnars Thoroddsens með skýrslu um Kröfluvirkjun m.a. til þess að stjórnarmenn og aðrir hefðu tækifæri til að skoða þar verksmiðju með nýjustu gerð af bræðsluofnum, lokuðum ofni, en einnig til þess að þar gæfist kostur á að ræða ástand og horfur við helstu forráðamenn og sérfræðinga samstarfsaðila okkar í þessu fyrir- tæki. Þessi fundur skyldi haldinn og skoðunarferðin farin í lok aprílmán- aðar. Auk þessa erindis ætlaði ég að kynna mér nokkur atriði í sambandi við félagsmál í Noregi og Danmörku. Hæstvirtur þingmaður sagði, að ég hefði flúið land til þess að forðast það að þurfa að ræða við hann um Kröflu, og ég hefði farið úr landi án vitundar forseta Sameinaðs þings. Þetta er rangt eins og fleira, sem kom fram hjá hæstvirtum þing- manni. Hæstvirti forseti Sameinaðs þings vissi, að ég mundi fara þennan dag. Þessi hæstvirti þingmaður vissi það einnig og ég hafði sagt honum að ég myndi væntanlega ekki kom- inn s.l. þriðjudag, þegar hann reis hér upp í þingi utan dagskrár með ásakanir á mig. Hæstvirti þingmaður komst svo að orði, að iðnaðarráðherra sinnti ekki þingskyldum sínum og krafðist þess, að hann kæmi heim sem fyrst til þess að sinna þeim. Það ætti náttúrlega að vera óþarft að taka það fram, en er þó rétt að gera það af þessu tilefni, að ráðherrar hafa margvíslegum skyldum að sinna auk þingstarfa. Sumar eru ekki síður mikilvægar heldur en seta á þing- fundum. Þegar mismunandi skyldur ráðherra rekast á þá verður að gegna þeirri, sem er talin mikilvægari, en hin verður að víkja. Þetta er mat, sem við verðum auðvitað oft að framkvæma. Sumar skyldur ráð- herra eru enn mikilvægari en sú að sitja á þingfundi og hlusta á hávaðann í Sighvati Björgvinssyni. Þessi hæstvirti þingmaður taldi sér það sæma að deila á mig fyrir vanrækslu í skyldustörfum. Nú vita væntanlega allir hæstvirtir þing- menn, sem hér eru staddir það, að í vor fór þessi þingmaður af þingi, ekki í opinberum erindum og hann lét ekki kalla inn varamann, hann fór til útlanda, að ég ætla í boði og á kostnað erlendra aðila, hann sinnti ekki þingstörfum sínum í nokkrar vikur, en hélt fullu þingfararkaupi. Kannski hann hafi verið á einhverri siðvæðingarráðstefnu, þvi að allt gengur nú út á það hjá Alþýðu- flokknum að siðvæða hina íslensku þjóð. Ef svo hefur verið, þá væri fróðlegt að heyra eitthvað um árangurinn af þessari siðbót. Er nú þessi hæstvirti þingmaður þess umkominn að deila á aðra fyrir vanrækslu í þingstörfum? Hins vegar var sá munurinn, að hans var ekki saknað. Hver man ekki árásir þeirra íélaga á dómsmálaráðherra? Það eru margir, sem undrast það ofstæki, öfgar og vanstillingu, sem svo mjög er áberandi hjá þessum hæstvirta þingmanni og sumum fleiri Alþýðuflokksmönnum. Þessi Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.