Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9..MAÍ 1978 27 V oniim að í slendíngar hætti hvalveiðum næstu 10 árin „VID erum komnir hingað til aö fara Þess á leit við islendinga og Þá í fyrsta lagi islenzk stjórnvöld, að Þau hætti hvalveiðum næstu 10 árin, Þar sem við teljum hvalastofnana í mikilli hættu. Ef ekki verður orðið viö beiðni okkar, mun skip samtakanna, Rainbow Warrior, veröa sent á mið íslenzku hvalbátanna í sumar til að koma í veg fyrir veiðar Þeirra og er skipið Þá væntanlegt í byrjun júní,“ sögöu tveir fulltrú- ar Greenpeace, Þeir Alan Thorn- ton frá Kanada og Remi Parment- er frá Frakklandi, á fundi með íslenzkum blaðamönnum í gær, en eins og kunnugt er hafa Greenpeace-samtökin í Evrópu ásett sér að koma í veg fyrir hvalveiði íslendinga. Greenpeace-samtökin voru stofnuð fyrir átta árum og upphaf- lega til að mótmæla kjarnorkutil- raunum stórþjóðanna, en síöan hefur starfssvið þeirra breytzt í þá veru að friða hin ýmsu dýr heimsins. Greenpeace hefur mikið reynt að koma í veg fyrir hvalveið- ar Rússa, Japana og Ástrala á Kyrrahafi. í fyrra voru samtökin með tvö skip á þessum slóðum, sem höfðu það hlutverk að sigla í skotlínu hvalbátanna. Sögöu þeir Thornton og Parmenter að árang- urinn þá hefði verið mjög góður. Ennfremur hafa samtökin beitt sér fyrir að seladrápi verði hætt og að sæljón verði algjörlega friöuð á Norðvesturströnd Bandaríkjanna. — Okkar álit er að íslendingar eigi aö hætta hvalveiöum næstu 10 árin og er það í samræmi við yfirlýsta samþykkt Sameinuðu þjóöanna, því aö fjölmargir hvala- stofnar eru í mjög mikilli hættu. AlÞjóðahvalveiöiráöið tekur ekki tillit til vísindamanna Við höldum því fram og vitum að Alþjóðahvalveiðiráðið hefur ekkert tillit tekið til álits vísindamanna um sókn í hvalastofnana, heldur tekur eingöngu mið af hvalveiðiiðnaðin- um. Það hefur sýnt sig aö útreikning- ur í sambandi við fiskgengd hefur ekki alltaf staöist og má í því sambandi benda á hvernig þorsk- Alan Thornton t.v. og Remi Parmenter á fundi með blaðamönnum í gær Skip Greenpeace er nú statt í Skotlandi en heldur brátt til níu borga í Evrópu, par sem baráttan gegn hvaladrápi á íslandsmiðum veröur kynnt. Að kynnisferðinni lokinni heldur skipið áleiöis til íslands. og síldarstofninn hefur farið við ísland. Alþjóöahvalveiöiráöiö hefur ekki minnstu hugmynd um fjölda hvala í heiminum. Langreyöarkvótinn bygg- ist ekki á vísindalegum niöurstööum Langreyðarkvóti íslendinga byggist ekki á neinum vísindaleg- um athugunum og því er mikil hætta á að langreyði fækki veru- lega kringum ísland á næstu árum. Þá getur hin mikla loðnuveiði í Norður-Atlantshafi haft mikil áhrif á langreyðarstofninn, þar sem þessi hvaltegund lifir mikið á loönu. Og það er staðreynd, samanber veiði íslendinga í fyrra, aö langreyöi fer fækkandi sögöu þeir Thornton og Parmenter. Þeir félagar sögöu að loðnuveiði í N-Atlantshafi hefði verið 342% meiri á sl. ári en árið 1971. Þessi veiði gæti verið mjög hættuleg. Þar sem loðnan væri mikilvægur hlekkur í lífskeöju langreyðarinnar, gæti þessi veiði haft ófyrirsjáan- legar afleiöingar. Þegar fulltrúar Greenpeace voru spurðir að því hvort þeir vildu aðeins koma í veg fyrir veiði á langreyði, sögöu þeir, að svo væri ekki. „Við viljum stöðva allar hvalveiðar." Veiddu 144 