Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGIJR 9. MAÍ 1978 Sannleikurinn um mjólkursölumáUn Greinargerd frá sjö-manna nefnd Samtakanna gegn lokun mjólkurbúda Óskar Jóhannsson kaupmaður skrifar grein í Morgunblaðið 4.4. ‘78 „Hvað varð um mjólkursölumálið?", en hér er um að ræða mjólkurbúða- málið sem var hvað mest á döfinni eftir að Mjókursamsalan ákvað að loka öllum útsölustöðum sínum 1. febr. ‘77 og hafði að engu kröfur 17.500 neytenda um að halda rekstrinum áfram. Óskar fer með rangt mál varðandi aðalkjarna málsins. Skal leitast við að leiðrétta það hér. Alvarlegast er þó að Óskar gagn- rýnir Samtökin gegn lokun mjólkur- búða fyrir að vera afturhaldsöm hreyfing, sem vilji halda í „gamla daga“ hvað sem það kostar, en nauðsyn þess að hafa trygga atvinnu er jafn alvarlegt mál nú sem fyrr. Hver voru Samtökin gegn lokun mjólkurbúða? Þau voru stofnuð á opnum fundi neytenda og mjólkurbúðakvenna í júlí 76. Á þeim fundi voru u.þ.b. 60 mjólkurbúðakonur og milli 10—20 neytendur. Var þar kosin 7 manna nefnd afgreiðslukvenna og neytenda og voru mjólkurbúöakonur í meiri- hluta í nefndinni. Þessi nefnd myndaði forustuna í samtökunum alveg þar til 1. febr. ‘77. Nefndin var ávallt hvött áfram til aðgerða af mjólkurbúðakonum sjálf- um. Stór hópur kvennanna tók þátt í undirbúningi allskonar undir mótmælaaðgerðir. Safnað var undir- skriftum í langflestum mjólkurbúð- um í Stór-Reykjavík, og þær voru ófáar konurnar sem, eftir vinnudag- inn, bönkuðu uppá hjá neytendum og hvöttu til stuðnings við baráttu sína með undirskriftum. Óhætt er að fullyrða að konurnar sjálfar hafa safnað megninu af undirskriftunum, þó víða hafi komið stuðningur frá neytendum. Best vitni um stuðning mjólkur- búðakvenna við baráttuna bera þó kosningarna til ASI-þingsins haustið ‘76. Voru í framboði 2 listar, A-listi Hallveigar Einarsdóttur, formanns ASB, stéttarfélags mjólkurbúða- kvenna, og B-lista Lilju Kristjáns- dóttur og fleiri kvenna sem störfuðu heilshugar í Samtökunum gegn lokun mjólkurbúða. Þrátt fyrir vandlega auglýsingu A-listans í Þjóðviljanum, vann B-listi mikinn sigur, 120 gegn 73 atkvæðum. Hafa margar kvennanna harmað það síðan að hafa ekki lýst vantrausti á' Hallveigu sem formann félagsins þá, og fengið hana setta af. Verri þjónusta? Gaman væri að hrekja ummæli Óskars um betri þjónustu, betra vörueftirlit og vöruverð. Erfitt er að færa sönnur á þetta mál, en víst er og neytendur kvarta oft undan skorti á ýmsum tegundum mjólkurvara seinnipart dags. Óskar getur ekki fullyrt eitt eða neitt um þetta, allra síst með því að vitna í Samsöluna. (Því hún mun lýsa blessun sinni yfir það þótt mjólkin yrði send til Alaska, bara ef hún fengi borgað fyrir.) Það er staðreynd að starfs- stúlkurnar í mjólkurbúðunum höfðu margar unnið sérstaklega lengi við fyrirtækið, sumar 20 til 30 ár. Það er einnig staðreynd að flestar konurnar eru komnar yfir miðjan aldur, og eiga erfitt með að fá aðra vinnu. Kaupmenn vildu bara mjólk- ina, þeir höfðu ekkert að gera með 167 konur nema í einstaka tilfellum. Mjólkurbúðakonum var hent út í óvissuna og... ... atvinnumiðlunin