Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1978 Þessir þingmenn kveðja Alþingi: Tb«ÐU ‘.'“Sten" »I.'>'U'S\ ' W"*? Av«faanmar^*”t i sé.vvA íratnaftn«l' , að geía M()rgunhU^, \ er áVtveðið nar í luíU n.* b\ngslitm s-J-* a"!j"/*rSBra h^ra ei„hverS s£rtí -2»&£■.*•&Sri- SSs§,fS^S Vcrður ner Stærsta málið var að treysta varnir landsins s£gr/r Axe! Jónsson Axel Jónsson var fyrst kosinn á þinjr uni haustið 1963 en áður hafði hann haft afskipti áf stjórnmálum í um 20 ára skeið. Hann var í upphafi spurður hvort hann hefði fjallað um einhvern eða einhverja málaflokka sérstaklega á sínum þintímannsferli: — I heild hef ég mest starfað á sviði sveitarstjórnarmála, t.d. að samskiptum sveitarstjórna og ríkis OK ýmsum málum er þau snerta eins ok kjördæmismálin. Ég held að óhætt sé að segja að mörgum málum okkar Re.vknes- inga hafi vel miðað áleiðis, þó að auðvitað höfum við ekki náð öllu fram sem við vildum frekar en aðrir en síðan 1963 hafa orðið miklar framfarir og framkvæmdir f.vrir tilstuðlan og aðstoð fjárveit- ingavaldsins í okkar kjördæmi. Minnistu einhvers sérstaks mál- efnis? — Það mætti í því sambandi nefna lagningu Reykjanesbrautar- innar en hún var eitt af stærri máiunum og eitt fyrsta verkefnið ív varanlegum gatnagerðarfram- kvæmdum. Við fengum að heyra það oft að þetta væri í heldur mikið ráðist og ráðstafað um of í eitt kjördæmi fjármunum til þess arna. En þetta mál náði fram að ganga með forystu þingmanna og flokksforingja okkar, Ólafs Thors, og skammur tími leið þar til menn sáu að hér var um framtíðarlausn að ræða. — Það hefur eðlilega fallið í minn hlut að fylgja eftir málefn- um er snerta hið unga bæjarfélag Kópavogs og vil ég segja að allir sem til þekkja og hafa unnið að þessum málum hafa mætt sérstök- um skilningi og velvild í því sambandi. Þá má nefna lagningu Hafnarfjarðarvegarins gegnum Kópavog sem var mjög nauðsynleg framkvæmd og mætti miklum skilningi fjárveitingavaldsins, byggðarlaganna í kring og sam- gönguráðherra, Ingólfs Jónssonar, sem þá var, en hann lagði grund- völlinn að því að menn huguðu að framtíðarlausnum. Slíkar vegbrýr sem þá voru gerðar voru nýmæli og tel ég að ekki hafi verið til nein önnur lausn á þessu ferðarvanda- máli er leysa varð. — Um síðasta kjörtímabil vil ég segja að í mínum huga er eitt stærsta mál sem náð hefur fram að ganga að treysta öryggi varna landsins og í annan stað vil ég nefna það að tekist hefur að halda uppi fullri atvinnu þrátt fyrir að atvinnuleysi hefur verið meira og minna í kringum okkur. Rétt er að viðurkenna samt að það hefur orðið nokkuð á kostnað þess .að halda verðbólgunni í skefjum, en ekki hefur tekizt frekar en oft áður að ráða við þann v.anda. Hvað tekur svo við? — Nú ég held áfram að sinna bæjarmálefnum í Kópavogi eins og ég hef gert frá árinu 1962. Ég vil bara óska þeim sem áfram starfa á Alþingi alls hins bezta í því að leysa þau vandamál sem að steðja á hverjum tíma á þann hátt sem þjóðinni er fyrir beztu. Axel Jóns.son.- Sumir töldu of miklu fjármagni ráðstafað í eitt kjiirdæmi. Myndirnar tók Friðþjófur. Ég finn hentar eitthvað sem lögum, en það hafði verið reynt áður. — En af stærri málum er mér minnisstæðast landhelgismálið, fyrst stækkunin í 12 mílur sem gerð var 1961 og viðurkenning Breta og síðan allar útfærslur allt til 1975 er fært var út í 200 mílur og gert samkomulag við Breta í Ósló þar sem þeir viðurkenndu útfærsluna og skuldbundu sig til að hverfa burt ínnan hálfs árs. í annan stað má nefna þá stefnumörkun sem átti sér stað við myndun núverandi stjórnar þar sem ákveðið var að halda áfram samvinnu við vestrænar þjóðir um varnir, en eins og kunnugt er var komið mjög langt á þeim vegi á árum vinstri stjórnarinnar að segja upp þeim samningum, sem hefði gjörbreytt allri aðstöðu okkar í utanríkismálum og verið síður en svo til farsældar. Fyrir utan má nefna fjölmörg mál sem fjallað hefur verið um og of langt yrði upp að telja. En varðandi sérmál Vestmanna- eyinga þá tel ég að afgreidd séu flest þau mál er einhverju varði; samgöngumálum hefur verið kom- ið í nokkuð gott horf með dag- legum ferðum Herjólfs til Þorláks- hafnar, flugsamgöngum; frá vatnsveitunni hefur verið gengið til nokkurrar frambúðar; ákveðin hafa verið kaup á öðrum rafstreng. — Nú hvað ég tek mér fyrir hendur er e.t.v. ekki svo gott að segja nákvæmlega til um, ég finn mér eitthvað sem ég tel mér henta. Ég vil að lokum þakka fyrir það ágæta samstarf sem ég hefi átt við kjósendur og íbúa í Suðurlands- kjördæmi. mér - segir Guðiaugur Gísiason Guðiaugur Gíslason sagðist