Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1978 47 * Demókratar vilja Kennedy Washington, 8. maí. Reuter. MEIRIHLUTI stuðningsmanna Demókrataflokksins í Bandaríkj- unum vill að Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður, verði í framboði fyrir flokkinn til forseta- kosninga árið 1980 og ekki Jimmy Carter. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunar sem Gallup- stofnunin gerði meðal démókrata. Kennedy fékk stuðning 53% spurðra og Carter um 40%. Er þetta talið meiri háttar áfall fyrir Jimmy Carter. Þegar menn voru látnir velja milli keppinauta féllu úrslitin og Kennedy í vil: 36% vildu að Kennedy yrði í framboði, 29% studdu Carter, 12% Jerry Brown, ríkisstjóra í Kaliforníu, og Walter Mondale fékk átta prósent, síðan fékk Henry Jackson fimm prósent og Morris Udall þrjú prósent. Edward Kennedy hefur ekki gefið á nokkurn hátt til kynna að hann muni sækjast eftir útnefn- ingu árið 1980 og reyndar nýlega gefið út orðsendingu sem skilja mátti þannig að hann hefði alls engan hug á því. Verkfall lamar hótel á Spáni i Malaga, Spáni, 8. maí. Ap. SPÁNSKA fréttastofan EFE skýrði frá því í dag að 130 hótel á suðurströnd Spánar væru nú lokuð vegna verkfalls starfsmanna á hótelunum. Verkfallið hófst á laugardag og átti að standa í þrjá daga. EFE sagði ennfremur að 40% hótelgestanna hefðu yfirgefið hótelin, og óttast væri að fleiri ættu eftir að flýja verkfallið. Verkalýðsleiðtogar ásökuðu í dag eigendur hótelanna um að meina starfsmönnum að snúa aftur til vinnu sinnar í dag, en hóteleigendurnir á hinn bóginn sökuðu verkalýðsleiðtogana um að vera að undirbúa allsherjarsamúð- arverkfall. Um 30.000 hótelstarfs- menn sneru aftur til vinnu í dag, en öðrum 20.000 var meinaður aðgangur að vinnustöðum sínum. Boðað var til verkfallsins er samningaviðræður um kauphækk- un fóru út um þúfur. Starfsmenn- irnir hafa krafist allt að 26.000 króna launahækkunar á mánuði. Leninismanum, því að þeir hefðu þar með einnig afneitað Marxism- anum“. Cunhal sagði þetta á fjöldafundi sem var haldinn til að heiðra sérstaka sovézka sendinefnd sem var í Portúgal. Vegna hinnar ósveigjanlegu ctefnu Cunhals hef- ur portúgalski kommúnistaflokk- urinn einangrast mjög sl. ár og má til dæmis geta þess að fulltrúum hans hefur ekki verið boðið á ýmis alþjóðaþing og ráðstefnur evrópskra kommúnistaflokka. ERLENT Cunhal enn gegn „Evrópu- kommún- ismanum” Lissabon, 7. maí. Reuter. PORTÚGALSKI kommúnista- flokkurinn gagnrýndi í dag harð- lega þá stefnu sem ýmsir komm- únistaflokkar í Evrópu hafa tekið upp og miðar að auknu sjálfstæði þeirra. Portúgalski kommúnista- flokkurinn undir forystu Alvar Gunhals hefur löngum þótt mjög Moskvu-sinnaður og Cunhal dró ekki af sér er hann fór hörkulegum orðum um þá „sem hefðu afneitað Beate Hamizrachi, blaðakona í Metula: „Stórlega þyrfti að fjölga í Mðargæzlu- liðinu í S-Líbanon” MIÐVIKUDAGURINN 3. maí var svartur dagur fyrir Friðar ga'zlusveitir Sameinuðu þjóð- anna í Suður Libanon. Um alla nóttina höfðu bardagar staðið milli friðargæzlumanna og Pal- estínumanna. í grennd við Tyros við Miðjarðarhafsströnd voru Frakkar þrumu lostnir cftir nóttina og sú staðreynd var Ijós að þrír manna þeirra höfðu verið drepnir og nokkrir voru særðir og höfðu vcrið fluttir á sjúkrahús. Um nóttina höfðu franskar hersveitir verið á eftirlitsferð um svæði þar sem PLO-menn höfðu verið fyrir og leituðu eftir því hvort einhver merki væru enn um að PLO-menn hefðu ekki horfið á brott. í Ijós kom að þar höfðust enn við allöfiugar sveitir PLO-manna og hófu skothríð á frönsku hermennina sem lauk með því að þrír Frakkar lágu í valnum eftir átökin og meðal særðra eru nokkrir háttsettir menn og er nafntogaðastur þeirra Salvan frægur eineygður herforingi sem nú hefur verið sendur heim vegna sára sinna. Svo virðist sem frönsku brynvagnarnir hafi ekki haft þau sálfræðilega sterku