Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 Móöir mín, BJÖRNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Njálsgötu 32 B, lést í Borgarspítalanum 5. maí. Jaröarförln auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna. Siguröur M. Þorsteinsson. + Eiginmaöur minn, VALDIMAR SVEINBJÖRNSSON, leikfimikennari, Njilsgötu 59, Rvk. lést í Borgarspítalanum, 8. maí. Herdís Maja Brynjólfsdöttir. Eiginmaöur minn og faöir okkar, HALLDÓR GUDMUNDSSON, húsasmíöameistari, Grenimei 5, andaöist i Landakotsspítalanum 8. maí. Guðfínna Þorleifsdóttir og börn. Fööurbróöir minn, INGÓLFUR EINARSSON, andaöist á Landakotsspítala 8. maí. Erna Másdóttir. T Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og sonur, BALDUR I. ÚLFARSSON, Þjórsárgötu 7, andaöist í Borgarsjúkrahúsinu 8. maí. Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Stefanía Baldursdóttir, Haraldur Þorvaldsson, Hjálmar Baldursson, Gunnar Baldursson, Þóra Baldursdóttir, Skæringur Baldursson, Margrát Halldórsdóttir. og barnabörn. t Minningarathöfn um móöur okkar og tengdamóöur, GUDRÚNU TÓMASDÓTTUR, frá Kanastöðum, veröur í Landakirkju, Vestmannaeyjum, miövikudaginn 10. maí kl. 2. Jaröarförin fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavík, föstudaginn 12. maí kl. 1.30. Sigríður Geirsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Tómas Geirsson, Dagný Ingimundardóttir, Marta Þ. Geirsdóttir, Geir J. Geirsson. Bryndís Jónsdóttir. + Móöir okkar, HALLDÓRA GUDMUNDSDÓTTIR, Melgerði 31, Rvk. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 10. maí kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Sveinbjarnardóttir, Haraldur Sveinbjörnsson, Hjördis Sveinbjörnsdóttir. + Útför eiginmanns míns, JENS GUÐBJÖRNSSONAR, veröur gerö frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. maí kl. 13.30 e.h. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna. Þórveig S. Axfjörð. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓSKAR GUÐMUNDSSON, Stigahlíð 36, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. maí kl. 3 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Barnaspítala Hringsins. Kriatjana Alexanderadóttir, Alla Ó. Óakaradóttir, Karl K. Guðmundaaon, Daniel G. Óakaraaon, Guðrún Sigurðardðttir, og barnaböm. Þórarirm Helgason frá Þykkmbœ — Minning Fæddur 2. ágúst 1900 Dáinn 9. apríl 1978 Það mun hafa verið um 1960, að ég átti eitt sinn leið á opinberan stað í fylgd með mér eldri manni — og voru viðtökur ekkert alltof vinsamlegar eins og verða kann — en erindi félaga míns var að lesa upp ritgerð dálítið sérstaks efnis, eftir því sem þá gerðist. Af einhverri tilviljun og eiginlega gagnstætt reglum og venjum, lenti þarna hjá okkur maður, sem kominn var þarna í svipuðum erindum. Átti hann strax orða- skipti við okkur og talaði til okkar heldur óþýðum orðum, í samræmi við þann anda sem var ríkjandi. En þegar lesturinn hófst, og fram í hann sótti, breyttist svipur hins ókunna áheyranda, og um það er lauk þakkaði hann fyrir lesturinn, og sagðist nú hafa aðrar skoðanir á þessu efni en hann hafði áður haft. Skildumst við með vinsemd og varð þessi fundur okkur öllum minnisstæður, eins og við höfum síðar rifjað upp. En það man ég bezt hve sannfærður ég var um að þarna hefðum við hitt á merkileg- an mann — mann sem gat breytt skoðun sinni eftir því sem hann sjálfur heyrði og sá, og hafði það andlega sjálfstæði sem þarf til þess að taka til greina röksemdir og sannanir. En slíkur maður var Þórarinn Helgason, bóndi og rithöfundur frá Þykkvabæ í Land- broti, og það var hann sem við Þorsteinn á Úlfsstöðum kynnt- umst á þennan eftirminnilega hátt árið 1960 (eða ‘61). Mörgum árum síðar átti ég eftir að kynnast Þórarni mjög vel, og tel ég það eitt mesta happ ævi minnar að svo varð. Eg kom nokkuð oft á heimili þeirra Hall- dóru á Laugarnesvegi 36 og kunni vel að meta þann anda stillingar og hófsemi, sem þar ríkti, og mér þótti gott að ræða við húsráð- endur. Þessi hýri og bjartleiti öldungur, sem verið hafði skörung- ur meðal bænda í sínu byggðarlagi og í félagsmálum bænda á Suður- landi yfirleitt, brást ekki þeim fyrstu kynnum sem ég hafði af honum haft. Trausti og tryggð stafaði frá honum; hann var glaðvær maður og skemmtilegur, og hann hafði stórhug til að bera í ríkum mæli. Að hlutirnir, og tilveran yfirleitt, verði að vera smáir, var ekki eftir hans höfði, en hitt vissi ég ekki fyrr en undir það síðasta, hve glögglega hann hafði gert sér grein fyrir ástæðum mínum ýmsum og leitazt við að bæta þar úr eftir því sem hann megnaði. Þórarinn var slíkur heilhugi, að það sem á annað borð snart hann, gat hann með engu móti látið hlutlaust og