fyrst hafa verið kosinn á þing í vorkosningum 1959, þeim síðustu er fram fóru eftir eldra kjördæma- skipulagi. Var hann fyrst þing- maður Vestmannaeyinga og síðar þingmaður Suðurlandskjördæmis. — Ég hef mest haft afskipti af málefnum er snerta sjávarútvég enda hafa þau verið aðalmálefni þess byggðarlags er ég var þing- maður fyrir. Fyrsta tillaga er ég flutti var að bæjarsjóður Vest- mannaeyja keypti allt land í Eyjum 1960, en tvisvar áður höfðu verið fluttar um það tillögur, sem náðu ekki fram að ganga fyrr en í þetta sinn. Guðlaugur var að því spurður hvort honum væru minnisstæð einhver sérstök mál frá þessum fyrstu árum: — Mér er t.d. minnisstætt er samþykkt voru lög um Stýri- mannaskóla í Vestmannaeyjum árið 1964 og einnig er varðar samgöngumál er þingmenn Suður- lands fluttu tillögu um kaup á Herjólfi og eru þessi mál dæmi um sérmál Vestmannaeyinga. En það sem ég tel vera eitt hið merkileg- asta fyrir allt atvinnulíf var samþykkt tillögu um bann gegn botnvörpuveiðum báta upp að 200 tonnum er ég flutti ásamt tveim öðrum þingmönnum, en bannið náði upp að 3 mílum og á svæðinu frá Stokksnesi að Reykjanesi. Þessi tillaga hafði mjög mikil áhrif á alla fiskveiði og varð hún til að gera alla bátaveiði jafnari eftir árstímum. Þetta var fyrsta breyting er gerð var t þessum Guðlaugur Gíslason. Eitt af stærri málum á þingi er landhelg- ismálið nú og fyrr. Sjálfsagt harðari skóli en almenning grunar - segir Eggert i — ÞAÐ EITT að hafa setið á Alþingi í 25 ár eða frá 27 ára aldri er skólatími út af fyrir sig, sagði Eggert G. Þorsteinsson, er Mbl. bað hann að lýsa viðhorfi sínu til þingstarfanna, og hefur það óneit- anlega haft áhrif á líf manns og hugsanir er óhætt að segja. Ég hygg að í þessum skóla séu þær námsgreinar uppi sem ei eru á námskrá annars staðar. — Þetta er tvímælalaust mikil reynsla á köflum hörð og miskunn- arlaus að mér finnst, en ég fer héðan ókvalinn á hjarta og er ekki bitur eða sár. Á þessum vinnustað sem og öðrum verður manni misjafnlega til manns en ekki illa við neinn. Margir af þessum glæsilegustu persónuleikum sem nú eru horfnir fyrir ætternisstapa og sópaði af hefur maður fengið að kynnast í þessu starfi. Er hægt að segja hvort starfið er skemmtilegt eða leiðinlegt? — í það heila er viðfangsefnið og starfið hér skemmtilegt, en sjálfsagt er þetta harðari skóli en almenning grunar og ekki er hægt að sannfæra neinn um það nema þann sem kemst í kynni við þau sjálfur. Almenningur byggir dóm sinn á störfum alþingismanna um of á vanþekkingu og því að við kunnum að vera nokkuð frjálsir í starfi. Margur maður heldur að þingstörfin fari fram á þingfund- um að mestu leyti, en hitt er nær að tala um að meginhluti starfsins fer fram utan þingfunda í nefnd- um og er skylda okkar að vera í Þorsteinsson mörgum nefndum. Það stafar því ekki af fjáröflunaráhuga því þessi nefndarstörf eru ekki sérstaklega launuð heldur tilheyra þingstörf- um beint. Það er líka keppikefli stjórnmálaflokkanna að eiga full- Eggert G. Þorsteinsson. Margir halda að þingstiirfin fari aðallega fram á þingfundum. en megin hluti starfsins fer fram á hinum ýmsu nefndafundum. trúa í öllum nefndum, því þar er ráðstafað málum ekki síður en í þingsölum og þar fer aðalundir- búningsvinna og mótun þeirra oft fram. Var þetta starf eitthvað líkt því sem þú bjóst við? — Er ég kom hingað fyrst 27 ára hafði ég töluvert annað álit á því hvernig starfið væri en á þessum fyrstu árum voru það margir sem leiðbeindu fyrstu skrefin og skipti þá stjórnmála- flokkur ekki máli. Má eiginlega segja að með aldrinum fari maður fremur að líta á persónuleika manna fremur en pólitískar skoð- anir þeirra. Það hefur orðið mikil breyting á þessum tíma og hafa t.d. kjör og aðbúnaður þingmanna breyzt mjög. Fyrst var t.d. aðeins greitt fyrir hvern einstakan þing- dag og fróðir menn hafa reiknað út að þingfararkaup þá hafi verið allverulega frá dögum Hannesar Hafsteins. Þá var litið of mikið á þingstörfin sem aukastarf en þejrri skoðun hefur vaxið mjög fylgi að þingmenn vinni ekki önnur störf enda hafi launakjörin sem betur fer stefnt í þá átt. Er eitthvað sérstakt þér minni- stætt frá þessum tíma? — Mér eru minnistæðust þau 6 ár sem ég sat í ráðherrastól en þau eru hin erfiðustu og erfiðleikatím- arnir ‘67 og ‘68 eftir aö síldin hvarf, og ýmsar efnahagsráðstaf- anir sem orðið hefur að gera og ég viðurkenni að voru nauðsynlegar þó þær hafi ekki alltaf samræmst persónulegri skoðun eða æskuhug- sjónum. Nú, félags- og atvinnumal Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.