Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 37 — jáhenni tókst það... SVEIT Hjalta Elíassonar varð Islandsmoistari í hridKP. svoita- koppni 1978. on koppninni lauk um holgina. Vann sveitin fimm lciki af sjö ok hlaut 98 stis af 140 möguloKum. í svoit Hjalta oru ásamt honum< Ásmundur I’álsson. Einar Þorfinnsson. GuðlauKur R. Jóhannsson og Orn Arnþórsson. Það mátti segja að úrslit keppninnar væru þegar ráðin eftir 6 umferðir, en þá þegar hafði sveitin 20 stig yfir þann andstæðinginn, sem næstur kom. Varð því sveit Hjalta að fá mínusstig í síðustu umferðinni til þess að tapa titlinum, sem þeir voru að verja frá sl. ári. Það var heldur ólíklegt en þó gat það gerst á sunnudag. Sveit Hjalta spilaði gegn sveit Guðmundar T. Gíslasonar og í opna salnum spilaði landsliðsparið Guðmund- ur og Karl gegn landsliðsparinu Guðlaugi og Erni. Þeir fyrrnefndu spiluðu þenn- an hálfleik mjög vel og í hálfleik var sveit Guðmundar með 40 punkta yfir. I síðari hálfleik urðu þeir þó að gefa helming þeirra til baka og enda þótt sveit Hjalta tapaði leiknum 5:15 var sigur þeirra í höfn. Fyrir síðustu umferð hafði sveit Stefáns Guðjohnsens mesta möguleika á öðru sæti í keppninni, en þegar upp var staðið hafði sveit Stefáns orðið í 5. sæti og höfðu fáir búizt við því eftir að sveitin hafði verið í efsta sæti eftir 4 umferðir og þá m.a. unnið sveit Hjalta 15:5. Sveit Guðmundar Hermanns- sonar varð í öðru sæti í keppn- inni. Það kom engum á óvart. I sveitinni eru 6 ungir spilarar og eru þeir til alls líklegir. Ásamt Guðmundi eru í sveitinni: Sævar Þorbjörnsson, Sigurður Sverris- son, Skúli Einarsson, Guðmund- ur P. Arnarsson og Egill Guð- johnsen. 4. umferði I þessari umferð kom bezt fram það sem ýmsir höfðu spáð um þetta mót. Þ.e.a.s. úrslit leikja voru ekki ráðin fyrr en leikurinn hafði farið fram. Sveitir Stefáns og Hjalta spil- uðu saman og var talið að þetta væri úrslitaleikur mótsins. I hálfleik hafði Hjalti 34 punkta á móti 22 en sveit Stefáns var farsælli í síðari hálfleik og vann 15:5 og var þar með komin í efsta sætið. Urslit annarra leikja: Jón Ásbjss. — Sigurjón 19:1 Guðmundur T. Steingrímur 0:20 Guðmundur H. — Ármannl:13 Þrjár neðstu sveitirnar unnu allar sína leiki. 5. umferði Leikur Stefáns og Jóns var eflaust leikur umferðarinnar. Sveit Jóns hafði átt lélegt „start“ í mótinu en hafði unnið sveit Sigurjóns stórt í 4. umferð. í hálfleik hafði sveit Jóns 20 punkta forskot sem hún hélt til loka og vann 15:5. Sveit Hjalta tók sveit Steingríms Jónssonar í kennslustund. I hálfleik var staðan 91 punktur gegn 4 og mínus varð ekki umflúinn. Sveit Hjalta vann 20 mínus 5. Önnur úrslit: Sigurjón — Guðmundur H.6:14 Ármann — Guðmundur T. 14:6 6. umferði I þessari umferð spilar sveit Hjalta við bikarmeistarana, sveit Ármanns J. Lárussonar. Þeir síðarnefndu höfðu komið ágætlega út úr mótinu og var vonast til að þeir næðu að stöðva sveit Hjalta, eða allavega að ná af þeim nokkrum stigum. Sveit Hjalta var ekki á þeim buxunum og sigraði leikinn 18:2. Bridge eftir ARNÓR RAGNARSSON Sveit Stefáns spilaði gegn sveit Sigurjóns og er skemmst frá því að segja að Stefán hlaut ekkert stig út úr leiknum og varð þar með íslandsmeistaratitilinn Hjalta. 7. umforði Það var ekki sama spennan og hvílt hefir yfir mótinu undan- farin ár þegar síðasta umferðin hófst á sunnudag. Nú var aðeins um annað sætið að keppa. Þrjár sveitir höfðu möguleika á því sæti. Sveit Stefáns með 73 stig, sveit Guðmundar Hermanns- sonar með 72 stig, og sveit Jóns Ásbjörnssonar með 67 stig. Sigurjón Tryggvason var með 57 stig og kom því ekki til greina. I hálfleik hafði Jón Ásbjörns- son 47 punkta gegn 9 á móti sveit Ármanns á meðan leikur Guðmundar H. og Stefáns var í jafntefli. Það voru því allar líkur á að Jóni ætlaði að takast að krækja í annað sætið. En ýmislegt átti eftir að gerast. í síðari hálfleik snerist leikurinn algjörlega í höndum sveitar Jóns og vann Ármann með 11*9. Á meðan skoraði sveit Guð- mundar H. jafnt og þétt á móti sveit Stefáns og endaði leikur- inn 19:1 fyrir Guðmund. Þessi úrslit voru þau hagkvæmustu sem orðið gat fyrirSigurjón sem vann Steingrím 20 mínus 4 og hafnaði þar með í þriðja sæti. Lokastaöam Sveit Hjalta Elíassonar , 98 Sveit Guðmundar Hermannssonar 91 Sveit Sigurjóns Tryggvasonar 77 Sveit Jóns Ásbjörnssonar 76 Sveit Stefáns Guðjohnsens 74 Sveit Ármanns J. Lárussonar 56 Sveit Guðmundar T. Gíslasonar 54 Sveit Steingríms Jónassonar 31 Hjalti Ásmundur Einar Guðlaugur ILG-Wesper hitablásarar fyrirliggjandi í eftirtöldum stæröum: 2500 k.cal. 12800 k.cal. 17600 k.cal. 19800 k.cal. Sérbyggöir fyrir hitaveitu og þeir hljóölátustu á markaðnum. Vegna óreglulegs viötalstíma þá vinsamlegast hringiö í síma á milli kl. 12—13. Helgi Thorvaldsson, Háagerði 29, Reykjavík, sími 34932. Peugeot 504 Diesel árgerö 1974 til sýnis og sölu. HAFRAFELL HF. — VAGNHÖFÐA 7 — SÍMI 85211 Borgartún29 Hjólbarðaskiptingar, hjólbarðasala. Flestar stæröir af Atlas og Yokohama hjólböröum á góöu veröi. „ Véladeild HJÓLBARDAR Sambandsins Nybóla sem leysir gamlan vanda Vandinn er þungt loft -eðalykt. Innilokað loft eða reyk- mettað. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar. Hér er góð lausn. Lítil kúla, kölluð Airbal. Inni í henni er lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa andrúmsloftið. Virkni kúlunnar er hægt að stjórna meðþvi að færa til hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný plata sett í kúluna. Einn kostur í viðbót - kúlan er ódýr. Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda verslana. Olíufélagiö Skeljungur hf Heildsölubirgðir: Oliufélagið Skeljungur. Smávörudeild Sími 81722 Shell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.