afskipta- laust. Hann var drengur góður, eftir því sem hinir fornu land- námsmenn Islands tóku til órða, enda er ég viss um, að hefðu þeir menn mátt líta hingað um daga Þórarins þá hefðu þeir þekkt í honum sannan arftaka beztu eiginleika sinna. „Þetta var sæmd- armaður,“ sagði kona við mig við minningarathöfnina, sem þekkti hann frá fornu fari, og var auðfundið að hjá henni fylgdi hugur máli. En annars þekkti ég aðeins örfátt af því svipmikla fólki sem fjölmennti til minningarat- hafnarinnar hér syðra, og hefur trúlega verið Skaftfellingar flest, en maðal þeirra hafði hann lifað og starfað og var runninn af þeirra ættarrót. — Banalega hans var löng og hörð, og bar hann slíkt með þeirri karlmennsku sem undrun vekur og aðdáun. Þórarinn Helgason var rit- höfundur jafnframt því sem hann var bóndi. Meðferð hans á íslenzku máli var meðal þess, sem bezt gerist, og frásagnarháttur hans var slíkur, að það var mjög auðvelt að festa hugann við efnið, enda mun hann hafa átt marga þakk- láta lesendur. Víðlesnast rita hans mun vera Saga Lárusar á Klaustri. en meðal síðustu rita hans var skáldsaga hans um Una + Faöir okkar, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, SámMtööum, Hvítármíöu, veröur jarösunginn frá Gilsbakkakirkju, föstudaginn 12. maí kl. 14.00. Margrát Guömundsdóttir, Þuríöur Guðmundadóttir, Ólafur Guömundsson. + Móöir okkar og tengdamóöir, BJÖRG SIGUROARDÓTTIR, frá Gljúfri, ölfusi, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. maí kl. 10.30. Börn og tengdabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð við andlát og jaröarför, BJÖRNS FINNBOGASONAR. Guólaug Lýösdóttir, synir og tengdadætur. + Útför mannsins míns og fööur okkar, GÍSLA JÓNS EGILSSON, kaupmanns, Merkurgötu 11, Hafnarfiröi, fér fram fimmtudaginn 11. maí kl. 15 frá Hafnarfjaröarkirkju. Sigrún Þorleifsdóttir og böm. Útför fööur okkar, ÞORLEIFS GUDMUNDSSONAR, fyrrvsrandi varkstjóra, Arnarhrauni 13, Hafnarfirói, fer fram fimmtudaginn 11. maí kl. 15 frá Hafnarfjaröarkirkju. Börn og tengdabörn. danska. Nýprentuð er bók sem kom út undir nafninu: Leikir og störf hjá Almenna bókafélaginu. Um ætt og uppruna Þórarins og æviferil hans i heild veit ég minna en skyldi, og vænti ég þess að aðrir geri því betri skil. Ég vil að lokum senda Halldóru ekkju Þórarins og öðrum aöstand- endum hans kveðju mína. Þorsteinn Guðjónsson Laugardaginn 15. apríl s.l. fór fram að Þykkvabæ í Landbroti útför bóndans og rithöfundarins Þórarins Helgasonar. Hann var jarðsettur í heima- grafreit þar sem foreldrar hans og fleira ættfólk hefur verið lagt til hinztu hvílu á undanförnum árum og áratugum. Þar var Þórarinn borinn inn í kirkju þá eða kapellu, sem risin er í grafreitnum að mestu fyrir hans atbeina og senn verður búin til vígslu ef að líkum lætur. En grafreiturinn var vígður við útför Helga, föður Þórarins er sr. Magnús próf. Bjarnason söng hann til grafar í desember 1915. Fjölmenni var við útför Þórar- ins og þó fleira fólk við minningar- athöfn, sem fram fór hér í Fossvogskirkju daginn áður. Slíkt var ekki nema eðlilegt, svo kunnur maður sem hann var í heimahér- aði og raunar langtum víðar nú hin síðari ár af ritum sínum. Svo er fyrir að þakka hinu fróðlega riti próf. Björns Magnús- sonar: Vestur-Skaftfellingar 1703—1966, að hér er ekki þörf á langri ættartölu. Þó ber þess að geta, að foreldrar Þórarins voru þau Halla Einarsdóttir frá Heiði á Síðu og Helgi Þórarinsson frá Þykkvabæ. Þau voru bæði miklar manneskjur að dugnaði og gáfum. Þetta hvorttveggja erfði Þórarinn svo sem ævistarf hans bar ríkan vott. Fæddur var Þórarinn 2. ágúst árið 1900 í Þykkvabæ. Bernsku sinni og uppvexti hefur hann lýst í bók sinni: Leikir og störf, svo að ekki þarf um að bæta eða fara mörgum orðum um þau áhrif, sem hann varð fyrir og eins og hann mótaðist í föðurhúsum. Aðeins 15 ára gamall missti hann föður sinn. Hefur það haft rík áhrif á unglinginn, svo sterkur persónuleiki sem Helgi var eins og skýrt kemur fram í sögu þeirri, sem Þórarinn skrifaði af föður sínum löngu síðar. Þrem árum eftir lát hans tók Þórarinn við búi með móður sinni og systrum í Þykkvabæ. Og þótt þar væri ærið verkefni við að fást og svo mikill forverksmaður sem Þórarinn var á búi sínu strax á unglingsárum, gaf hann sér tíma til að hverfa frá því og sjá sig um í heiminum. Árið 1918 sigldi hann til útlanda og var við landbúnaðar- nám bæði í Danmörku og Noregi á annað ár. Vel notaðist honum að + Eiginkona mín og móöir okkar, ÞÓRUNN INGIMUNDARDÓTTIR, frá Garöstööum í Garöi, veröur jarösungin frá Útskálakirkju, miðvikudaginn 10. maí kl. 2. Markús Guömundsson. og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.