dýr í fyrra í stað 304 Þeir sögöust hins vegar vilja benda á, að árið 1976 hefði Alþjóðahvalveiðiráðið ákveöiö sér- stakan kvóta handa íslendingum vegna veiði á langreyði. Mættu íslendingar veiða 1534 dýr á þessu tímabili, og mest 304 dýr á ári. Síöastliöiö ár heföu íslendingar aöeins veitt 144 langreyöar, sem sýndi betur en flest annað í hve mikilli hættu langreyðarstofninn væri. „Hvalveiðar við ísland eru ekki byggöar á neinum vtsindaleg- um niðurstöðum," sögöu þeir félagar, og bættu við: „Við vonum að íslenzk stjórnvöld banni hval- veiðar næstu árin og taki forystu í þessum efnum í heiminum. Það eru aðeins um 200 manns, sem hafa atvinnu af hvalveiðum á íslandi þann tíma sem vertíðin stendur og útflutningurinn er aðeins um 1% af heildarútflutningi landsmanna.“ Þeir Thornton og Parmenter sögöu, að nú þyrfti heimurinn ekki lengur á þeim afurðum aö halda, sem hvalir gæfu af sér, önnur efni væru komin í staðinn. Þeir sögöu ennfremur, að þegar árið 1949 hefði verið varað við drápi á steypireiði vegna ofveiði, en þessi hvalategund hefði ekki verið friöuð fyrr en 1960. Fóru ekki fcam á fund með sjávarútvegsráðherra Þá voru þeir spuröir að því hvort þeir hefðu farið fram á fund meö sjávarútvegsráðherra eða forráða- mönnum Hafrannsóknastofnunar- innar. Kváðu þeir svo ekki vera, en sögðust vera tilbúnir til að ræða við þessa aðila hvenær sem væri. Thornton og Parmenter sögöu, að Greenpeace hefði fest kaup á gömlu rannsóknaskipi í Skotlandi, sem hefði fengið nafnið Rainbow Warrior. Búið væri að setja upp áætlun fyrir mótmælaferð skipsins í sumar. í áhöfn yrðu 22 menn, þar á meðal margir sjómenn. Skip- stjóri yrði að líkindum sami maður og var skipstjóri á skipinu sem sigldi inn á hættusvæöi Frakka í S-Kyrrahafi þegar þeir voru með kjarnorkutilraunir þar fyrir tveimur árum. Þessa dagana er Rainbow Warrior í Skotlandi, þar sem skipið er m.a. notað til að mótmæla tilraunum með kjarnorkuvopn. Málefnið kynnt á níu stöðum í Evrópu Hinn 12. maí fer skipiö frá Skotlandi og fer þá í ferð til ýmissa Evrópuborga, þar sem blaða- mannafundir verða haldnir um borð í skipinu og verður komið við í eftirtöldum borgum: London, Calais, Rotterdam, Amsterdam, Harlingen, Hamborg, Árósum, Bergen og Þórshöfn í Færeyjum. Þaðan verður síöan haldiö áleiðis til íslands, hinn 31. maí. „Við ráðgerðum að koma við í Reykjavík hinn 3. júní, en höfum hætt við það, þar sem við getum átt þaö á hættu aö skipið verði kyrrsett í Reykjavík. Síðan er gert ráð fyrir að Rainbow Warrior verði komið á mið íslenzku hvalbátanna hinn 5. júní og verði við störf í 6 vikur." Greenpeace-menn sögðu, að um borð í Rainbow Warrior yrðu hafðir litlir gúmmíbátar sem siglt yrði á fyrir hvalbátana í skotlínu þeirra. Sams konar aðferð hefði verið notuð við mótmælastörfin á Kyrrahafi og gefist vel. Það hefði komið fyrir einu sinni, að skotiö hefði verið yfir höfuð þeirra, en ekkert slys hefði hlotizt af. Þeir kvikmynduðu öll sín störf, og mynd af þessum atburði hefði verið sýnd víða um heim og orðið þeirra málstaö til góðs. Kostnaðurinn rösklega 23 millj. kr. Aðspurðir sögðu Parmenter og Framhald á bls. 29. „Barátta Greenpeace hád á röngum forsendum og er ekki réttlætanleg” — segir Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar i, Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar t.v. og Þórður Ásgeirsson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins á blaðamanna- fundinum í gær. Ljósm. Mbl.: RAX. BARÁTTA Þessara samtaka er háð á alröngum forsendum og er ekki réttlætanleg," sagði Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar, á blaðamanna- fundi, sem hann hélt með Þóröi Ásgeirssyni skrifstofustjóra sjáv- arútvegsráöuneytisins og vara- formanni AIÞjóðahvalveiöiráðsins í gær vegna fyrirhugaðra mót- mælaaögeröa Greenpeace-sam- takanna á miðum hvalveiöibát- anna í sumar. Þeir Jón og Þórður sögöu að Greenpeace-menn héldu því fram, aö Alþjóöahvalveiöiráöiö stjórnaöi ekki hvalveiöum í N-Atlantshafi. Þaö væri reginfirra, því að það stjórnaði öllum hvaiveiöum heims. Þá sögöu þeir að það væri ein aöalröksemdafærsla Greenpeace vegna fyrirhugaðra aögeröa að íslendingar heföu aöeins veitt 144 langreyöar á s.l. ári í stað þess að mega veiða allt að 304. Stað- reyndin væri sú, aö hvalveiðarnar hefðu byrjað mjög seint vegna verkfalls, en ávallt veiddist mest af langreyði á vorin. Ennfremur hefði tíðin verið ákaflega slæm í fyrra, oft brælur og þoka ríkjandi á miðunum. Áherzla lögöá sandreyði Þá hefði í fyrsta sinn í fyrra verið kvóti á veiði sandreyðar og íslendingum þá heimilaö aö veiöa 132 dýr. Hvalveiðiskipstjórarnir hefðu lagt sig nokkuö fram viö aö ná í sandreyöi, þar sem þeir vildu sýna að auöveldlega væri hægt aö ná þessum kvóta, sem og tókst. Hins vegar væri’ misjafnt frá ári til árs hve nærri islandi sandreyðurin kæmi. Langreyöur lifir á átu — ekki loönu „Þá halda Greenpeace menn því fram að aöalfæðutegund langreyö- ar sé loöna, og stofninn því í hættu vegna mikillar loðnuveiði, sem takmarki fæðuöflun hvalsins. Þetta er líka meginfirra. Langreyður lifir svo til eingöngu á Ijósátu og rauöátu, að vísu hefur langreyður sést einu sinni bylta sér í loðnu- torfu, og það er því algjörlega ógrundvallað aö halda því fram, aö loönuveiöarnar hafi áhrif á þennan hvalastofn,“ sagði Jón. Það kom fram hjá Jóni og Þóröi aö þaö heföi tekið langan tíma, aö fá Alþjóöahvalveiöiráöið til aö viöurkenna rök vísindamanna, en nú væri svo komiö aö Alþjóða- hvalveiöiráöiö færi í einu og öllu eftir tilmælum vísidamanna. „Þeiö er líka algjörlega órökstutt að ekkert sé vitað um stofnstærðir hvala. Og þær formúlur sem vísindamenn vinna nú eftir, eru allar hvölunum í hag.“ 5 af 18 pjóðum stunda hvalveiðar „Um þessar mundir stunda fimm þjóðir af 18 sem eru í Alþjóðahval- veiðiráöinu hvalveiðar, en þaö eru íslendingar, Rússar, Japanir, Ástr- alir og S-Afríkumenn. Auk þessara þjóöa veiða Spánverjar og Portú- galir búrhval á Atlantshafi og Kóreumenn lítils háttar á Kyrra- hafi. Heimilt er aö veiöa 625 búrhveli á N-Atlantshafi á ári, og hefur sú tala ekki verið fyllt. Þeir búrhvalir sem íslendingar veiða eru allt tarfar, sem hafa orðiö viðskila við sína hjörð og er því í lagi að drepa þá alla. „Búrhvalurinn er fjölkvæn- isdýr og þeir tarfar sem lenda út úr hjöröunum fara ávallt á flakk og hafa engin áhrif á viökomu stofns- ins,“ sagði Jón. Eftirlitsmenn fylgjast með veiðinni Þeir Þórður og Jón sögðu ennfremur, að mjög strangt eftirlit væri nú með hvalveiðum. Um borð í verksmiðjuskipum Rússa og Framhald á bis. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.