Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 23 • TVEIR LEIKIR voru í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu um helgina. Á lauxar- da»inn unnu Framarar 5.1 sÍKur á Ármanni. Það voru þeir Eggert Steingrímsson (2), Kristinn Jörundsson (2) og Gunnar Guðmundsson, sem skoruðu íyrir Fram, en reynd- ar voru það Ármenningar. sem ‘urðu fyrri til að skora og staðan í leikhléi var 1.1. Á sunnudag unnu Víkingar Þróttara 1.0 og skoraði Lárus Guðmundsson eina mark leiks- ins. • STAÐAN í Reykjavíkurmót- inu er nú þannig að KR-ingar eru efstir mcð 10 stig, en hafa lokið leikjum sínum. Víkingar hafa einnig jokið leikjum sin- um og eru með 9 stig. Fram og Valur eru bœði með 8 stig, en liðin leiða saman hesta sína í síðasta leik Reykjavíkurmóts- ins á Melavelli klukkan 20 í kvöld. Margir möguleikar eru enn í mótinu þó aðeins einum leik sé ólokið. Verði jafntefli 0.0, 1.1 eða 2.2 verða KR-ingar Reykjavíkurmeistarar. Vinni keppnin er haldin í Ilerjólfsdal síðan fyrir gos og má fastlega reikna með að allir beztu kylfingar iandsins mæti til leiks. en mótið gefur 10 beztu stig til landsliðsins í golfi. Keppt verður með og án for gjafar og gefur Fiugfélag Islands vegleg verðlaun, en heimamenn sjá keppendum fyrir gistingu. Auk Faxa- keppninnar verður sveita- keppni á iaugardag. Aðmíráls- keppnin. Átta kylfingar frá hvcrjum kiúbbi skipa hverja sveit, en árangur sex þeirra beztu gildir. • SKARÐSMÓTIÐ á skíðum fer fram i Siglufirði um næstu helgi. Þar verður gert út um hver sigrar í bikarkeppni Skíðasambandsins. en þar hef- ur Haukur Jóhannsson örugga forystu í karlaflokki með 121 stig, 49 stigum meira en næsti maður. Hjá kvenfólkinu berjast þa>r Steinunn Sæmundsdóttir og Ásdís Alfreðsdóttir um bikarinn. Ásdís er með 120 stig. Steinunn 115. Nægur snjór er nyrðra og þcss má gbta KNATTSPYRNUVERTÍÐIN hefst fyrir alvöru um næstu helgi er fyrstu leikirnir fara fram í 1. og 2. deild, en í kvöld íer fram síðasti leikurinn í Reykjavíkurmótinu er Valur og Fram mætast á Melavellinum. Vonir standa til að leikirnir í 1. deild í Reykjavík geti þegar frá upphafi íslandsmótsins farið fram á grasvellinum í Laugardal. Valur eða Fram leikinn í kvöld án þess að skora 3 mörk þarf aukaleik á milli sigurliðsins og KR. Vinni annaöhvort liðið í kvöld með því að skora 3 mörk þýðir það meistaratitil til liðsins. Enn er einn möguleiki ótalinn, það er að Fram og Valur skilji jöfn t.d. 3.3. Þá verða liðin efst og jöfn og þurfa að leika aukaleik um titilinn. Þróttarar cru með 6 stig í mótinu, Fylkir 4 og Ármann hlaut ekkert stig í mótinu. • KYLFINGAR í Nesklúbbn um héldu innanfélagsmót á sunnudag og þrátt fyrir óhag- stætt veður var góð mæting og 45 kylfingar eltu hvíta boltann á Nesinu. Keppnin er kennd við Nesbjölluna og voru leiknar 18 holur með forgjöf. Magnús I. Stefánsson. kornungur kylfing- ur, bar sigur úr býtum, lék á 67 höggum ncttó. Annar ungur piltur, Bergur Jóhannsson, varð annar á 67 höggum og í 3.-4. sæti þeir Auðunn Einars- son og llilmar Steingrimsson á 69 höggum. Sá siðastnefndi lék bezt á sunnudaginn — á 76 höggum alls. • FAXAKEPPNIN í golfi verður haldin í Ilerjólfsdal um næstu helgi. 