áhrif í Suður-Líbanon sem ráð var fyrir gert og þeir hafi orðið skotmörk PLO og vinstrimanna. Franskur herfor- ingi sagði við mig að hann líkti ástandinu meðfram suðurströnd Líbanons við ástandið í Alsír á sínum tíma. Öðrum hefur orðið það verulegt áfall að komast að raun um að í Suður-Líbanon dugir skammt að vera fulltrúi alþjóðasamtaka á borð við Sam- einuðu þjóðanna. Þvert á móti virðast sveitirnar í auknum mæli sæta árásum og vanvirðu og svæðið allt sem ísraelar hafa hörfað af er á nú krökkt af hryðjuverkamönnum sem einsk- is svífast og láta sig engu skeyta hvort viðkomandi hcrmenn eru í búningum Sameinuðu þjóð- anna. Ég hitti sænskan foringja í Metula er hann var í leyfi og hann segir að um ástandið sé ekki hægt að hafa nein orð nema að það sé ömurlegt og fólk geri sér engan veginn raunsæja mynd af því. Hann rifjaöi upp atburðinn þegar sænskir her- menn urðu fyrir því að aka á jarðsprengju skammt frá einni af brúnum yfir Litanifljót. Svíar höfðu sætt gagnrýni fyrir að hopa er Palestínuskæruliðar hófu skothríð að þeim í þorpi skammt frá fijótsbakkanum og var herdeild þessi undir stjórn Lindgrens herforingja. Svíar hafa nú verið færðir um set í gæzluliðinu og eru ekki iengur í fremstu víglínu og eru nú sunnar í landinu, fjær Litaní- fljóti en í fyrstu. Hermenn frá Nepal eru mjög nærri vígstöðv- _um PLO en fram til þessa hafa þeir ekki orðið fyrir manntjóni, enda þótt skæruliðar PLO muni nokkrum sinnum hafa skotið eldflaugum í átt til stöðva þeirra. Sænski foringinn gagn- rýndi ýmis orð sem látin hafa verið falla, m.a. af hálfu Erskine yfirmanns herliðs S.Þ. frá Ghana, um að þeir sex þúsund menn sem nú væru í gæzlusveit- unum ættu að vera nægjanlegur fjöldi til að halda aftur af hryðjuverkamönnunum. Sænski foringinn sagði, að nokkur þúsund manns þyrfti til þess að halda uppi eftirlitsstarfi í Tyr- os-borg einni saman. Nepalskur herforingi sem ég hitti hér í Metula er hann var að fara í stutt leyfi til Tel Aviv sagði, að hans skoðun væri sú að um 20 þúsund manna lið væri lág- marksmannafli til að koma í veg fyrir áframhaldandi eldflauga- árásir PLO til suðurs. Þetta virðist ekki vera nein einkaskoð- un nepalskra hermanna, heldur koma fram í tali flestra. „ W aldheim ætti að seffj a af sér ” — sagði Sad Haddad yfirmaður líbönsku hersveitanna í S-Líbanon í símtali við Mbl — Gæzlusveitir Sameinuðu þjóðanna standa engan veginn í stykkinu, og á ég þar við, að hvorki eru aðferðir, afstaða né búnaður þeirra á þann veg, að unnt sé að treysta þeim til að vinna bug að hryðjuverka- mönnunum. Eg varpa megin- ábyrgðinni á þessu svokallaða „friðarstarfi“ á Kurt Wald- heim. framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, og fyndist í raun og veru að hann ætti að segja af sér þannig að einhver sá gæti tekið við scm hefði raunhæfari yfirsýn yfir þetta stórflókna mál. Þetta sagði Sad Iladdad. majór, yfirmaður kristnu lílr önsku hersveitanna í Suð- ur-Libanon. Áður hefur verið viðtal við majorinn hér í blaðinu er blaðamaður Mbi. hitti hann skammt frá ianda- mætum Líbanons og ísraeis, í Metula sl haust. Sad Haddad var þá mjög beizkur í garð Bandaríkjamanna og taldi að þeir hefðu selt S-Líbani fyrir oliuhagsmuni og fjallaði um að svo virtist sem allan almenn- ingi skorti skilning á hinu alvarlega vandamáli sem fólkið í suðurhluta Líbanons glímdi við. „Það getur víst engum bland- ast hugur um það hversu ömurlega er að skipulagningu friðargæzlusveitanna staðið hér í S-Líbanon,“ sagði Sad Haddad. „Menn úr friðarsveit- unum hafa fallið eða sa'rzt og ég tel að yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna beri ábyrgð á því blóði sem þannig hefur verið úthellt. Því tel ég og við gerum það fleiri hér, að Waldheim ætti að sýna þá sómatilfinn- ingu að segja af sér og það hið fyrsta, áður en fleiri mannslíf- um er fórnað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.