var uppspuni Eitt sinn sagði Samsalan og Kaupmannasamtökin í fjölmiðlum að opnuð hefði verið atvinnumiðlun fyrir mjólkurbúðakonur sérstaklega. Ein mjólkurbúðakvenna hringdi til Kaupmannasamtakanna. Kom í Ijós að það var engin atvinnumiðlun. Og sem dæmi: Tvisvar í vetur hafa fyrrverandi mjólkurbúðakonur leit- að til Samsölunnar í von um vinnu. Fyrstu konunni var sagt að hún gæti e.t.v. fengið skýringu í nýrri búð (við hlið hinnar á Laugavegi 162) sem Samsalan myndi opna bráðum. Hinni konunni var sagt að hún gæti e.t.v. fengið skýringu í nýrri búð sem Samsalan myndi opna bráðum. — Sem sagt tómar blekkingar. Báðum konunum gefinn ádráttur um sömu litlu vinnna sem er allt of lítil fyrir einn að lifa af, og búðin ekki opnuð enn. Já mikil var lygin og þvættingur- inn, og ekki má gleyma frammistöðu Hallveigar úr því Óskar minntist á hana. Hallveig Einarsdóttir, forraaður ASB stéttarfélags mjólkurbúðakvenna. Þegar það fréttist ári fyrir lokun- ina, að úr skyldi verða, vildu afgreiðslukonurnar fara út í baráttu. Þetta gerðist á félagsfundi, en Hallveig sagði þá að það væri allt of snemmt. Þegar baráttan svo loks fór af stað sama sumar, sagði Hallveig að það væri allt of seint. Reynt var með öllum hugsanlegum ráðum að hvetja hana til baráttu og samvinnu. Hún hélt ekki félagsfund sem skv. lögum skal halda með 1. mán. fresti yfir vetrartímann. Mjólkurbúðakonur þurftu að krcfjast fundar í félagi sínu mcð undirskriftum. Enda hafði Hallveig í mörgu að snúast. Hún þurfti að tala við forseta ASÍ, Samsöluna og Kaupmannasamtökin, og alls staðar hefur hún komið vel fyrir ef dæma skal árangurinn af hlaupum hennar: Tannlaus stuðn- ingsyfirlýsing frá ASÍ. Samstarfs- nefnd ASB hafði skrifað verkalýðs- félögum beiðni þess efnis að styðja samtökin gegn lokun mjólkurbúða með auglýsingu í útvarpi fyrir göngunni og fundinn í Austurbæjar- bíói, undirritaða af meðal annars Hallveigu, formanni ASB, en ekki mætti hún til göngu né fundar. Forysta Alþýðubandalagsins hafði hringt út til verkalýðsfélaganna og varað við að styðja. Og oft mátti sjá Hallveigu, á góðviðrisdögum jafnt sem rigningar- dögum þetta haust, koma út úr Samsölubyggingunni — og vel var henni þökkuð samvinnan: Hallveig formaður þáöi vinnu í einu búðinni sera Sarasalan rekur Ekki er hún ein elstu kvennanna, en hún þóttist styðja þá kröfu að þær gengju fyrir um vinnu. Hún gerir lítið úr atvinnuvanda kvennanna með því að segja að engin sé á atvinnuleysisskrá, og á þá sennilega við hjá Ráðningaskrifstofu Reykja- víkur. Sjálf gekkst hún aldrei fyrir neinni skráningu á atvinnuástandi kvennanna, en það hefði átt að vera hennar hlutverk sem formanns ASB. Var ekki samþykkt á stjórnar- fundi að hún hlyti 25.000 kr. á mán. úr sjóðum ASB fyrir störf sín í þágu félagskvenna? Margar kvennanna fá skamm- tímavinnu hér og hvar, en leita og bíða þess á milli. Hallveig vill ekkert af þessu vita, og ekki ASÍ-forystan heldur. ASÍ sá enga ástæðu til að gera veður útaf alþjóðlegum bar- áttudegi gegn atvinnuleysi, því hér væri ekkert. ASÍ viðurkennir ekki að konur eru notaðar sem varavinnuafl. Hér er alið á þeirri