13, —14. maí. Er þetta í fyrsta skipti sem Faxa- til gamans, aö skíðalyftuna við Hói þurfti að grafa úr snjó í sfðustu viku. í landi IIóls er nú að sögn heimamanna meiri snjór en á landsmótinu 1976. Þar fer göngukeppnin fram á Skarðsmótinu og jafnvel svig- keppnin einnig. • GROSSWALLSTADT varð þýzkur meistari f handknatt- leik um helgina er liðið vann Gummersbach 12.11 í mjög skemmtilegum úrslitaleik. Gummersbach nægði jafntefli til sigurs f mótinu. en Gross- wallstadt. sem lék á heimavelli, gaf ekki eftir um tommu og sigraði verðskuldað. Danker sen lék gegn Göppingen og vann 20.18. Axel og Óiafur gerðu hvor um sig 5 mörk í leiknum. Gunnar Einarsson eitt mark fyrir Göppingen. • GUMMERSBACII varð í síð- ustu viku sigurvegari í Evrópu- keppni hikarhafa < handknatt- leik. Liðið vann Zelesnicar frá Júgóslavíu 15.13 í úrslitaleikn- um. Einum leikmanni Júgó- slavneska liðsins var vikið af leikvelli fyrir fullt og fast þegar á 12. mín. Léku Júgóslav- arnir einum færri það sem eftir var og mesta furða hversu vel þeim tókst að standa í Þjóðverj- unum. " «... Strákarnir fengutvö stig gefins UNGLINGALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu leikur þriðja leik sinn í lokakeppni Evrópumótsins f Póllandi gegn Júgoslövum. íslending- ar eiga ekki lengur möguleika á sigri í riðlinum. liðið getur náð 1 stigum með sigri í kvöld. en Ungverjar eru þegar komnir með 5 stig. Belgíumenn mættu til loka- keppninnar með það markmið að verja Evrópumeistaratitil- inn, sem þeir unnu í fyrra. Ekki eru þó allar férðir farnar til fjár og á leiðinni til Póllands fengu belgísku leikmennirnir heiftar- lega matareitrun. Belgarnir mættu aðeins 8 til leiksins gegn Júgóslövum á föstudag og þegar tveir leikmanna liðsins meidd- ust í leiknum var ekki um annað ræða en að slíta leiknum. Staðan var þá 3:0 fyrir Júgó- slava. Islendingarnir áttu síðan að leika við Belga á sunnudaginn, en Belgum tókst ekki að ná saman liði í leikinn og fengu Islendingarnir því bæði stigin og markatöluna 3:0. Þessi sigur, sem er allt annaö en skemmti- legur, er sá fyrsti, sem Islend- ingar vinna í lokakeppni Kvrópumóts unglinga. Á föstu- daginn léku Islendingar við Ungverja og töpuðu 1:3, eins og skýrt var frá í Mbl. á laugardag. Það var Ingólfur Ingólfsson, sem skoraði eina mark landans í leiknum og var það jafnframt fyrsta mark leiksins. I seinni hálfleiknum tóku Ungverjar öll völd. Staðan í öðrum riðlum er sú að Sovétmenn virðast þegar hafa unnið a-riðilinn. Kurt Ekross til hægri ásamt Berit konu sinni og syninum Il&akon. Þjálfaöi ísfirzka göngumenn SÆNSKI skíðaþjálfarinn Kurt Ekross dvaldi fyrir nokkru í tvær vikur á ísafirði, en þangað kom hann að frumkvæði skíðaráðs ísafjarðar. Þjálfaði Ekross ísfirzka göngumenn daglega og hafði síðan leiðbeinendanámskeið á kvöldin. Auk þess sagði hann almenningi til og vakti það athygli hans hversu góðum tökum yngstu aldursflokkarnir höfðu náð á íþfóttinni. Að þessu viðbættu útbjó hann æfingaprógramm, sem ísfirzkir göngumenn æfa eftir á næstu mánuðum. Kurt Ekross er íslenzkum skíðamönnum að góðu kunnur, en hann