Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 Knattstöðvun með utanverðum fæti 1. Við stöndum á jafnvægisfæti sem er mjúkur og fjaðrandi, og lítið eitt boginn. 2. Leikfótinn færum við fram fyrir líkamann um leið og knötturinn nálgast, og höfum öklann krepptan. Eftir að knötturinn hefur snert jörðina nemur hann við utanverðan fótinn (ristina) sem við höldum rétt ofan við jörðina. Þannig missir hann ferðina og stöðvast samfara áframhaldandi hreyfingu leikfótarins til baka í eðlilega stöðu. 3. Efri hluti líkamans hallast aöeins aftur og armar aðstoöa okkur viö jafnvægið. Mynd 51 sýnir okkur áðurnefnda stöðv- unaraðferð. Stöðvun æfö 1. Við höldum á knetti í brjósthæð. Við látum hann falla við utanverða ristina og stöðvum hann á ofangreindan máta. 2. i þessari æfingu látum viö félaga okkar kasta knetti af stuttri fjarlægð til okkar og við framkvæmum síðan áðurnefnda stöðvun. 3. Hér er um svipaða æfingu að ræða og 2, en nú er kastaö af lengra færi. Um leið og þú hefur náð tökum á knettinum ýtir þú honum til hliðar og spyrnir til félagans, sbr. mynd 52 sýnir okkur. 4. Nú bætum við hlaupi í átt að knetti við æfingu 3. 5. Við köstum knetti upp fyrir okkur og við stöðvum hann með utanverðum fæti, en um leið og við höfum stöðvað hann snúum við okkur á jafnvægisfæti og rekjum knött til baka. Sjá mynd 53. Knattstöðvun með rist 1. Á jafnvægisfæti, sem lítið eitt er boginn hvílir líkamsþunginn. 2. Leikfætinum er lyft móti aðsvífandi knetti. Rétt áður en um snertingu er að ræða hefst hreyfing fótarins niður á við. Fóturinn skal vera mjúkur og afslappað- Knatt- spyrnu- þættir Janus (jiHÍlauí^sson tók saiuaii ur. Hraði fótarins í færslunni niður skal vera nálægt hraöa knattarins niður. En er nálgast jörðina minnkar hraðinn, þar til leikmaöur hefur tekið alla ferö af knettinum — fótur í neðstu stöðu. 3. Líkaminn hallast nokkuð aftur viö þaö aö leikfæti er lyft upp en færist síðan fram er fóturinn sígur niður. Armarnir hjálpa okkur við jafnvægið og sjóninni skal beint að knettinum. Mynd 54 sýnir okkur þessa stöðvunaraðferö. Stöðvun æfð 1. Stöðvunin framkvæmd án knattar. Leik- maður lyftir leikfæti eins hátt og hann getur. Síðan færir hann fótinn rólega .niður. 2. Leikmaður lætur knött falla frá brjóst- hæð. Hann stöðvar knött síðan með ristinni eftir að hann hefur hopþað einu sinni. 3. 2 og 2 saman, annar kastar knetti en hinn stöövar. í fyrstu getur verið gott að láta knött hoppa einu sinni, sbr. æfing 2. 4. Sama æfing og 3, en nú má knöttur ekki nema við jörð áður en hann er stöðvaður. Þegar góðri færni er náð, er bilið lengt milli félaganna. 5. Stöðvunin framkvæmd á ferð. Mynd 55 sýnir okkur framkvæmdaratriði þessarar æfingar. Knattstöðvun með læri 1. Líkamsþunginn hvílir á fremra fæti í gangstööu — jafnvægisfæti. 2. Leikfæti er lyft til móts við aðsvífandi knött. Um leið og knötturinn nemur við lærið, er gefið vel eftir. Við þetta missir knötturinn ferðina og fellur niður. Hann er síðan stöðvaður aftur eða leikmaður tekur hann með sér á hlaupunum áfram upp völlinn. 3. Armar hjálpa til viö jafnvægið og sjóninni beint að knettinum. Mynd 56 sýnir okkur áðurnefnda stöðvun. Stöðvun æfð 1. Hreyfingarnar við stöðvunina fram- kvæmdar án knattar. 2. Leikmaöur kastar knetti upp, og fram- kvæmir síðan áðurnefnda stöðvun. 3. Sama æfing og 2, en nú er æfingin gerð á hlaupum áfram eins og mynd 57 sýnir okkur. 4. Félagi kastar knetti úr 4—5 m fjarlægð til okkar. a) Stöðvun framkvæmd svo knöttur falli við fætur okkar. b) Komið á móti knetti og stöðvunin framkvæmd á hlaupunum. 5. Ef félagann vantar getum við hæglega notast viö vegginn eins og mynd 58 sýnir okkur. Einnig getum við tekið þannig á móti knettinum að hann hoppi aöeins upp af því. Þetta er einkum gert ef leikmaðurinn ætlar að spyrna knettinum frá sér áður en hann nemur við jörðina. Knattstöðvun með brjósti 1. Viö stöndum í gangstöðu og snúum aö knettinum sem stefnir til okkar. Fæturnir eru lítið eitt bognir í hnjám og líkams- þunginn meira á fremra fæti. 2. Bolurinn er vel réttur og brjóstgrindin hvelfd. Örmunum höldum við úti til aö auðvelda jafnvægið. Sjóninni beint að knettinum. 3. Stöðvunin hefst um leið og knötturinn nemur við brjóstið, það er dregið inn, slakað á mjöðmum og líkamsþunginn færður yfir á aftari fót. Líkaminn myndar einskonar sviga sem oþnast fram. Eftir þessa framkvæmd fellur knötturinn niður og er tekinn í skrefinu áfram, spyrnt til félaga eða á mark. Mynd 59 sýnir okkur knattstöðvun meö brjósti. Stöðvun æfð 1. Framkvæma hreyfingar án knattar. 2. Félagi kastar knetti af stuttu færi til þín, og þú framkvæmir knattstöðvun með brjósti. 3. Nú er kastað af lengra færi og ekki í eins miklum boga. Sjá mynd 60. 4. Bætið nú inn í æfingu 3 hlaupi móti knettinum. 5. Eftir að hafa framkvæmt stöðvun snúum við okkur við með knöttinn og rekjum t.d. í átt að marki og framkvæmum markskot, mynd 61. 1. Leikmaöur stendur í gangstööu, hné aðeins bogin. 2. Armar eru notaðir við að halda betur jafnvæginu og sjóninni beint að knettin- um. 3. Þegar knötturinn nálgast, færir leikmað- ur sig í átt að honum, þunginn nú meir á táberginu en við knattstöðvun með brjósti. Rétt í því augnabliki, þegar knötturinn er að koma í snertingu viö ennið er hnjánum skotiö snöggt fram en sjálfur bolurinn sígur um leið aftur sem og höfuöiö. Þeim mun mýkri sem þessar hreyfingar verða og tímasetning þeirra réttari, þeim mun betri verður móttakan. Mynd 62 sýnir okkur áðurnefnd atriði við knattstöðvun með höfðinu. Stöðvun æfð 1. Leikmaður kastar upp knetti fyrir sjálfum sér, og reynir að stöðva hann þannig að hann hoppi ekki aftur. Athugið að hér verður hreyfing meira niður en aftur. 2. Nú er knetti kastað frá félaga sem er í 4—5 m fjarlægö. Knöttur sendur strax innanfótar eftir stöðvunina, sjá mynd 63.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.