Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1978 Vel heppnuð DÝRASÝNING sú er fjáröflunar nefnd Dýraspítala Watsons hélt f Laugardalshöll á sunnudag var geysifjölsótt, að sögn aðstand- enda hennar og varð m.a. að endurtaka sérstaka hundasýn- ingu, sem þar var haldin. Sýndar voru á sýningunni m.a. 19 mismunandi tegundir hunda, ásamt mörgum öðrum dýrum. Guðrún A. Símonar sýndi að venju kettina sína. Þá má nefnda litlar kanínur, tilraunamýs, hvítar rott- ur og naggrísi. Kynnir á sýning- unni var Gunnar Eyjólfsson leik- ari, en eins og áður sagði var það fjáröflunarnefnd fyrir dýraspítala Watsons sem stóð fyrir sýning- unni og rennur allur ágóði af sýningunni til spítalans. Að lokum má geta þess að dúfueigendur í Kópavogi sem hafa með sér félag sýndu þarna margar fallegar og sjaldgæfar dúfnategundir. dýrasýning Vorið — Umræður um land- búnaðarmál - Hafsbotninn Kiðafelli í Kjós, 7. maí. í DAG er hér 15 stiga hiti og ágætisveður, svo aö menn eru aö vona, að vorið sé gengið í garð. Sauöburður er að hefjast víðast. Þó að sums staðar séu nokkrar ær bornar hefst sauðburður ekki al- mennt fyrr en eftir 10. maí. LAUGARDAGINN 29. apríl s.l. fór fram minningarathöfn í kirkju Christ Church College í Oxford um Gabriel Turville-Petre prófessor í íslenzkum fræðum. Aðalræðuna um hann flutti frú Ursula Dronke núverandi lektor í íslenzkum og norrænum fræðum við Oxford háskóla. Minntist hún merkra fræðistarfa Turville-Petre og mannkosta hans. Sérstaklega minntist hún ástar hans á ís- lenzkri tungu og bókmenntum. Gróðri hefur farið vel fram síöustu daga, svo aö flest tún eru aö grænka og með sama áframhaldi verður kominn sauögróður um næstu helgi. Veturinn var heldur góður, snjó- léttur og óvenjulítið um storma þar til í síðustu viku. Fjölmenni var .við minningarat- höfnina. Sóttu hana fræðimenn víðs vegar að. Meðal íslendinga, sem þar voru viðstaddir, voru Sigurður Bjarnason sendiherra íslands, Eiríkur Benedikz menn- ingarráðunautur og Benedikt Benedikz bókavörður í Birming- ham. Athöfjin bar vott þeirrar virð- ingar og vinsælda, sem Tur- ville-Petre naut meðal þeirra er þekktu hið fjölþætta vísindastarf hans í't>águ norrænna fræða. þótti mér með eindæmum, þegar hægt er að koma í veg fyrir misnotkun á efnistöku í grynnra vatni, sem átt hefur sér stað í Hvalfirði fyrir iandi nokkurra jarða, svo að áhrif þess hefur gengiö út yfir land þeirra jaröa meö auknu land- broti og tilfærslu efnis á fjörum. Það er ekki ýkja langt síðan E.K.J. stóð í stórræðum í kjördæmi sínu til að koma réttlætismáli í höfn og hótaöi þá aö skjóta sjálfur fyrsta dilkinn. Þetta tókst honum í sínu kjördæmi. Nú ætti hann að fá leiðréttingu mála bænda hér á þessu svæði, þó að ekki þurfi neinn að skjóta til aö árangur náist. Af ýmsum ástæðum stendur það honum næst og hæg eru heimatökin. Það yrðu margir til að styrkja hann, ef hann hæfist handa. Þetta kjördæmi á líka sína þingmenn, sem ekki mundu láta sitt eftir liggja. — Hjalti. Rauði krossinn: Nýir söfn- unarkass- ar í notkun RAUÐI kross íslands (RKÍ) tekur á næstunni í notkun nýja söfnunarkassa, til viðbótar eldri spilakössum samtakanna sem settir voru upp víða um land fyrir nokkrum árum. Hér er um að ræða svonefnda ávaxtakassa. Avaxtakassarnir eru frá- brugðnir eldri spilakössunum að því leyti að þeir eru rafknúnir og vinningur byggist á því að sá sem spilax fái éinhverja ákveðna ávaxtasamstæðu á myndrúllunum. Spilað verður með 50 króna peningum, og sögðu stjórnarmenn RKÍ á fundi með fréttamönnum í gær, að vinningshlutfall væri um 80% Eldri spilakassar RKÍ hafa verið helzta tekjulind samtakanna. Végna rýrnandi verðgildis krón- unnar sögðu stjórnarmenn RKI að Mótmæla hækkun rafhitunar- kostnaðar Staðarbakka 8. maí. SÝSLUFUNDUR Vestur-Húna- vatnssýslu var haldinn á Hvammstanga 4.