dvaldi hér á landi 1973 á vegum Skíðasambandsins og fór þá víða um og leiðbeindi. Kurt hefur undanfarin ár starfað sem farandþjálfari í Vestmannalandi og hefur hann jöfnum höndum leiðbeint keppnisfólki, trimmurum og byrjendum. Þjálfurum boðið á námskeið erlendis ÍSLENZKUM þjálfurum gefst nú kostur á að sækja knattspyrnu- þjálfaranámskeið á Norðurlöndum og í Englandi. Tækninefnd KSÍ hefur í höndum boð frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi um að senda 2 þjálfara á námskeið í þessum löndum en þau fara fram í júní og júlí. Einnig liggur fyrir áætlun um námskeið enska knattspyrnusam- bandsins í sumar, en þar er um að ræða nokkur þjálfaranámskeið. í öllum tilvikum er skilyrði að umsækjendur hafi lokið einu eða fleirum stigum þjálfaraskóla KSÍ eða íþróttakennaraskólans og hafi starfað að þjálfun. Sum námskeiðin eru á mjög háu stigi og eru nánast eingöngu fyrir toppþjálfara. Á Norðurlöndunum er boðið upp á frítt uppihald meðan á námskeiðinu stendur, en í Eng- landi verða þátttakendur að greiða uppihald sjálfir. Ferðir greiðast í öllum tilvikum af þátttakendum sjálfum. Þeim knattspyrnuþjálfur- um sem hafa áhuga á að sækja um eitthvert þessara námskeiða, er bent á að hafa samband við skrifstofu KSÍ. Fyrsti sig- ur Depailler PATRICK Depailler frá Frakk- landi vann sinn fyrsta sigur í Grand Prix keppni kappaksturs- manna í Mónakó á sunnudaginn. Depailler hefur hins vegar sjö sinnum endað númer 2 og hann hefur nú tekið forystuna í Grand Prix kcppninni í ár. Keppnin í Mónakó var mjög spcnnandi allan tímann og mjótt á mununum. Niki Lauda varð í 2. sæti. cn hann er núverandi heims- mcistari. Jody Schechtcr varð þriðji. John Watson varð í fjórða sæti. Yfirburðir A-Þjóðverja DIETMAR Lorenz frá A-Þýzkalandi fékk tvenn gullverðlaun á Evrópu- mótinu í judó í Helsinki um helgina. Lorenz bar sigur úr býtum í opnum flokki mótsins og í þyngdarflokki undir 95 kg. Jean Louis Rouge frá Frakklandi varð annar í flokki undir 95 kflóum og í þriðja sæti í flokki yfir 95 kg. A-Þjóðverjar höfðu mikla yfir- burði f keppninni og það fer ekki á milli mála að þeir eru beztu júdó- menn í Evrópu. Þjóðverjarnir unnu 5 af 8 meistaratitlum á mótinu. Rússar. Hollendingar og ítalir einn meistaratitil hver þjóð. Meðal meist- ara á mótinu urðu Dietmar Lorcnz. Felice Marian. ítah'u. Ilarald Ileinke. Torsten Reissmann og Gunt- er Kruger. Nýlega lauk í Reykjavík árlegu vormóti yngri deilda KFUM í knattspyrnu. en mót þessi hafa verið haldin frá árinu 1967 að undanskildu árinu 1977. í mótinu tóku þátt lið frá yngri dcildum KFUM í Reykjavík, Kópavogi. Garðaba' og Sel- tjarnarnesi, alls 10 lið. en keppt var í tveimur riðlum. I úrslitaleikum fóru leikar þannig að lið Garðbæinga sigraði Breiðholt III með 2 mörkum gejjn engu. en Breið- holt I vann Arba'jarliðið með 1 mörkum gegn engu og varð því lið Breiðholts I sigurvegari. Illaut það svonefndan „feðga- bikar“, sem þeir Ingi Björn Albertsson og Albert Guð- mundsson gáfu og keppt var nú tekin er Albert Guðmundsson afhenti bikarinn í félagsheimili KFUM við Holtaver. — Ljósm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.