trú að aumingja- skapur sé að láta skrá sig atvinnu- lausan. Varðandi ummæli Óskars þess efnis að Samtökin gegn lokun mjólkurbúða „virðist hafa haft sérstaklega góðan aðgang að fjöl- miðlurn", viljum við taka fram að þegar jafn alvarlegt mál er á ferðinni og atvinnumissir 167 kvenna og lokun mjólkurbúða, er ekki óeðlilegt að fjölmiðlar fjalli um málið, en áberandi vgr er leið á árið, að svo virtist sem kippt hafi verið í spottana á bak við tjöldin. Fjölmiðl- ar birtu meira og meira af yfirlýs- ingum Samsölu og Kaupmannasam- takanna, en minna og minna efni frá okkur. Arangur af baráttunni Engin árangur af baráttunni, segir Óskar. — Ekki væri það skrýtið eins margir og lögðust gegn henni. En við lærðum sitt af hverju í baráttunni. Við lærðum um kaldhæðnishátt Samsölunnar, Kaupmannasamtak- anna, og ríkisvaldsins, svik stéttar- félagsformannsins og við lærðum það að tal þessara manna um lýðræði, frelsi og réttindi, er tómur tvískinnungsháttur. Og það er lær- dómur sem getur komið okkur verkafólki ansi vel í lífsbaráttunni. Tómt kjaftaði er í Óskari, þegar hann talar um „pólitíska heræfingu" og „hópverkefni þjóðfélagsfræðinga við Háskólann." Hins vegar þökkum við hrósið þegar Óskar telur mjólk- urbúðabaráttuna eiga að hljóta viðurkenningu sem BA-verkefni við Háskólann, en sennilega er Óskar bara undrandi og hræddur við þann kraft sem býr í verkafólki, er það rís upp. Full atvinna — fyrstu mannrétt- indi! Fyrrvcrandi starfsstúlkur Mjólkur samsölunnar> Lilja Kristjánsdóttir. Elísabet Sigurðardóttir. Ilcra Guðjónsdóttir, Guðbjörg Guðnadóttir. F.II. ncytcndai Sumarliði R. ísleifsson, Elísabct Rjarnadóttir, Kristjana Bcrgsdóttir. 8,05% aukn- ing mjólkur- innleggs hjá Mjólkursam- lagi KEA 1977 AÐALFUNDUR Mjólkursamlags KEA var haldinn í Samkomuhús- inu á Akureyri þriðjudaginn 2. maí s.l. Á fundinum voru mættir um 140 mjólkurframleiðendur. I skýrslu Vernharðs Sveinsson- ar kom fram, að innlagt mjólkur- magn á sl. ári var rúmar 23 milljónir lítra og hafði aukist um tæplega 2 milljónir lítra eða 8.05% frá fyrra ári. Fitumagn mjólkur- innar var að meðaltali 4.148%. Mjólkurframleiðendur voru 313 og hafði fækkað um 7 frá fyrra ári. Af mjólkinni var 19.87% seld sem neyzlumjólk en 80.13% fóru til framleiðslu á ýmsum mjólkur- vörum. Á árinu 1977 var fram- leiðsla þeirra þessi: 627 tonn af smjöri, 743 tonn af ostum, 70 tonn af mysuosti og mysingi, 160 tonn af skyri, 35 tonn af þurrmjólk, 216 tonn af kasein og 35 tonn af youghurt. Lokatónleikar í Neskaupstað LOKATÓNLEIKAR Tónlistar- skólans í Neskaupstað fara fram annað kvöld klukkan 20.30. Á tónleikunum munu koma fram nemendur Haralds Guðmundsson- ar í strengja- og blásturshljóðfær- um, nemendur Ásdísar Ólafsdótt- ur í gítarleik og nemendur Karls J. Sighvatssonar í píanóleik. Minng Snæ- bjarnar Jóns- sonar - At- hugasemd Um leið og ég þakka Morgun- blaðinu fyrir að birta fyrir mig minningargreinina um Snæbjörn Jónsson mælist ég til, að tvennt verði leiðrétt, sem ég tel máli skipta, að komi samkvæmt hand- riti: „Hann batt órofa tryggð við fyrirtæki Bjarna Jónssonar, ísa- fold...