-7. maí. Sam- þykkt var eftirfarandi tillaga um rafmagnsmál: „Sýslufundur Vestur-Húna- vatnssýslu mótmælir nýorðinni hækkun rafmagns til hitunar húsa og telur forsendur hækkunarinnar ’ rangar, þ.e. að rafhitunarkostnað- ur fylgi olíuverði. Miklu nær væri að miða rafhitunarkostnað t.d. við nýlegar og sæmilega reknar hita- veitur, ef miða á við eitthvað annað en framleiðslukostnað og flutningsgjald." — Benedikt. Umræður um landbúnaöarmál Umræður um stööu landbúnaöar- ins hefur ekki fariö framhjá mönnum hér sem undrast hve lítill skilningur og mikið þekkingarleysi hefir greiöan aögang að (dagblööum) fjölmiðlum. Þar viröast atlir hafa meira vit og þekkingu en þeir sem landbúnað stunda. Þaö er eins og tíðarfar og aðstæður komi ekkert þessu máli viö og eru menn fljótir að gleyma óþurrkasumrum, sem yfir hafa geng- ið. Má vera, að flestir hafi verið úti á Spáni þann tíma, sem verstur hefur verið hér. Verðmæti á hafsbotni Ég las í laugardagsblaöi Morgun- blaðsins grein eftir Eyjólf Konráð Jónsson alþm. sem var fulltrúi á hafréttarráðstefnunni í Genf, sem heitir: „Nú þurfum við að einbeita okkur að hafsbotninum — þar kunna að vera mikil verðmæti". Þetta þóttu mér orð í tíma töluð og þá sérstak- lega af hans hálfu. En aö áhuginn skyldi beinast að svo miklu hafdýpi Virðuleg minningarat- höfn um Turville-Petre Mosfellssveitarmenn í stuði á Neskaupstað Neskaupstað, 8. maí. KARLAKÓRINN Stefnir úr Mos- fellssveit kom hingað með 80 manna lið um helgina og hélt konsert fyrir troðfullu húsi s.l. laugardagskvöld og voru um 250 manns á söngskemmtuninni. Stjórnandi kórsins var Lárus Sveinsson, en hann er Norðfirðing- ur eins og 10 aðrir félagar í kórnum. Kórinn söng við mjög góðar undirtektir áheyrenda, en síðan stóð kórinn fyrir dansleik um kvöldið þar sem hin gamal- kunna hljómsveit, Kvintett Hár- alds Guðmundssonar, lék fyrir blússfjörugum dansi fram eftir nóttu og var feikngóð stemmning á dansleiknum sem um 450 manns sóttu. — Ásgeir. KFUM og KFUK: Efna til hringfhigs fyr- ir góða fundarsókn Á HVÍTASUNNUDAG munu KFUM og KFUK í Reykjavík og nágrenni efna til hringflugs yfir landið og er það einkum ætlað þeim börnum og unglingum er bezt hafa staðið sig í fundarsókn á liðnum vetri. Það eru Flugleiðir h.f. sem hafa tekið að sér að annast þetta hringflug sem gert er ráð fyrir að taki eina klukkustund. Verður flogið yfir landinu annað hvort norðanlands eða sunnan eftir veðri, og farkosturinn verður DC-8 þota. Flugstjóri verður Ásgeir Pétursson yfirflugstjóri Loftleiða og mun hann skýra frá því helzta er fyrir augu ber á leiðinni. Ráðgert er að fara þrjár ferðir með alls um 750 börn og unglinga. Frönsku impressjón- istarnir — fyrirlestur GUÐBJÖRG Kristjánsdóttir listfræðingur heldur fyrir- lestur um frönsku impressj- ónistana á vegum Alliance Francaise í Franska bóka- safninu, Laufásvegi, í kvöld kl. 20.30 segir í frétt frá Alliance Francaise. Þá segir, að nokkrir málarar í Frakklandi hafi mótað þessa stefnu á árunum eftir 1870 og voru að ýmsu leyti frumherjar nútímamálaralistar. Guðbjörg Kristjánsdóttir stundaði nám í listasögu í París og lauk þar magister- prófi í þeirri grein. Sýndar verða litskyggnur með fyrir- o INNLENT brýn nauðsyn hefði verið fyrir löngu að koma upp nýrri fjáröfl- unarleið. Tekjum af kössunum verður skipt til helminga milli móður- samtakanna og deilda þeirra. lestrinum og er öllum heimill aðgangur. Þakklæti HJÖRN Björnsson í London hefur haft samband við blaðið og beðið fyrir eftirfarandi þakklætii Ykkur heima, sem á nýaf- stöðnum áttatíu ára fæðingardegi mínum glödduð mig með símtöl- um, heillaóskaskeytum og bréfum, mun ég fljötlega skrifa þakkar- bréf. Ykkur, sem senduð mér heilla- óskir með hugskeytum, get ég ekki skrifað en ber hér með fram mitt innilegasta þakklæti fyrir hina órituðu hugulsemi. London, 20. apríl 1978. Björn Björnsson. Máríerlan er komin á stéttina Staðarbakka, 8. maí. NÚ FYRST finnst manni sem sumarið sé virkilega komið. Þessa dagana er sunnan hlý- viðri, gróðurinn óðum að koma til, máríerla komin á stéttina og spóinn að byrja að vella. Alls staðar er fénaður þó á gjöf, enda sauðburður yfirleitt að hefjast á næstu dögum. Mikið hefur verið um alls konar skemmtanahald undan- farið, m.a. hefur sjónleikurinn Pétur og Rúna, eftir Birgi Sigurðsson, verið sýndur á vegum Umf. Grettis og hlotið góða dóma. Bonedikt.—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.