“, les Bjarnar Jónssonar. í niðurlagi klausunnar um grein Sn. J. á þýðingum föður míns og Matthíasar (í Svanhvít) stendur „og segir þar ýtarlega frá áliti föður míns á þýðingunni á King Lear,“ — ... les: „... og segir hann þar frá áliti Sir William’s á þýðingunni á King Lear.“ Með þökk fvrir birtinguna. A. Th. Siglufjörður; Fjórðungur bæjarbúa sá leikritið Siglufirði 6. maí. HÉR VAR sýnt í gærkvöldi leikritið „A sama tíma að ári“ með þeim Bessa Bjarnasyni og Mar- gréti Guðmundsdóttur í aðalhlut- verkum. Kr skemmst frá því að segja að aðsókn var svo mikil að halda varð aukasýningu klukkan tólf á miðnætti. Tvífylltist Bíóhús- ið og sáu því samtals 500 manns leikritið eða fjórðungur bæjarbúa. Skemmtu menn sér hið bezta. - m.j. Sjötug- ur 1 dag Theódór Einarsson verslunar- maður, til heimilis að Háholti 23, Akranesi, er 70 ára gamall í dag. Hann er landskunnur ljóða- og lagasmiður. — Einnig hefir hann samið skemmtiþætti, sem fluttir hafa verið við ýms tækifæri. — Lög hans og Ijóð eru raunar á mörgum þeim plötum, sem eru vinsælastar nú í dag. Theódór er sonur hjónanna Ragnhildar Jóns- dóttur og Einars Eggertssonar frá Leirárgörðum undir Skarðsheiði. — Hann er giftur Guðrúnu Ólafs- dóttur frá Brautarholti á Akranesi og eiga þau 3 mannvænleg börn. Við sendum þér Theódór Einars- son ósk og árnu þér heilia með daginn. Að hverfi ei kímnigáfan grósk, né getan að yrkja braginn. Baldur og Júlíus Hvar er sjóðurinn? Álagning á mjólkurvörum var lækkuð um 2,27% við breytinguna. Þessi lækkun var lögð í sjóði Samsölunnar af því fulltrúar neyt- enda í 6-manna nefnd neituðu að láta lækka mjólkina til neytenda. Undarlegir fulltrúar það? Er nokkur sem rúir því enn að þeir gæti hagsmuna fjöldans? Nei, þeir eru þarna í blekkingarskyni, en auðvitað gæta þeir hagsmuna atvinnurekenda eins og aðr%r nefndarmenn í nefndum og ráðum ríkisins. Það sem raunverulega gerðist var eftirfarandi* Mjólkursalan var óánægð vegna þess að mjólkurbúð- irnar skiluðu ekki nógu miklum gróða að þeirra mati. Kaupmannasamtökin pressuðu einnig á að fá mjólkina til sölu, því að sala nauðsynjavara dregur fólk að verslunum. Þetta kom allt heim og saman við hagsmuni þessara háu herra. Frumvarp var gert að lögum á Alþingi, þar sem einnig sitja fulltingismenn atvinnurekenda, og breytingin varð staðreynd. En þar sem Samsaian er gróðaþyrst fyrir- tæki þurftu Kaupmannasamtökin að borga fyrir breytinguna 2,27% í formi lækkaðrar álagningar. En Kaupmannasamtökunum var lofað á móti ríflegri hækkun 1. mars. Mjólkin hækkaði auðvitað eins og Samtökin gegn lokun mjólkurbúða sáu fyrir. Samsalan fékk sitt. Og Óskar þykist steinhissa á því hvað orðið hafi af sjóðnum. Hagsmunir fjöldans gleymdust En eitt var það sem Mjókursam- salan, Kaupmannasamtökin og Alþingi gleymdu viljandi. Þeir spurðu aldrei neytendur og konurnar 167 sem átti í vændum að missa vinnuna sína, og þeir tóku ekkert mark á undirskriftasöfnuninni. £•"=££5 sSSSsiS’ íj-s*---"" " Hvað varð um mjólkursölumábð^ Þióðírelsis- threyfmgm störfum sem eru óþörf, W hpJ fBfnum ^“^51 SðítS^Mku'-' (vfirlýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.